Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987
Gert upp við gamla flokka
eftir Ólaf
Þorláksson
Nokkur uggur mun hafa gripið
um sig í herbúðum stjómmálaflokk-
anna, þegar upp kom við skoðana-
kannanir að allir flokkar hafa tapað
fylgi að undanförnu nema Alþýðu-
flokkurinn. Menn leita orsakanna,
og hugsar nú forysta flokkanna sér
væntanlega að leita nýrra leiða í
mynd nýrra loforða og nýrra yfir-
boða til að auka fylgið á ný í
væntanlegum kosningum.
En frá sjónarhóli hins almenna
kjósanda er málið ofur einfalt.
Flokkamir hafa einfaldlega ekki
staðið við þau loforð sem þeir hafa
gefið sínum fylgismönnum og þetta
er svar hans.
Vinir smælingjanna
Alþýðubandalagið telur sig vera
málsvara launastéttanna og þó sér-
lega brjóstvörn lítilmagnans í
kjaramálum. Þó börðust þeir svo
lengi, sem stætt var, með sjúklegri
þrákeikni, fyrir hinni snarrugluðu
vísitölu á laun, þar sem hver kaup-
hækkun fór í % upp allan launastig-
ann. Þannig að hátekjumaðurinn
gat fengið 6—8-falda hækkun i
krónum talið miðað við t.d. sóknar-
konu eða skrifstofustúlku og
launaflokkamir gliðnuðu sífellt í
sundur.
Maður skyldi nú halda að eftir
allt talið um aukinn launajöfnuð
fyrir síðustu kjarasamninga yrðu
kauphækkanimar í byijun desem-
ber sl. látnar ganga til láglauna-
fólksins og því veittar ríflegar
bætur á laun sín. Nei, ónei. Aðilar
vinnumarkaðarins (sem að jafnaði
eru hálaunamenn) sáu um sig, og
létu launauppbótina ganga í % upp
allan launastigann, og höfðu allt
sitt á þurru áður en farið var að
semja um hvað væri eftir af efna-
hagskökunni. Alþýðubandalagið er
því aðalhöfundamir að mislauna-
stefnunni.
Þingkonurnar
Um Kvennalistann er fátt að
segja. Hann virðist í fljótu bragði
vera tiltölulega meinlaust æxli, vax-
ið út úr Alþýðubandalaginu og
fylgir því enda í flestum málum.
Málsvarar bænda
og dreif býlis
Framsókn hefur talið sig mál-
svara dreifbýlis og landbúnaðar
(þ.e. landsbyggðar). Aldrei hefur
straumur fólks úr dreifbýli verið
örari en nú, og svo virðist mörgum
að það ætli að vera hlutskipti Fram-
sóknar að veita landbúnaðinum
náðarhöggið, eftir að kratar og
aðrir „bændavinir" eru búnir að
naga rætur hans nægilega mikið.
Einnig tókst þeim með dyggri að-
stoð Alþýðubandalagsins að hleypa
þjóðinni í svo hrikalegar skuldir
(sem að verulegu leyti fóm í arð-
lausar fjárfestingar og að auka
sælu velferðarríkisins) að aðeins
vextirnir af þeim draga lífskjörin í
landinu stórlega niður.
Ólafur Þorláksson
„Því vil ég segja við
flokkana: Hafið stefnu
ykkar skýra. Lof ið
kjósendum minna, en
standið við það sem lof-
að er, þá mun ykkur
betur farnast."
Flokkur allra stétta
Báknið burt var einu sinni kosn-
ingaslagorð Sjálfstæðisflokksins.
Þeir hafa jafnan talið sig málsvara
einstaklingsfrelsis til athafna,
minnkandi ríkisumsvifa, lægri
skatta og niðurgreiðslu á skuldum.
Niðurstaðan af þeirra stjómartíð
er sú, að aldrei blómstrar báknið
betur en nú, og sífellt aukast
skuldir ríkisins og sífellt hækka
álögur á landslýðinn. Og varla
minnkar báknið með fyrirhuguðum
virðisaukaskatti. Betur væri þeim
mannafla varið, sem sjá á um út-
reikninga hans og innheimtu, að
beina honum í framleiðslustörf.
Stjómmálamönnum verður að skilj-
ast að aukin framleiðsla er undir-
staða bættra lífskjara, en ekki
aukin skattheimta. Það er helst
Sverrir Hermannsson sem sýnir lit
í að reka hausinn í báknið öðm
hvom, en rekur sig jafnan í vegg
hagsmunahópa og hrökklast von-
svikinn til baka.
