Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Heilbrigðisstéttir off kennarar Skipting vinnandi íslendinga í starfsgreinar hefur breytzt ótrúlega mikið á tiltölulega skömmum tíma. Hlutdeild hverskonar þjónustustarfa í þeirri helft þjóðarinnar, sem vinnu stundar, hefur vaxið óð- fluga síðustu áratugi. Á hálfum öðrumáratug, 1963-1979, jókst þessi hlutdeild úr 10.000 mannárum í 23.500, eða um 134%. Árið 1979 vann langleið- ina í fjórðungur vinnandi manna ýmiskonar þjónustustörf. Hlut- ur þjónustunnar hefur enn vaxið á níunda áratugnum. Þær starfsstéttir á þjónustu- sviði, sem mestur vöxtur var í á fyrrgreindum hálfum öðrum áratug (1963-1979), vóru á vettvangi heilbrigðisþjónustu og fræðslukerfis. 1.650 mannár vóru í í heilbrigðisþjónustunni árið 1963 en 5.757 árið 1979. Heilbrigðisgeirinn rúmlega þre- faldaðist að starfsfólki á þessu árabili. Vöxtur kennarastéttar- innar var og mjög ör. Árið 1963 vóru rúmlega 2.000 mannár í kennslu en 5.150 árið 1979. Þetta er rúmlega tvöföldun. Sá vöxtur hvers konar þjón- ustustarfa, sem hér hefur orðið á næstliðnum áratugum, er í samræmi við svipaða þróun annarra þjóða á hliðstæðu skeiði hagþróunar. Hröð framvinda í þekkingu, starfsaðstöðu og tæknibúnaði í heilbrigðisþjón- ustu hefur kallað á fjölgun sérhæfðs starfsliðs — og dregið til sín stækkandi hlut þjóðar- tekna. Framvindan í þjóðfélag- inu almennt, sem verður fjölbreytilegra og flóknara með ári hverju, hefur og krafizt hlið- stæðrar þróunar í fræðslukerf- inu. Hverskonar menntun er, eða getur verið, fjárfesting, sem skilar arði, bæði í þjóðarbú- skapnum og velferð og ham- ingju fólks. Hitt er svo annað mál að vöxtur ríkisbúskaparins og ríkisumsvifa — heilbrigðismál og fræðslumál ekki undanskilin — verður að vera innan þeirra marka sem verðmætasköpun, efnahagur og greiðslugeta þjóð- arinnar, þ.e. skattborgaranna, setur hverju sinni. Ríkisbúskap- urinn má ekki á heildina litið vaxa lítilli þjóð, einstaklingum og atvinnulífí, yfír höfuð; ekki draga mátt úr þeirri verðmæta- sköpun, sem ber uppi lífskjör þjóðarinnar, þar á meðal félags- lega þjónustu hverskonar, heilbrigðis- og fræðslukerfí, þegar grannt er gáð. Af þessum sökum er viðvar- andi aðhald og hagræðing nauðsynlegt, ekki sízt í þeim þjónustugreinum, sem vaxa hraðast að mannafla og kostn- aði. Spurningin er, hvort ekki megi nýta fjármagn skattborg- aranna betur með hagræðingu, þann veg, að veita megi sömu þjónustu og nú er, jafnvel betri, með minni kostnaði. Spurningin er ekki síður sú, hvort hagræð- ing, t.d. í mannahaldi, getur íeitt til betri launakjara í starfs- greinunum. Það vekur athygli að á sama tíma og friður hefur í aðalatrið- um ríkt á íslenzkum vinnumark- aði misserum saman — og mikilvægur árangur er í hendi í hjöðnum verðbólgu, jafnvægi og stöðugleika í þjóðarbúskapn- um, auknum kaupmætti og peningaspamaði — gætir ítrek- aðs óróa í opinbera geiranum, ekki sízt meðal heilbrigðisstétta og kennara. Talsmenn opinberra starfs- manna halda því fram að þeir hafi dregizt kjaralega aftur úr starfsfólki á „frjálsum markaði“ síðustu