Morgunblaðið - 04.03.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 04.03.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Miklar umræður og mjög skiptar skoðanir um nýja húsnæðislánakerfið: Aldrei meira fé í bygg“- ingarsjóðunum en nú ■ Eftirspurn eftir lánsfé meiri en framboð ■ Er kerfið gallað eða um byrjunarörðugleika að ræða? ■ Geta frjálsir samningar komið í stað opinbers skömmtunarkerfis? ER LÁNAKERFI Húsnæðisstofnunar ríkisins að bresta? Eru nýju húsnæðislögin meingölluð? Hafa þau haft slæm áhrif á fasteignamarkað- inn? Vantar milljarði króna til þess, að Bygging- arsjóður ríkisins geti staðið við skuldbindingar sinar? Þessum og öðrum álíka spurningum hef- ur verið varpað fram í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum undanfarna daga. Þeir eru ýmsir, sem hika ekki við, að svara spurningunum ját- andi. I þeim hópi eru þingmenn Alþýðuflokksins áberandi. Aðrir, þ.á m. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fer með húsnæðismál í ríkisstjórninni, og Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjórí Húsnæðisstofnunar, visa þessu hins vegar á bug. Það sjónarmið hefur einnig komið fram, að eðlilegt sé íbúðarkaup og húsbyggingar séu fjármagnaðar á fijálsum markaði, eins og tiðkast víða í nágrannalöndun- um, og opinbert skömmtunarkerfi látið lönd og leið. Þriðjudaginn 17. febrúar s.I. flutti félagsmálaráðherra Alþingi skýrslu um álit svonefndrar „milli- þinganefndar um húsnæðismál". í framhaldi af því spunnust langar umræður um húsnæðismál almennt og þó einkum opinbera lánafyrir- greiðslu. Umræðunum var haldið áfram 19 febrúar og aftur 24. fe- brúar, en. þá stóðu þær fram til kl. 3 um nóttina. í þessum umræðum kom fram mikill ágreiningur um stefnuna í húsnæðismálum og gildi nýju húsnæðislaganna. Hér er ekki ætlunin að rekja umræðurnar í heild, heldur verður staldrað við þýðingarmikil atriði og sjónarmið, sem þar komu fram. Einnig verður vitnað til umfjöllunar um efnið í íjölmiðlum. Milliþinganefndin var skipuð í júlí 1985 og skilaði lokaáliti seint í janúar s.l. Verkefni nefndarinnar var, að gera tillögur um nýtt hús- næðislánakerfi og fjáröflun til húsnæðislána. Um þær mundir, sem nefndin hóf störf, var greiðsluvandi nokkurs hóps húsbyggjenda og íbúðarkaupenda í brennidepli svo sem lesendur rekur eflaust minni til. Af þeim sökum var nefndinni einnig falið að gera tillögur um þann málaflokk og komu þær fram í desember 1985. Um svipað leyti hófust viðræður aðila vinnumarkað- arins um kaup og kjör og þeim lauk með febrúarsamningum 1986, þar sem gerðar voru ákveðnar tillögur um nýskipan húsnæðislána, bæði um fjármögnun hinna opinberu byggingarsjóða og útlánareglur Húsnæðisstofnunar. Þessar breyt- ingar voru lögfestar skömmu síðar og með því má segja, að milliþinga- nefndin hafí setið upp verkaefna- laus eða a.m.k. verkefnalítil, enda var það samhljóða niðurstaða nefndarinnar að róttækar breyting- ar á núverandi húsnæðiskerfi væru ólíklegar næstu árin meðan reynsla væri að fást af hinu nýju fýrirkomu- lagi. Nefndin gerði hins vegar tillögur um lítilsháttar lagfæringar á gildandi lögum, s.s. um lánsrétt námsmanna, sem þegar hefur verið tekið tillit til. Stóraukið fé til hús- næðislána Þegar Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, gerði grein fyrir álitsgerð nefndarinnar á Al- þingi 17. febrúar vék hann að því, að margt væri sagt og skrifað um nýja húsnæðislánakerfið „og ekki allt á vitrænan hátt“. Hann riíjaði upp, að skortur á íjármagni hefði verið Þrándur í Götu lánafyrir- greiðslu Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. Ríkis- stjórninni hefði þó tekist, að stór- auka þetta fjármagn áður en nýja kerflð tók gildi, þannig að lán hækkuðu um 50%, lánshlutfall hækkaði úr 14% í 30% og lánstími