Pínulitli flokkurinn
Alþýðuflokkurinn virðist í bili
nokkuð óskrifað blað, af þeirri ein-
földu ástæðu að hann hefur ekki
haft tækifæri til mikilla skemmdar-
verka í hálfan annan áratug, að
undanteknum smátíma, er hann
gekk í eina sæng með Framsókn
og Alþýðubandalagi, en hljóp þaðan
fljótlega burt. Væntanlega til að
halda hreinleika sínum gagnvart
þessum flokkum, líkt og óspjölluð
piparmey. Og hefur raunar verið
upptekinn af því síðastliðna hálfa
öld að skipta sér, líkt og veira,
vegna innanhússerfíðleika, varenda
oft nefndur pínulitli flokkurinn. En
nú virðast bútarnir vera famir að
skríða saman, undir forystu hins
bráðhressa og máiglaða framsókn-
arhatara Jóns Baldvins Hannibals-
sonar.
Gató hinn rómverski endaði jafn-
an ræður sínar á að leggja til að
Karþagó yrði eytt. Jón Baldvin
kryddar jafnan ræður sínar með því
að Framsókn sé spilltur flokkur og
vondur sem þurfí að eyða. Jón virð-
ist bara ekki muna að sama faðemið
stendur að báðum flokkunum. Þeir
em því eins konar hálfbræður. Enda
unnu þeir saman í þeim anda á
fyrstu ámnum og komu mörgum
góðum málum fram, svo sem vöku-
lögunum, almannatryggingum,
skólamálum o.m.fl.
En þegar Alþýðuflokkurinn fór
að skipta sér byijuðu sambúðarerf-
iðleikamir þama á milli, svo nú
virðist vera þar fullur fjandskapur.
Hafa kratar notað hvert tækifæri
til að koma þjóðinni í skilning um
að Framsóknarflokkurinn saman-
standi af misyndismönnum, fjár-
svikurum og jafnvel morðingjum.
Svo jafnvel sjálfstæðismönnum hef-
ur þótt ástæða til að setja ofan í
við kratana, þó íhaldið hafí ekki
kallað allt ömmu sína í þessum efn-
um hér fyrr á ámm.
Stjómmálsefna Alþýðuflokksins
er nokkuð mótsagnakennd. Jón
Baldvin segir hana vera vinstra
megin við miðju. Mörgum mun hún
þykja hún vera báðum megin við
miðju. Dæmi: Kratar boða að opin-
berir aðilar skuli eiga allt land, allar
ár og vötn ásamt hlunnindum,
(samanber hveijir eiga Island).
Þama em þeir vinstra megin við
harðsoðna kommúnista. En í sam-
bandi við sölu á landbúnaðarvömm
boða þeir fijálsan markaðsbúskap,
óhefta samkeppni, sem teljast verð-
ur hrein (svokölluð) fijálshyggju-
Kristur neytti af
ávexti vínviðarms
eftír Öðin
Pálsson
Enda engin rök færð fyrir því í
svari S.R. Haralds til mín, enda
hafa þau ekki fundist. Drottinn
Jesú og lærisveinar hans hafa aldr-
ei boðið notkun áfengra vína, fyrir
þvi em engin skrif né vitnisburður
frá upphafi heims allt til þessa dags.
Guð valdi Jóhannes Sakaríasson
til að greiða veg Drottins og und-
irbúa þjóðina áður en Jesús fór að
prédika opinberlega. Engillinn
Gabríel var sendur frá himnum og
hafði þessi gleðitíðindi að færa for-
eldrum hans. „Hann mun verða
mikill fyrir augliti Drottins. Og
hann mun ekki drekka vín né áfeng-
an drykk, en hann mun fyllast
heilögum anda þegar frá móðurlífi"
(Lúkas 1—15). I boðskap Gabríels
er gerður alger greinarmunur á víni
og áfengum drykk. Enda var þess
þörf að greina hér á milli, því að
margs konar heiðindómsboðendur
höfðu notað afurðir jarðar til að
gjöra úr þeim áfenga drykki. Eg
hefí áður skrifað að Drottinn sagði
þjóni sínum á vomm dögum, að
engir væm sekari en þeir sem not-
uðu afurðir jarðar til að gjöra úr
þeim áfenga di-ykki, enda eru það
þau öfl sem eitra og eyðileggja jcirð-
ina.
