Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 42 Hið græna gull Norðurlanda Jónshúsi, Kaupmannahöfn. í VEIÐI- og skógminjasafninu í Hörsholm var 16. febrúar sl. opnuð sýningin Nordens grönne guld, Hið græna gull Norðurlanda. Er sýningin yfir- litssaga skógræktar á Norður- löndum og er þar brugðið upp sterkri og fallegri heildarmynd skógræktar og trjánýtingar með frábæru myndefni, fjölda muna úr tré og greinargóðum upplýsingum. Við opnunina bauð formaður stjórnar danska skógminjasafns- ins, H.J. Kristensen, gesti vel- komna og fagnaði því, að samnorræn sýning skyldi sett upp í húsakynnum safnsins. Næst tal- aði formaður stjómar sænska skógminjasafnsins Silvanum, Svenn Larsson, og rakti hann undirbúning sýningarinnar, en hann mun hafa átt hugmyndina að gerð hennar. Þakkaði hann danska skógminjasafninu höfð- ingsskap við að halda sýninguna þar og einkum framkvæmdastjór- anum, Vibeke Koch, sem stjómað hefur af einstökum dugnaði og áhuga. Þá léku feðginin Sara og Gunnar Wallevik á fiðlu og píanó Romanze eftir Johan S. Svendsen, norrænt lag, þrungið ljósi norð- ursins, leikið á tréhljóðfæri, eins og kynnirinn Jette Baagöe sagði. Gunnar Wallevik tjáði fréttarit- ara, að tónlistarmenntun sín væri að miklu leyti íslensk, þar sem hann hefði um árabil verið nem- andi Axels AmQörð frá Bol- ungavík, sem lengi var tónlistar- kennari og organisti hér í borg. Að lokum talaði Niels Bemstein, ráðuneytisstjóri i landbúnaðar- ráðuneytinu, en hann kom í stað ráðherrans, Brittu Schall-Hol- berg, sem ekki gat mætt vegna anna. Lýsti hann sýninguna opna og gladdist yfir áhuga fyrir að koma upp skógminjasöfnum í Finnlandi og á Islandi, eins og væm í hinum þrem löndunum og raunar í Lapplandi líka, og yfír því að finnska og íslenska skóg- ræktarfélagið og Skógrækt ríkis- ins á íslandi skyldu standa með söfnunum að sýningunni. Hún væri hin fyrsta í röð fleiri slíkra, sem hugmyndir væm uppi um. Margir lögðu hönd á plóginn til að gera Hið græna gull Norður- landa að vemleika, en ákvörðun um sýningarhaldið var tekin á fundi norrænu skógminjasafn- anna 20. september 1985. Fengust styrkir til verkefnisins víða að og eiga Ráðherranefnd Norðurlanda og Norræni menn- ingarsjóðurinn þar ekki síst þakkir skyldar. Þá lögðu ýmis fyrirtæki fram aðstoð sína svo og skógræktarmenn hvarvetna. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri hefur séð um allan undir- búning fyrir hönd íslendinga. Segir hann að hér fáum við tæki- færi til að sýna brot af örlögum skóganna okkar og kynna skóg- ræktina í dag í myndum og máli. Leggur Sigurður áherslu á, hve ánægjulegt sé, að íslandi er gert fullkomlega jafn hátt undir höfði og hinum Norðurlöndunum og greiðum við þó engan kostnað vegna sýningarinnar. Allar yfír- skriftir á sýningunni byija á íslensku, en þar em alls staðar öll 5 málin. Þá rómar hann mjög störf Vibeke Koch við uppsetn- ingu sýningarinnar og fram- kvæmdastjóm, og einnig Jette Baagöe, sem er ritstjóri sýningar- blaðsins. Aðspurður kvað Sigurð- ur hugmyndina um skógminjasafn á íslandi hafa borið á góma fyrir meir en 10 ámm og þá var rætt um að koma því upp á Hallorms- stað undir Safnastofnun Austur- lands í tengslum við tijásafn (Arborretum). Þótt ekki hafí af orðið enn er t.d. elsta steintré landsins í geymslu á Hallormsstað og bíður safnsins. Sýningarblaðið er 24 síður í íslensku dagblaðabroti og em þar