Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 61

Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 61 Rætt við fulltrúa á búnaðarþingi A * * • • Agúst Gíslason, Isafirði: Vandijaðar- svæða verði skoðaður sérstaklega Morgunblaðid/Þorkcll Ágiist Gíslason á Isafirði „ÉG HEF miklar áhyggjur af því stjórn- kerfi sem nú hefur verið sett upp í hefðbundnum búskap. Það bitnar harð- ast á minni búunum og þeim sveitum sem veikastar eru fyrir'. Einnig kemur það mjög illa við margan frumbýlinginn," sagði Agúst Gíslason, refabóndi á Isafirði, fulltrúi Búnaðarsambands Vest- fjarða á búnaðarþingi. Ágúst sagði einnig: „Bændur höfðu nokk- uð sætt sig við kvótakerfið og tel ég að stýra hefði átt út frá því, enda kom fullvirð- isrétturinn mjög illa við fyrrnefnda aðila. Ég óttast mjög að afleiðingin verði skipu- lagslaus eyðing byggðar. Lítum á Vestfirð- ina, þar sem byggð stendur víða höllum fæti og meðalstærð búa er á bilinu 250—300 ærgildi og enn minni í einstökum sveitarfé- lögum. Þar fá margir bændur minni fullvirð- isrétt en svo að dugi til framfæris og er þá sjálfhætt í búskapnum. Vinna er engin tiltæk er stunda má að heiman og fólkið verður að fara. En hvað gerist? Jörðin og húsin eru verðlaus, óseljanleg í mörgum til- vikum. Eignaupptakan er algjör. Ef þetta, ásamt kaupum Framleiðnisjóðs á fullvirðisrétti jarða, gerist skipulagslaust, þá óttast ég ekki grisjun byggðar á Vest- fjörðum, heldur hrun og það er ekki þjóð- félagslega hagkvæmt og óverjandi eignaupptaka gagnvart þeim sveitarfélögum og því fólki sem fyrir þessu verður. Ég tel því mjög brýnt að lengja aðlögunartímann til búháttabreytinga, einkum hvað sauð- fjárframleiðsluna varðar og tel óhjákvæmi- legt að vandi jaðarsvæða, svo sem Vestfjarða, verði skoðaður sérstaklega. Þessi byggðarlög geta ekki axlað þá fram- leiðsluskerðingu sem nú hefur átt sér stað.“ Ágúst er einn af brautryðjendum í loðdýr- ararækt á Vestfjörðum. „Efling loðdýra- ræktar er nokkur á Vestfjörðum. Við höfum nánast óþijótandi hráefni í fóður, en vantar sárlega leiðbeiningaþjónustu fyrir búgrein- ina.“ Ágúst sagði að nú væru um 1.000 refalæður og 1.000 minkalæður á Vest- íjörðum og útlit fyrir 50—60% aukningu stofnsins. Einkum væru menn að huga að fjölgun minka, því útkoman væri mun betri í þeirri grein loðdýraræktarinnar. Ágúst sagði að tap væri á hefðbundinni blárefa- rækt en minkaræktin hefði verið rekin með góðum hagnaði á síðasta framleiðslutíma- bili. Auk Qölgunar stofnsins sagði Ágúst að unnið væri markvisst að því að auka verðmæti skinnanna með sæðingum og gerðu menn sér vonir um að verðmæti hvers refaskinns tvöfaldaðist á þessu ári, miðað við óbreyttar verðforsendur. Þetta væri einkum gert með því að sæða þriðjung blá- refalæðanna með silfurref og norskum gæðabláref. Ágúst hefur starfað töluvert að félags- málum bænda, er meðal annars í stjóm Sambands íslenskra loðdýraræktenda og fulltrúi á Stéttarsambandsfundum. Hann hefur ekki setið á búnaðarþingi áður. „Svo lengi sem Alþingi vill njóta umsagnar bændastéttarinnar við lagasetningar, er búnaðarþing nauðsynlegt," sagði Agúst er leitað var álits hans á störfum búnaðar- þings. Hann bætti því við að því miður væri allt of mikil tilhneiging til að færa ákvarðanir um framtíð