Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 51
_______MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987_; Frelsishreyfing eða hryðjuverkasveitir stefna lengst til hægri. Jafnvel einn þingmaður þeirra kom fram með kvörtun á löggjafarsamkundu þjóð- arinnar „að nú ætluðu búkarlar að fara að gerast svo digrir“ að vilja ráða afurðasölumálum sínum sjálf- ir. Ég man þá tíð að samtök laun- þega voru lítil og ekki hátt skrifuð (eins og bændur eru núna). En með vaxandi krafti samtaka sinna eru þau orðin það sterk, að sagt er að þau geti ráðið því sem þau vilja bak við tjöldin. Mannskepnan er alltaf sjálfri sér lík, að hafa tilhneigingu til að fótum troða þann sem minna má sín. Það er sem ég sjái svipinn á foringjum launastéttanna ef t.d. Stéttarsamband bænda færi að blanda sér með grófum hætti í kjaramál þeirra. Heimta að vinnu- taxtar yrðu afnumdir eða krefðust innflutnings á ódýru vinnuafli. Og ríkisstjórnin lét skuggamálaráðu- neytið svínbeygja sig í þessu efni í nýafstöðnum kjarasamningum. „Það er helvíti hart að vera kúgað- ur af flatlús,“ heyrði undirritaður Einar sáluga Benediktsson segja einhverju sinni er hann var að lýsa óánægju sinni með stjórnarfarið í þá daga. Stéttarsamband bænda gæti kannski tekið undir þessi orð. I skattamálum er stefna Al- þýðuflokksins sú að afnema beri stighækkandi tekjuskátt. Með öðr- um orðum að hætta að refsa mönnum fyrir að nenna að bjarga sér. Undir þetta sjónarmið má vel taka. En þetta er einmitt sú stefna í skattamálum sem ftjálshyggju- menn (svokallaðiij lengst til hægri hafa boðað. En á móti boða kratar stórhækkaða eignaskatta, sem þýð- ir að refsa skuli mönnum fyrir sparnað og góða meðferð fjármuna. Þetta tel ég vera hreina vinstri stefnu í pólitíkinni. Það stangast því margt á í stefnu kratanna. Mér hefur orðið tíðræddara um kratana en aðra flokka af þeirri ástæðu, eins og fyrr segir, að þeir hafa á undanförnum árum ekki verið í aðstöðu til að fremja nein skemmdarverk. I skjóli þess hafa þeir verið að setja upp eins konar skírlífissvip og telja sig öðrum flokkum hreinni. En ekki bendir stefnuskrá þeirra til að svo verði, komist þeir í aðstöðu til að fram- fylgja henni. Að lokum þetta Churchill gamli lofaði þjóð sinni ekki öðru en erfiði, svita, blóði og tárum en sigri að lokum, og stóð við það allt, og var dáður af þjóð- inni fyrir. Því vil ég segja við flokkana: Hafið stefnu ykkar skýra. Lofið kjósendum minna, en standið við það sem lofað er, þá mun ykkur betur farnast. Með ósk um góða kosningu á komandi vori. Höfundur er bóndi. eftirEinar * Olafsson í skrifum Morgunblaðsins um El Salvador að undanfömu hefur gætt nokkurs misskilnings sem kemur fram í hnotskurn í Staksteinum 20. febrúar. Þar segir svo: „Þjóðfrelsis- hreyfingin" ... er að sjálfsögðu ekki annað en hryðjuverkasveitir skæruliða konimúnista. E1 Salvador- nefndinni finnst sjálfsagt að senda þeim vopn. Þessi ofbeldisöfl eiga það sammerkt með svonefndum „dauða- sveitum hægrimanna", að þau vilja lýðræðislega umbótastjórn Duartes forseta feiga, en forsetann má telja jafnaðarmann á evrópska vísu.