margar áhugaverðar greinar, all- ar á málunum fímm. Má nefna Seljuflautuna eftir Ola Kai Led- ang, Skógarvinnan fyrr og nú eftir Heikki Vahantaniemi, Heil- brigði skógarins, sem Sven Granström hefur ritað, Glommu- verkefnið eftir Öivind Vestheim, Tijáviður mikilvægasta hráefni okkar eftir Anders Björkman, að ógleymdum greinum Sigurðar Blöndals; Örlög íslensku birki- skóganna og Skógrækt á íslandi. Dr. Phil Stine Prytz var við- stödd opnunina, en hún er dóttir C.V. Prytz prófessors við Land- búnaðarháskólann hér, sem var forvígismaður um skógrækt á Is- landi um síðustu aldamót, er Carl Ryder skipstjóri fékk hann til að kanna aðstæður til skógræktar heima. Dr. Stine Prytz er háöldr- uð, en vel em og naut þess greinilega að ræða skógarmál. íslensku munimir á sýningunni era sumir fengnir að láni úr Þjóð- minjasafninu og aðrir smíðaðir af feðgunum i Miðhúsum, Halldóri Sigurðssyni og Hlyni Halldórs- syni. Trafakefli, askur, rúmfjöl og tágaskór era gamlir gripir og sóma sé vel. En feðgamir hafa Morgunblaðið/Haukur Hauksson Dr. Stine Prytz og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. smíðað langspil og skorið skál úr birki, listagripi. Þá era þama rekaviðurbútur, birkiraftur, rif- hrís og kolaviður, auk tijáklipp- anna góðu, sem lengi vora notaðar á Hallormsstað. Fjöldi stórra lit- mynda prýðir sýninguna og era þar 2 litskyggnusýningar. Nefnist önnur Skógarfegurð og hefur Sig- urður Blöndal tekið allar íslensku myndimar, 32 að tölu, og ber myndröðin sannarlega nafn með rentu. Hin litskyggnuröðin nefnist Fólk í skóginum. Ýmsar forvitnilegar tölulegar staðreyndir koma fram í sýningar- básunum. Skulu hér nokkrar tilfærðar: 1. 2. 3. 1% 30 800.000 11% 1000 16.000.000 22% 16700 67.000.000 57% 28600 400.000.000 65% 42000 250.000.000 Undirbúningsnefnd og arkitektar, talið frá vinstri Tagem arkitekt, Vibeke Koch framkvæmda- stjóri, Ame Hedling formaður, Ebert arkitekt, Markku Rauhalahti, Inger Marie Arlukkt, Pekka Patosaari, 0ivind Vestheim ritari, Jette Baagoe ritstjóri og Sigurður Blöndal. ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland 1. Hluti landanna þakin skógi 2. M2 pr. íbúa þakinn skógi 3. Gróðursetning tijáplantna Jagt- og skovbragsmuseet í Hörsholm var tekið í notkun 1942 og er til húsa í gripahúsum og hlöð- um Hirschholm-hallarinnar, sem stóð á tanga úti í vatninu skammt þama frá. Var síðasta höllin þar rifín 1812 og Hörsholm-kirkja byggð á sérkennilegu hallarstæðinu 1822. Veiðisafnið er í útihúsunum og þar er norræna sýningin, en skógminjasafnið í geysistórri hlöð- unni. Era bæði húsin vönduð að smíð og á hlaðinu á milli þeirra er 360 ára eik, tákn og prýði safn- anna. Gömul tré era einnig inni í safninu, svo sem eðalgreni frá Norðurskógi við Furavatn á Sjá- landi 42 m langt, en það var fellt líflaust 1961. Ur því er sagaður gegnheill kúbikmetri, svo svert er það. Margs konar tæki, vagnar og vélar era einnig áynd í hinu áhuga- verða safni. Sýningin Hið græna gull Norður- landa er farandsýning, sem fara mun um öll Norðurlöndin og enda í Norræna húsinu í Reykjavík á næsta ári. Verður hún opnuð þar 20. febrúar og hyggjast undirbún- ingsnefndarmenn þá hittast og ræða framtíðarsamstarf, en þeir era Ame Hedling formaður, Öivind Vestheim ritari, Vibeke Koch, Jette Baagöe, Markku Rauhalahti, Pekka Patosaari og Sigurður Blöndal. Syningin í Hörsholm verður opin til 28. júní, alla daga nema mánu- daga. Jagt- og Skovbragsmuseet er á Folehavevej 15—17 í Hörsholm og er lestarstöðin Rungsted Kyst. Er þess að vænta að fjölmargir ís- lendingar á ferð hér í vor muni skoða hana. — G.L.