lengdist. Hann sagð’i, að með nýju húsnæðislögunum hefði enn orðið gerbreyting til batnaðar frá fyrra ástandi. Þar eru lánsfjárhæðir lög- festar og þær hækka síðan við breytingu á vísitölu byggingar- kostnaðar. Lánin hafa stórhækkað og lánshlutfallið er 70% af bygging- arkostnaði eða kaupverði. Pjár- magn er að drýgstum hluta fengið frá lífeyrissjóðunum, sem kaupa skuldabréf af hinum opinberu bygg- ingarsjóðum. Ráðherrann nefndi einnig, að í lögunum væri sú stefna mörkuð að væntanlegir kaupendur eða byggjendur eiga fyrst að sækja um húsnæðislán og tryggja sér ör- ugga lánveitingu á fastákveðnum tíma, en taka síðan ákvarðanir um kaup eða byggingu húsnæðis. Slíkt fyrirkomulag hefur lengi tíðkast í nágrannalöndunum. I mála ráðherra kom fram, að Byggingarsjóður ríkisins hefur á þessu ári meira fjármagn til ráð- stöfunar en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 4,4 milljarða króna. Bygg- ingarsjóður verkamanna hefur þessu til viðbótar til ráðstöfunar 1,2 milljarða króna. Samtals gera þetta 5,6 milljarða króna. Hann sagði, að þessu fé yrði væntanlega skipt, sem hér segir: 400 millj. kr. til nýbygginga samkvæmt gamla húsnæðiskerfinu; 3,6 milljarðar kr. til þeirra sem flytjast milli kerfa eða sótt hafa um frá 1. september til 31. desember s.l.; 250 milljónir kr. til leigu-, sölu- og dvalaríbúða aldraðra og til annarra lánaflokka 150 milljónir kr. Samtals er hér um að ræða þá 4,4 milljarða kr., sem fyrr voru nefndir. Lán til nær 5.000 íbúða Ráðherrann kom einnig með töl- ur um það, hvemig þessi ráðstöfun fjárins birtist í fjölda íbúða. Á árinu 1987 fara nýbyggingarlán vegna gamla kerfísins til 200 íbúða, ný- byggingarlán samkvæmt nýja kerfínu fara til 907 íbúða og lán vegna kaupa á notuðu húsnæði fara til 3.245 íbúða. Önnur lán fara til 350 íbúða. Samtals er hér um að ræða 4.702 íbúðir. Af þessum lán- um fara 2.325 eða 56% til umsækjenda, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Félagsmálaráðherra sagði, að fjöldi umsókna frá því nýja hús- næðiskerfið tók gildi í september s.l. væri 4.260. Þeir, sem flytjast milli lánakerfa, eru þá ekki taldir með. Þessar umsóknir skiptast þannig: 815 til nýbygginga, 3.225 til kaupa á eldri íbúðum, 63 til nýbygginga eða eldri íbúða, 120 til viðbygginga eða endurbóta, 37 til orkusparandi breytinga. í hópi um- sækjenda eru þeir, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, 46%. Hús- næðisstofnun gerir ráð fyrir 15% afföllum, þegar hún raðar þessum umsóknum niður á lánveitingadaga og sagði ráðherra að mörgum finnd- ist það sjálfsagt of lág áætlun. Álexander Stefánsson taldi, að þessar tölur sýndu að staðhæfíngar um að nýja húsnæðiskerfíð væri brostið hefðu ekki við rök að styðj- ast. Hann sagði, að þær væru til þess eins fallnar að skaða lánakerf- ið og veikja tiltrú fólks á jákvæða þróun húsnæðismála. Hann nefndi sérstaklega blaðaskrif Jóhönnu Sig- urðarsdóttur („Húsnæðiskerfið riðar til falls" í Morgvnblaðinu 10. febrúar s.l.) og sagði, að þar væru settar fram dæmalausar fullyrðing- ar byggðar á tilgátum um tölur, sem fæstar ættu sér stoð í veruleikan- um. Hann vék að fjórum atriðum í grein þingmannsins. í fyrsta lagi fullyrti hún, að verðhækkun á fas- teignum hefði orðið 30% á s.l. 5-6 mánuðum. Ráðherra sagði, að sam- kvæmt upplýsingum, sem fyrir lægju, næmi þessi hækkun 18-20% að meðaltali en 11% á föstu verð- lagi. í öðru lagi taldi hún, að ofmetin hefði verið aukning á fj'ár- magni til byggingarsjóðanna frá lífeyrissjóðunum. Ráðherra benti á, að ráðstöfunarfé lífeyrissjóða mundi aukast verulega á næstu árum vegna hækkaðra iðgjalda og sagði, að fram hefði komið hjá sjóð- unum sjálfum að þessi aukning yrði mun hraðari en þeir hefðu gert ráð fyrir. í þriðja lagi taldi ráðherra að Jóhanna dragi