landbúnaðarins frá samtökum bænda og inn í landbúnaðarráðu- neytið. Agústa Þorkelsdóttir, Refsstað: Eig’um að snúa vörn í sókn „MÉR list bara vel á. Ég á sæti í alls- herjarnefnd og höfum við fengið mörg og merkileg mál til að fjalla um. Ég sé fram á mikla vinnu framundan," sagði Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað i Vopna- firði, fulltrúi Búnaðarsambands Austur- lands á búnaðarþingi. „Mitt mesta áhugamál er að snúa vöm í sókn í landbúnaðarmálum og tryggja til- vem bændastéttarinnar í framtíðinni. Flest málin hér á þinginu blandast inn í þetta áhugamál mitt, en ég er ekki tilbúin til að taka eitt sérstakt mál út úr,“ sagði Ágústa, aðspurð um helstu áhugamál hennar á bún- aðarþinginu. Nánar aðspurð um þetta sagði hún: „Við verðum öll að standa saman í bændastéttinni, megum ekki láta etja okkur saman. Við þurfum að kynna stöðu okkar hvar og hvenær sem er og megum ekki Morgunblaðið/Þorkell Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað. gugna fyrir áróðri gegn landbúnaðnum. Það er farið að bera á því meðal bænda að nei- kvæð umræða um landbúnaðinn gerir þá svartsýnni og örvæntingarfyllri en ástæða er til.“ Ágústa sagði um stöðuna heima í hér- aði: „Vopnafjörður hefur fram á síðustu ár byggt aðallega á hefðbundnum búgreinum, þannig að framleiðslutakmarkanir bitna hart á okkur. Bændur hafa þó í auknu mæli snúið sér að loðdýrarækt. Við höfum trú á að hún geti hjálpað til búháttabreyt- inga í héraðinu. Enn sem komið er hefur ekki orðið byggðaröskun. Við vitum ekki nákvæmlega hvar mörkin eru, en ég held að óhætt sé að fullyrða að við þolum ekki meiri samdrátt en orðinn er. Þó er ástandið verra í næstu byggðum, til dæmis Þistil- firði, þar sem ástandið er mjög slæmt." Einar Þorsteinsson, Sól- heimahjáleigu: í mark- aðsmálum verði gert að P T|' ^ ® ® Morgunblaðid/Þorkell anersiuatnoi ■ sói“”í Atak „ÉG HEF áhuga á öllum málum hér á búnaðarþingi. Þetta eru allt merkileg mál. Sérstakan áhuga hef ég á frum- varpi til nýrra jarðræktarlaga sem hér er til umsagnar," sagði Einar Þorsteins- son bóndi og ráðunautur í Sólheimahjá- leigu i Mýrdal, einn af fimm fulltrúum Búnaðarsambands Suðurlands á búnað- arþingi. Þetta er 1. búnaðarþing Einars. Einar sagði að í nýju jarðræktarlögunum væru ákvæði um nýjar búgreinar, eins og til dæmis loðdýrarækt og garðyrkju. „Svo eru það markaðsmálin sem brenna á okkur. Þau eru alltaf ofarlega á dagskrá. Staðan í þeim er mjög erfið. Ef ekki væri hálfgerð kreppa í af afsetja vissa hluta framleiðslunn- ar, væri mikið góðæri og bjart yfir í landbúnaði. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að erfitt er að draga framleiðsluna meira saman er þegar er orðið. Hefðbundinn búskapur er undirstaða lífs í hinum dreifðu byggðum, sérstaklega í stijálbýlustu sveitunum. Því þarf að leggja mikla áherslu á að auka markaðsstarf fyrir kindakjötið. Við fulltrúar Suðurlands höfum viljað gera átak í mark- aðsmálum að áherslumáli hér á búnaðar- þingi. Ég er ekki segja að lítið hafi verið gert, heldur að starfinu þurfí að halda áfram og gera enn betur. Við verðum að reyna að koma upp nýjum búgreinum, samhliða því sem framleiðslan dregst saman. Að því er heilmikið unnið en þetta er mikið verk þar sem hvergi er til búskaparhefð fyrir þessum