Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 53

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 53 Seftína Jóhanns- dóttir — Minning Fædd 28. febrúar 1919 Dáin 11. febrúar 1987 Þegar Hjúkrunarskóli íslands var lagður niður á síðastliðnu vori hlaut sá atburður að kalla á ýmiskonar viðbrögð og tilfinningar, tilfinning- ar saknaðar og eftirsjár hinna ýmsu aðila, allt eftir því hver átti í hlut, hvert var haldið og hversu djúpar rætur þessi skóli átti í huga og hjarta. Fyrir mitt leyti fann ég til mikils saknaðar og væntumþykju til þeirra kvenna sem sáu um kaffistofu, ljós- ritun, símavörslu og ræstingu. Þetta kom til af svo mörgu, meðal annars af því að þessar konur voru sofandi og vakandi í allri sinni umhyggju fyrir okkur sem ýmist vorum að nema við skólann eða að miðla fræðslu. Oft hnaut af vörum þessara kvenna speki sem ekki verður num- in af bókum, miklu fremur lærð í skóla lífsins af þeim sem ennþá geta og mega vera að því að hugsa, ekki bara með höfðinu heldu hjart- anu líka. Ein þessara kvenna var Seftína Jóhannsdóttir, sem nú er horfin nokkrum skrefum á undan okkur hinum til æðri máttaivalda, eflaust á æðra skólastig að nema merkilega hluti þar sem allir standa jöfnum fótum til mennta, og þroski fær notið sín. Um uppruna og ævi Seftínu veit ég harla lítið, það sem gerir mig þess umkomna að minnast hennar hér á kveðjustund eru einlæg kynni af þessari hjartaprúðu litlu konu sem þó var svo stór og gjafmild í öllu sínu lítillæti. í okkar harðsnúna þjóðfélagi gleymist oft það góða og notalega í samskiptum manna á milli svo ekki sé talað um viðurkennandi hugsanir og orð. Ég minnist Seftínu þar sem hún stansaði mitt í verki með kústinn í hendinni og sagði eitthvað svo fallegt og ofurhlýtt, eitthvað sem kom svo beint frá Gústafs á þann hát.t að ég sé hér eins og að tala við sjálfan mig og ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt þennan mann og eignast hann að vini. Ég dreg enga dul á að ég bar virðingu fyrir tengdaföður mínum, raunar bæði fyrir okkar kynni og þá af afspur'n, en ekki síður er ég naut samvista hans, félagsskapar, og ráðlegginga í ýmsum málum. Það verða án efa aðrir, mér hæfari og kunnugri, til þess að tíunda feril Gústafs Ólafssonar, sem lögmanns, þó ekki fari hjá því að ég hafi veitt athygli þeirri miklu virðingu sem hann naut sem slíkur og ófáum hefi ég kynnst, skjólstæð- ingum hans, sem töldu málum sínum vel borgið í hans höndum. Satt að segja hef ég aldrei heyrt einum lögmanni borið þvílíkt orð, bæði sem afburða snjöllum lög- manni og umfram allt traustum og heiðarlegum, og vegna persónu- legra kynna okkar skil ég betur hans glæsilega og farsæla starfs- feril. Það hefur verið fjölskyldunni þungbært að horfa uppá langvar- andi veikindi Gústafs heitins. Barátta hans var hörð, og vonin sterk, allt til endalokanna. Það mál hlaut þó að tapast um síðir. Ég kynntist Gústafi fyrst og fremst sem manni, í daglegu lífi, síður sem lögmanni. Gústaf Ólafs- son var í mínum augum sannur heiðursmaður. Það eru stór orð, en sönn. Hann var óbifanlega fastur fyrir þegar það átti við. Loforð hans voru fullgild. Handsal hans var jafngott og ritað væri. Hann skóp sjálfur sín eigin meðmæli og þurfti ekki önnur. Hann var glæsi- legur fulltrúi þeirra sem ekki mega vamm sitt vita. Það eru menn af þessu tagi sem ég tel sanna heiðurs- menn. Ég sakna Gústafs Ólafssonar sem manns og sem vinar. Skúli Guðmundsson hjartanu að maður stoppaði og staldraði við eins og sá sem skyndi- lega upplifir náttúruundur og hugsar sem svo, þetta verð ég að skoða betur. Við nánari athugun skynjaði maður það fallega sem bjó í þess- ari látlausu alþýðukonu, svo heilt og einlægt að hún stakk í stúf við umhverfið. Seftína vissi lengra en nef hennar náði, hún virtist geyma með sér hið sjaldséða sjötta skiln- ingarvit sem svo rækilega hefur skolast burt úr tæknivæddum nú- tímamanninum. Seftína var engin almannagjá sem allir gátu troðið í gegnum eða vaðið yfir, hún kunni að spyrna fast gegn því sem henni líkaði ekki, ef ekki á hinn hefðbundna máta, þá með bamslegum tárum sem bara runnu af sjálfu sér og töluðu sínu kynngimagnaða máli án orða. Tilfinningar á réttum stað og réttri stundu er kannski það sem heimska umhverfisins fær ekki staðist. Nokkru áður en leiðir skildi í HSÍ hafði Seftína keypt sér sumarbú- stað ásamt jarðskika, á þessum köldu útmánuðum tjáði hún svo skemmtilega tilhlökkun þess að fást við eigin mold og gróður á komandi sumri, að manni fannst maður skynja langþráð vorið oggróandann í öllum vitum sínum. Ég vissi að Seftína átti marga ástvini og þó ég þekki þetta fólk ekki í raun finnst mér ég þekki það samt, öllu þessu fólki sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Seftínu sé ég fyrir mér í annarri