tvo áratugi eða svo, þ.e. á tímabili sem fjórir helztu stjómmálaflokkar þjóðarinnar deila ríkisstjórnarsögu. Þetta er sjálfsagt að hluta til rétt, þótt í mismiklum mæli sé eftir starfsgreinum — og tína megi til dæmi um hið gagnstæða, eins og í vinnuöryggi og verð- tryggðum lífeyrisrétti.. Arangur gerðrar kjarasáttar í þjóðfélag- inu kom og opinberum starfs- mönnum til góða, eins og öðmm, og Þjóðhagsstofnun staðhæfír, að atvinnutekjur op- inberra starfsmanna hafi hækkað á sl. ári umfram meðal- tal, sem var 35%, eða um 37% á mann að jafnaði. Heilbrigðisstéttir, sumar hverjar, og kennarar standa nú bæði í uppsögnum og verkfalls- boðun, sem bitnað getur verst á þeim er sízt skyldi, sjúkum og námsmönnum. Vonandi tekst að fínna viðunandi sátta- leið, innan ramma þeirrar efnahagsstefnu, sem er að leiða þjóðarbúið út úr verðbólgu- og kreppuvandanum, það er innan ramma heildarhagsmuna, sem verða að ráða ferð. Þessar starfsstéttir, sem gegna veiga- miklu ábyrgðarhlutverki, eiga að njóta sama réttar og aðrar. Þær verða hinsvegar að halda sátt skynsemi og tillitssemi við þjóðfélagslegt umhverfí sitt. SKÝRSLA TOWER-NEFNDARINNAR Aðstoðin við Contra-skæruliða: Haft í hótunum við vinveitt ríki? í skýrslu Tower-nefndarinnar kemur fram að starfslið Hvíta hússins hafi nokkrum sinnum beðið ríki háð Bandaríkjunum um aðstoð í tilraunum þess til að skipuleggja aðstoð einkaaðila við Contra-skæruliða í Nic- aragua og stundum haft i hótunum við þessi ríki. Þannig ræddu starfsmennirnir um að hóta forseta Costa Rica, Oscar Arias Sánchez, því að svipta stjóm hans bandarískri aðstoð, ef hann segði opinberlega frá gerð leyniflugvallar handa Contra- skæruliðum í landinu. Nefndin fann engin rök fyrir því að Ronald Reagan forseti hefði samþykkt heildaráætlunina um að- stoðina við Contra-skæruliða, en vitnar í nokkur innanhússskjöl, sem gefa til kynna að hann hafi vitað um a.m.k. hluta þess sem fór fram. í einu skjalinu sagði að Reagan hefði verið sagt frá fyrirætlunum um að tryggja lögfræðilega aðstoð handa bandaríska flugmanninum, sem var skotinn niður þegar hann flutti birgðir til skæruliða í haust. Önnur helztu atriðin um aðstoð- ina við Contra-skæruliða í skýrslun Tower-nefndarinnar vom þessi að sögn New York Times: — John M. Poindexter öryggis- ráðgjafi og aðrir háttsettir embætt- ismenn fengu nákvæmar upplýsing- ar frá Oliver North undiroftirsta um tilraunir hans til að hjálpa Contra- skæruliðum á tveggja ára tímabili þegar þingið takmarkaði aðstoð Bandaríkjamanna við þá. Afstaða er ekki tekin til þess í skýrslunni hvort aðstoðin við skæruliða hafi brotið í bága við bann þingsins við hemaðaraðstoð, en tekið er fram Oliver North að háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi villt um fyrir þinginu. — Stjórn Reagans bað ríkis- stjórn ónefnds lands að útvega Contra-skæruliðum brezkar loft- varnaflaugar. Heimildarmenn N.Y. Times segja að þetta land hafi ve- rið Chile. Þetta gerðist nokkrum mánuðum áður en bandaríska ut- anríkisráðuneytið gagnrýndi stjóm landsins fyrir mannréttindabrot. — Forseti ónefnds