Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 19.02.1987, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987 32 Aftaka níu manna sýnd í sjónvarpi Sakaðir um tilræði við sovéska sérfræðinga London. AP. LÍBÝSKA sjónvarpið sýndi i fyrrakvöld frá aftöku níu manna. Voru þrír hermenn leiddir fyrir aftökusveit en sex óbreyttir borgarar hengdir. Þulurinn, sem kvaðst vera embættismaður alþýðuþingsins í borginni Benghazi, las upp dómana og sagði, að þeir hefðu verið kveðnir upp fyrir byltingardómstóli. Þulurinn sagði, að fjórir þeirra einnig náðu sendingunni, segja hins sex, sem voru hengdir, hefðu verið félagar í Al-Jihad-samtökunum, fé- lagsskap, sem „hataðist við völd fólksins". Hefði einn þeirra verið forsprakkinn í samtökunum og tek- ið þátt í „að leggja á ráðin um að myrða ákveðna menn og sprengja upp byggingar". Hefði hann og annar til drepið tvo menn. Um ann- an mann sagði þulurinn, að hann hefði „bruggað sovéskum sérfræð- ingum launráð" og hinir verið í vitorði með honum. Sendingar líbýska sjónvarpsins náðust víða, m.a. í Nikósíu á Kýp- ur, og þar teija menn, að einhveijir Sovétmenn hafi verið myrtir. Starfsmenn BBC í London, sem vegar, að erfitt sé um það að dæma. Hermennirnir þrír, foringi í sér- sveitum hersins og tveir óbreyttir, voru sakaðir um að hafa skipulagt morð og sprengjutilræði í höfuð- stöðvum sovésku sérfræðinganna og aðalstöðvum byltingarsveitanna. Hengingin fór fram í stórum sal þar sem gálgunum hafði verið kom- ið fyrir og voru þar saman komin nokkur hundruð manns, sem kyij- uðu slagorð í kór. Þegar dómarnir voru lesnir upp voru dauðamennim- ir sex leiddir fram með hettu yfír höfuðið og snörunni bmgðið um háls þeim. Um leið og fellihlerinn opnaðist birtust þessi orð á skján- um: „Fullnægt hefur verið dómi alþýðunnar yfír klíkunni, óvinum guðs.“ Síðan voru sýndar myndir af aftöku hermannanna þriggja. Sumir leiða getum að því, að aftökumar standi í sambandi við ágreining milli Gaddafís og aðstoð- armanns hans, Abdelsalam Jalloud majórs, sem hefur verið í Damaskus f Sýrlandi í tvo mánuði. Er haft eftir heimildum í Arabarílqum, að Jalloud sé í raun í útlegð. Hafí skor- ist í odda með honum og Gaddafí út af stríðinu í Chad og tilraunum Sovétmanna „til að gera Líbýu að annarri Kúbu“. Reuter Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og George Shuitz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, svara spurningum fréttamanna eftir fund þeirra í gær. Deilur innan ísraelsstjórnar: Reuter Mafíuréttarhöld á Sikiley í Palermo á Sikiley fara nú fram réttarhöld yfir 450 mönnum, sem grunaðir eru um að vera félagar í Mafíunni, þeim alræmdu glæpasamtökum. Er réttarsalurinn óvanalega rammbyggilegur, likastur loftvarnabyrgi, og úti fyrir honutn standa lögreglumenn gráir fyrir járnum og við öllu búnir. Sharnir reiðubúinn tíl að slíta samstarfinu Hyggst fyrirbyggja þátttöku ísraela í friöarráðstefnu Tel Aviv, AP. YITZHAK Shamir forsætis- ráðherra ísraels er reiðubú- inn til að slíta samstarfi við Verkamannaflokkinn og boða til kosninga í þvi skyni að koma í veg fyrir þátttöku ísraela í ráðstefnu um hvern- ig komi megi á friði í Miðausturlöndum. Upp er kominn alvarlegur klofning- ur í stjórn Israels vegna þessa máJs. Utvarpið í ísrael sagði þetta hafa komið fram í viðræðum Georges Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Shamirs í Washington. I fréttum útvarpsin sagði að ágreiningingur hefði komið upp í viðræðum Shamirs og Shultz þegar talið barst að fyrirhugaðri friðarráðstefnu. Shamir sagði fréttamönnum að ráðstefnan yrði haldin að undir- lagi Sovétríkjanna og banda- manna þeirra í röðum araba og kvaðst treysta því að Bandaríkja- menn myndu ekki láta til leiðast. Shamir óttast að þrýst verði á ísraela um að láta af hendi lands- svæði sem þeir unnu í stríðinu árið 1967. Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagði í síðasta mánuði að ísraelar væru hlynntir slíkri ráðstefnu. Likud-bandalag- ið, samstarfsflokkur Verka- mannaflokks Peres í ríkisstjóm- inni, brást ókvæða við. Hófust þá deilur innan ríkisstjómarinnar og höfðu þær ekki verið til lykta leiddar er Shamir hélt í tíu daga heimsókn til Bandaríkjanna um síðustu helgi. Shimon Peres sagði á þriðjudag að ísraelar og Banda- ríkjamenn yrðu að samþykkja slíka ráðstefnu ef takast ætti að koma á friði í þessum stríðsþjáða heimshluta. Verjandi Demjanjuks dregur minni vitna í efa Jerúsalem, AP. LÖGFRÆÐINGAR Johns Demjanjuk, sem sakaður er um að hafa gengið undir nafninu „ívan grimmi" í Treblinka, útrýmingarbúðum nasista, halda þvi fram að vitni í málinu geti ekki munað í smáatrið- um hvað gerðist fyrir fjörutíu árum. Bandaríkjamaðurinn Mark O’Connor, sem er verjandi Demj- anjuks, yfírheyrði sagnfræðinginn Yitzhak Arad í gær og spurði hann í þaula um útrýmingarbúðimar. Arad bar vitni fyrir sækjanda máls- ins. Nasistar myrtu fjölskyldu hans og hefur hann skrifað bók um Tre- blinka. Augljóst er að minni vitna, sem kveðast muna eftir „ívan grimma" og halda fram að hann og Demjanjuk sé einn og sami maður, mun skipta sköpum í réttar- höldunum. í ákærunni á hendur Demjanjuk, sem er 66 ára gamall, segir að hann hafí átt þátt í að „neyða gyð- inga og aðra inn í gasklefa búðanna, hann hafí sett í gang vélina, sem dældi gasi inn í klefana og á þann hátt verið valdur að dauða mörg þúsund manna". Þar segir enn fremur að 850 þúsund gyðingar hafí verið teknir af lífí í Treblinka-útrýmingarbúðun- um, sem nasistar reistu í Póllandi, meðan „ívan grimmi" var þar fangavörður á árunum 1942 og 1943. Veijandi benti á að ekki væri samræmi milli teikningar af búðunum, sem birtist í bók Arads og byggðist á vitnisburði fanga, og teikningu frá 1943 eftir fyrrum fagna í búðunum, Yaakov Wemick. Til dæmis væri sýnt tré, sem gyð- ingar hefðu verið hengdir í, á teikningu Wemicks, en þetta tré væri ekki á uppdrættinum í bók sagnfræðingsins. „Ég er að reyna að sýna dr. Arad að fyrst hann, einn helsti sér- fræðingur í helför gyðinga, getur ekki komist að niðurstöðu um mikil- væg atriði, hvemig eiga önnur vitni að geta það?“ spurði O’Connor í réttarsalnum. „Þetta getur ráðið úrslitum þegar önnur vitni leysa frá skjóðunni.” Sælg'endur kveðast hafa vitni, sem segjast hafa borið kennsl á Demjanjuk svo ekki verði um villst. Veijendur segja aftur á móti að Þjóðvetjar hafí handtekið Demjanjuk, sem fæddist í Úkraínu, þegar hann var í sovéska hemum og sett hann í stríðsfangabúð- ir skammt frá Treblinka. Meistaraverk da Vinci tölvugreint: Var Mona Lisa með hálsfesti? Chicago. AP. TÖLVUGREINING á hinu fræga málverki Leonardos da Vinci, Monu Lisu, hefur leitt í ljós, að í upprunalegri gerð myndarinnar bar konan háls- festi og að viðgerðarmaður hefur máð út fjallgarð, sem var í baksýn. „Jafnvel brosið fræga er ekki eins og listamaðurinn skildi við það,“ segir tölvusérfræðingurinn John Asmus, sem starfar við Kali- fomíuháskóla. „Ásýnd konunnar er aðeins skrumskæling þess, sem da Vinci málaði fyrir meira en 450 ámm," sagði Asmus á ársfundi Banda- ríska vísindafélagsins. Við greiningu málverksins var tölva látin skrá einstök atriði, sem hulin em undir málningu. Við það verk vom notaðar sérstakar ljós- myndir af verkinu - með mjög mikla upplausn. Kom þá í ljós röð af doppum á hálsi Monu Lisu - sem benti til, að hún hefði borið hálsmen. Þá fundust ummerki um, að fjallgarður, sem verið hefur vinstra megin í bakgmnni mynd- arinnar, fyrir ofan augnhæð konunnar, hefur verið fjarlægður í því skyni að gera landslag í for- gmnni meira áberandi. „Hinu dularfulla brosi konunn- ar hefur einnig verið breytt," segir Asmus. í síðasta mánuði hélt læknir því fram, að Mona Lisa hefði þjáðst af taugalömun í andliti, og þar væri fundin skýringin á bros- inu. Þessari kenningu mótmælir Asmus. „Við sjáum ekki lengur munn- Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci. inn, sem Leonardo málaði, svo að þessi fullyrðing stenst ekki,“ seg- ir hann. „Eg mun halda áfram að leita að uppmnalegu vömnum," segir Asmus. „Ég hef verið að vinna að rannsóknum á myndinni í 10 ár og býst fastlega við, að annað eins sé eftir." „Það er ekki að sjá, að um neinar viðgerðir hafí verið að ræða, þar sem doppumar fund- ust,“ segir Asmus, „og á gömlum eftirmyndum frá því laust eftir aldamótin 1500 ber Mona Lisa hálsmen." „Af því getur maður dregið þá ályktun, að það hafí verið meistar- inn sjálfur og enginn annar, sem flarlægði menið."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.