veröld hlúandi að einhveiju, mönn- um, dýrum eða plöntum, eða bara gerandi hreint í einhverri mynd á þeim stað þar sem mannanna verk eru metin eftir annarri mælistiku en þessa heims. Mér finnst viðeigandi að kveðja Seftínu með orðum úr fjallræðunni: Sælir eru hjartahreinir því þeir munu guð sjá. Hrönn Jónsdóttir, fyrrv. kennari HSÍ. Seftína systir þín er dáin. Þessi orð bárust mér að eyrum svo óvænt. Þó okkur sé kunnugt um að enginn veit hvenær kallið kemur hugsum við alltaf svo skammt og vonumst eftir framhaldi á samverustundum. Ég vissi að Seftína var á sjúkra- húsi, hafði þurft í aðgerð sem nánustu skyldmenni og vinir töldu ekki hættulega. Við væntum hennar heim eftir stuttan tíma. Mig setti því hljóðan. Sorgin og söknuðurinn fylltu bijóst mitt. Seftína hafði ver- ið mér svo hjálpleg og góð systir. Það var eins og hún fyndi að ég þyrfti þess við að eiga hana að á margan hátt. Hugsun hennar var svo næm til mín að vita hvernig mér liði, þar sem hún vissi að ég bjó einn í íbúð, og þess þurfti ég oft. Þá varð mér á að leita til henn- ar. Seftína var þannig gerð að hún var alltaf létt í huga og sinni, svo hægt var að smitast af glaðværð hennar. Hún lét sjaldan í ljósi neinn kvíða en gerði gott úr öllu með áberandi glaðværð sem henni var í blóð borin. Við systkinin vorum sex og ólumst upp á Kálfsárkoti í Ólafs- firði. Þar var oft þröngt í búi því faðir okkar féll snemma frá. Móðir okkar, Sigríður Júlíusdóttir, varð að annast barnahópinn sinn ein og sjá um afkomu heimilisins. Þá var ekki farið að veita neinn styrk til hjálpar, ekki annað en að leita til hrepps ef vandræði steðjuðu að og það var ekki í huga móður okkar. Fjölskyldan varð sjálf að vinna sér fyrir brauði án þess að leita á náð- ir annarra og allt hjálpaðist að með dugnaði og Guðs hjálp. Eftir að Seftína giftist fyrri manni sínum bjuggu þau nokkur ár í Ólafsfirði. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Helgu Pálsdóttur. Seinni maður Seftínu er Gísli Jó- hannesson. Þau bjuggu í Reykjavík, voru mjög samrýnd og áttu sér ind- ælt heimili þar sem skyldfólki og vinum var ljúft að koma í heimsókn ásamt svo mörgum sem þar þekktu til. Oft munu hafa verið glaðværar stundir yfir kaffibollum. Seftína var gestrisin og þar að auki hafði hún þá sérgáfu að lesa í bolla eftir að kaffið hafði verið tæmt úr honum. Spannst þá upp glaðværð og glens úr öllu saman. Nú er því lokið. Samverustundir við Seftínu systur mína verða ekki fleiri. Ég bið Guð að styrkja eftirlif- andi eiginmann hennar og einka- dóttur, Guðrúnu Helgu, og barnabörn. Við eftirlifandi systkini hennar þökkum allar liðnar sam- veru- og gleðistundir sem við áttum með henni og vonum að hún finni frið og gleði á ströndinni hinumeg- in. Eg þakka góðvild þína er gladdi huga minn varminn vill þó dvína er vissi ég missi þinn. En minningin hún lifir og mýkir hrellda lund, því Ijúft var alltaf yfir, að leita á þinn fund. A.K. Sigurjón Jóhannesson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti G, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það iögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför littla drengsins okkar og bróður, ELVARS LÁRUSAR HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks vökudeildar Barnaspítala Hringsins fyrir góð umönnun. Halldór J. Harðarson, Halla Thorarensen og systur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa GUÐNA SVEINSSONAR, Suðurgötu 23, Keflavík. Guðriður Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför fræriku okkar GUNNFRIÐAR RÖGNVALDSDÓTTUR, frá Uppsölum. Sérstakar þakkir til þeirra sem glöddu hana síðustu æviárin. Ekki síst hjúkrunar- og starfsfólki deildar A-3, Hrafnistu Reykjavík, fyr- ir einstaka hjúkrun og umönnun. Hrefna, Kristin, Sveinborg, Guðrún og aðrir ættingjar. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, fró Hofstöðum, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Stefán Stefánsson, Eyrún Jónsdóttir, Geirfinnur Stefánsson, Guðrún Gunnarsdóttir og barnabörn. t Við þökkum af heilum hug ykkur öllum sem heiðruðu minningu ÓLAFAR INGIMUNDARDÓTTUR og sýnduð okkur hluttekningu við andlát hennar. Ólafur Helgason, Sigríður, Martha, Ingibjörg, Hildigunnur, tengdasynirog barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför TRYGGVA FRÍMANS TRYGGVASONAR kennara. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuöust hann í hans veikindum. Guðný Níelsdóttir, Kristján Tryggvason, Sólveig Eyjólfsdóttir, Elín Tryggvadóttir, Örn Jónsson, Kristín Tryggvadóttir, Sigurjón Heiðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lögfræðistofa mín verður lokuð eftir hádegi miðviku- daginn 4. marz vegna jarðarfarar. Ólafur Gústafsson hrl. Húsi verzlunarinnar, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.