“ Ritstjórn blaðsins og lesendum til fróðleiks langar mig til að rekja í stuttu máli tildrög borgarastríðsins í El Salvador og tilurð frelsishreyf- ingarinnar. Tildrög borgara- stríðsins Þegar borgarastríðið hófst var efnahagsleg þróun komin lengra í EI Salvador en öðrum löndum Mið- Ameríku. Framleiðsla hafði aukist mjög mikið með aukinni tækni og stærri framleiðslueiningum bæði í landbúnaði og iðnaði. En þessar framfarir höfðu dökkar hliðar því að samfara þeim jókst misskipting auðs- ins og lífsgæðanna sem var þó ærin fyrir. Árið 1961 höfðu 11,8% sveita- fjölskyldna ekkert jarðnæði en 41% árið 1975. Æ færri aðilar réðu út- flutningsframleiðslu landbúnaðarins. Árið 1971 áttu 0,5% fyrirtækja í landbúnaði 34% jarðnæðisins. Þar á ofan átti sami aðili oft mörg fyrir- tæki, þannig áttu árið 1971 sex fjölskyldur jafnmikið jarðnæði og 80% sveitafólks átti til samans. Upp- flosnaðir og atvinnulausir smábænd- ur hröktust til bæjanna en iðnvæðingin þar byggðist mjög á stóriðju sem skapaði fá störf. Þannig versnuðu lífskjör alþýðu samfara mikilli efnahagsþróun og auðsöfnun eignastéttarinnar. En kröfumn alþýðunnar og til- raunum hennar til að bindast samtökum var mætt með óbilgirni og ofbeldi. Lýðræðislegt stjórnarfar átti erfitt uppdráttar, herforingjar fóru með völdin og þjónuðu eigna- stéttinni. Og ef henni líkaði ekki gerðir forsetans kom í ljós að vald hans var æði takmarkað, þótt hann væri hershöfðingi. Árið 1976 hugðist stjórn herforingjans Molina lægja óánægjuöldumar með því að kaupa land af stóijarðeigendum og deila því út, en jarðeigendurnir brugðust hinir verstu við og beittu dauðasveit- um sínum. Andstaða þeirra og viðbrögð ógnuðu pólitískri stöðu for- setans, hann hætti við umbæturnar og beitti alþýðuhreyfinguna þess í stað ofbeldi. Þessi atburður var mjög einkennandi fyrir það ástand sem borgarastríðið er sprottið upp úr. Hrein efnahagsleg völd hinnar fá- mennu eignastéttar eru gífurleg. Hershöfðingjarnir eru þý hennar sem hún skákar hveijum gegn öðrum eftir þörfum og auk þess styðst hún við einkaheri, dauðasveitimar. Dauðasveitirnar voru ekkert nýtt fyrirbæri árið 1976. Þær fóm að myndast um 1960 og um 1970 hafði samband þeirra, ORDEN, komið sér upp neti um allt landið. Það var eng- in tilviljun að dauðsveitirnar fóm að myndast um 1960 því að um svipað leyti fór alþýðan að skipuleggja sig í lýðræðissinnaða stjómmálaflokka, verkalýðsfélög og önnur hagsmuna- samtök. Fyrir forsetakosningamar 1972 mynduðu stjórnarandstöðuflokkarnir kosningabandalag og buðu fram til forseta José Napoleón Duarte, for- ingja kristilegra demókrata, og til varaforseta Guillermo Ungo, foringja sósíaldemókrata. Þeir náðu þó ekki kjöri og stuðningsmenn þeirra töldu að kosningatölum hefði verið hag- rætt. í kosningunum 1977 var kosningasvindlið enn grófara en fyrr og í kjölfar þess vom miklar mót- mælaaðgerðir, en stjómin og eigna- stéttin svömðu með ofbeldisverkum. Nú fór stjómarandstöðunni að verða ljóst að kosningar vom enginn kostur fyrir hana og að undirlagi hennar rændu ungir, fijálslyndir her- foringjar völdum haustið 1979. í stjórn þeirra settust meðal annarra Guillermo Ungo og félagar úr kom- múnistaflokknum, kristilega demó- krataflokknum og öðmm stjóm- arandstöðuflokkum, og til að hafa herinn góðan fengu tveir íhaldssamir herforingjar mikilvæg sæti í stjóm- inni. Sem vænta mátti gerði alþýðan miklar kröfur til þessarar stjórnar, en sérhvert skref sem stjómin steig til umbóta vakti upp hatrammt andóf hægri manna og eignastéttarinnar. Ofbeldisverk, morð og mannshvörf héldu áfram án þess að stjómin fengi við neitt ráðið. Það kom fljótt í ljós að stjórnin mátti sín einskis. Fijáls- lyndum meðlimum stjórnarinnar varð ljóst að þessi leið var ófær og sögðu af sér hver af öðmm. Frelsishreyfingin Skæmliðahópar fóm að myndast um 1970. Þeir vom þó lengi vel fá- mennir. Hins vegar óx óvopnuðum alþýðusamtökum mjög fiskur um hrygg. Þessi samtök sameinuðust árið 1980 í Byltingarsinnuðu lýðræð- ishreyfingunni, FDR. í þessa sam- Einar Ólafsson „Ritstjórn blaðsins og lesendum til fróðleiks langar mig til að rekja í stuttu máli tildrög borgarstríðsins í E1 Salvador og tilurð f relsishrey f ingarinn- ar.