Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.02.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 29 Séð yfir salinn á æfingn. Þrestir æfa daglega síðustu vikurnar fyrir tónleika. Morgunbiaðið/Ámi Sæborg Karlakórinn Þrestir 75 ára: Afmælistónleikar í Hafn- arfjarðarbíói í kvöld Þetta er fjörugnr og samheldinn hópur, sögðu þeir Kjartan Sigur- jónssson söngstjóri og Árni Ómar Bentsson stjórnarformaður Karlakórsins Þrasta. KARLAKÓRINN Þrestir í Hafn- arfirði fagnar sjötíu og fimm ára afmæli sínu með tónleikum i Hafnarfjarðabíói í kvöld. Að sögn Árna Ómars Bentssonar stjórnarformanns eru Þrestir elsti karlakór landsins. Var hann stofnaður 19. febrúar árið 1912 af Friðriki Bjarnasyni og ellefu söngmönnum. Kjartan Sigurjóns- son stjórnandi, sem hefur leitt kórinn tvo vetur, sagði kórfélaga hafa unnið sleitulaust undan- farnar vikur að því að undirbúa tónleikana. Um 45 starfandi fé- lagar eru í kórnum. Að honum stendur einnig öflugt félag eigin- kvenna og styrktarfélagar sem Kjartan sagði að fjölgaði með ári hverju. Á fyrri hluta afmælistónleikanna verður íslensk tónlist í öndvegi, þar á meðal þrjú laga Friðriks sem Þrestir frumfluttu á sínum tíma. Eftir hlé tekur við blönduð erlend dagskrá og verður Kristinn Sig- mundsson einsöngvari þá Þröstum til fulltingis. Undirleikinn annast Bjarni Jónasson. Af erlendu verkun- um nefndi Kjartan helst langt verk eftir Schubert og „Agnus Dei“ eftir Bizet. „Eg tel þetta vera nokkuð metnaðarfulla dagskrá sem ber getu kórsins glögg vitni,“ sagði hann. Samheldinn hópur og mikið féiagslíf „Þresti hefur aldrei skort söng- fólk. Þetta er samheldinn hópur sem heldur uppi miklu félagslífi utan æfinga,“ sagði Árni. „í kórinn sækja menn félagsskap og afþrey- ingu frá önnum dagsins. Að fara á æfingu má líkja við það að skella sér í sund eða undir hressandi sturtu. Maður er sem endumærður að henni lokinni.“ Kjartan sagði að kladdi sem hann héldi á æfingum væri í raun óþarfur. Mæting væri að jafnaði 90% og áhuginn óbil- andi. „Það hefur verið töluverð endurnýjun í kórnum og ungir menn að bætast í hópinn. Uppistaðan í kórnum er þó sennilega kominn yfir „byggingaraldurinn" og farinn að geta gefið sér tíma til félags- starfs. Þegar menn eru einu sinni komnir hér inn er erfitt að fá þá til að hætta," sagði Kjartan bros- andi. Friðrik Bjarnason stóð fyrir stofnun Þrasta eftir að hafa gert nokkrar tilraunir í öðrum bæjarfé- lögum til að halda úti slíkri starf- semi. Fyrstu tónleikamir vom haldnir á skirdag árið 1912. „Þrest- ir er ein elsta menningarstofnun í Hafnarfirði og einn af burðarásun- um í listalífi bæjarins,“ sagði Árni: „Starfið hefur gengið í bylgjum eins og gefur að skilja, sérstaklega á stríðsárunum þegar erfiðlega gekk að halda úti svona starfsemi. En þráðurinn hefur aldrei slitnað, alltaf voru einhverjir sem héldu áfi'am æfingum." Tónskáld í röðum Þrasta Árni sagði að Friðrik hefði stýrt kómum fyrstu tólf árin, en eftir það hafa á annan tug söngstjóra komið við sögu hans. Kórfélagar litu svo á að þeir hefðu alið upp marga af helstu söngstjórum landsins. „í kómum hafa líka ýmsir einsöngvar- ar stigið sín fyrstu skref, nægir þar að nefna Sigurð Birkis og Sigurð Björnsson. Þrestir hafa fmmflutt verk nokkmrra tónskálda, þar á meðal lög Friðriks Bjarnasonar sem mörgum em að góðu kunn. Eitt þeirra hefur þó sérstöðu, „Þú hýri Hafnarfjörður," sem gjarnan er sungið í lok tónleika og rísa bæj- arbúar þá jafnan úr sætum,“ sagði Árni. „Við eigum líka tónskáld innan okkar raða, Pál Þorleifsson sem hefur samið hátt í 15 lög fyrir kór- in. Hann átti nýlega fimmtíu ára söngafmæli, ásamt Þórði Björgvini Þórðarsyni og em þeir elstu starf- andi kórfélagarnir.