Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 21 Leiksnillingur eftir Sidney Sheldon Sjónvarp Arnaldur Indriðason Leiksnillingur (Master of the Game), sem hefur göngxi sína hjá ríkissjónvarpinu í kvöld, fæst á myndbandaleigum og hefur feng- ist í nokkur ár. Hún var raunar ein af fyrstu smáþáttaröðunum sem fengust á myndböndum hér og markaði ásamt öðrum slíkum upphafið að þeim mikla áhuga sem varð á þeim á myndbanda- leigunum. Þótt hún væri gerð fyrir sjónvarp kom hún víða fyrst út á myndböndum eins og t.d. í Bret- landi. Það er ekki að efa að fjöldi manns, sem á annað borð á mynd- bandstæki, hefur séð Leiksnilling- inn. Þáttaröðin vakti strax athygli þegar hún fór að fást á leigunum fyrir einsog þremur árum og hvar- vetna mynduðust langir biðlistar eftir henni. Það er enda ekki nema von, því a.m.k. fyrst framan af er hún velleikin, hröð og spenn- andi ættarsaga með fjölda per- sóna og fjölbreytileg sögusvið og er ágætis afþreyingarefni svo langt sem það nær. Gallinn er sá að eftir góða bytjun fjarar drama- tíkin smám saman út og þegar líður að lokum hefur söguþráður- inn þynnst verulega. Með helstu hlutverkin í Leik- snillingnum fara Dyan Cannon, Ian Charleson, Harry Hamlin, Donald Pleasence, Cherie Lunghi, Jean Marsh og Cliff De Young, svo einhverjir séu nefndir. Þar segir frá hinni moldríku Black- well-fjölskyldu, hvernig veldi hennar varð til úr engu og við- helst undir stjórn Kate Blackwell (Cannon). Sögutíminn spannar 100 ára tímabil og sögusviðið nær frá demantanámum Suður-Afríku ti! öngstræta Parísar og frá ríkmannlegum bústöðum á Eng- landi til stórborga Ameríku. Pjölskyldan er sérstaklega valda- mikil og auðug en örlög meðlima hennar í gegnum fjórar kynslóðir, draumar og harmleikir er kjarni sögunnar. Cannon leikur höfuð fjölskyld- unnar, Kate Blackwell, miskunn- arlausa og kaldrifjaða norn, sem hefur það eitt að markmiði að Ian Charleson fúlskeggjaður í hlutverki James McGregor. gæta þess að veldi hennar vaxi og dafni og vílar fátt fyrir sér til að svo megi verða. Cannon eldist um 70 ár i hlutverki Kate, eða frá tvítugri stúlku upp í nírætt gamal- menni, og þurfti að bera þungan og mikinn farða, sem hefur ekki verið minni vandi en að leika þessa kjarnakonu sem stjórnar öllum í kringum sig. Svo virðist sem rithöfundurinn Sidney Sheldon sé mjög hrifinn af því að skapa kvenskörunga sem aðalpersónur bóka sinna. Noelle var hetjan í The Other Side Of Midnight, Elizabeth í Bloodline, Jennifer í Rage Of Angels og loks Dyan Cannon í hlutverki hinnar gráðugu Kate Blackwell. Kate í Leiksnillingnum, sem er sannkallaður meistari í hinu mis- kunnarlausa valdatafli er fylgir auði og áhrifum. Ian Charleson leikur James MeGregor, föður Kate Blackwell, en ævintýri hans við demantaleit í Suður-Afríku leggja grunninn að ættarveldinu. Charleson varð fyrst frægur á hvíta tjaldinu þeg- ar hann lék Eric Liddell í Oskars- verðlaunamyndinni Eldvagninn eftir Hugh Hudson. Donald Pleasence leikur Hol- lendinginn illa, Salomon Van Der Merwe, sem svíkur McGregor, Donald Pleasence leikur hinn illa Hollending Salomon Van Der Merwe. lætur betja hann og skilur hann eftir til að deyja í eyðimörkinni. Cherie Lunghi leikur Margaret, dóttur Salomons, sem McGregor notar til að hefna sín á honum. Seinna giftast þau og eignast Kate. Tony Blackwell, sonur og erfingi Kate, er ieikinn af Harry Hamlin. Hann langar til að verða listmálari þótt móðir hans vilji ólm að hann taki við fyrirtækinu. Eve og Alexandra eru tvíburadætur Tonys og það er Liane Langland, sem leikur þær báðar. Systurnar eru nauðalíkar í útliti en gerólíkir persónuleikar. Að auki kemur