Morgunblaðið - 04.03.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.03.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Grindavík: „Loðnuhrogn fryst út á sjó hafa ótvíræð gæði“ Morgunblaðið fylgist með loðnuhrognafrystingu um borð í Grindvíkingi GK Gríndavík. LOÐNUSKIPIÐ Grindvíkingur GK frá Grindavík kom til hafn- ar í Keflavík um miðnættið á föstudagskvöld til að taka fréttaritara Morgunblaðsins um borð svo hægt væri að sýna lesendum hvernig loðnu- hrognafrysting er framkvæmd úti á rúmsjó, eina fljótandi frystihús Islendinga sem útbúið er þannig fyrir þessa vinnslu. Willard Ólason, skipstjóri, sagði að frystingin gengi mjög vel eftir breytingar og endurbætur, sem unnar voru fyrir skömmu á skip- inu. „Á skipinu er 16 manna áhöfn, sem vinnur á sex tíma vöktum á meðan vinnslan er í gangi. Hinsvegar eru allir á dekki á meðan kastað er. Frystigetan er 18 tonn af hrognum á sólar- hring miðað við að nýtingin sé nægilega góð. Við erum nú að vinna 150 tonna kast, sem við fengum á Hafnarleimum út af Höfnum en þar var byrjað að bræla svo við komum okkur í var meðan vinnslan fer fram sem gæti orðið allt að tíu tímar,“ sagði Willard. Vinnslurásin á loðnunni er sú að henni er fyrst dælt úr nótinni í lestina. Síðan er henni dælt upp á dekk í hrognakreystiskiljum. Úrgangurinn fer í aðra lest en hrogin í safntank. Á leiðinni þang- að er þeim dælt í gegnum hreinsi- skiljur og grófhreinsitromlu. Ur safntanknum fara þau í gegnum sandsíur og upp í fleytitank á dekkinu, en þar hreinsast svilin aðallega frá auk annarra óhrein- inda. Frá fleytitanknum fara þau í þurrhreinsitromlu og þaðan dælt ofan í frystitækin á millidekkinu. Frystitækin eru í lóðréttri stöðu en það er nýjung. Eftir tvo tíma er tekið úr tækjunum og pakkað í sérhannaðar umbúðir merktar skipinu. Lokastigið er frystilestin, sem tekur um 80 tonn. Að lokum sagði Willard að gæði hrognanna, sem fryst eru út á rúmsjó, væru ótvíræð fram yfir þau sem fryst væru í landi. Kr.Ben. Vinnslan hafin um borð í Grindvíking, eftir að 150 tonna kasti hefur verið dælt í lestina. Loðnunni er nú dælt upp í gegnum hrognakreistiskilju sem gnæfir yfir á dekki skipsins. Fleytitankurinn á bak við en neðst fer loðnuúrgangurinn ofan í aðra lest. Morgunblaðið/Kr.Ben. Pakkningarnar um borð í Grindvíking eru sérprentaðar fyrir skipið. Hér er þeim rennt yfir loðnuhrognablokkirnar. Willard Ólason skipstjóri þriðji frá vinstri ásamt frívaktinni og kokkinum í brúnni. Einn skipverjinn við þurrhreynsitromluna áður en hrognin fara niður í frystitækin. Séð yfir hluta af frystitækjunum. í baksýn er verið að pakka á fullu. A * + Asmundur Stefánsson forseti ASI: Búvöruhækkunin í sæmilegu samræmi við verðlagsþróun ÁSMUNDUR Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, telur að hækkun búvöruverðs- ins nú um mánaðarmótin sé „í sæmilegu samræmi við þá almennu verðlagsþróun sem orðið hefur“. Miðstjóm ASI vakti, sem kunnugt er, athygli á áformum um hækkun búvöruverðsins um- fram forsendur jólaföstusamn- inganna, og minnti á ábyrgð ríkisstjómarinnar. Dregið var úr hækkuninni og var Ásmundur spurður hvort búvömverðs- hækkunin, sem er á bilinu 4,4—5,9%, sé í samræmi við yfír- lýsingu ríkisstjómarinnar frá því í desember. Ásmundur sagði: „Á tímabil- inu frá 1. desember til 1. mars er útlit fyrir að framfærsluvísi- talan hækki um 5%. Kjarasamn- ingamir hafa fært ASÍ-fóIki um 5,5% launahækkun að meðaltali frá og með 1. mars. Því má segja að þessi hækkun búvöruverðsins sem nú er framkomin sé í sæmi- legu samræmi við þá almennu verðlagsþróun sem orðið hefur á tímabilinu. Ef þetta er endanleg hækkun sé ég ekki ástæðu til sérstakra athugasemda. Ég vil hinsvegar minna á að ríkisstjóm- in gaf út ákveðnar yfírlýsingar í desember þess efnis að búvöm- verðinu yrði haldið innan ákveðins ramma og það er henn- ar að fínna leiðir til að svo megi verða,“ sagði Ásmundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.