Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Hrafninum Gregorí sleppt. Morgunblaðið/Bemhard Reykholtsdalur: Hrafninn flýgur aftur Kleppjárnsreykjum. ÞAÐ verða fleiri fyrir óhöppum en mennirnir. Hrafn nokkur kom heim að Dalbæ hér í sveit, var hann vængbrotinn og illa á sig kominn en honum var bjargað í bundin upp. Tók Gregorí, en það var hrafn- inn nefndur, kæti sína aftur og gréri vængur hans furðu fljótt. Eftir nákvæma skoðun og nokkr- ar flugæfmgar var Gregorí sleppt. Ekki fór hann langt því honum líkaði vistin vel og nú heldur hann hús, gefinn matur og vængurinn sig hérna í kringum húsin á Kleppjárnsreykjum. Eru íbúarnir beðnir að henda til hans því sem af borðum þeirra fellur. Gamalt máltæki segir: „Guð launar fyrir hrafninn". - Bernhard Mýsnar hafa ákveð- ið að bregða - segir Þorsteinn Pálsson um þing- flokk Framsóknarflokksins „ÉG þekki ekki til vinnubragða innan þingflokks Framsóknar- flokksins, en mér sýnist á öllu að mýsnar hafi ákveðið að bregða á leik eftir að kötturinn stökk inn fyrir Kremlarmúra," sagði Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra, varðandi ummæli Páls Péturssonar í sjónvarpsvið- tali á mánudagskvöld, en þá sagði þingflokksformaðurinn að nægir peningar væru til hækkun- ar á launalið bænda, hvað sem liði hvatvíslegum ummælum fjár- málaráðherra um annað. Þorsteinn sagði að þegar ríkis- stjóminni hafi verið kynnt fyrir- huguð hækkun landbúnaðarvara hafí allir verið sammála um að kanna þyrfti málið betur. „Steingrímur Hermannsson óskaði eftir að ákvörðun um hækkun yrði frestað og bar það undir mig,“ sagði Þorsteinn. „Það varð síðan að sam- komulagi milli mín og landbúnaðar- ráðherra að óska eftir því við kjararannsóknarnefnd, að hún skýrði niðurstöður kjarasamning- áleik anna í vetur, þannig að unnt væri að hafa það til hliðsjónar við mat á því hvað gæti talist eðlileg launa- hækkun við núverandi aðstæður. Það hafa ekki verið fluttar tillögur um að auka niðurgreiðslur og menn eru sammála um að nota frestinn til að btjóta málin til mergjar. Ég hef hins vegar sagt að það eru ekki til peningar, hvorki til niður- greiðslna eða annarra útgjalda.“ Ríkisútvarpið: Fjórir nýir frétta- menn á hljóðstofu * Arni Snævarr í stað Margrétar Hein- reksdóttur á sjónvarpið FJÓRIR nýir fréttamenn hafa verið ráðnir á fréttastofu hljóð- varps. Fastráðnir hafa verið þeir Broddi Broddason og Már Jóns- son og lausráðnir þeir Jóliann Hauksson og Guðmundur Árna- son. Fyrirhugað er að Broddi taki síðan við fréttamagasín-þætti Rás- ar 2, sem mun væntanlega hefjast í þessum mánuði samhliða 24-tíma útsendingu Rásar 2. Unnið hefur verið að endurskipulagningu Rásar 2 á undanförnum mánuðum og er gert ráð fyrir að útvarpsráð leggi blessun sína yfir tillögurnar á næsta fundi sínum. Margrét Heinreksdóttir hefur nú látið tímabundið af starfi frétta- manns á sjónvarpi þar sem hún skipar nú sæti á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Við starfi hennar tekur Árni Snævarr, sem verið hefur fréttamaður á Bylgjunni frá byrjun. í sumar mun hann síðan gegna starfi sumarafleysinga- manns á fréttastofu sjónvarps. Þá hefur Olafur Þórðarson verið ráðinn sem fulltrúi léttrar tónlistar RUV. Verið er að ganga frá ráðn- ingu tíu fastráðinna starfsmanna á Rás 2, sem hafa munu umsjón með dagskránni að mestu leiti. Hingað til hafa allir starfsmenn Rásar 2 verið lausráðnir. Þijátíu og einn sótti um fastráðningu. Tveir sendi- herrar skipaðir HELGI Ágústsson og Þorsteinn Ingólfsson hafa verið skipaðir sendiherrar í utanríkisþjón- ustunni, Helgi frá 1. júní nk. að telja og Þorsteinn frá 1. mars sl. Þorsteinn Ingólfsson er fastafull- trúi íslands við alþjóðlegu stofnan- irnar í Genf. Hann tók við því starfi af Hannesi Hafstein. Helgi Ágústsson hefur starfað við sendiráð íslands í Washington. Hann hefur störf sem skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu hinn 1. júní nk,, en því starfi gegndi áður Olafur Egilsson, sendiherra í London. Sorphreinsun: I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Á vestanverðu Grænlandshafi er 993 millibara smálægð sem hreyfist lítið og önnur álika skammt norður af landinu, en um 550 kílómetra suður af Vestmannaeyjum er 990 millibara vaxandi lægð sem þokast norður. SPÁ: í dag verður suðlæg átt um mestallt landið, víðast kaldi. Sunnanlands og vestan verða skúrir eða él, og líklega slydda norð- antil á Vestfjörðum fram eftir degi. Rigning verður á norðausturlandi árdegis, en styttir upp síðdegis. Hiti 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Austlæg eða suðaustlæg átt og frostlaust víðast hvar. Víða rigning eða slydda um sunnan- og austanvert landið, og líklega él á annesjum norðanlands og á Vestfjörðum. FÖSTUDAGUR: Austan- eða norðaustanátt með snjókomu eða slyddu norðanlands og á Vestfjörðum, en suðvestanátt og él sunn- anlands. Hiti um eða yfir frostmarki. N: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 stefnu og fjaðrirnar • V Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * v Léttskýjað / / / / / / / Rigning / / / - " Hálfskýjað .5 5 * / * / * / * Slydda 5 oo Skýjað / * / * * * 4 Alskýjað * * * * Snjókoma * * * 'rc 10 gráður á Celsius Þokumóða Súld VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 alskýjað Reykjavik 4 rigning Bergen -3 snjókoma Helsinki -13 skýjað Jan Mayen -10 snjóél Kaupmannah. -9 léttskýjað Narssarssuaq -15 þokaígr. Nuuk -8 heiðskírt Osló -11 léttskýjað Stokkhólmur -10 hálfskýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 26 mistur Amsterdam -3 léttskýjað Aþena vantar Barcelona 17 léttskýjað Berlin -6 hálfskýjað Chicago -2 heiðskirt Glasgow 6 skýjað Feneyjar 4 alskýjað Frankfurt -6 skýjað Hamborg -5 hálfskýjað Las Palmas vantar London 2 skýjað LosAngeles 12 alskýjað Lúxemborg -5 léttskýjað Madrid 19 léttskýjað Malaga 27 mistur Mallorca vantar Miami 17 alskýjað Montreal -8 snjókoma NewYork 1 skýjað París -2 alskýjað Róm 17 léttskýjað Vin -9 skafrenn. Washington 8 úrk.igr. Winnipeg -14 ísnálar Reykjavík hefði getað sparað 14 millj. með útboði HEFÐI Reykjavíkurborg notið sömu kjara og Garðabær, að undangengu útboði á sorphreins- un fyrir árið 1985, hefði kostnað- urinn við hreinsunina numið 14 milljónum kr. minni upphæð en hún gerði. Sorphreinsunin er á vegum borgarinnar sjálfrar, en í Garðabæ sá einkaaðili um hreinsunina að undangegnu út- boði á verkinu. Þetta kom m.a. fram í ræðu Jó- hanns Bergþórssonar forstjóra á Viðskiptaþingi Verzlunrráðs ís- Norrænt lög- fræðingaþing NORRÆNT lögfræðingaþing verður haldið í Helsingfors dag- ana 19.-21. ágúst. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að fylla út þátttökueyðublöð hjá frú Erlu Jónsdóttur hæstarétt- arritara, skrifstofu Hæstaréttar, fyrir 31. mars nk. og greiða þátt- tökugjöld. lands á Hotel Sögu í gær, en Jóhann flutti erindi sem hann kallaði: „Op- inber þjónusta og verklegar framkvæmdir". Jóhann lýsti þessu svo í ræðu sinni: „Ýmis atriði til útboða má einnig telja til, svo sem sorphreins- un, sem boðin hefur verið út með góðum árangri. Til dæmis nam kostnaður vegna sorphreinsunar í Reykjavík á íbúa árið 1985 827 krónum, en í Garðabæ samkvæmt útboði 675 krónur. Hefðu sömu tölur gilt í Reykjavík hefði sparnað- ur numið tæpum 14 milljónum króna.“ Heildarkostnaður við sorphreins- un í Reykjavík árið 1985 nam kr. 74.271.875 ogvoru íbúarþá 89.769 talsins. í Garðabæ nam kostnaður- inn aftur á móti 4.070.452 kr. en íbúar þar voru 6.032 kr. Jóhann tók fram, að auk þessara tölulegu upp- lýsinga mætti geta þess, að byggð í Garðabæ væri mun dreifðari en í Reykjavík og því ætti það að vera tiltölulega dýrara að vinna verkið þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.