Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 5 Aðalskipu- laginu vísað tilborgar- sijórnar Borgarrá fjallaði í gær um Aðalskipulag Reykjavíkur 1984 til 2004 og fóru borg- arráðsmenn m.a. í Kjarvals- staði, þar sem tillögur, teikningar og líkön voru til staðar. Á myndinni eru Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Davíð Oddsson, Magnús L Sveinsson og Guðrún Ágústsdóttir að ræða einn þátt skipulagstillagnanna, en þeim var var vísað til borgarsljórnar til umfjöll- unar. Morgunblaðið/Bjami Fiskverðið í Þýzka- landi er ennþá lágt Nokkur verðhækkun í Bretlandi VERÐ á ferskum fiski í Bret- landi hefur hækkað nokkuð frá síðustu viku. Á þriðjudag fékk Ottó Wathne NS 62,53 krónur að meðaltali fyrir kíló af þorski og ýsu, en meðalverð i síðustu viku var komið niður fyrir 50 krónur. Verð fyrir karfa i Þýzk- alandi er enn lágt. Ottó Wathne seldi alls 155,6 lest- ir í Grimsby. Heildarverð var 9,7 milljónir króna, meðalverð 62,53. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 61,27 krónur og 65,34 fyrir ýsuna. Á mánudag var seld í Hull og Grimsby 261 lest af fiski úr gámum héðan. Heildarverð var 14,6 milljón- ir króna, meðalverð 55,97. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 57,97 krónur, 66,11 fyrir ýsu, 56,43 fyrir kola og 29,83 fyrir karfa. Verð var talsvert mismunandi eftir gámum og stafar það af misgóðum fiski. Til dæmis var verð fyrir smáan netafisk mjög lágt. Vigri RE seldi 208 lestir í Bre- merhaven á þriðjudag. Heildarverð var 8 milljónir króna, meðalverð 38,78. í síðustu viku var alls seld 691 lest af karfa úr gámum héðan í Bremerhaven og Cuxhaven. Heild- arverð var 24 milljónir króna, meðalverð 34,84. Kostnaður við útflutning fisks í gámum nemur um 20 krónum, þeg- ar vinna við útskipun, rýmun á flutningstíma, flutningsgjöld og annar kostnaður er meðtalinn. Verð erlendis þarf því að minnsta kosti að vera um 20 krónum hærra en hér til að útflutningur með þessum hætti borgi sig. Athugasemd frá Eyjólfi Konráð Jónssyni: Jóhannes Nordal gerði sjálfur sam- komulag um lækkun bindiskyldunnar „Fyrir milligöngu Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins gerði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri samkomulag við mig rétt fyrir þinglok í fyrra en þá hafði frumvarp mitt og Vald- imars Indriðasonar um að bindi- skylda mætti hæst vera 10% verið samþykkt í efri deild Alþingis með 10 atkvæðum gegn 5. Jóhannes kom á fund fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar að kvöldi 21. apríl og afhenti skrif- lega eftirfarandi yfirlýsingu: „Peningamarkaðurinn hefur verið að þróast ört í frjálsræðisátt hér á landi undanfarin tvö ár. Þetta gefur færi á að draga úr beinum hömlum á útlánastarfsemi bankanna, svo sem innlánsbind- ingu, sem þegar hefur verið lækkur úr 28% í 18%. Bankastjórn Seðlabankans mun leggja áherslu á að þessi þróun haldi áfram svo ört sem markaðsaðstæður og ytri skilyrði leyfa. Væntanlega verður unnt að taka umtalsverð skref til lækkunar á innlánsbindingu síðar á árinu.“ Ég féllst á að reyna ekki að knýja efrideildarmálið í gegnum neðri deild, enda hélt ég mig geta treyst því að bindiskyldan yrði a.m.k. lækkuð um 5% á sl. ári. Þetta hefur brugðist, en þess er þó að gæta að heimild í lögum frá 1984 um hækkun bindiskyldu í allt að 38% var aldrei að fullu notuð heldur var binuingin lækkuð úr 28% í 18%. Jóhannes getur engum öðrum en okkur tveim blandað í þetta mál, en frá minni hálfu er málið útrætt.