Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Egyptaland: Líbýskir hermenn sækja um hæli Kaíró, Reuter. FIMM líbýskir hermenn, er lentu herflugvéi í suðurhluta Egypta- lands í fyrrinótt og báðu um pólitiskt hæli, voru í stöðugum yfir- heyrslum hjá egypskum yfirvöldum í gær. Ljóst er að atburður þessi mun ekki bæta slæmt samband Líbýu og Egyptalands. Sagt var í Karíró í gær að menn- irnir fengju landvistarleyfi ef egypsk yfirvöld væru sannfærð um að þeir væru ekki útsendarar Líbýu- stjórnar. Talið er að flugvélin, C-130 Herkúles, flutningavél, sem lent var í ferðamannabænum Abu Simbel, 1.500 km. fyrir sunnan höfuðborgina, hafi komið frá Chad, þar sem Líbýumenn hafa háð stríð gegn ríkisstjórninni. Eftir viðræður milli Líbýumannanna og egypskra yfirvalda flugu egypskir flugmenn vélinni til Kaíró. Grunnt hefur verið á því góða milli landanna tveggja um langt skeið og háðu þau skammvinnt stríð fyrir 10 árum. Gaddafi Líbýuleið- togi hefur gagnrýnt mjög friðar- samning Egypta við Israelsmenn, sem gerður var 1979 og allmargir útlagar frá Líbýu búa í Egypta- landi. Einn þein-a Abdel-Hamid Bakoush, fyrrum forsætisráðherra, sagðist álíta að hermennirnir hefðu flúið þar sem þeir hafi verið þreytt- ir á stríðinu í Chad, en mikil óánægja væri innan líbýska hersins vegna stríðsins. Jana, hin opinbera fréttastofa Líbýu, sagði í gær að flugvélin til- heyrði líbýska flugfélaginu „Libyan Arab Airlines“ og hefði hún orðið Sakharov- heimsóknin: Missögn leiðrétt I fréttinni á forsíðu Morgunblaðsins í gær um heimsókn Bjöms Bjarna- sonar til Sakharov-hjónanna varð sú missögn, að forstöðumaður Re- uters-fréttastofunnar í Moskvu, Robert Evans, hafí túlkað með því skilyrði, að ekki yrði um viðtal að ræða. Það voru að sjálfsögðu Sakh- arov-hjónin sem óskuðu eftir því að hafa þann hátt á. að lenda vegna slæmra veðurskil- yrða. Egypskar hersveitir voru í við- bragðsstöðu eftir lendingu vélarinn- ar, sem ráðamenn álitu að gæti verið einhvers konar herbragð Gaddafis, en þeir telja að hann hafi staðið að baki fjölda hermdar- verka í Egyptalandi. Reuter Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Edda kona hans hlýða á skýringar vísindamannsins ------------ Roalds Sagdeyev í heimsókn í sovésku geimvísindastofnunina. Mikhail Gorbachev í viðræðum við Steingrím Hermannsson: Andinn frá Reykjavík- urfundinum lifir enn „Ný bylting í Sovétríkjunum,“ segir Steingrímur Hermannsson Moskvu, frá Birni Bjarnasyni. „ÞAÐ ER svo sannarlega táknrænt að þér komið hingað á sama tíma og nýtt skref er stigið í anda Reykjavíkurfundarins með ákvörðun okkar vegna Evrópueldflauganna. Hún sannar að andinn frá Reykjavík lifir enn. Reykjavík sýndi öllum að það er unnt að ná samkomulagi um þau stóru mál er snerta líf mannkyns. Það urðu í raun mikilvæg þáttaskil í Reykjavík." Þessi ávarpsorð eru höfð eftir Mikhail Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, á forsíðu Prövdu í gær, í frétt um fund hans með Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra. A blaðamannafundi í fréttamið- stöð sovéska utanríkisráðuneytisins í lok heimsóknar sinnar til Moskvu í gær sagði Steingrímur Hermanns- son, að persónulega teldi hann nýjustu tillögur Sovétmanna um brottflutning meðaldrægra eld- flauga frá Evrópu mjög jákvæðar og væri mikilvægt að hrinda þeim í framkvæmd. Segir í frétt Prövdu, að þeir Steingrímur og Gorbachev hafi verið sammála um að eftir Reykjavíkurfundinn hafi ekki verið um annað ræða en að halda áfram á þeirri braut sem þar var mörkuð. Engin sameiginleg tilkynning var gefin út í lok tveggja daga heim- sóknar Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra til Sovétríkjanna. Sovétmenn líta á heimsóknina sem þakklætisvott af sinni hálfu til ís- lendinga fyrir að hafa verið gest- gjafar Reykjavíkurfundarins. í frétt Prövdu segir, að Gorbach- ev hafi lagt áherslu á hlutverk lítilla og meðalstórra ríkja á alþjóðavett- vangi. Ætti þetta við um hugmyndir um kjamorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu en tilurð þess gæti orðið mjög mikilvægur þáttur í því að draga úr alþjóðlegri spennu. A blaðamannafundinum í gær sagði Steingrímur Hermannsson, að Alþingi hefði samþykkt tillögu um kjarnorkuvopnalaust svæði frá Grænlandi að Úralfjöllum. Um þetta mál yrði að ræða á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, áður en ákvarðanir yrðu teknar. Varðandi ísland væri þess sérstaklega að gæta, að bannið við kjarnorkuvopn- um þar væri strangara en hjá Dönum og Norðmönnum. í Prövdu segir, að Gorbachev hafi að beiðni íslenska forsætisráð- herrans lýst þeim breytingum, sem nú eru að verða á sovésku þjóð- félagi. Hafi hann lagt áherslu á að sameina þyrfti alla krafta þjóðar- innar í sosíalísku átaki; annað þýddi stöðnun, sem fólkið þyldi ekki. Á blaðamannafundinum • sagði Steingrímur Hermannsson, að það hefði verið einstaklega fróðlegt að kynnast því sem hann kallaði „nýja byltingu“ í Sovétríkjúnum. Hann væri sannfærður um einlægan vilja Sovétstjórnarinnar til að fram- kvæma breytingar á þjóðfélaginu. Og í Prövu er komist þannig að orði í lauslegri þýðingu: „Her- mannsson óskaði Sovétstjóminni heilla með þá stefnu sem hún hefði mótað, hún vekti vonir hjá öllum, vonir, sem ættu fullan rétt á sér, vegna þeirrar svartsýni, sem víða ríkti um framtíðina. Því þyrfti að hvetja fólk til bjartsýni og það væri gert af Sovétmönnum með breytingum þeirra heima fyrir og frumkvæði út á við.