Mið-Amerík- uríkis og einn æðsti maður herafla þess veittu „sérstaka aðstoð" við að útvega vopn að verðmætti átta milljóna Bandaríkjadala handa Contra-skæruliðum 1985 sam- kvæmt skýrslu frá North ofursta. Heimildarmenn N.Y. Times segja að þetta land hafi verið Guatemala og að skömmu áður en umræddur hershöfðingi undirritaði fölsuð skjöl um vopnin hafi stjórn Reagans reynt að auka aðstoðina við Guate- mala úr 300,000 dala í 35 milljónir. — North ofursti skrifaði Po- indexter yfirmanni sínum um meinta ógnun við forseta Costa Rica að hann „hefði ekki umboð til að koma þannig fram við þjóð- höfðingja, þ.e. að hafa í hótunum og gera tilboð, sem ókleift kynni að reynast að standa við.“ Sendi- herra Costa Rica telur ekki að hringt hafi verið í forsetann og Elliott Abrams, aðstoðarutanríkis- ráðherra sem fer með með málefni Vesturheims, tók í sama strang í yfirheyrslum nefndarinnar. Po- indexter skrifaði North á umrædd- um tíma: „Þú gerðir rétt, en reynum að hafa hljótt um þetta.“ — Staðfestar eru fyrri fréttir um að aðalerindreki CIA í Costa Rica hafi beinlínis verið viðriðinn aðstoð- ina við skæruliða. Einnig er skýrt frá því að Poindexter hafi tjáð Ro- bert M. Gates, næstæðsta manni CIA, að Þjóðaröryggisráðið hygðist smám saman leggja niður net einkaaðila, sem veitti skæruliðum stuðning, og þau ummæli benda til þess að hann hafi vitað um þetta kerfi og tengsl þess við Hvíta húsið. Contra-skæruliðum voru útveg- aðar um 30 millj. dala 1984 og 1985 úr „einkasjóðum“ erlends embættismanns samkvæmt fram- burði Robert McFarlanes fv. öryggisráðgjafa og tveggja annarra bandarískra embættismanna. Heimildarmaður N.Y. Times segir að féð hafi komið frá konungsfíöl- skyldunni í Saudi-Arabíu. Uppnám í Hvíta húsinii: Nancy barðist fyrir brottrekstri Regans DONALD REGAN, yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins, varð að vikja vegna skýrslu Tower- nefndarinnar og fetar þar með í fótspor John M. Poindexters fv. þjóðaröryggisráðgjafa og Olivier Norths undirofursta, aðstoðar- manns hans, sem einnig urðu að víkja vegna vopnasölunnar til írans. í skýrslunni segir að Reg- an „hljóti að bera þyngstu ábyrgðina á ringulreiðinni, sem hófst í Hvíta húsinu" þegar skýrt var frá hergagnasölunni. í bréfí, sem Ronald Reagan for- seti sendi Tower-nefndinni skömmu áður skýrsla hennar var birt, breytti hann fyrri framburði og kvaðst ekki muna hvenær hann hefði fyrst heimilað leynilega sölu 500 gagn- skriðdrekaflauga til írans, en viðurkenndi að „aðrir “kynnu að hafa haft áhrif á hugsanir hans. Með þessu átti hann við Regan, sem hefur borið að rangt sé að gera ráð fyrir að forsetinn hafi veitt leyfi til vopnasölubnnar fyrirfram. Regan hélt því fram að Robert McFarlane fv. þjóðaröryggisráð- gjafi hefði sagt Reagan að ísraels- menn hefðu selt eldflaugamar til írans án vitneskju Bandaríkja- manna. Regan tók þá afstöðu að heimildin hefði ekki verið veitt fyrr en fimm mánuðum eftir að vopnin voru send. rwr wntrt r«t,rv»fy T>. t**t O*0t Ht, J hortJjy »»•>«<* *• Cbltf to Ut* t»f tj>* St»t»*. T. * ChJ*f oí *l»ft to ttw