Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987
29
SKÝRSLA TOWER-NEFNDARINNAR
Eftirlitslaust stjóm-
kerfi á villigötum
Reagan tekur við Tower-skýrslunni úr hendi Johns Tower, formanns nefndarinnar. Á vinstri hönd
Reagan er Edinund Muskie en þriðja nefndarmanninn, Brent Scowcroft, vantar á myndina.
INN á borð Bandaríkjafor-
seta berast mörg hundruð
skýrslur. Sumar, sem
krefjast vandlegs yfirlestr-
ar, aðrar, sem afgreiddar
eru í samantekt á einni
síðu. Innanum eru svo allt-
af einhveijar, sem enginn
gaumur er gefinn. I síðustu
viku barst inn á borðið til
hans skýrsla, sem hann gat
ekki látið fram hjá sér
fara, skýrsla Tower-nefnd-
arinnar um vopnasölumál-
ið og vinnulag forsetans.
Einkunnirnar, sem Tower-
nefndin gaf Ronald Reagan fyrir
afskipti hans eða afskiptaleysi af
vopnasölumálinu, voru lágar.
Hljóðaði dómurinn í raun á þá
leið, svo vitnað sé í eitt bresku
dagblaðanna, að forsetinn hefði
verið „sekur - en að vísu sof-
andi“. Um tvo aðra menn var
farið enn harðari orðum, Donaid
T. Regan, starfsmannastjóra
Hvíta hússins, og John Poindext-
er, yfirmann þjóðaröryggisráðs-
ins;
í skýrslunni sagði, að Regan
„bæri meginábyrgðina á klúðrinu
og ringulreiðinni, sem ríkti í Hvíta
húsinu“ og hafi einhver vafi leik-
ið á um það áður, var nú ljóst,
að Regan yrði að segja af sér.
Það gerði hann daginn eftir að
skýrslan var birt og Howard Ba-
ker, fyrrum öldungadeildarþing-
maður fyrir Repúblikanaflokkinn,
féllst á að taka við starfí Regans
sem starfsmannastjóri. Var þeim
mannaskiptum ekki síst fagnað
af Nancy Reagan, sem hafði illan
bifur á Regan og hafði lagt hart
að manni sínum að láta hann
víkja. John Poindexter, aðmíráll
og yfirmaður þjóðaröryggisráðs-
ins, hafði þá sagt af sér fyrir
allnokkru en án þess að vilja
nokkuð segja um vopnasölumálið.
Tower-nefndin segir í skýrslu
sinni, að með afskiptaleysi sínu
af þjóðaröryggisráðinu hafi Re-
agan leyft mönnum, sem hafa
mikil áhrif á mótun utanríkis-
stefnunnar, að fara sínu fram,
eftirlitslaust og án þess að þurfa
að gera grein fyrir verkum sínum.
Eðlilegar starfsreglur þjóðarör-
yggisráðsins, umfangsmiklar
athuganir og nákvæmt mat á
hugsanlegum leiðum, voru snið-
gengnar og án þess að nokkur
fylgdist með, segir í skýrslunni,
fór þjóðaröryggisráðið út fyrir
istaprests, starfaði um tíma sem
íþróttaþulur í útvarpi og sölu-
maður tryggingafyrirtækis, en
lagði því næst stund á stjórnvís-
indi í Lundúnum. Síðan var hann
prófessor í stjórnvísindum unz
hann var kjörinn í öldungadeild-
ina 1961.
valdsvið sitt með því að selja írön-
um vopn og koma fé í hendur
skæruliða í Nicaragua.
Það er háttur Reagans, eins
og kunnugt er, að dreifa valdinu,
láta aðstoðarmenn sína axla
ábyrgðina með sér, en í skýrsl-
unni segir, að vopnasalan til Irans
hafi verið svo áhættusöm, að for-
setinn hefði átt að fylgjast sjálfur
með henni. „Hann krafðist þess
aldrei, að starfsmenn þjóðarör-
yggisráðsins gerðu grein fyrir
Edmund Muskie, sem einnig
átti sæti í Tower-nefndinni, er
73 ára að aldri og var utanríkis-
ráðherra í níu mánuði í lok
embættistíma Jimmy Carters for-
seta. Fyrr á árum var hann
ríkisstjóri í Maine og síðan öld-
ungadeildarmaður og varafor-
störfum sínum,“ segir Tower-
nefndin, „en hefði hann sjálfur
ákveðið að stjóma ráðinu, hefði
niðurstiðan hugsanlega orðið
önnur."
I skýrslunni er gangur vopna-
sölumálsins rakinn lið fyrir lið og
stuðst við framburð manna þar
að lútandi og skjöl en ekki við
vitnisburð þeirra tveggja, sem
komu hvað mest við sögu, Johns
Poindexter og aðstoðarmanns
hans, Olivers North, ofursta.
Hvorugur þeirra vill tjá sig um
málið fyrr en þeir hafa verið und-
anþegnir málshöfðun.
Um Poindexter segir í skýrsl-
unni, að hann hafi vitað, að
andvirði vopnanna hefði að hluta
verið láta renna til skæruliða í
Nicaragua en þrátt fyrir það
„skildi hann augljóslega ekki eða
skeytti ekki um þá alvarlegu
áhættu, lagalega og stjórnmála-
lega, sem þetta hafði í för með
sér. Honum bar skýr skylda til
að kanna málið eða bera það
undir forsetann en hann gerði
hvorugt“.
