Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 35

Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 35 IBM Super Chess Tournament* Reykjavik 1987 VKS hf Nr Naf n Land l 2 3 9 5 6 7 0 9 10 11 12 Vinn Röð 1 Jón L úrnason ISD 0 0 'k 'k 'k 'k 0 1 1 'k 5* 7-8 8 Marqeir Pétursson ISD 0 0 0 0 1 0 0 0 'k 0 'k 2 12 3 Niqel D Short ENG 1 1 1 'k 0 'k 'k 'k 1 1 1 e 1 U Jan H Timman NDL 1 1 0 1 'k 'k 'k 1 1 0 'k 7 2-3 5 Lajos Portisch HUN 'k 1 'k 0 1 'k 'k 1 1 0 'k b'i 4-5 6 Jóhann Hjartarson ISD 'k 0 1 0 0 0 'k 0 1 'k 4 9-11 7 Lev Polugaevsky URS 'k 1 'k 'k 'k 1 'k 'k 'k 0 'k 6 6 8 Mikhail N Tal URS 'k 1 'k 'k 'k 1 'k 'k 1 'k 7 2-3 9 Simen Agdestein N0R 1 1 'k 0 0 '4 '4 'k 'k 0 1 5'4 7^8 10 Ljubomir Ljubojevic JUG 0 0 0 0 1 'k 'k '4 9 9-11 1 1 Viktor Korchnoi SWZ 0 1 0 1 1 0 1 0 1 'k ■ 1 6‘k 4-5 12 Helgi Úlafsson ISD 'k 0 'k 'k 'k 'k 'k 0 'k 0 4 9-11 Staða VKS hf Röð Nafn Vinn S-B ELO-stig Ný ELQ -stig Hlutur nú 1 Nigel D Short 8 41.50 2615 2635 ( 20) $2000 2-3 Mikhail N Tal 7 35.75 2605 2615 ( 10) $1000 Jan H Timman 7 34.00 2590 2605 ( 15) $1667 4-5 Viktor Korchnoi 6*4 33.00 2625 2625 $2000 Lajos Portisch 6'4 30.75 2610 2615 ( 5) $1333 6 Lev Polugaevsky 6 29.75 2585 2590 ( 5) $667 7-8 Jón L Arnason 5*4 26.25 2540 2545 ( 5) $1000 Simen Agdestein 5'4 26.00 2560 2565 ( 5) $1000 9-11 Jóhann Hjartarson 4 25.50 2545 2535 ( -10) $667 Helgi Olafsson 4 21.00 2550 2540 ( -10) Ljubomir Ljubojevic 4 19.50 2620 2600 ( -20) $333 12 Margeir Pétursson 2 8.00 2535 2510 ( -25) $333 Tal og Timman deildu með sér 2. og 8. sæti á mótinu. Hér spjalla þeir saman í lokahófinu í gærkvöldi. Islensku skákmenn- irnir tefldu undir getu - sagði Nigel Short, sigurvegarinn á IBM skákmótinu „Þetta mót tókst vel, það var boðið til þess góðum skákmönn- um sem voru baráttuglaðir og ég er því eðlilega ánægður með niðurstöðuna," sagði Nigel Short, sem var einn í efsta sæti IBM-skákmótsins sem lauk í gær- kvöldi. Hann fékk að launum 10 þúsund dollara og auk þess 2 þúsund dollara fyrir unnar skák- ir, sem jafngildir 480 þúsundm islenskum krónum. Gunnar Hansson, forstjóri IBM á íslandi afhenti verðlaun í loka- hófi á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi og sleit mótinu. Hann sagði að mótið hefði meðal annars verið haldið til að veita íslensku stór- meisturunum veglega keppni og það hefði tekist. Short varð efstur eins og áður sagði, en í 2.-3. sæti urðu Mikhail Tal og Jan Timman og skiptu þeir á milli sín 10 þúsund dollurum, eða um 400 þúsund krón- um íslenskum, auk þess sem þeir fengu verðlaun fyrir unnar skákir. Viktor Korchnoi átti möguleika á að verða einn í öðru sæti með því að vinna Jón L. Árnason. í tíma- hraki rétt áður en skákin fór í bið lék hann af sér vinningsstöðu og tapaði skákinni. Jón L. Amason varð efstur af íslensku skákmönn- unum í 7. sæti með 5,5 vinninga. Short sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi árangur íslensku stórmeistaranna á mótinu ekki í samræmi við getu þeirra. Hann treysti sér ekki til að gera upp á milli þeirra, en sagði að Jón L. Ámason hefði teflt best á þessu móti. Um einu tapskák sína á mót- inu gegn Jóhanni Hjartarsyni sagði Short að hann teldi sig hafa haft vinningsstöðu áður en hann lék af sér, þótt hann vildi ekki afsaka sig eða