“ Loðnan á Breiðafjörð LOÐNUVEIÐAR ganga vel um þessar mundir og frysting hrogna hafin af krafti. Loðn- an veiðist nú við Jökul, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á mánudag: Huginn VE 550, Beitir NK 1.000, ísleifur VE 550, Húnaröst ÁR 580, Eld- 'borg HF 1.000, Kap II VE 670, Gullberg VE 620 og Gígja VE 750. Síðdegis á þriðjudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Júpíter RE 500, Sighvatur Bjarnason VE 670, Hákon ÞH 800, Bergur VE 500, Gísli Ámi RE 640 og Höfmngur AK 400 lestir. Nú gefst gullið tækifæri til að bæta málakunnátt- una og njóta lífsins með nýju fólki í nýju umhverfi. Góð tungumálakunnátta getur hjálpað þér alls staðar: í skólanum, vinnunni, starfsumsókninni, ferðalaginu, bóklestri, bíói, tómstundum o.fl. o.fl. Kröfur aukast um góða málakunnáttu. smbss England King’s School of English er viður- kennd stofnun, sem rekur fjóra skóla, sem bjóða enskunámskeið við allra hæfi á suðurströnd Englands: Bournemouth, Wimborne og London. King's í Bournemouth: Aðalnámskeið: 24 kennslustundir á viku, lágmarks- aldur 16 ára, frá mánaöarnámskeið- um upp í ár. Kennt á 6 stigum i 12—17 manna bekkjum. Einnig hald- in sumarnámskeið með 20 kennslu- stundum á viku. Skemmtana-, íþrótta- og strandlíf. King's College í Bournemouth: Meiri kennsla og framhaldsnám- skeið: 30 kennslustundir á viku, 17 ára og eldri, í 2—10 vikur, 8—10 í bekk. Undirstaða æskileg. Viðskiptaenska og tölvuþjálfun. Einnig þrjú 3ja mán- aða námskeið i stjórnun. King’s Wimborne: Aldur 10—16 ára, 20 kennslustundir, sambland af kennslu, íþróttum og leikjum, skemmtikvöldum og skoð- unarferðum, 2—8 vikur eða lengur. Wimborne er notaleg lítil borg 16 km frá suðurströndinni. King's í London: Skólinn er í Beckenham í suð-austur London. Margvísleg námskeið t.d. 30 tíma kennsluvika, einnig sum- arnámskeið 16 og 24 tíma, skemmt- ana- og fyrirlestrahald. 25 mín. lestarferð inn í miðborg Lundúna. Lánum myndbönd um King’s. Nýtt námskeið: „Professional English Course" 37 timar á viku fyrir fólk í viöskipta- og atvinnulífinu. Lágmarksaldur: 20 ára. II Frakkland Institut de Francais, Ville-Franche-sur-Mer Skólinn er staðsettur á hinni fögru suðurströnd Frakklands, skammt frá Nice, Cannes og Monte Carlo. Kennt er á 7 mismunandi stigum, 6—10 nemendur í hóp og er lágmarksaldur 21 árs. Kennt er í óvenjulega glæsi- legum húsakynnum og dvalist i íbúðum á vegum skólans. Skólinn er rómaður fyrir umhverfi, aöbúnað og kennsluaðferðir. Einnig fleiri skólar. II Ítalía Dante Alighieri, Florens Skólinn er með aðalstöðvar i Flor- ens, borg fornrar menningar, lista og hátizku. Staðsettur i miðborginni í miðaldahöll skammt frá Ponte Vecchio með útsýni yfir Arno-fljótið. Kennd er ítalska á fimm mismunandi námskeiðum, þar sem fléttað er inn í kennslu í bókmenntum, listum og sögu. Dvalist á heimilum eða í íbúð- um, sem skólinn sér um að útvega. Einnig boðið upp á námskeið í Róma- borg og Siena. Spánn Malaca Instituto, Malaga, Costa del Sol Námskeið í spænskri tungu og menningu með dvöl á sólarströnd, vetur eða sumar. Skólinn er stað- settur í fögru úthverfi Malaga, skammt frá ströndinni og býður upp á margvísleg námskeið við allra hæfi. Heimsóknir á söfn og sögu- staði. Costa del Sol þarf vart að kynna, en hér er gulliö tækifæri til að kynn- ast tungu, þjóð og menningu. Þýzkaland Humboldt Institut í Ratzenried-höllinni í þýsku Ölpunum Ratzenried er rómuð fyrir nátt- úrufegurð og fer kennsla fram í fornum kastala. Velja má um heima- vist eða dvöl á einkaheimilum. Boöið er upp á námskeið, sem eru fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, og kennt í 10 manna hópum. í fristundum má iöka margvislegar íþróttir, m.a. fjallgöngur og siglingar. Vikulegar kynnisferðir og á veturna skíðaferðir. Nýtt: Námskeið fyrir unglinga 10-15 ára. Bandaríkin ELS-enskunámskeiðin eru haldin í 23 borgum viösvegar um Bandaríkin, t.d. í New York, Boston, Philadelph- ia, San Francisco, Denver, Seattle og Washington DC. Það er völ á enskukennslu á niu mismunandi stigum og dvalist á stúdentagöröum. Einnig eru haldin námskeið sérstak- lega sniðin fyrir fólk í viöskiptaheim- inum og stjórnendur fyrirtækja. Kannið málin! Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, sími 26611 og 23638.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.