“ fylkingu gengu sósíaldemókrata- flokkurinnn (MNR) og Sósíalkristi- lega alþýðuhreyfingin, en það vom samtök kristilegra demókrata sem gengu úr flokknum vegna ágreinings um stjómarþátttöku. Margir þeirra ráðherra sem sögðu af sér urðu for- ystumenn í FDR, þar á meðal sósíaldemókratinn Guillermo Ungo, kristilegi demókratinn Rubén Za- mora sem hafði verið náinn sam- starfsmaður Duartes, og Ramán Mayorga, rektor kaþólska háskólans í San Salvador. Haustið 1980 sameinuðust skæm- liðahreyfingarnar í Þjóðfrelsisfylk- ingu Farabundo Martí, FMLN. FDR tók nú upp nána samvinnu við FMLN og einu nafni em þessar tvær sam- fylkingar gjaman nefndar frelsis- hreyfingin í E1 Salvador. Þessi hreyfing er breiðfylking, í henni em bæði róttækir kommúnistar, jafnað- armenn eins og Ungo og menn sem koma úr borgaralegum flokkum eins og Kristilega demókrataflokknum. Þessa breiðfylkingu segir Morgun- blaðið ekki vera „annað en hryðju- verkasveitir skæmliða kommúnista" sem stefni að „austur-evrópskum sósíalisma" (Staksteinar 13. feb.). Þessar „hryðjuverkasveitir" hafa um nokkurra ára skeið ráðið um þriðjungi landsins og haft sterk ítök víða utan yfirráðasvæðis síns. Gegn þeim hefur barist her sem naut árin 1984—85 350 milljóna dollara að- stoðar frá Bandaríkjunum og þá Margrét Björgvinsdóttir skrifar frá Winnipeg: Ár í Ólympíuleikanna í Calgary Nú er rétt ár þar til Vetrar- Ólympíuleikarnir í Calgary í Kanada verða settir þann 13. febrúar 1988. Undirbúningur hef- ur staðið lengi og gengið á ýmsu. Fróðustu menn um Vetrar- Ólympíuleika segja þó að Calg- ary-menn hafi staðið sig með ágætum og undirbúningur líklega aldrei haft svo ömggan framgang og framkvæmdir aldrei svo langt komnar heilu ári fyrir leikana. Formaður ólympíunefndarinnar í Calgary hélt fyrr í mánuðinum til Lausanne í Sviss til að leggja framkvæmdaskýrslur fyrir Al- þjóða. ólympíunefndina. Ólympíuleikar hafa aðeins einu sinni áður verið haldnir í Kanada, árið 1976 í Montreal. Þá fór kostnaður langt fram úr öllum fjárhagsáætlunum, en enn stand- ast allar áætlanir í Calgary. Þessi vetur hefur verið tiltakan- lega snjóléttur í mið- og vestur- fylkjum landsins og hefur það valdið nokkmm áhyggjum og m.a. tafið frágang brauta og fram- leiðslu á gervisnjó sem notaður er m.a. við gerð sleðabrauta. Sandfok úr snjólausum hlíðum Klettafjalla hefur og tafið fram- kvæmdir. í Alpagreinum verður keppt á Mount Allan í Klettafjöllunum, sem er 91 km suðvestan við Calg- ary. Þar hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skíðabrautum. Þær hafa verið breikkaðar og endurskipulagðar á ýmsan hátt. I upphafi kom fram gagnrýni á val ólympíunefndar- innar á Calgary á Mount Allan, en eftir breytingarnar sagði for- seti Alþjóða skíðasambandsins, Marc Hodler frá Sviss, Mount Allan vera eitt besta skíðaland í heimi. Almenningi hefur gengið erfið- leika að ná sér í miða og hefur framkvæmdanefndin sætt ámæli fyrir dreifingu á