Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 62

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 62
Knattspyrna: Sjö þjóðir sækja um HM 1994 SJÖ þjóðir hafa sótt um að halda úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu 1994. Þær eru: Aisír, Benín, Brasilía, Chile, Marokkó, Suður-Kórea og Bandaríkin. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun ákveða það 30. júní á vjæsta ári hver hlýtur hnossið. Keppnin verður að öllum líkindum ekki haldin í Evrópu 1994 vegna þess að ítalir halda keppnina 1990 og til þessa hefur það verið hefð að halda keppnina til skiptis í Evr- ópu og Ameríku. Brasilía og Chile sækja nú um að halda keppnina í annað sinn. Úrslitakeppnin var í Brasilíu 1950 og Chile 1962. Svanhildur keppirá HM SVANHILDUR Kristjónsdóttir frjálsíþróttakona úr UBK keppir á heimsmeistaramótinu í frjáisum íþróttum sem fram fer í Indiana- polis i Bandaríkjunum um næstu helgi. Svanhildur keppir þar í 60 og 200 metra hlaupi. Hún á núgild- andi íslandsmet í báðum þessum greinum, sett á Norðurlandamót- inu sem fram fór í Noregi fyrir stuttu. „Ég vona að mér takist að bæta íslandsmetið í 200 metra hlaupi. Það getur orðið erfiðara að bæta metið í 60 metrunum," sagði Svan- hildur. Hún og Eggert Bogason kúluvarpari sem dvelst í Banda- ríkjunum verða einu fulltrúar Islands á mótinu og er þeim boðið af mótshaldara. Svanhildur sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hyggðist reyna að ná Ólympíulágmörkunum í 100 og 200 m hlaupi í sumar. Hún á best 11,79 sek. í 100 metr- um og 24,30 sek. í 200 metrum. Hún æfir nú sex sinnum í viku og segist aldrei hafa verið í betri æf- ingu á þessum árstíma. • Svanhildur Kristjónsdóttir. Ragnheiður og Eggert I þriðja sæti ^ Frá Vósteini Hafsteinssyni í Bandaríkjunum. RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir og Eggert Bogason, bæði úr FH, kepptu fyrir Alabamaháskóla f svæðamóti háskóla suðaust- urríkja Bandarikjanna um helgina og höfnuðu bæði í þriðja sæti í sínum greinum. Ragnheiður hljóp 1.500 metrana á 4.23,68 mínútum, sem er skammt frá íslandsmetinu. Hún hefur átt við veikindi að striða að undanförnu og er árangurinn góð- ur með þau í huga. Eggert kastaði kúlunni 17.96 metra, sem er 18 cm frá hans besta innanhúss. Hann keppir í Indianapolis um helgina þar sem heimsmeistarakeppnin í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram. Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Amór Guðhjonsen og félagar hans hjá Anderlecht mæta Bayern Miinchen á Ólynmpfuleikvanginum í Múnchen f kvöld. Evrópukeppnin íknattspyrnu: Arnór í sviðs- Ijósinu í kvöld - þegar Anderlecht og Bayern Munchen mætast í Evrópukeppni meistaraliða Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur- Þýskalandi. FYRRI leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu fara fram i' kvöld. Bayern Mun- chen og Anderlecht mætast i Evrópukeppni meistaraliða á Ólympíuleikvanginum í Munchen og verður leikurinn sýndur f beinni útsendingu i' þýska sjón- varpinu. Arnór Guðjohnsen er í byrjunarliði Anderlecht. Auk þess leika Rauða Stjarnan og Real Madird, Porto og Bröndby og Dynamo Kiev og Besiktas f sömu keppni. Mikið hefur verið fjallað um leik Bayern og Anderlecht hér í Vest- ur-Þýskalandi. Bæði liðin verða án nokkurra sinna bestu manna. Það reynir því á varamenn þeirra í kvöld. Anderlecht verður án Enzo 1X2 •o 3 (0 Z c 9 S> o 5 > o Tíminn C _c f 3 s* Dagur Ríkisútvarpið Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 2 4 Chariton — West Ham X 2 X 1 2 2 2 X X X 2 X 1 6 5 Chelsea — Arsenal 2 1 2 2 X 1 2 — - — — — 2 1 4 Coventry — Sheff. Wed. 1 2 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 1 1 Liverpool — Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 