Nýr lögur vínbeijanna er það vín
sem guðsfólk talar um, og er ekki
áfengur, því ekki væri hægt að tala
um gott og vont vín ef allt vín
væri áfengt. Ef Guðs andi býr í
manni, þá er engin löngun í áfengi
eða önnur vanabindandi efni og
drykki. Satan (Lúsifer) engill myrk-
urs og dauða hefir fyllt mannkynið
anda sínum, og leitt mennina út í
alla þá óreglu og eiturlyfjaneyslu
sem viðgengst í heiminum, og því
er ritað í bók Guðs á þessa leið:
Gjörið iðran og snúið yður til mín
segir Dottinn. Páll Postuli kjörinn
af Jesú til að boða heiðingjunum
fagnaðarerindið, kennir að ávextir
Guðs anda séu bindandi. (Galatabr.
5—23). Þess vegna er hófdrykkja
og hverskonar áfengisnotkun
ávextir annars anda en Guðs. Krist-
ur neytti af ávexti vínviðarins og
enginn verður ölvaður af því.
Miklir atburðir hafa oft orðið af
áfengisneyslu og í drykkjuveislum.
Guð sendi þjón sinn Kýrus frá
Persíu til að hertaka öflugasta og
ríkasta ríki heims til forna, Babílon,
og hertaka það, og bijóta í rúst er
drykkjuveisla stóð yfir í Konungs-
höllinni. Alexander mikli er sagður
hafa dmkkið sig í hel eftir sigra í
hernaði, og hans mikla ríki splundr-
aðist í fjóra parta. Afengið veldur
sannarlega tortímingu manna og
þjóða.
S.R. Haralds víkur að því hvað
hafi verið í bikar Krists og læri-
sveinanna við síðustu kvöldmáltíð.
Biblían segir skilmerkilega frá því
á þessa leið. „Og hann tók bikar,
og gjörði þakkir og mælti: Takið
þettað og skiptið því á meðal yðar;
því að ég segi yður, að ég mun
ekki uppfrá þessu drekka af ávexti
vínviðarins, uns Guðsríki kemur,“
(Lúkas 22—17—18). Þarna er verið
að tala um lög vínbeijanna nýjan
og ferskan, og ekkert gefur til
kynna að um áfengi sé að ræða.
Svo víkur S.R.H. að Nóa eftir
flóðið. Flest á nú að hafa sér til
málsbóta, en það mun engum duga
þó að Nói hafi dmkkið sig einu sinni
fullan óviljandi rúmlega 600 ára
gamall. Hann vissi ekki að vínið var
áfengt, það má ráða af viðbrögðum
sona hans. „Nói gjörðist akuryrkju-
maður og plantaði víngarð. Og hann
drakk af víninu og varð dmkkinn
og lá nakinn í tjaldi sínu.“ Þessi
lögur hefur verið gamall og áfeng-
ur. Þettað vakti strax mikið
hneyksli sona hans þegar fréttin
barst, og má af því ráða að það
hafi verið í fyrsta skipti sem Nói
varð dmkkinn (1 Mós. 9.21—23).
Ekki er framar minnst á að Nói
hafi orðið dmkkinn eftir þettað. En
Nói lifði eftir flóðið 350 ár.
Það sætir furðu að margir neyt-
endur áfengis nú á dögum gera
engan mun á víni og áfengum
drykk, og þeirra mesta kappsmál
er að gera Krist að kennara í áfeng-
isneyslu og líkan sér, sem hvergi
er þó stafur fyrir. Það er myrkra-
höfðinginn sem er kennari þeirra
og guð. Og var áfengisneysla eitt
af ráðum hans til að eyðileggja
mannkynið, og sést sú eyðilegging
í flestum löndum heims.
Jóhannes skírari drakk ekki vín
né áfengan drykk, hann fór eftir
því sem engillinn boðaði föður hans.
Og Jóhannes sagði um Jesúm: Sjá
Guðs lambið, er ber synd heimsins,
maður sem hefír verið á undan
mér, og skóþveng hans er ég ekki
verður að Ieysa“ (Jóh. 1—27—30).
Jóhannes hefði ekki sagt þettað ef
Jesús hefði fetað í spor óguðlegra
manna og kvenna, sem kenna notk-
un vímugjafa hverskonar.
