Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987
Hæstaréttardómur
um fíkniefnamál:
Fangels-
isvist
styttum
helming
HÆSTIRÉTTUR dæmdi á mánu-
dag tvo menn í tveggja og hálfs
árs fangelsi fyrir innflutning og
dreifingu á fíkniefnum. Menn-
irnir hlutu helmingi þyngri dóm
i undirrétti fyrir ári, eða fimm
ára fangelsi.
Mönnunum tveimur, Friðgeiri
Bjama Skarphéðinssyni og Gunn-
laugi Jóhanni Friðgeirssyni, var
báðum gefið að sök að hafa keypt
1600 skammta af LSD í Amsterdam
og sent efnið hingað til lands með
bréfapósti í því skyni að selja það.
Að auki var Friðgeir Bjami ákærð-
ur fyrir að hafa sent um 73 grömm
af amfetamíni hingað til lands. Þar
af ráðstafaði hann 24 grömmum
en tæp 49 grömm fundust við toll-
skoðun. Gunnlaugi Jóhanni var
einnig gefíð að sök að hafa selt um
10 grömm af amfetamíni í upphafi
árs 1985, auk þess sem hann var
ákærður fyrir að hafa ekið bifreið
þótt hann hefði verið_ sviptur öku-
réttindum ævilangt. í Sakadómi í
ávana- og fíkniefnamálum var refs-
ing þeirra beggja ákveðin fímm ára
fangelsi auk þess sem gerð voru
upptæk fíkniefni og tæki til að
neyta þeirra. Þá voru þeir einnig
sektaðir og var Friðgeir Bjami
dæmdur til að greiða 50 þúsund
krónur til ríkissjóðs, en Gunnlaugi
Jóhanni gert að greiða 25 þúsund
krónur, auk þess sem báðum var
gert að greiða sakarkostnað.
Hæstiréttur hefur nú mildað
dóminn yfir mönnunum um helming
hvað fangelsisvistina varðar, en
staðfest ákvæði héraðsdóms að
öðru leyti. Þá var mönnunum tveim-
ur gert að greiða allan áfrýjunar-
kostnað sakarinnar. Dóm
Hæstaréttar kváðu upp hæstarétt-
ardómaramir Magnús Thoroddsen,
Bjami K. Bjamason, Guðmundur
Jónsson, Halldór Þorbjömsson og
Þór Vilhjálmsson.
Morgunoiaoio/Bjami
Frá vinstri: Vignir Albertsson, sem séð hefur um undirbúning að Faxamarkaði, Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, Valtýr Hákon-
arson, Sigurbjörn Svavarsson, Bjarni Thors, Jón Ásbergsson og Ágúst Einarsson, formaður stjórnar Faxamarkaðar.
FAXAMARKAÐUR RÆÐUR FRAMKVÆMDASTJÓRA
BJARNI Thors viðskipta-
fræðingur, hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri
Faxamarkaðar í Reykjavík,
frá og með 1. mars. Ellefu
umsóknir bárust um starfið.
„Nýja starfíð leggst ágæt-
lega í mig,“ sagði Bjami Thors
nýráðinn framkvæmdastjóri
Faxamarkaðar.
„Þetta er hugmynd sem
löngu hefði átt að vera komin
á. Hér er um tilraunastarfsemi
að ræða og fljótlega kemur í
ljós hvemig til tekst." Meðal
verkefna sem bíða nýráðins
framkvæmdastjóra er að
kanna verð og möguleika á
tækjum sem setja þarf upp í
Faxaskála en þar verður
markaðurinn til húsa. Aætlað
er að hann taki til starfa í
apríl næstkomandi.
Aukin ullar- og olíuviðskipti íslands og Sovétríkjanna:
Til greina kemur að auka gas-
olíukaup um 20 þúsund tonn
I VIÐRÆÐUM Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Nik-
olai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í Kreml á mánudags-
morgun kom meðal annars fram að Sovétmenn eru fúsir til að kaupa
af okkur meiri ullarvörur ef við aukum oliukaup frá þeim. Jón
Ögmundur Þormóðsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði
í samtali við Morgunblaðið i gær, að samkvæmt þeim upplýsingum,
sem ráðuneytið hefði fengið frá Moskvu væri ekkert því til fyrir-
stöðu að slíkir samningar gætu tekist á milli þjóðanna og i því
sambandi er gert ráð fyrir að íslendingar kaupi um 20 þúsund tonna
viðbótarfarm af gasolíu.
Verðlagsstofnun:
Samráð um verð
gleraugnaglerja
- notkun viðmiðunarverðlista hætt segir formaður gleraugnasala
Jón Ögmundur sagði að árið
1986 hefði olíuinnflutningur frá
Sovétríkjunum verið 299 þúsund
tonn af 460 þúsund tonna heildar-
innflutningi á þremur helstu olíu-
vörum, sem væri um 65%. Af
þessum þremur helstu olíuvörum
var öll svartolían, 85 þúsund tonn
keypt frá Sovétríkjunum, 78 þúsund
tonn af 110 þúsund tonnum af
bensíni eða 71% og 137 þúsund
tonn af 265 þúsund tonnum af gas-
olíu eða 52%.
Jón Ögmundur sagði ennfremur
að varðandi þessar hugmyndir Sov-
étmanna um aukin ullar- og olíuvið-
skipti kæmi einna helst til greina
af okkar hálfu að auka gasolíukaup
frá Sovétríkjunum um tæp 20 þús-
und tonn. Jafnframt væri hugmynd-
in að minnka gasolíukaup sem því
næmi frá öðrum en á síðasta ári
keyptu íslendingar 128 þúsund
tonn af gasolíu frá öðrum en Sovét-
mönnum og komu þeir farmar
aðallega frá Portúgal og Hollandi.
