Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 23
 Guðmundur H. Garðarsson. ■ Nýjahúsnæö- iskerfið er bráða- birgðalausn. Frjálsir samning- ar komi í stað miðstýrðs skömmtunarkerfis. okkur, hvað húsnæðismálastjórn hefur til ráðstöfunar í janúar 1989? Samningar við lífeyrissjóðina eru til ársloka 1988.“ Auk þeirra Jóhönnu og Kristínar tóku Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, og Stefán Benediktsson, þing- maður Alþýðuflokksins, til máls við umræðumar. Báðir gagnrýndu þeir stefnu og starf ríkisstjómarinn- ar í húsnæðismálum og töldu að ekki hefði verið staðið við þau fyrir- heit, sem gefín hefðu verið. Stefán vitnaði til ummæla sinna, þegar húsnæðislögin vom til umræðu á síðasta ári, en þá sagði hann: „Ég held, að það liggi alveg í augum uppi, hvemig gallamir á þessu fmmvarpi em til komnir. Þeir aðil- ar, sem stóðu að því að semja gmndvöll þessa fmmvarps, vom þar í hlutverki gæslumanna mjög sértækra hagsmuna, annars vegar vinnuveitenda og hins vegar laun- þega. Þeir sjá náttúrlega enga brýna ástæðu til að gæta neinna altækra hagsmuna, þar sem þeirra umboð er miklu afmarkaðra en umboð þingmanna." Gjörbreyting til batnað- ar Umræðumar héldu síðan áfram 19. febrúar og þá var það Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og helsti talsmaður flokksins í húsnæðismálum, sem hafði orðið. Hann vék í upphafi, að viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpsfréttum, þar sem þing- maðurinn hefði haft þau orð að húsnæðiskerfið riðaði til falls. Hann MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 ■ Staðhæfingar um að lánakerfið sé að bresta hafa ekki við rök að styðjast. Stefán Benediktsson. ■ Höfundar nýju húsnæðisiag- anna voru gæslu- menn sérhags- muna. kvaðst hafa svarað þessari fullyrð- ingu í blaðagrein, en þau sjónarmið hefðu ekki komið fram í sjónvarp- inu. Halldór minnti á, að núverandi húsnæðiskerfi hefði verið komið á fót fyrir tilstuðlan verkalýðshreyf- ingarinnar. Hann taldi, að nú andaði köldu í garð verkalýðshreyf- ingarinnar frá þingmönnum Al- þýðuflokksins. Til marks um það nefndi hann m.a. hin tilvitnuðu ummæli Stefáns Benediktssonar. Halldór gerði síðan að umtalsefni tillögu Alþýðuflokksmanna um kaupleiguíbúðir og gagnrýndi bæði eignaformið og hugmyndir um fjár- mögnun (85% frá ríki og 15% frá sveitarfélögum), sem hann taldi al- gerlega óraunhæfar. „Ef menn ætla að gefa öllum í gegnum ríkissjóð, þá eru þeir að velja dýrari kost en hinn, að leyfa fólki að spjara sig, láta það reyna á sjálft sig, láta það leggja sig fram, finna þann kraft sem í því býr, sem er undirstaða lífshamingju, en ekki hitt að vera alltaf öðrum háðir," sagði hann. Til marks um það, hver hin ríkjandi viðhorf væru hér á landi í þessum efnum vitnaði Halldór í könnun Félagsvísindastofnunar frá 1985. Þar var ungt fólk um land allt spurt: Hversu þýðingarmikið telur þú það almennt vera, að fjölskyldan eigi sjálf íbúð þá, er hún býr í? Svörin voru: Mjög þýðingarmikið 73,4%, fremur þýðingarmikið 19,2%, veit ekki 1,5%, ekki þýðing- armikið 3,7%. Sjálfseignarstefnan fékk m.ö.o. afdráttarlausan stuðn- ing. Halldór Blöndal vék síðan að þeim breytingum, sem orðið hafa á lánakerfinu. Ætli sakir hafi ekki staðið þannig í ágústmánuði [1986]“, sagði hann, „að þeir sem áttu íbúð fyrir gátu vænst þess að fá um 150 þúsund kr. til að kaupa gamla íbúð, G-lán? Og ætli G-láni til þeirra sem ekki áttu íbúð fyrir hafí ekki verið öðru hvoru megin við hálfa milljón, 450-500 þús.? Nú voru þessi lán hækkuð, annars veg- ar tífölduð, upp í 1,2 milj. , og hins vegar hækkuð upp í 1,8 millj. eða eitthvað þvílíkt. Þetta er auðvitað gjörbreyting. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér, að í staðinn fyr- ir að áður sótti kannski annar hver maður, sem keypti gamla íbúð um lán úr Húsnæðisstofnun, þá sækir nú kannski allur þorri manna.