Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 26

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Grindavík: „Loðnuhrogn fryst út á sjó hafa ótvíræð gæði“ Morgunblaðið fylgist með loðnuhrognafrystingu um borð í Grindvíkingi GK Gríndavík. LOÐNUSKIPIÐ Grindvíkingur GK frá Grindavík kom til hafn- ar í Keflavík um miðnættið á föstudagskvöld til að taka fréttaritara Morgunblaðsins um borð svo hægt væri að sýna lesendum hvernig loðnu- hrognafrysting er framkvæmd úti á rúmsjó, eina fljótandi frystihús Islendinga sem útbúið er þannig fyrir þessa vinnslu. Willard Ólason, skipstjóri, sagði að frystingin gengi mjög vel eftir breytingar og endurbætur, sem unnar voru fyrir skömmu á skip- inu. „Á skipinu er 16 manna áhöfn, sem vinnur á sex tíma vöktum á meðan vinnslan er í gangi. Hinsvegar eru allir á dekki á meðan kastað er. Frystigetan er 18 tonn af hrognum á sólar- hring miðað við að nýtingin sé nægilega góð. Við erum nú að vinna 150 tonna kast, sem við fengum á Hafnarleimum út af Höfnum en þar var byrjað að bræla svo við komum okkur í var meðan vinnslan fer fram sem gæti orðið allt að tíu tímar,“ sagði Willard. Vinnslurásin á loðnunni er sú að henni er fyrst dælt úr nótinni í lestina. Síðan er henni dælt upp á dekk í hrognakreystiskiljum. Úrgangurinn fer í aðra lest en hrogin í safntank. Á leiðinni þang- að er þeim dælt í gegnum hreinsi- skiljur og grófhreinsitromlu. Ur safntanknum fara þau í gegnum sandsíur og upp í fleytitank á dekkinu, en þar hreinsast svilin aðallega frá auk annarra óhrein- inda. Frá fleytitanknum fara þau í þurrhreinsitromlu og þaðan dælt ofan í frystitækin á millidekkinu. Frystitækin eru í lóðréttri stöðu en það er nýjung. Eftir tvo tíma er tekið úr tækjunum og pakkað í sérhannaðar umbúðir merktar skipinu. Lokastigið er frystilestin, sem tekur um 80 tonn. Að lokum sagði Willard að gæði hrognanna, sem fryst eru út á rúmsjó, væru ótvíræð fram yfir þau sem fryst væru í landi. Kr.Ben. Vinnslan hafin um borð í Grindvíking, eftir að 150 tonna kasti hefur verið dælt í lestina. Loðnunni er nú dælt upp í gegnum hrognakreistiskilju sem gnæfir yfir á dekki skipsins. Fleytitankurinn á bak við en neðst fer loðnuúrgangurinn ofan í aðra lest. Morgunblaðið/Kr.Ben. Pakkningarnar um borð í Grindvíking eru sérprentaðar fyrir skipið. Hér er þeim rennt yfir loðnuhrognablokkirnar. Willard Ólason skipstjóri þriðji frá vinstri ásamt frívaktinni og kokkinum í brúnni. Einn skipverjinn við þurrhreynsitromluna áður en hrognin fara niður í frystitækin. Séð yfir hluta af frystitækjunum. í baksýn er verið að pakka á fullu. A * + Asmundur Stefánsson forseti ASI: Búvöruhækkunin í sæmilegu samræmi við verðlagsþróun ÁSMUNDUR Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, telur að hækkun búvöruverðs- ins nú um mánaðarmótin sé „í sæmilegu samræmi við þá almennu verðlagsþróun sem orðið hefur“. Miðstjóm ASI vakti, sem kunnugt er, athygli á áformum um hækkun búvöruverðsins um- fram forsendur jólaföstusamn- inganna, og minnti á ábyrgð ríkisstjómarinnar. Dregið var úr hækkuninni og var Ásmundur spurður hvort búvömverðs- hækkunin, sem er á bilinu 4,4—5,9%, sé í samræmi við yfír- lýsingu ríkisstjómarinnar frá því í desember. Ásmundur sagði: „Á tímabil- inu frá 1. desember til 1. mars er útlit fyrir að framfærsluvísi- talan hækki um 5%. Kjarasamn- ingamir hafa fært ASÍ-fóIki um 5,5% launahækkun að meðaltali frá og með 1. mars. Því má segja að þessi hækkun búvöruverðsins sem nú er framkomin sé í sæmi- legu samræmi við þá almennu verðlagsþróun sem orðið hefur á tímabilinu. Ef þetta er endanleg hækkun sé ég ekki ástæðu til sérstakra athugasemda. Ég vil hinsvegar minna á að ríkisstjóm- in gaf út ákveðnar yfírlýsingar í desember þess efnis að búvöm- verðinu yrði haldið innan ákveðins ramma og það er henn- ar að fínna leiðir til að svo megi verða,“ sagði Ásmundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.