“ Á blaðamannafundinum var Steingrímur spurður að því, hvort hann hefði nefnt ákveðna einstakl- inga þegar hann ræddi mannrétt- indamál og ferðafrelsi við Gorbachv. Sagðist ráðherrann ekki hafa gert það. Á hinn bóginn hefði Gorbachev boðað mjög miklar breytingar í fijálsræðisátt í þessum efnum innan ekki langs tíma. Ástralía: Mótmælaaðgerðir gegn heimsókn Snevardnadzes Canberra, Reuter. HUNDRUÐ gyðinga og Afgana voru til staðar, er Eduard Shev- ardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna kom til þing- hússins í Canberra í gær til viðræðna við Bill Hayden, ut- anríkisráðherra Astralíu. Hélt fólkið á borðum, þar sem á stóð m. a.: „Hvernig fékkst þú vega- brefsáritun til brottfararinnar, hr. Shevardnadze" og „Niður með sovézka útþenslustefnu.“ Við handalögmálum lá, er þeir sem stóðu að mótmælaaðgerðun- um, reyndu að bijótast í gegnum sveit lögreglumanna og hrópuðu: „Stöðvið gyðingaofsóknirnar." Shevardnadze hafði einnig orðið fyrir aðkasti við komuna til flug- vallarins í Fairbairn, er Devahl Davis, leiðtogi gyðinga í Nýja Suður-Wales krafði hann svara um hið slæma hlutskipti gyðinga í Sovétríkjunum. Bill Hayden, sem tók á móti Shevardnadze á flugvellinum, Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna (til hægri á myndinni), hlýðir á móttökuræðu á flugvellinum í Canberra og gýtur augunum til túlksins á meðan. sagðist hafa mikinn áhuga á að fá nánari vitneskju um síðustu tillögur Mikhails Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna um brottflutn- ing meðaldrægra eldflauga frá Evrópu, án þess að það væri gert að skilyrði, að Bandaríkjamenn féllu frá geimvarnaáætlun sinni (SDI). Shevardnadze mun dveljast í Canberra í tvo daga, áður en hann heldur til Sidney, en þaðan fer til Víetnams, Laos og Kampucheu. í Sydney mun hann m. a. ræða við Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu. Á leið sinni til Ástralíu kom sovézki utanríkisráðherran við í Bangkok, höfuðborg Thailands, þar sem hann ræddi m. a. við Siddhi Savetsila utanríkisráð- herra. Eftir viðræður þeirra sagði sá síðamefndi, að Shevardnadze hefði lagt til, að Sovétmenn flyttu herlið sitt í Afganistan brott það- an á 22 mánuðum. Var það haft eftir Shevardnadze, að þessar til- lögur væru bomar fram að frumkvæði stjómarinnar í Kabúl. Shevardnadze skýrði Savetsila einnig svo frá, að unnt væri að leysa Kambucheudeiluna eftir þeim leiðum, sem verið væri að vinna að varðandi Afganistan. Víetnam, sem er í bandalagi við Sovétríkin, hefur 120.000 manna herlið í Kampucheu og styður stjómina þar gegn samsteypu- stjóm þriggja skæmliðahreyf- inga, sem Norodom Sihanouk prins er leiðtogi fyrir. Deng Xiaoping: Stjórnmála- óróinn er úr sögfunni íKma Peking, Reuter, AP. DENG Xiaoping, valdamesti leið- togi Kínveija, sagði í gær í viðræðum sínum við George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sem nú er þar í heimsókn, að stjórnmálaórói sá, sem verið hefði fyrir hendi í landinu að undanförnu, væri ur sögunni. Kínveijar myndu halda áfram efnahagsumbótum sínum og „halda dyrunum opnum gagn- vart Vesturlöndum.“ Ásakanir Bandaríkjamanna í garð Kínveija um vopnasölu til ír- ans vom hins vegar í nokkurri mótsögn við gang viðræðnanna, sem annars einkenndust af vin- semd. Shultz sagði á fundi með fréttamönnum, að kínverskir ráða- menn hefðu spurt, hvort vopnasala Bandaríkjamanna sjálfra til Irans hefði ekki valdið erfiðleikum við að fá aðra til að hætta vopnasölu þang- að. „Auðvitað hefur það skapað nokkur vandamál, en afstaða okkar er í gmndvallaratriðum mótuð af réttmæti málefnins," svaraði Shultz. Hélt hann því fram, að það væm íranir, sem neituðu að semja um frið í Persaflóastríðinus. Ein leiðin til að knýja þá að samninga- borðinu væri að neita þeim um vopn. Kínveijar segjast ekki selja írön- um vopn. Bandaríkjastjóm heldur því hins vegar fram, að það séu framar öðmm Kínveijar, sem_ sjái írönum fyrir vopnum og selji írök- um, fjandmönnum írana, einnig vopn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.