1 12 0 0 Man. Utd. — Man. City X 1 1 X 1 1 X 1 1 1 1 1 9 3 0 Newcastle — Aston Villa 2 1 X 1 1 X 1 1 X 1 X X 6 5 1 Norwích — Wimbledon 1 1 1 X 1 X 1 1 X 2 1 1 8 3 1 Tottenham —QPR 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Blrmingham — Sunderland 1 X 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 10 2 0 Bríghton — Derby 2 2 2 2 2 X 2 2 2 2 2 2 0 1 11 Stoke — Ipswich 1 1 1 1 2 2 X 1 1 1 X 1 8 2 2 WBA — Portsmouth X X 1 X 2 2 2 X 1 X X X 2 7 3 Scifo og hollenska leikmannsins, Adri van Tiggelen, sem báðir taka út leikbann. Stephane Demol og framherjinn, Eugene Kabongo, verða einnig fjarri gjóðu gamni þar sem þeir eru báðir meiddir. Bayern verður án miðvallarleik- mannsins snjalla, Lothar Matt- haeus, sem er í leikbanni. Fyrirlið- inn, Klaus Augenthaler, meiddist í deildarleiknum gegn Dusseldorf um síðustu helgi og leikur því ekki í kvöld. Hans-Dieter Flick og fram- herjinn, Reinhold Mathy, eiga einng við meiðsli að stríða. „Ég skal sjá til þess að við vinn- um í kvöld. Þeir koma ekki tuörunni í netið hjá mér,“ sagði Jean-Marie Pfaff, landsliðsmarkvörður Belga, sem leikur með Bayern. Hann er nú orðinn 33 ára og hefur sjaldan verið betri. Arie Haan, þjálfari Anderlecht, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir að þeir fari með það hugarfar að leika góða knattspyrnu. „Jafntefli væru góð úrslit fyrir okkur og ef okkur tekst að skora þá eigum við góða möguleika. Það er mikilvægt að eiga seinni leikinn á heima- velli," sagði Haan. Leikmenn Bayern eiga harma að hefna vegna þess að And- erlecht slóg þá út úr Evrópukeppn- inni í fyrra. Bayern vann fyrri leikinn heima, 2:1, en töpuðu í Belgíu, 0:2. Liðin verða þannig skipuð: Bayern Miinchen: Pfaff, Winklhofer, Ed- er, Nachtweih, Plugler, Brehmen, Dorfn- er, Rummenigge, Korfner, Höness og Wohlfarth. Anderlecht: Munaron, Marchoul, Grun, Swinnen, Andersen, Arnór Guöhjonsen, Janssen, Vercauternen, Lozano, Nilis og Eddie Krancevic. Erfitt hjá Real Madrid Real Madrid og Rauða Stjarnan mætast í Belgrad. Real Madrid, sem sex sinnum hefur orðið Evr- ópumeistari, gæti átt í erfiöleikum með Rauðu Stjörnuna. Þessi lið léku síðast fyrir 12 árum og þá sló júgóslavneska liðið Real Madrid út í keppni bikarhafa. Uppselt er á völlinn sem tekur 90 þúsund manns. Breyttar að- stæður, mikill kuldi og harður völlur, gætu reynst leikmönnum Real Madrid erfiðar. En Spánverjarnir eru þekktir fyr- ir góða knattspyrnu og með leikmenn á borð við Hugo Sanc- hez, Valdano og Emilio Butragu- eno, gefa þeir sig ekki fyrr en í fulla hnefanna. Liðin verða þannig skipuð í kvöld: Rauða Stjarnan: Stojanovic, Djurovski, Elsner, Krivokapic, Bracunn, Vorotovic, Jankovic, Djurovic, Stojkovic, Cvetkovic og Mrkela. Real Madrid: Buyo, Salguero, Chendo, Sanchis, Camacho, Gonzales, Gallego, Gordillo, Sanchez, Valdano og Butragu- eno. Auðvelt hjá Kiev Evrópumeistarar bikarhafa frá í fyrra, Dynamo Kiev, ætti að eiga auðvelda leið í undnanúrslit keppn- innar. Þeir mæta tyrkknesku meisturunum, Besiktas, á útivelli. Tyrkknesk knattspyrna hefur ekki verið hátt skrifuð hingað til. Fjórði leikurinn verður svo viöur- eign Porto og Bröndby og fer hann fram í Lissabon. Seinni leikirnir fara svo fram eftir hálfan mánuð. í Evrópukeppni bikarhafa eigast við Bordeaux (Frakklandi) og Torpedo (Sovétrikjunum), Real Zaragoza (Spáni) og Vitoshia (Búlgaríu), Malmö FF (Svíþjóð) og Ajax (Hollandi) og loks lokomottiv (A-Þýskalandi) og Sion (Sviss). í UEFA-keppninni leika Dundee United (Skotlandi) og Barcelona (Spáni), Borussia Mönchenglad- bach (V-Þýskalandi)og Guimaraes (Portúgal), Inter Milan (l'talíu) og Gautaborg (Svíþjóð)og loks Tórinó (Ítalíu) og Tirol (Austurríki).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.