of víðtækar ályktan- ir af ijölda umsókna, sem bárust Húsnæðistofnun á fyrstu mánuðum eftir gildistöku nýju laganna. Hann taldi augljóst, að á næstu mánuðum myndi eftirspumin jafnast út. Gert hefði verið ráð fyrir aukinni eftir- spurn fyrstu 2-3 árin og hugmyndin verið sú að mæta henni tímabundið með lengri afgreiðslufrest lána en ella. I fjórða lagi gagnrýndi Jó- hanna þinn langa biðtíma eftir lánum. í því sambandi nefndi ráð- herra, að samkvæmt lögunum bæri Húsnæðisstofnun að svara umsækj- endum innan tveggja mánaða, hvenær lán væri til reiðu. Hann benti á, að þetta gerði lántakendum kleift að haga undirbúningi fram- Jóhanna Sigurðardóttir. ■ Þaðvantar 1.200 til 1.700 milljónir króna í Byggingarsjóð ríkisins á þessu ári til að mæta útlánaþörfinni. kvæmda eða kaupum á íbúðum í samræmi við útborgun láns og veitti fólki þannig aukið öryggi. Vantar 1.200-1.700 milljónir króna? Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Alþýðuflokksins, rifjaði upp nokkur helstu gagnrýnisatriði sín að ræðu Alexanders lokinni. Hún sagði að, 1.200-1.700 milljónir króna vantaði í Byggingarsjóð ríkis- ins á þessu ári til þess að fullnægja útlánaþörf vegna umsókna, sem bárust fyrir síðustu áramót. Hún gat þess, að í janúar hefðu borist um 500-600 umsóknir og varlega áætlað mætti eiga von á um 375 umsóknum á mánuði á þessu ári. Hún taldi, að tvöfalda þyrfti fjár- magn til húsnæðiskerfisins á næsta ári, ef biðtími ætti ekki að lengjast frá því sem nú er. í því sambandi gerir hún ráð fyrir um 8 milljarða kr. fjárþörf. Jóhanna vitnaði í greinargerð með frumvarpinu um nýju hús- næðislögin, en þar kemur fram það mat, að umsóknir vegna nýrra og notaðra íbúða muni fyrstu tvö árin verða 3.800 að tölu á ári en síðar 3.400. Hún benti á, að þetta væru mun lægri tölur en nú væru komn- ar í ljós. Lánaþörfin hefði verið vanmetin. Þingmaðurinn spurði síðan, hvort það gæti verið rétt, að einhver fjöldi umsækjenda um húsnæðislán ætti ekki rétt í nýja lánakerfinu vegna þess að tekjur þeirra væru of lágar eða þeir réðu ekki við greiðslubyrð- ina. Ef það væri rétt sýndi það, að fjölga yrði verulega félagslegum Halldór Biöndal. ■ Stóraukið við- bótarfjármagn í Byggingarsjóð ríkisins getur leitt til þenslu og byggðaröskunar. íbúðarbyggingum. Hún vitnaði síðan í frásögn í Helgarpóstinum, þar sem fram kom að fjögurra manna fjölskyldu með 90. þús. kr. mánaðarlaun hefði verið synjað um lán til að stækka við sig húsnæði (flytja úr 60 fermetrum í 80), þar sem hún stæði ekki undir greiðslu- byrði lánanna. Hún sagði, að ef svona lagað væri almennt, blasti nýr vandi við í húsnæðiskerfínu. Þá ítrekaði Jóhanna Signrðar- dóttir þá fullyrðingu, að verð á 3. til 4. herbergja íbúðum hefði hækk- að um 30% á s.l. 5-6 mánuðum og sagði, að það jafngilti 60% verð- bólgu á fasteignamarkaðanum á ári. Hún sagði einnig, að útborgun hefði hækkað úr 71% í 75%. Kristín Halldórsdóttir, þing- maður Kvennalistans, tók í sama streng og Jóhanna. Hún sagði, að almenningur hefði haldið að hús- næðismálin væru komin eða að komast í ágætt horf með nýju lög- unum, en svo væri aldeilis ekki. l^ármögnun kerfísins stæðist ekki. Ástandið væri verra og horfumar Iskyggilegri en Kvennalistann hefði grunað. I stuttu máli sagt væri ástandið þannig, að yrði ekki veitt stórauknu fé í byggingarsjóðina þá yrði að koma hreinskilnislega fram við almenning. Það yrði að láta fólk vita, að annað hvort yrði hætt að taka við umsóknum um alllangan tíma og mönnum yrði þá vísað í „bankafrumsóginn“ eða að biðtím- inn lengdist jafnt og þétt. Kristín sagði, að þeir sem t.d. sæktu um húsnæðislán í maí n.k. mættu eiga von á fyrri hluta láns í janúar 1989. Hún spurði í fram- haldi af því: „Hver getur sagt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.