Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 54

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 fclk f fréttum Þessi mynd var tekín í Mainz í Vestur- Þýska- landi, en hér eru fyrirtæk- In Ho- echst og Bayer gagnrýnd fyrir aö bera ábyrgö á mengun Rínar. Karakterinn sem heldur utan um Ijóskuna er meö Reagan-grímu og gervibrjóst. Skringilegur karl. Kvenfólk virðist lítið sem ekkert hafa að fela á kjötkveðjuhátíðum Brazilíu. Kjötkveðjuhátíðir víða um heim Um þessar mundir eru kjör- kveðjuhátíðir haldnar víða um heim og jafnvel hér norður við íshaf eru leifar slíkra hátíða enn haldnar hátíðlegar. Er þar kominn sprengi- dagur. Víðfrægasta kjötkveðjuhátíð heims er tvímælalaust haldin í Rio de Janeiro í Brazilíu. Er mál manna að hún hafi aldrei verið glæsilegri og fjölmennari en nú. Jafnframt hefur lauslæti ýmislegt samfara hátíðinni aukist og var m.a. til þess tekið að í fyrsta skipti hefði allsnak- in kona tekið þátt í danssýningu, en til þessa hafa dansarar gætt þess að vera a.m.k. með einhveijar málamyndaflíkur. Til Brazilíu koma árlega fjöl- margir ferðamenn til þess að vera viðstaddir kjötkveðjuhátíðir víðsvegar í landinu. Af þessu hljót- ast af sjálfsögðu nokkur vandamál og gripu brazilísk stjórnvöld til nokkurra ráðstafana til þess að stemma stigu við þeim. M.a. var öllum helstu glæpamönnum lands- ins smalað saman og þeir geymdir í sérstökum fangabúðum á meðan hátíðinni stóð. Þá var bæklingum dreift á öllum flugvöllum landsins og við helstu hafnir, þar sem ferða- mönnum var gerð ljós smithætta alnæmis, en útbreiðsla þess er gífurleg í Brazilíu. Vonast stjórn- völd til þess að þessar ráðstafanir reynist til einhvers gagns þó svo að sumir hafi látið í ljós efasamdir um það. í Evrópu voru einnig haldnar kjötkveðjuhátíðir og má skipta þeim í tvo hópa. Annars vegar þær sem telja má hefðbundnar og byggja á gömlum evrópskum hefðum, en hins vegar eru þær sem stæla í raun hinar suður-amerísku og eru nýrri undir sólinni. Á einni af með- fylgjandi myndum má sjá hvernig skrúðgangan er notuð til ádeilu, en slíkt er algengt, beggja vegna Atl- antshafs. Reuter Hraustir menn hlýða hrausts manns kalli Knattspyrnu- félagið Hvatberar stofnað ÆT Iþróttaáhugi hefur ávallt verið talsverður hér á landi, enda hafa íslenskir íþróttamenn náð prýðileg- um árangri hér heima sem erlendis undanfarin ár. Verða menn því að kunna að bíta á jaxlinn þegar á móti blæs, eins og gerst. hefur að undanfömu. Nú fyrir allra skemmstu var stofn- að nýtt knattspyrnufélag og ber það nafnið Hvatberar. Þeim, sem fræð- ast vilja um merkingu þess er bent á Orðabók Menningarsjóðs eða Líffræði Colins Cleggs. Upphaflega átti félagið reyndar að heita „Hið íslenska knattspyrnu- félag“, en það nafn vildi K.S.I. ekki samþykkja — taldi það geta valdið misskilningi, sérstaklega á erlendri grund. Félagið var stofnað hinn 19. febr- úar og er það nú þegar félagi í K.S.Í. Til þess að svo mætti vera er það í U.M.S. Kjalarness, en hefur varnarþing á Seltjarnarnesi. Þar hyggjast þeir enda æfa, nánar tiltek- ið á Gróttuvelli. Það mun þó ekki fullfrágengið enn þá, en verður von- andi ljóst á næstu dögum. Stofnendur félagsins eru allir ungir áhugamenn um knattspyrnu, sem hafa æft með ýmsum félögum fram í fjórða, þriðja og annan flokk. Með stóru liðunum eru æfingar hins vegar svo tíðar og tímafrekar, að erfitt hefur reynst að samræma þær öðrum þáttum mannlegs lífernis. Hvatberar æfa hins vegar bara tvisv- ar til þrisvar sinnum i viku og láta sér það nægja. Má því segja að hér sé um „hálfáhugamannafélag" að ræða. Þeir félagar vonast til þess að geta farið að gjóa augunum að þriðju Á stofnfundinum var töluverður hópur knattspyrnuáhuga- manna samankominn. lok stofnfundarins risu fundarmenn úr sætum og sungu „Hrausta menn“. Fyrsta stjórn Hvatbera standandi frá vinstri: Heimir Jónasson, fulltrúi leikmanna í aðaistjórn, Andri Þór Guð- mundsson, markaðs- og blaðafulltrúi, Traustí Elís- son, gjaldkeri og Magnús Þorkell Bernharðsson, vara- formaður. Sitjandi á hækjum sér er Jóhann Guðnason, formaður. deild gangi þeim allt í haginn á ár- inu. Segja þeir það t.a.m. ek'ki markmið að hanga í fjórðu deild árin lon og árin don, eins og tíðkast hefur hjá liðum á borð við Augna- blik og Hildibrand. Þrátt fyrir það hyggjast félagsmenn hafa ýmsar uppákomur tengdar félagslífi Hvat- bera, því markmið þeirra er að sjálfsögðu að skemmta sér og öðr- um. Að sögn Andra Þórs Guðmunds- sonar, markaðs- og blaðafulltrúa félagsins hyggst félagið taka upp nýstárlega starfsemi, sem er sala æfingakorta, svipuðum þeim og seld eru í líkamsræktarstöðvum landsins. Verður því þannig háttað að líti) fyrirtæki, eða vinahópar, sem ekki era nógu fjölmennir til þess að mynda fullskipuð lið, geta leikið við Hvatbera i trausti þess að þar verði leikin toppknattspyrna. Búningar félagsins verða ekki óumbreytanlegir. Fyrst í stað verða þeir með gömlu sniði, þ.e.a.s. hnésíð- :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.