draga úr taflmennsku Jóhanns. „Þú veist hvað þeir segja, heilbrigð- ur skákmaður tapar aldrei skák,“ sagði hann hlæjandi og bætti við að hann hefði verið með höfuðverk. Næsta verkefni Shorts er mót í Belgíu í apríl þar sem Kasparov, Karpov, Korchnoi og Timman verða meðal þátttakenda. Þangað til sagðist Short ætla að hvíla sig, hann væri þreyttur og vildi ekki hugsa um skák á næstunni. I lokahófinu þakkaði Portisch fyrir sig og aðra þáttakendur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og söng aríu úr Don Giovanni og fóru síðan allir glaðir til síns heima. GSH. GENGIS- SKRANING Nr. 42 - 3. mars 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 39,230 39,350 39,290 St.pund 61,356 61,543 61,135 Kan.dollari 29,438 29,528 29,478 Dönskkr. 5,6732 5,6905 5,7128 Norsk kr. 5,6103 5,6275 5,6431 Sænskkr. 6,0648 6,0833 6,0929 Fi.mark 8,6467 8,6731 8,7021 Fr. franki 6,4148 6,4345 6,4675 Belg. franki 1,0313 1,0344 1,0400 Sv.franki 25,3867 25,4643 25,5911 Holl. gyllini 18,9106 18,9684 19,0617 V-þ. mark 21,3404 21,4056 21,5294 Ít.líra 0,03002 0,03012 0,03028 Austurr. sch. 3,0346 3,0439 3,0612 Portescudo 0,2766 0,2774 0,2783 Sp. peseti 0,3035 0,3044 0,3056 Jap. yen 0,25531 0,25609 0,25613 Irsktpund 56,968 57,142 57,422 SDR (Sérst.) 49,5572 49,7090 49,7206 ECU, Evrópum. 44,2299 44,3652 44,5313 .. Morgunblaðið/Þorkell Frá viðskiptaþingi '87. Olafur B. Thors forstjóri í ræðustóli. Forseti íslands Vigdís Finnbogadótt- ir, sem sat þingið fram að hádegi, þá Johann J. Ólafsson formaður VÍ. Hægra megin við ræðustólinn Arni Arnason framkvæmdastjóri VÍ og lengst til hægri Jóhann Bergþórsson forstjóri. Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands: Einkavæðing afturhvarf til frjálslyndis í efnahagsmálum - sagði franski bankastjórinn Pierre Ledoux m.a., en hann segir einkavæðingu hins opinbera njóta mikilla vinsælda í Frakklandi. VIÐSKIPTAÞING Verslunar- ráðs íslands var haldið að Hótel Sögu í gær. Bar það yfirskrift- ina „Frá hinu opinbera til einkarekstrar". Þingið var fremur fámennt, en á því voru flutt fimm framsöguerindi, auk þess sem fram fóru pallborðs- umræður. Aðalræðu þingsins flutti franski bankastjórinn Pi- erre Ledoux frá París, en það kom m.a. fram í máli hans, að einkavæðing hins opinbera í Frakklandi hefur notið vin- sælda. Hann telur einkavæð- ingu, sem nýtur vaxandi vinsælda víða um heim, vera afturhvarf til frjálslyndis í efnahagsmálum. Frönsku einkavæðinguna segir hann dæmigerða fyrir þessa nýju stefnu í efnahagsmálum um víða veröld. Við sameiginlegan hádegisverð afhenti Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunar- ráðsins tvo námsstyrki úr námssjóði V.I. Þá hlutu að þessu sinni Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Kristján G. Jóakimsson. Þingforseti var Hjalti Geir Kristjánsson for- stjóri. Jóhann J. Ólafsson formaður V.