SÁÁ talar um áfengið sem mesta
mein aldarinnar. En það furðulega
er að þetta mikla mein er komið
frá Satan og sjálfu Alþingi íslend-
inga, og væri best fyrir þingliðið
að hætta sölu á þessu voðalega eitri
sem veldur þessu mikla meini aldar-
innar. Ég er alveg viss um að
forsetinn okkar góði yrði fljótur að
skrifa undir lög um afnám áfengis-
sölu í landinu okkar spillta, og yrði
þá landið okkar miklu betra á eftir.
Það hefír verið stór synd þegar fólk-
ið kaus þingliðið sem setti áfengis-
lögin, og heldur þeim við eftir
hveijar kosningar. Þannig verður
fólkið þátttakandi í þeim glæpum
sem áfengið og tóbak valda. Þeir
sem endilega vilja neyta áfengra
drykkja ^geta bmggað sitt áfengi
Óðinn Pálsson
„Hvergi í Biblíunni er
skýrt frá því að Kristur
hafi drukkið áfengt vín,
og ekki heldur að hon-
um hafi verið boðið það
af nokkrum.“
sjálfír og bera þá sjálfir ábyrgðina
að fullu.
Nú ætti enginn að kjósa þingliðið
lengur, sem býr til hvert meinið af
öðm. Og svo í ofanálag halda fólk-
ið og landstjórnarmennirnir að það
sé hægt að lækna meinin í þjóð-
félaginu með þvi að halda áfram
að selja eitrið sem meinunum veld-
ur.
Og svo öll boðorðin um ágirndina
sem eru þessu tengd, þau þarf sem
skjótast að leggja niður á því háa
Alþingi og almennt. Það er kominn
timi til að muna eftir orði Drottins
er stendur svo: Ég hefí sýnt yður
eftirdæmi. Það er kominn tími til
að embættismenn sýni góða fyrir-
mynd, og hætti að lifa í vímuefna-
transi dýrkandi gullkálfínn, kannski
gæti S.R. Haralds hjálpað til í þess-
um efnum, og væri þá ekki lifað
til einskis.
En ávextir andans em bindindi
(Gal. 5—23). Hér og víðar bannar
Biblían áfengisneyslu og hverskon-
ar óreglu í mat og drykk. Enginn
sem trúir á Drottin í alvöm notar
nein vímuefni á meðan andi Guðs
býr í honum. Því löngunin er ekki
til staðar í slíka hluti. Það er aðeins
vegna tilkomu syndarinnar, sem
kom fyrir brot á Guðs lögum og
fæddi af sér dauða og sjúkdóma,
að notast þarf við spíra og geijuð
vín til lækninga á sumum meinum,
og eins ef menn og skepnur verða
fyrir miklum kulda.
Það hlýtur að vera voðalega eitr-
að vínið sem S.R. Haralds drekkur
þegar mörgum versum í 56. kafla
Jesaja er snúið um allt annað efni
en þar er talað um, það er óhætt
að segja að áfengið gerir fólk
ruglað, eins og önnur vímuefni. Í
gamla heiminum fyrir flóðið vom
hjáguðadýrkun og kynvilla stærstu
syndirnar sem eyðilögðu jörðina og
mannlífíð.
„Og Guð leit á jörðina, og sjá,
hún var spillt orðin; því að allt hold
hafði spillt vegum sínum á jörð-
inni“ (1 Mós. 6—12). Það er einmitt
það sama sem er að gerast í heimin-
um á vomm dögum. Þess vegna
framsetti Jesú þessi orð, mun þá
mannssonurinn fínna trúna á jörð-
inni er hann kemur. Hann vissi um
ávextina af margra alda skurðgoða-
dýrkun. Sannarlega er jörðin full
af glæpaverkum og glæpakenning-
um. Mennirnir hafa gleymt Jesú og
boðskap hans. En lækninguna er
aðeins að fínna í þeim boðskap.
Áfengisneysla vex stöðugt þrátt
fyrir fræðslu um illar afleiðingar
hennar, það segir sína sögu. Á
meðan áfengi er selt verða bindind-
ishreyfíngin og áfengisvamarráð
eins og mýs undir fjalaketti, eða
eins og verið sé að moka sandi í
botnlausa tunnu. Þess vegna_ eiga
þessar hreyfingar og SAA og
læknasamtök og allir bindindis-
menn að beijast gegn áfengisvá og
losa um töfradmslur þær sem
blinda landstjómarmennina svo þeir
sjái öll drykkjuhælin frá Suðurlandi
til Vesturlands, og þá óskaplegu
glæpi sem framdir em undir áhrif-
um áfengis.
ísland vímulaust land, fyrir-
myndarland.
Höfundurer verkstjóri hjá
Landssímanum.