nýbúgreinum. Af því að markaðurinn hefur dregist svo ört saman er aðlögunartími búháttabreyt- inganna of stuttur og veldur erfiðleikum." Einar sagði að staðan í búskapnum væri svipuð í Mýrdal og annars staðar á landinu. Eitt loðdýrabú væri komið upp, vísir að komrækt og ferðaþjónustu og svo væri þar heykögglaverksmiðja. Við ýmis vandamál væri þó að etja við uppbygginguna, til dæm- is væri fjarlægðin frá höfnum mikil. „En við fylgjumst með af áhuga og menn eru sífellt að reyna að finna upp á einhveiju nýju. En allt tekur þetta sinn tíma,“ sagði Einar. Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli: Loðdýrarækt til þeirra sem hafa of litla framleiðslu Morgunblaðið/Þorkell Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli. „Leiðbeiningaþjónustan og endur- skipulagning hennar," sagði Jón Gislason á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi er hann var spurður um mikilvægustu mál búnaðarþings að þessu sinni. Jón er bún- aðarþingsfulltrúi Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu og situr sitt fyrsta búnaðarþing. Jón sagði: „Brýnt er að ráða sérmenntaða leiðbeinendur til starfa í nýjum búgreinum. Það getur riðið baggamuninn þegar upp- byggingin er svona hröð og mikil. Einnig þurfa núverandi ráðunautar að fá endur- menntun, örar breytingar í búskapnum kalla á stöðuga endurmenntun. Einnig get ég nefnt að ríkisvaldið þarf að standa við lög- boðnar greiðslur til sjóða landbúnaðarins, svo sem í samræmi við búfjárræktarlög, jarðræktarlög, lög um Stofnlánadeild og Bjargráðasjóð. í þessum tilvikum vantar framlag ríkisins á móti greiðslum bænda. Þá skuldar ríkið Framleiðnisjóði 200 milljón- ir vegna skerðingar á framlögum samkvæmt jarðræktarlögum. Einnig geta þess Búnað- arsamband Austur-Húnavatnssýslu er hér með tillögu um að Byggðasjóður taki aukinn þátt í uppbyggingu á landsbyggðinni.“ Hvernig er staðan heima í þínu héraði? „Hún er ákaflega misjöfn. Sauðijárbænd- ur standa verst, sérstaklega þeir sem verið hafa að auka við bústofninn. Héraðið hent- ar vel til hefðbundins búskapar og verður að leggja áherslu á að það haldi að minnsta kosti núverandi framleiðslu. Nauðsynlegt er að skipuleggja framleiðsluna miklu betur og taka tillit til skilyrða til framleiðslunnar. Búmarkskaupin eru mér ofarlega í huga. Svona skipulagslaus kaup eru óskaplega slæm aðgerð, sem getur valdið eyðingu byggðar. Ég vil að tekið sé tillit til allra aðstæðna, svo sem staðhátta, landgæða og annarra aðstæðna. Búmarkskaupin verða að gerast markvisst.“ Jón sagðist vera með blandað bú, sauðfé og kýr. Þijú refabú væru komin í Svína- vatnshreppinn og ágætlega stór kanínubú á 2 bæjum.„Ég tel að bændur sem hafa takmarkaðan framleiðslurétt í hefðbundnu búgreinunum eigi að skoða möguleika þess- ara greina vel. Að mínu mati er það mikil- vægt að uppbyggingin í loðdýraræktinni komi sem viðbót hjá mönnum, sem eru með of lítinn framleiðslurétt, án þess að þeir þurfi að afsala sér fullvirðisrétti í mjólk eða kindakjöti." Jón vildi láta þá skoðun sína koma fram að brýnt væri að koma framleiðslustjórnun á alla kjötframleiðsluna í landinU. Ekki væri nóg að taka eina grein, kindakjöts- framleiðsluna, fyrir og stjóma henni. *V *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.