í. setti þingið kl. 10.15 í gærmorg- un. Viðstödd var _ Vigdís Finn- bogadóttir forseti Islands og sat hún þingið fram að hádegi. Fyrsta erindið flutti Ólafur B. Thors for- stjóri og kallaði hann það: „Opinber avinnurekstur í hendur einkaaðila". Þá flutti Jóhann Bergþórsson forstjóri erindið: Op- inber þjónusta og verklegar framkvæmdir". Eftir þessar ræð- ur voru umræður og fyrirspumir en því næst sameiginlegur hádeg- isverður. Við afhendingu námsstyrkj- anna við hádegisverðinn kom fram, að 20 umsóknir höfðu bo- rist um þá að þessu sinni, en hvor þeirra er að upphæð kr. 90 þús- und. Styrkir þessir eru afhentir árlega. Sigurborg Kr. Hannes- dóttir hyggur á nám í ferðamála- fræðum við Surrey-háskólann í Bretlandi. Kristján G. Jóakimsson ætlar að stunda frekara nám í líftækni í fiskiðnaði og hyggst sækja það nám til Japans. Bæði hafa lokið háskólaprófín, Sigur- borg við Háskóla Islands en Kristján við háskólann í Tromsö í Noregi. Að loknu hádegisverðarhléi fluttu erindi þeir Sigurður Líndal prófessor, sem fjallaði um reglu- gerðarríkið og Vilhjálmur Egils- son hagfræðingur, sem ræddi lægri skatta með sparnaði í opin- berum útgjöldum. Þá voru umræður og fyrirspurnir en að loknu kaffihléi flutti franski bankastjórinn erindi sitt. í lok þingsins stjórnaði Friðrik Pálsson pallborðsumræðum um efni þings- ins undir heitinu „Viðhorf ríkis og sveitarfélaga til einkavæðing- ar“. Þátttakendur voru: Björn Friðfinnsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Davíð Oddsson borgarstjóri, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Pálsson ijármálaráð- herra. Pierre Ledoux, bankastjórinn franski, fjallaði um einkavæðingu hins opinbera í Frakklandi. Hann gerði í upphafi máls síns grein fyrir stöðu mála þar í landi og sagði m.a., að það væri mikilvægt að við gerðum okkur grein fyrir því, að einkavæðing væri einn helsti kjarninn í efnahagsstefnu frönsku ríkisstjómarinnar og helsti málaflokkurinn í stefnu hennar. Hann kvað einkavæðing- una hafa gengið vel og sérstak- lega ánægjulegt væri, hversu vel henni væri tekið af almenningi. Um kosti einkafyrirtækja fram yfir ríkisfyrirtæki sagði hann m.a.: „Það er staðreynd, að setji menn of lengi traust sitt á ríkið, útilokar það möguleikann á, að fyrirtæki finni eða geti aflað sér nægilegra fjármuna á fjármagns- markaðnum til að tryggja vöxt sinn, og það grefur undan sjálf- stæði stjómenda, því að stjórn- endur em tilnefndir af ríkinu.“ Þá sagði hann og, að sala hluta- bréfa í einkavæddum fyrirtækjum færðu ríkissjóði umtalsverða fjár- muni og kvað þá staðreynd hafa verið nefnda sem eina aðalástæð- una fyrir frönsku einkavæðing- unni. Ledoux fjallaði einnig um mat á hlutabréfum og sagði það eitt lykilvandamál einkavæðingarinn- ar. Varðandi möguleika verð- bréfamarkaðarins sagði hann m.a. í svari síðar á fundinum, að sem bankastjóri ætti hann eflaust að mæla gegn auknu framboði hluta- bréfa vegna sölu ríkisfyrirtækja, því hún kallaði á úttekt sparifjár úr bönkum, en að hann gæti ekki harmað slíkt vegna jákvæðra áhrifa einkavæðingarinnar á efnahagslífið almennt í Frakkl- andi. Pierre Ledoux sagði m.a. í lok- in, að upphaf einkavæðingarinnar í Frakklandi og árangurinn þar virtist sanna, að almenningur vildi fjárfesta í þessum fyrirtækjum, og sagði síðan: „Við erum nú vitni að raunverulegri endurvakningu sparnaðar í Frakklandi. Lifandi áhugi fyrirtækjanna sjálfra og stjórnenda þeirra á því að koma sem fyrst til álita í einkavæðing- unni sannar, að menn eru varir við þessa nýju srauma og hin breytta stefna hefur hlotið skiln- ing.“ Hér má sjá hluta þinggesta, en þingið var fremur fámennt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.