eí »h« <Mit*4 St*t»» tu* rr*»t<J**t Th* »<m>** «**J>i«9tPK, J>,c« ISTOfl Afsagnarbréf Donalds Regan. Þegar Reagan talaði við Tower- nefndina í janúar var hann í aðalatriðum sammála McFarlane, sem hefur neitað útgáfu Regans og segir að það gagnstæða hafi gerzt og forsetinn heimilað vopna- söluna fyrirfram, munnlega. Ronald Reagan ásamt Howard Baker, eftirmanni Regans sem starfsmannastjóra. Viðbrögðin við skýrslunni: Áhyggjur af stöðu Reagans í embætti FYRSTU viðbrögðin við skýrslu Tower-nefndarinnar voru þau meðal bandarískra þingmanna, jafnt demókrata sem repúblikana, að skella skuldinni fyrst og fremst á þjóðaröryggisráðið og Donald Regan sérs- taklega. I bandalagsríkjum Bandaríkjanna einkenndust þau hins vegar af áhyggjum af, að trúverðugleiki Reagans forseta hefði orðið fyrir svo miklu áfalli, að hann yrði allt að því óvirkur þann tíma, sem hann á eftir í embætti. „Forsetinn lét tilfinningarnar bera dómgreindina ofurliði," sagði Paul Trible, öldungadeildarþing- maður fyrir repúblikana í Virginiu, og mælti þá fyrir munn margra samþingsmanna sinna en enginn þeirra dregur þó dul á, að forsetan- um hafi orðið alvarlega á í mess- unni. í bandalagsríkjum Banda- ríkjanna hafa frammámenn varast allar yfirlýsingar um hugsanlegar afleiðingar Tower-skýrslunnar en Ijóst er, að þar hafa menn miklar áhyggjur af stöðu Bandaríkjafor- seta þau tvö ár, sem hann á eftir í embætti. „Enginn getur haft áhuga á að horfa upp á valdalausan forseta í Washington, ekki einu sinni þeir menn í Bandaríkjunum og Evrópu, sem hafa hundelt hann í mörg ár með fyrirlitningu og hatri,“ sagði vestur-þýska blaðið Frankfurter Nancy Reagan Þegar forsetinn ræddi við nefnd- ina öðru sinni breytti hann fram- burði sínum til að samræma hann frásögn Regans og kvaðst „undr- andi“ á því að heyra að ísraelsmenn hefðu sent vopnin. Nú segir Reagan að hvorug útgáfan hafi verið ná- kvæmlega rétt og hann muni ekki nákvæmlega hvað gerðist. Kona forsetans, Nancy, hefur lengi haft hom í síðu Donald Reg- ans og þessi klípa, sem maður hennar komst í vegna ráðlegginga starfsmannastjórans, styrktu hana í harðri baráttu, sem hún hafði háð fyrir brottvikningu hans síðan . í desember. Nancy hóf baráttu sína með því að snúa sér til Robert Strauss, sem tekur þátt í skipulagningu baráttu- aðferða Demókrataflokksins, og biðja hann að vera forsetanum inn- an handar í íransmálinu. Þegar hún hafði ráðfærzt við hann sannfærðist hún endanlega um að Regan væri manni sínum byrði og ákvað að ein- beita sér að því að bola honum úr Hvíta húsinu. Hún leitaði m.a. til gamalla vina og fyrrverandi samstarfsmanna forsetans, m.a. Miehael K. Deavers og Stuart Spencers, til þess að kanna hvaða leiðir væru hyggileg- astar til að fá hann til að reka Regan. Samkvæmt óstaðfstum heimildum hafa frú Reagan og Regan ekki ræðzt við um skeið. Frú Reagan gramdist ekki aðeins að Regan fékk mann hennar til að breyta framburði sínum fyrir Tow- er-nefndinni. Sjáifsmorðstilraun Robert McFarlanes fv. öryggisráð- gjafa fékk mikið á hana og hún kennir Regan um að hafa flæmt hann úr