við sögu fjöldinn allur af öðrum per- Liane Langland leikur Eve og Alexandra. sónum í stórum og litlum hlut- verkum. Leikstjórar eru Kevin Connor og Harvey Hat. Framleiðandi er Norman Rosemont, en hann hefur fært marga söguna í sjónvarps- búning og hlotið lof fyrir. A meðal afreka hans á þeim vettvangi má nefna Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum, Greifinn af Monte Cristo, Vesalingarnir, Saga tveggja borga og Litli lávarðurinn. Frá því Leiksnillingur var gerð hafa smáþáttaraðir misst að nokkru það aðdráttarafl sem þær höfðu bæði á leigunum hér og í sjónvarpi vestra, ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. Margt kemur þar til en ein af skýringun- um er sú að fólk þráast við að binda sig við sama dagskrárefnið í heila viku eða svo. Þar er sýning- artími smáþáttaraða annar en hér tíðkast. Það sem sýnt er í um vik- utíma þar er sýnt á einum, tveimur og þremur mánuðum hér. Svoleiðis að þegar við setjumst niður í kvöld að horfa á Leiksnill- inginn verðum við að mæta fyrir framan skjáinn á sama tíma í næstu fimm vikur ef við viljum ekki missa af neinu. Það væri miklu meira spenn- andi ef smáþáttaröð á borð við Leiksnillinginn væri sýnd í kannski þremur hlutum í eina viku. Og kannski verður það raun- in í framtíðinni með aukinni samkeppni. Stöð 2 sýnir t.d. smá- þáttaröðina Lace á einu bretti nk. sunnudags- og þriðjudagskvöld. Kate giftist David Blackwell (David Birney). Jónas Jónsson himaðarniálastj óri: Áhrif tíðar- farsins öll af hinu góða „SVONA góð tíð hefði þótt ennþá meira virði fyrir nokkr- um árum eða áratugum, þegar menn treystu meira á vetrar- beit fyrir sauðfé,“ sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri að- spurður um áhrif góðrar tíðar í vetur á bústörf bænda. Jónas sagði að frá áramótum hefði verið snjólétt um land allt og gott veður, nánast með ein- dæmum. Sagði hann að áhrif þessarar góðu tíðar á bústörf væru öll af hinu góða. Sauðfjár- bændur væru mikið til hættir að treysta á vetrarbeit og væri því lítill fóðursparnaður hjá þeim en hrossabændur spöruðu mikið fóð- ur á svona vetri. Jónas sagði að bændur í út- sveitum norðanlands hefðu um tíma verið uggandi um kal vegna svellalaga frá því fyrr í vetur, en kalhættan hefði minnkað. s BROTTFARARDAGAR Mánuðir dags. tími Apríl 14. 13 dagar Apríl 27. 29 dagar Maí 26. 14 dagar Júní 9. 3 vikur Júni 30. 3 vikur Júlf 21. 3 vikur Ágúst 11. 3 vikur September 1. 3 vikur September 22. 3 vikur KYNNING UM HELGINA 7 OG 8 MARS Laugardag frá kl. 10—16 Sunnudag frákl. 13—16 rir fjöiskyldurog fjörl<álfa Costa del Sol er stærsti leikvöllur Evrópu. Þar finna allir eitt- hvaö viö sitt hæfi, á meöan sólin skín og eftir aö kvölda tekur. Nautaöt eru haldin áriö um kring, þarsem hitinn og æsingur- inn kemst á hæsta stig. Þarna eru diskótekin á hverju strái, meö glænýtt listapoppið og drykkirnir viö þorstanum kosta næstum ekki neitt. Nóttin er ung og næturklúbbarnir eru margir. Þetta er staöurinn fyrir lífs- glatt fólk. Ekki má gleyma fjölskyldunni. Börnin elska Costa del Sol. Spánverjar elska börn. Tlvoll og skemmtigaröar. Sólar- ströndin, heitur sjórinn, sundlaugar, óþrjótandi tækifæri til Iþrótta og leikja. Á Sþáni fær kaupmáttur venjulegra Islendinga nýja og ánægjulega þýðingu. Matur, drykkur og þjónusta kosta ótrú- lega lltiö. 60 ÁRA OG ELDRI fá 5.000,- kr. afslátt í feröirnar 27. 04. og 22. 09. til Costa del Sol. i þeim ferðum verður einnig hjúkrunarfræðingur til aö- stoðar. I aðrar hópferðir sumarins fá eldri en 60 ára 5% afslátt. Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 sími 62100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.