Ásg. Athugasemd vegna við- tals við Stefán Sigfússon - frá Páli Ólafssyni, Brautarholti Páll Ólafsson í Brautarholti á Kjalarnesi hefur sent Morgun- blaðinu eftirfarandi athugasemd til birtingar: „Það er kominn tími til að starfs- menn ríkisins og opinberra stofnana hætti því að leika stóra karla á kostnað skattborgaranna." Þessi setning kom í huga minn þegar ég las fréttaviðtal við Stefán Sigfússon landgræðslufulltrúa í Morgunblað- inu föstudaginn 27. febrúar síðast- liðinn, þar sem leitað var álits hans á lokun graskögglaverksmiðja ríkis- ins. Vandi íslensku graskögglaverk- smiðjanna er mikill í dag og ekki síst hjá Fóður og fræ í Gunnars- holti. Vandinn felst í því að fram- leiðslan hefur ekki selst miðað við afkastagetu verksmiðjanna og ekki á því verði, sem verksmiðjumar hafa þurft fyrir framleiðslu sína. Þessi staða er eðlileg afleiðing ó- skynsamlegrar uppbyggingar á kostnað skatt'borgarans, samanber Vallhólm í Skagafírði sem frægt er orðið, minnkandi sölu vegna sam- dráttar í landbúnaði og erfíðrar samkeppni við innflutt kom, sem niðurgreitt er af Evrópubandalag- inu, þrátt fyrir kjamfóðurskatt. Þess ber þó að geta að íslenskir bændur nota grasköggla mun meira i heildarfóðri búpenings síns, þótt árssala fari niður í 5.000 tonn. En hvernig hafa stjómendur verksmiðjanna bragðist við þessu vandamáli? Þeir hafa farið út í mis- kunnarlausan bardaga um markað- inn með skefjalausum undirboðum, sem jafnvel eggjaframleiðendur myndu kalla englasöng. Þar hefur Stefán Sigfússon verið iðnastur við og átt auðveldara með en aðrir, því þægilegt er að geta gripið til flutn- ingatækja Landgræðslu ríkisins og látið þá stofnun lána Fóður og fræ áburðinn, samkvæmt staðfestu bréfí frá Ríkisendurskoðun, þegar aðrar verksmiðjur stóðu í ströngu síðastliðið vor í því að tryggja áburð með samningum við Áburðarverk- smiðju ríkisins, sem eðlilegt var. Spyija má hvort Landgræðslu ríkis- ins sé ekki komin út fyrir lögleg verkefni sín með þessu. íslenskir bændur era nú að leysa vanda, sem offramleiðsla á ýmsum landbúnaðarvöram hefur skapað hjá þeim. Til þess verða þeir að axla þungar byrðar sem getur þýtt byggðaröskun í sumum héraðum. Ríkisvaldið verður að endurskoða þátttöku sína í þessari framleiðslu- grein og jafnframt forða meira tjóni en orðið er. Að láta allar graskögglaverk- smiðjur landsins framleiða áfram með hálfum afköstum, eins og gert var síðasta sumar, er svo fáránleg tillaga að hún er ekki umræðuhæf. Páll Ólafsson. Sandgerði: Af li tregur og enginn ufsi AFLI Sandgerðisbáta í febrúar varð minni en sama mánuð í fyrra. Starfsmaður á hafnarvigt- inni taldi þetta stafa af þvi að enginn ufsi hefði veiðst undan- farið. Þá hefði siðasta vika mánaðarins komið illa út þar sem bátarnir voru að skipta um veið- arfæri. Alls var landað 2.737 lestum úr 690 róðrum, en i fyrra 2.964 lestum úr 617 róðrum. I síðustu viku varð Jón Gunn- laugsson aflahæstur af línubátum með 47,5 tonn úr þremur róðram en Amey hæsti netabáturinn með 52,6 tonn úr sex róðram. Minni bátarnir vora með 2—3 tonn úr róðri. Handfærabátarnir ellefu komu alls með 37,5 tonn úr 35 sjó- ferðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.