starfi. Hún taldi líka að forsetinn hefði ekki átt að flytja yfírlitsræðu sína um ástand ríkisins 27.janúar, aðeins þremur vikum eftir að hann gekkst undir upp- skurð, og var ósammála Regan um efni ræðunnar. Hún kenndi Regan líka um illa undirbúinn blaða- mannafund forsetans 19. nóvemb- er. Sambandi Regans og frú Reag- ans mun hafa lokið fyrir fullt og allt þegar þau töluðust við í síma og hún skellti á hann tólinu. Ágrein- ingur þeirra mun hafa orðið að hatrammri deilu, sem ekki reyndist unnt að leyna, þegar hún reyndi að ústkýra fyrir honum að maður hennar þyrfti að hvíla sig í sex vik- ur eftir uppskurðinn eins og læknar hans höfðu ráðlagt honum. Allgemeine Zeitung en í flestum bresku blaðanna var skýrslan talin mikill áfellisdómur yfir Reagan. I ritstjórnargrein í Times sagði t.d., að skýrslan væri þungur dómur yfir utanríkisstefnu forsetans á síðara kjörtímabili hans og The In- dependent sagði, að bandamönnum Bandaríkjanna liði eins og þeir hefðu orðið vitni að hörmulegu slysi. I svissneska blaðinu Tages Anz- eiger var komist þannnig að orði, að Reagan hefði láðst að draga rétta lærdóma af Watergate- hneykslinu, sem sé þá, að Banda- ríkjamenn væru fúsir til að fyrirgefa forseta sínum þótt honum yrðu á mistök en ekki ef hann neit- aði að viðurkenna þau. Tass-fréttastofan sovéska hafði það um skýrsluna að segja, að höf- undar hennar reyndu að koma sökinni af Reagan en í ítalska blað- inu II Giornale gætti nokkurrar bjartsýni. Þar sagði, að enn væri tími til að snúa vöm í sókn „ef Reagan tekur frumkvæðið í sínar hendur og hristir af sér slenið. Störf forsetans geta ekki beðið“. Mikilvægt sjónvarpsá- varp í kvöld, miðvikudagskvöld, mun Reagan flytja sjónvarpsávarp til þjóðarinnar um Tower-skýrsluna og þá mun reyna meira á hann en nokkru sinni fyrr. Ef hann vill ávinna sér traust Bandaríkjamanna á nýjan leik verður hann að láta hendur standa fram úr ermum og hefur raunar farið vel af stað með því að láta Donald Regan víkja og skipa Howard Baker í hans stað. Meira þarf þó að koma til. Hann verður að geta sannfært fólk um, að hann sé raunverulega við stjóm- völinn. í Washington efast þó margir um, að Reagan, sem er 76 ára gam- all og enn ekki búinn að jafna sig eftir uppskurðinn fyrir tveimur mánuðum, sé líkamlega og andlega fær um að ráða fram úr málunum. Aðrir em bjartsýnni. „Ég held, að bandaríska þjóðin vilji hjálpa forset- anum við að komast yfír þetta," sagði einn aðstoðarmanna hans. „Svo framarlega sem Reagan spennir ekki bogann of hátt eins og honum hættir stundum til.“ Bætti hann því við, að framundan væri vissulæega erfítt verk, að „endurheimta það trúnaðartraust, sem við höfum eyðilagt". Villt um fyrir þinginu: Dæmi um lygar og yf irhylmingu TOWER-nefndin segir í skýrslu sinni að hún hafi forðazt að kveða upp dóma um sekt eða sakleysi, því að það hafi ekki verið í verka- hring hennar. En að sögn „Washington Post“ er þar að finna merki um lygar, yfirhylmingu og Iítilsvirð- ingu fyrir ýmsum lögum, sem hafi verið Þjóðarörygg- isráði forsetans Þrándur í Götu, og rannsóknarnefndir