“ Kjartan sagði að ætlunin hefði verið að fmmflytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikunum í kvöld en ekki hefði unnist tími til að æfa það nógu vel. Yrðu áheyrendur að bíða vor- tónleikanna til að hlíða á það. Þrestir æfa tvisvar í viku að jafn- aði en daglega vikurnar fyrir tónleika. Auk þess fer kórinn að minnsta kosti í eina æfingaferð á ári, í útilegur, heldur veglega árs- hátíð og ýmsar skemmtanir og dansteiki þess í milli. Þrestir halda nokkra tónleika á ári og fyrir jólin fara þeir á milli elliheimila og spítala til að syngja fyrir þá sem dveljast þar. Frá upphafi hafa þeir sungið við 17. júní hátíðahöldin í Hafnarfirði og skemmt á tillidögum. Kórinn utan í sumar „Eiginkonur kórfélaga stofnuðu kvennfélag fyrir 12 ámm síðan og hafa jafnan stutt dyggilega við bakið á okkur. Við sækjum líka flár- stuðning til styrktarfélaga sem em duglegir að mæta á tónleika og sækja jafnvel skemmtanir kórsins og fara í ferðir með okkur,“ sagði Árni. Skipulag kórstarfsins hvílir á herðum stjómarmanna sem em auk Áma Oli G. H. Þórðarsson vara- formaður, Samson Jóhansson ritari, Þórður Björgvin Þórðarsson gjald- keri og Helgi S. Þórðarsson meðstjórnandi. Þrestir hafa tekið þátt í öllum mótum Sambands karlakóra og em virkir í Sambandi sunnlenskra kar- lakóra. Kórinn hefur gefið út tvær hljómplötur og farið tvisvar utan, fyrst til Færeyja en síðar til Skot- lands. I sumar er ætlunin að halda til Mið-Evrópu. „Við búumst við að fljúga til Luxemborgar 19. júní og halda tónleika þar. Síðan er ætlun- in að aka niður með Rín og Móseldalinn, í gegnum Austurríki og til Bolzano. Á leiðinni uppeftir munum við fara um svissnesku Alp- ana og staldra við í Svartaskógi áður en haldið er heim á leið,“ sagði Árni. * Aheyrendur sífellt fleiri Árni sagði að hann væri oft spurður þess hvort karlakórar og tónlist þeirra heyrðu ekki fortíðinni til. „Það er af og frá. Við emm sammála um að hlustendahópurinn virðist fara stækkandi og styrktar- félögunum sem borga árgjald í sjóð okkar hefur fjölgað hin síðari ár.“ Kjartan tók undir þessi orð en sagði að um þessar mundir væri ekki vin- sælt hjá tónskáldum að skrifa lög fyrir karlakóra. „Hin hreina karlakóratónlist er nokkuð þröngt svið. Hinsvegar hef- ur mikið verið raddsett fyrir þá af annarri tónlist, þannig að okkur em lítil takmörk sett. Karlakórar hafa breyst frá því sem áður var. Menn em hættir að belgja sig, reyna held- ur að hlusta á hljóminn og syngja inn í hann. Þannig fylgjum við breytingum í söngtúlkun eins og aðrir. Við finnum greinilega að söngurinn hefur hljómgmnn og það er fyrir mestu,“ sagði Kjartan Sig- uijónsson söngstjóri. Franskur píanósnill- ingur með tónleika í Norræna húsinu ÞANN 22. febrúar verða haldnir tónleikar í Norræna húsinu á veg- um Alliance Francaise. Hér er á ferðinni franski píanóleikarinn Erik Berchot. Hann fæddist i París 14. febrúar 1958 og er móðir hans af pólskum ættum. Þrátt fyrir ungan aldur á Erik Berchot að baki glæsilegan feril og hefur hann hlotið mikinn fjölda viður- kenninga og verðlauna fyrir leik sinn, bæði í heimalandi sínu, Frakklandi, og víðar um heim. Berchot hóf ungur tónlistamám við Tónlistarskólann í París (Conservatoire National Su- périeur de Musique de Paris) og hlaut hann þar fjölda verðlauna. Auk þess hefur hann hlotið ýmis alþjóðleg verð- laun þ.