Skýrsluhöfundar segja, að
William Casey, fyrrum yfirmaður
CIA, bandarísku leyniþjónustunn-
ar, beri einnig nokkra ábyrgð á
málinu. „Hann lét það líka ógert
að ræða málið við forsetann eins
og honum bar þó skylda til,“
stendur í skýrslUnni og jafnvel
þeir tveir frammámenn í Banda-
ríkjastjórn, sem alla tíð voru
andvígir vopnasölunni til írana,
George Shultz, utanríkisráðherra,
og Caspar Weinberger, varnar-
málaráðherra, eru gagnrýndir
„fyrir að hafa látið sem þeim
kæmi málið ekki við“. Þeir áttu,
segir í skýrslunni, „að styðja for-
setann og ráða honum heilt í
málinu eða skýra honum frá, að
þeir vildu samvisku sinnar vegna
engin afskipti af því hafa. Þeir
tóku hins vegar þann kostinn
sjálfra sín vegna að einangra sig
frá atburðarásinni".
setaefni Hubert Humphreys í
forsetakosningunum 1968 þegar
Richard Nixon og Spiro Agnew
sigruðu þá með litlum mun.
Muskie þykir uppstökkur, en
frægt er að hann grét í kosninga-
baráttunni 1968 vegna napurra
ummæla í blaði um hann og konu
hans.
Muskie er hvorki talinn „hauk-
ur“ né „dúfa“ og er sagður
opinskár, hugaður og heiðarleg-
ur. Nákvæmni hans, hyggindi og
góð dómgreind voru nefndinni
mikill styrkur.
Þriðji maðurinn í nefndinni,
Bent Scowcroft, er 62 ára, hæg-
látur maður, sem varð þjóðarör-
yggisráðgjafi Gerald Fords
forseta þegar hann lét af störfum
í flughernum, þar sem hann náði
tign þriggja stjörnu hershöfð-
ingja. Hann hafði einnig verið
hemaðarráðuneuatur Nixons for-
seta og varð síðan staðgengill
Henry Kissingers þjóðarörygg-
isráðgjafa.
Reynsla Scowcrofts í Þjóðarör-
yggisráðinu var Tower-nefndinni
mikill ávinningur. Scowcroft er
sagður skarpgreindur og íhuguil
og nýtur virðingar fijálslyndra
manna jafnt sem íhaldsmanna
fyrir heiðarleika og sanngimi.
Hann er maður fáorður og að
því leyti ólíkur Muskie, sem er
mælskur vel og hættir við að
tala í predikunartón.
Nú þegar Richard Gates gefur
ekki lengur kost á sér í stöðu
yfirmanns CIA í stað William
Caseys þykir Scowcroft koma
helzt til greina í embættið auk
Zbigniew Brzezinskis, fv. örygg-
isráðgjafa Carters, og Vemon
Walters, sendiherra hjá SÞ.
Sjá ennfremur á miðopnu
blaðsins.
„Vitringarnir þrír“:
Tower-nefndin kom á
óvart með skýrslunni
TOWER-nefndin var ekki talin líkleg til stórræða þegar
Ronald Reagan forseti skipaði hana í nóvember. Því var
spáð að þessi þriggja manna nefnd forsetans mundi
reyna að fegra hlutverk starfsmanna Hvíta hússins í
Iransmálinu. En í skýrslu hennar kemur fram skelegg
gagnrýni á stefnumótunina í Hvíta húsinu og stjórnarað-
ferðir Reagans.
Þegar Reagan skipaði nefnd-
ina kallaði hann hina þijá fulltrúa
hennar „vitringana þijá“ og sagði
að þeir væru „stálheiðarlegir og
hefðu að baki víðtæka reynslu í
utanríkis- og þjóðaröryggismál-
um. „Látið hendur standa fram
úr ermum,“ sagði hann við þá
og þeir létu ekki segja sér það
tvisvar. Þeir gengu jafnvel svo
langt í rannsóknarstarfi sínu að
óánægjuraddir heyrðust frá
Hvíta húsinu.
Einn af lögfræðiráðunautum
forsetans mun hafa stokkið upp
á nef sér þegar nefndin bað um
aðgang að mikilvægum tölvu-
skilaboðum, sem kölluðust
PROFS og voru geymd í tölvu-
banka Hvíta hússins. Þegar þau
voru athuguð komu í ljós grun-
samlegar greinargerðir, sem
höfðu farið milli tölvuútstöðvar
Oliver Norths undirofursta og
annarra starfsmanna. Talið hafði
verið að þessi skeyti hefðu verið
afmáð, en það reyndist ekki rétt
og þarna var að finna kjarna
upplýsinganna um tilraunir til að
hylma yfir vopnasöluna.
Tower-skýrslan er um 300
blaðsíður og formaður nefndar-
innar er John Tower, fv. öldunga-
deildarmaður repúblikana frá
Texas, sem er 62 ára gamall og
lágur maður vexti. Um hann er
sagt að hann sé fastur fyrir en
sanngjarn og hann var óþreyt-
andi stuðningsmaður öflugra
landvarna á fyrra kjörtímabili
Reagans, þegar hann var for-
maður hermálanefndar öldunga-
deildarinnar.
Þegar Tower hafði ákveðið að
gefa ekki kost á sér í kosningun-
um 1984 vann hann að alefli að
endurkjöri Reagans og að laun-
um var hann skipaður aðalsamn-
ingamaður í vígbúnaðarviðræð-
unum í Genf. Hann gegndi því
starfi í 14 mánuði.
Tower, sem er sonur meþód-
John Tower (t.h.) ásamt Paul Laxalt, fyrrum öldungadeildar-
þingmanni repúblikana.