Útflutningur íslendinga á ullar-
vörum til Sovétríkjanna var á
síðasta ári 180 tonn á móti 420
tonnum árið 1985, en verðmæti
ullarvara í krónum 1986 var 60%
af verðmæti ársins 1985. Á árinu
1986 var þó aðeins keyptur um
fjórðungur af kvóta viðskiptasamn-
ingsins. í febrúar síðastliðnum
gerðu Álafoss og SÍS samninga við
Raznoexport um sölu á ullarvörum
fyrir 1,2 milljónir dala, en kvótinn
gerir ráð fyrir ullarviðskiptum upp
á 5 til 6,5 milljónir dala. Miðað við
sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna
á árunum 1985 og 1984 er því
ljóst, að engin vandkvæði eru á því
fyrir íslensk ullarvörufyrirtæki að
framleiða upp í þá samninga sem
kunna að takast um aukin ullar-
og olíuviðskipti milli íslands og
Sovétríkjanna.
Menntamálaráðherra á Alþingi:
„Við höfum ekki lagt mat á hvort verð gleraugnasala er óeðli-
lega hátt hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Hinsvegar
er samráð um verðlagningu andstætt lögum og reynslan sýnir
að slíkt samráð kemur í mörgum tilvikum í veg fyrir sam-
keppni,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, yfirviðskiptafræðingur
hjá Verðlagsstofnun, í samtali við Morgunblaðið í gær, en stofnun-
in birti í gær verðkönnun sína á verði gleraugnaglerja.
„Samkeppnishömlur valda því
yfirleitt að verð verður hærra en
ella,“ sagði Guðmundur. „Og mér
sýnist í fljótu bragði verðlagning
há hér, allt upp í 130% álagningu
fyrir utan vinnu þessarra manna.
Við höfum enn ekki farið niður í
kjölinn á verðútreikningum þess-
arra verslana, en aðeins kannað
þá lítilsháttar. Þær niðurstöður
sem nú liggja fyrir kalla á frekari
athuganir og samanburð við verð-
lag sömu vöru erlendis.“
Guðmundur sagðist hafa fengið
þær upplýsingar frá gleraugnasöl-
um sjálfíim að þau gler, sem
hingað væru keypt, væru þau
bestu og dýrustu. „Þegar svo há
álagningaprósenta er lögð á svo
hátt verð, þá hlýtur verð að vera
mjög hátt hér og í ofanálag getur
viðskiptavinurinn ekki valið um
einföld og ódýr gler.“
Guðmundur sagði að með verð-
könnunum væri fyrst og fremst
verið að vekja athygli almennings
á því neikvæða sem samkeppnis-
hömlur gætu haft í för með sér.
Hann sagði að gleraugnasalar
gætu sótt um að fá að standa
sameiginlega að verðútreikning-
um ef þeir gætu fært fyrir því
einhver haldbær rök.
Walter Lentz, formaður Félags
gleraugnasala, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að félagið
hefði sent út viðmiðunarverðlista,
en hætt því fyrir um það bil sjö
mánuðum. Walter sagði að álagn-
ing væri misjöfn á meðal gler-
augnasala, allt upp í 70% fyrir
utan vinnu, en viðmiðunarlistamir
hefðu verið gefnir út þar sem
verðútreikningar hinna ýmsu
gleija hefðu verið mjög flóknir
og þekktust slíkar verðskrár í
fleiri greinum, svo sem hjá tann-
smiðum. „Við höfum hætt útgáfu
verðskránna þar sem þær hafa
mælst illa fyrir og lítil samstaða
er um þær.“
Sjá verðkönnun Verðlags-
stofnunar, „Samkeppnis-
hömlur í sölu gleraugna-
gleija“ á bls. 60.
Endurskoðun ut-
varpslaga hafin
ENDURSKOÐUN útvarpslag-
anna frá 1985 er hafin að því er
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, upplýsti á Alþingi
í gær.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í mennta-
málaráðuneytinu, hefur þriggja
manna neftid undir forsæti Knúts
Hallssonar, ráðuneytisstjóra, end-
urskoðunina með höndum. Auk
Knúts sitja í nefndinni Vilhjálmur
Vilhjálmsson, lögfræðingur, og
Haraldur Ólafsson, alþingismaður.
Menntamálaráðherra sagði á Al-
þingi í gær, að hann myndi leggja
það til við nefndina að ákvæði í
núverandi útvarpslögum um menn-
ingarsjóð útvarpsstöðva yrði fellt
niður. Samkvæmt lögunum renna í
sjóð þennan 10% af auglýsingatekj-
um útvarpstöðva og á sjóðurinn að
úthluta árlega fjármagni til inn-
lendrar dagskrárgerðar. Mennta-
málaráðherra sagðist vilja, að fé
þetta færi í framtíðinni milliliða-
laust til innlendrar dagskrárgerðar
stöðvanna.
Máleftu rásar 2 bar einnig á
góma á Alþingi í gær. Menntamála-
ráðherra sagði, að unnið væri að
endurskoðun á dagskrárstefnu
hennar. Hann kvað fyrirhugað að
styrkja hana sem auglýsingamiðil í
samkeppni við einkastöðvar.
Sjá nánar á þingsíðu bls. 36.