Lawrence E. Walsh og beggja deilda Bandaríkja- þings muni því hafa úr miklu að moða. Blaðið segir að samkvæmt skýrslunni hafi oft verið villt um fyrir þinginu og almenningi í sam- bandi við vopnasöluna og stuðn- inginn við Contra- skæruliða í Nicaragua með hagnaðinum af henni. Nokkur helztu dæmi nefnd- arinnar að sögn blaðsins eru þessi: — Lagalegur grundvöllur fyrstu vopnasendingarinnar 1985 var „í hæsta lagi afar vafasam- ur“, jafnvel þótt Ronald Reagan hefði veitt munnlegt samþykki sitt. Reagan hafi samþykkt söluna fyrirfram, þótt hann muni það ekki, en ýmis lagaleg vafaatriði komi til vegna laga um takmark- anir á vopnaútflutningi, sem kveði á um úrskurð forseta áður en und- anþága sé veitt, og svokallaðra þjóðaröryggislaga, sem einnig kveði á um slíkt. Með hliðsjón af þessu telur nefndin vafasamt að athafnir forsetans eigi sér stoð í lögum. — Þegar forsetinn samþykkti vopnasöluna formlega sem leyni- aðgerð 1986 samkvæmt þjóðarör- yggislögunum var ekki reynt að ganga úr skugga um hvort hún samrýmdist þeim reglum, sem for- setinn setti. — Þegar lögunum um tak- markanir á hergagnaútflutningi var breytt 1986 og útflutningur til landa, sem styðja hryðjuverk, bannaður var ekki reynt að ganga úr skugga um hvort þau hefðu áhrif á heimild til að senda vopn til írans samkvæmt þjóðaröryggis- lögunum. — Þrátt fyrir bann þingsins við hernaðaraðstoð við Contra-skæru- liða lagði Oliver North ofursti til 6. febrúar 1985 við Robert McFarlane þáverandi þjóðarör- yggisráðgjafa að leitað yrði hófanna hjá skæruliðaleiðtoga um möguleika á sökkva kaupskipi frá Nicaragua, sem grunur lék á að flytti þangað vopn frá Norður- Kóreu. North lagði til að sérþjálfuð sveit frá vinveittu ríki yrði beðin um aðstoð. John M. Poindexter, yfirmaður Norths, lýsti sig sam- þykkan tillögunni, en umrætt vinaríki vísaði henni á bug. North hélt þó ótrauður áfram að útvega skæruliðum fé, vopn og vistir. — Fyrirspurnum þingmanna um starfsemi Norths var svarað á þá leið að enginn beinn eða óbeinn hernaðarstuðningur við Contra- skæruliða ætti sér stað, m.a. í september og október 1985. Þó segir Tower-nefndin að erlendur embættismaður hafí boðið McFarl- ane eina milljón dollara í styrk handa skæruliðum í maí eða júní 1984 og seinna hafí tilboðið verið hækkað í tvær milljónir. — Lög um samsæri, skjalafals, tilraunir til að hindra framgang Fawn Hall Robert McFarlane John Poindexter réttvísinnar og óleyfíleg meðferð ríkiseigna kunna að eiga við í vopnasölumálinu. Einn sérfræð- ingur segir að tilfærslan á hagnaðinum af vopnasölunni til Contra- skæruliða, þremur millj- ónum dala 1985 og 20 milljónum 1986 að sögn nefndarinnar, sé saknæmasta atriðið. Mestallra þessara fíármuna er saknað og þeir eru eign Bandaríkjastjórnar. — Nefndin yfírheyrði ekki fv. ritara Norths, Fawn Hall, sem hefur viðurkennt að hafa eytt og breytt skjölum að beiðni hans, en nefindin kveðst hafa „fundið vísbendingar" um að North hafí verið „viðriðinn tilraun til að fela eða láta ekki af hendi mikilvægar upplýsingar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.