“ Halldór sagði, að í ljósi þessa væri ekki óeðlilegt þótt fasteigna- verð hefði eitthvað hækkað fyrst eftir að nýja kerfið tók gildi. En þar væri um skammvinnar sveiflur að ræða. Um þá tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur að bæta tveimur eða þremur milljörðum króna í húsnæði- skerfíð á þessu ári sagði hann: „Það mundi að sjálfsögðu þýða meiri þenslu hér á Reykjavíkur- svæðinu en nú er. Það mundi draga fólk í vaxandi mæli til Stór- Reykjavíkursvæðisins utan af landsbyggðinni." Halldór Blöndal vék loks að frá- sögninni um fjölskylduna, sem ekki fékk húsnæðislán þrátt fyrir 90. þúsund króna mánaðarlaun. Hann taldi, að þetta stæðist ekki og þarna væri misskilningur á ferðinni. Hann bauðst til að upplýsa málið og leið- rétta í samvinnu við Jóhönnu Sigurðardóttur, ef þingmaðurinn vildi. Ovissan horfin Húsnæðismálin voru aftur á dag- skrá á Alþingi 24. febrúar s.l. og lauk, sem fyrr segir, ekki fyrr en um miðja nótt. Þar var farið vítt um völl og deilt um markmið og leiðir í húsnæðismálum, ekki síst hinn félagslega þátt húsnæðiskerf- isins. Alþýðuflokksmenn sökuðu félagsmálaráðherra um, að hafa leynt upplýsingum um horfur í hús- næðismálum, en hann vísaði því harðlega á bug. Meðal þeirra, sem við þessar umræður tóku upp vöm fyrir núverandi kerfi, var Guðmund- ur J. Guðmundsson, þingmaður Alþýðubandalagsins. „Mér finnst það gegna nokkurri furðu,“ sagði hann, „að verkalýðshreyfíngin skuli verða fyrir aðkasti .fyrir að hafa gerbreytt húsnæðislánakerfínu þannig að lán hafa aldrei verið fleiri eða hærri og aldrei verið jafn- miklir möguleikar." Guðmundur H. Garðarsson, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði, að nýja hús- næðislánakerfið væri að sínu mati bráðabirgðalausn, óæskileg lausn, sem hann kvaðst mundu reyna að fá breytt í framtíðinni. „Ég tel að það sé tímaskekkja, að vera að burðast með svona stórt, miðstýrt kerfi,“ sagði hann. Guðmundur kvaðst telja, að íbúðarkaupendur og húsbyggjendur ættu að geta snúið sér annað en til opinbers kerf- is um lánafyrirgreiðslu. í því sambandi nefndi hann banka og sparisjóði og kvað það hlutverk slíkra fyrirtækja, að útvega fjár- magnið. Það væri um ýmsar leiðir að velja. Bankar og sparisjóðir fengju fé frá almennum sparifjár- eigendum, en þeir gætu líka leitað til lífeyrissjóða eða almennra fjár- málastofnana. „Það þarf engar maraþonumræður á Alþingi um þessi mál,“ sagði Guðmundur. „Það á að lofa fólkinu, að leysa þetta sjálft. Það á, að fá að glíma við þetta sjálft og fá að ráðstafa sínum peningum og fjármunum, hvort sem þeir eru myndaðir í samningum í kringum stóra hópa eða af ein- hverjum fáum sjálfstæðum ein- staklingum." Utan þings hafa einnig farið fram talsverðar umræður um ástandið á fasteignamarkaðnum og nýja lánakerfið. Sigurður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, sagði hér í blaðinu 19. febrúar, að misskilning- ur ríkti um biðtíma eftir lánum. Þeir, sem væru að kaupa í fyrsta sinn, nytu forgangs og að undan- fömu hefðu liðið um 6 mánuðir frá því umsókn var lögð inn og þar til fyrri hluti lánsins væri greiddur út. Hann kvaðst líta svo á, að í raun og veru væri biðtíminn svokallaði úr sögunni. Með gamla lánakerfinu hefði það verið siður, að fólk keypti fyrst íbúð og skuldbatt sig til að greiða ákveðnar fjárhæðir, sem áttu m.a. að koma í formi húsnæðislána. Oft hefði komið fyrir að þessar greiðslur féllu ekki saman og fólk lent í vandræðum. Nýja lánakerfið kæmi í veg fyrir þetta, því þar væri gengið út frá því að menn réðust ekki í fjárfestinguna fyrr en með lánsloforð í höndunum. I grein í Helgarpóstinum s.l. fímmtudag segir Sigurður, að það sé einkenni- leg afstaða að halda því fram, að nýtt lánakerfi sé að bresta, þegar það sé þess albúið, að veita á 24 mánuðum lán til 4-5 þúsund íbúða í landinu, sem muni nema 7.5 til 8,0 milljörðum króna. Jafnframt vísar Sigurðar því á bug, að frásögn blaðsins um 90. þús. kr. fjölskyld- una, sem ekki fékk lán, gefí rétta mynd af afgreiðslu lánsumsókna almennt. „Um þessar mundir hefur Húsnæðisstofnun gefíð út 2.604 lánsloforð," sagði hann, „og má telja víst, að mikill meirihluti hand- hafa þeirra sé með laun, sem eru innan við 90. þúsund kr. á mánuði." Er Húsnæðisstofnun óþörf? Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir í viðtali við Tímann 26. febrúar s.l.: „Ég tel nýja húsnæðisl- ánakerfið ekki sprungið. Spuming- in er, hvort lánaeftirspum hafi verið vanmetin. Það getur reynslan ein skorið úr um og því full snemmt að leggja einhlítan dóm á það. Sá langi biðtími, sem fólk stendur nú frammi fyrir, fínnst mér samt sem áður of íangur, sem kallar á það að við fömm yfír alla möguleika á að stytta hann. Og ég held að það sé hægt með því að grípa inn í frá báðum endum - annars vegar með aukinni fjárveitingu til kerfísins og hins vegar með takmörkun á þeirri sjálfvirkni, að allir fái lán án tillits til þess, hvort þeir þarfnast þess eða ekki. “ Hvað síðara atriðið áhrærir er það hugmynd Ásmund- ar, að þrengja t.d. lánsmöguleika þeirra sem em minnka við sig hús- næði, en þykir freistandi að notfæra sér lán með niðurgreiddum vöxtum. Loks er að geta framlags Magn- úsar Axelssonar, fasteignasala, til umræðnanna um húsnæðismálin. í grein hér í blaðinu á föstudaginn bendir hann á, að húsnæðislögin einkennist af gamalli hugsun um miðstýringu, höft og úthlutanir. Fram kemur, að húsnæðislögin hafa valdið óeðlilegu ástandi á fasteigna- markaðnum. Upphæð lánanna veldur aukinni eftirspum eftir stór- um íbúðum og verðfalli lítilla íbúða, en langur biðtími lána og forgangs- réttur þeirra, sem kaupa í fyrsta sinn, veldur því að stór hópur manna er með lánsloforð í höndum en fáar íbúðir til að velja um. „Lausnin felst í því,“ segir hann, „að leggja Húsnæðisstofnun niður í núverandi mynd. Kaupendur eiga að leita hver til síns banka um fyrir- greiðslu vegna fasteignakaupa. Bankinn tekur þá umsóknina til meðferðar einstaklingsbundið, veit- ir ráðgjöf og aðstoðar viðkomandi við að taka ákvörðun um fasteigna- kaup. Þegar málið er í höfn er haft samband við Byggingarsjóð ríkisins sem fjármagnar lánveitingu bank- ans. Niðurstaðan er að kaupandi fær betri þjónustu, þar sem bankinn er í samkeppni við aðra banka um viðskiptavini. Seljandi fær tryggar greiðslur og jafnvel fyrr. Það stuðl- ar að lækkun fasteignaverðs. Húsnæðisstofnun á síðan að þjóna þeim sem einhverra hluta vegna eiga ekki aðgang að bönkum." GM 23 Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir Doktor í bókasafns- og upplýs- ingafræðum SIGRÚN Klara Hannesdóttir varði doktorsritgerð við bóka- safnsfræðideild University of Chicago þann 23. janúar síðast- liðinn. Heiti ritgerðarinnar er The Scandia Plan. Cooperative Acquisition Scheme for Improv- ing Access to Research Publicati- ons in Four Nordic Countries, og fjallar um samvinnu rann- sóknabókasafna á Norðurlönd- unum um innkaup á vísindaritum i þeim tilgangi að auka samnýt- ingu þeirra, og aðferðir við að auka aðgang vísindamanna að upplýsingum. Sigrún Klara lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1963, BA-prófi í ensku, íslensku og bókasafnsfræðum frá heim- spekideild Háskóla íslands 1967 og meistaraprófi í bókasafnsfræðum frá Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum 1968. For- eldrar Sigrúnar eru Hannes Jónsson og Sigríður Jóhannesdóttir frá Seyðisfirði. Sigrún Klara, sem er dósent í bókasafns- og upplýsingafræðum við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands, mun vera fyrsti Islendingur- inn sem lýkur doktorsprófi í þessari grein. Arnessýsla: Félag bygg- ingariðnaðar- manna boðar verkfall Selfossi. FÉLAG byggingariðnaðarmanna í Árnessýslu hefur boðað verk- fall frá og með 11. mars. Verkfallið tekur til fjögurra iðn- greina, húsasmíði, málunar, pípulagna og húsgagnasmiði. Gert er ráð fyrir að formlegar við- ræður verði einhvem næstu daga. Félag byggingariðnaðarmanna í Ár- nessýslu tók samningsumboðið af Sambandi byggingarmanna 24. febr- úar síðastliðinn til þess að fylgja betur eftir sínum kröfum að því er Gylfí Guðmundsson formaður bygg- ingariðnaðarmanna sagði. Félag byggingariðnaðarmanna er meðal annars með sérstakar kröfur um að mælingarskylda verði við smíði brúar yfír Ölfusárósa og við framkvæmdir á Nesjavöllum. Krafan er sett fram til þess að tryggja að ekki komi upp þrætur síðar þegar þessi stórverk verða komin af stað. Gylfi Guðmundsson sagði og að iðn- aðarmenn í Árnessýslu sæktu vinnu í ríkum mæli á höfuðborgarsvæðinu þó svo vöntun væri á iðnlærðum mönnum austan Hellisheiðar. Sig.Jóns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.