á m. Viotti-verðlaunin á Ítalíu 1977, Marguerite Long-verðlaunin í París 1979 og árið 1980 hlaut hann svo verðlaun sem kennd em við Fred- eric Chopin og veitt em í Varsjá í Póllandi. Að lokum má nefna þrenn verðlaun sem hann hlaut í Banda- ríkjunum á árinu 1985: „Paul A. Fish Memorial Prize" og „Le Walker Fund Prize" auk „Young Concert Artists Intemational“. í stórblaðinu „The New York Times" þann 17. okt. 1985 var m.a. sagt um hann: „Hinn dæmi- gerði franski píanóleikari nútímans er ömggur, hraður og hefur mikið vald á tækni. Hann svífur með glæsi- brag um yfírborð tónlistarinnar. Þessi lýsing á að nokkm leyti við um Berch- ot sem er af pólskum ættum. En hann er svo sannarlega aðdáunarverður málsvari þessa stíls og hann leikur af ósvikinni ánægju." Berchot hefur haldið einleikstón- leika og komið fram með ýmsum hljómsveitum. IJann hefur ferðast víða um heim og komið fram á fjölda tónleika utan Frakklands og Póllands. Má í því sambandi nefna t.d. Banda- ríkin, Kanada, Austurríki, Þýskaland, Tekkóslóvakíu, Holland, Sviss, Suð- austur-Asíu og Austurlönd fjær og hefur hann allstaðar hlotið afar mikið lof gagnrýnenda. Þá hefur hann leik- ið inn á nokkrar plötur verk eftir t.d. Debussy og Chopin og í kvikmynd leikstjórans Claude Lelouch lék hann einleiksverk eftir Rachmaninov. Erik Berchot varð snemma undra- bam í píanóleik og er nú talinn á heimsmælikvarða. Gagnrýnendur telja hann einstakan ungan píanóleik- ara sem búi yfir ómældri tækni og guðdómlegri tilfínningu. Einnig þykir hann óvenjulega ljóðrænn í túlkun sinni. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Chopin og Debussy. Eins og fyrr segir verða tónleikarnir haldnir í Norræna húsinu sunnudaginn 22. febrúar og hefjast þeir kl. 20.30. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Ól.K.M. Fulltrúar Félags íslenzkra bókaútgefenda, talið frá vinstri: Kristján Jóhannsson, Almenna bókafélagið, Eyjólfur Sigurðsson, formaður fé- lagsins, Böðvar Sigurðsson, Vaka/Helgafell, María S. Gunnarsdóttir, stjórnandi markaðsins, Björn Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, Jóhann Páll Valdimarsson, Forlagið, Einar Óskarsson, Bókaverziun Sig- fúsar Eymundssonar og Sigurður Valgeirsson, Almenna bókafélagið. Bókamarkaður Félags íslenzkra bókaútgefenda: „Verð lægra en síð- ustu þrjá áratugi“ BÓKAMARKAÐUR Félags íslenzkra bókaútgefenda hefst í dag, fimmtudag. Hann verður, eins og undanfarin ár, haldinn í kjallara Nýja bæjar við Eiðistorg. Að sögn bókaútgefenda er verðið á bókun- um lægra en verið hefur mörgn undanfarin ár, og alls eru bókatitl- ar um 3.000. Nærri nætur að um 10 bækur af ýmsu tagi, jafnvel enn fleiri, megi fá fyrir um 1.800 krón- ur, sem var algengt verð á jólabók á síðasta ári. María S. Gunnarsdóttir stjómar markaðnum. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið, að verð á bókunum nú væri hlutfallslega lægra en það hefði verið á bókamörkuðum síðustu þijá áratugi eða síðan markaðurinn var haldinn í Listamannaskálanum. Sem dæmi um það mætti nefna, að ætla mætti að fjölskylda gæti fengið um 10 bækur við allra hæfi fyrir 1.800 krónur og þá væri hún að tala um eigulegar bækur. I frétt frá Félagi íslenzkra bóka- útgefenda segir, að að venju komi upp á yfirborðið ýmsar bækur, sem hvergi séu boðnar í verzlunum lengur. Verð bókanna sé ennfrermur hagstætt og úrvalið mikið. Boðið verði upp á ís- lenzkar bækur, sem gefnar hafi verið út fram til ársins 1985, á þriðja þús- und titlar. Bækumar em flokkaðar eftir efni. Þá verður á bókamarkaðn- um sérstakt horn, þar sem böm geta leikið sér meðan foreldarnir kaupa bækumar. Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar sér um markaðinn í ár, en verzlunin er elzta bókabúð landsins og heldur upp á 115 ára afmæli sitt um þessar mundir. Markaðurinn verð- ur opinn fram til 3. marz. Mánudag til fimmtudags verður hann opinn frá klukkan 12 til 19, föstudaga frá 12 til 20, laugardaga 10 til 16 og sunnu- daga 13 til 17.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.