þeim. Talað er um að „ólympíufjölskyldan", þ.e. Alþjóða ólympíunefndin, nefndar- menn víðs vegar að úr heiminum, ýmiss konar stórmenni og stuðn- ingsfólk leikanna hafi verið nokkuð stórtækt og rúm 10% allra miða runnið til þeirra. Nú þegar er uppselt á 43 greinar af þeim 128, sem keppt verður í, og þó aðallega þær sem keppt er í innan- húss, svo sem skautaíþróttir, hokkí o.fl. í athugun er að stækka áhorfendasvæðin og bæta við sætum og stæðum. Gistirými á hótelum er næstum fullbókað í Calgary og nágrenni og leitað hefur verið til einkaheim- ila. Reglur verða í gildi um verðlag á hótelum og veitingastöðum til að girða fyrir að vonir um stund- argróða taki völdin af annars heiðarlegu fólki í Calgary. 51 ótalin efnahagsaðstoð til stjórnarinn- ar sem nam 650 milljónum dollara. Til samanburðar geta menn íhugað árangursleysi kontra-„skærulið- anna“ í Nicaragua sem ekki njóta stuðnings íbúanna. „ Jaf naöarmaðurinn“ Duarte Morgunblaðið kallar Duarte for- seta .jafnaðarmann á evrópska vísu“. Hér er undarlegur misskilning- ur á ferð. í öllum grundvallaratriðum er stefna Kristilega demókrata- flokksins í E1 Salvador í samræmi við stefnu annarra kristilegra demó- krataflokka bæði í Rómönsku Ameríku og Evrópu, og eins og flest- ir vita eru þeir hreint engir jafnaðar- flokkar. Þó var flokkurinn í EI Salvador ef til vill nær jafnaðarstefn- unni á ýmsum sviðum en þeir flokkar sem við þekkjum best í Evrópu, en í forsetatíð Duartes hefur hann færst mjög til hægri. Duarte var í útlegð erlendis þegar byltingarstjórnin var mynduð árið 1979. Stjóm Carters Bandaríkjafor- seta hafði fylgst með valdaráninu með efablandinni velþóknun, enda taldi hún mikilvægt að fijálslyndari stjóm tæki við til að minnka spenn- una og draga úr hættunni á byltingu eins og í Nicaragua. Bandaríkjastjóm hafði nú frumkvæði að því að Du- arte tæki að sér að bjarga þessari stjóm sem fijálslyndir borgaralegir stjórnmálamenn höfðu snúið baki við og íhaldsamir herforingjar réðu nú. Um það leyti sem Duarte tók sæti í stjóminni varð gerð áætlun um umbætur í landbúnaði og uppskipt- ingu jarða. Þessar áætlanir báru lítinn árangur annan en harkaleg viðbrögð dauðasveitanna. Árið 1980 voru 12.000 óbreyttir borgarar myrt- ir og 16.000 árið eftir. Árið 1984 voru forsetakosningar. Það ár voru 50 óbreyttir borgarar myrtir á viku. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hvaða möguleika aðildarsamtök frelsishreyfíngarinnar höfðu á þátttöku í þessum kosning- um, enda sátu þau hjá. Duarte naut stuðnings Bandaríkjastjórnar og vann umtalsverðan sigur, en þess ber að geta að kjörsókn var aðeins um 50%. Bandaríkjastjórn þarf lýðræðis- lega kjörinn forseta með þokkalegt andlit, þótt ekki sé nema að nafninu til, til að geta réttlætt hemaðarað- stoð sína. Þannig þarf eignastéttin líka á Duarte að halda til að fá þessa aðstoð. Þegar til kemur er Duarte aðeins leppur. Það skiptir því ekki máli hvort Duarte er jafnaðarmaður eða hvort stjórn hans er kölluð lýðræðisleg umbótastjórn. Það sem skiptir máli er að öllum kröfum alþýðu og öllum umbótatilraunum, hvort sem í hlut hafa átt stjórn Duartes eða aðrar stjórnir, hefur verið svarað með of- beldi og blóðsúthellingum. Frelsis- hreyfmgin hefur lagt fram tillögur um friðarsamninga en Duarte gerir þá kröfu að hreyfingin leggi niður vopn. Það er augljóst að hún getur ekki gengið að því. Duarte hefur enga möguleika á að tryggja öryggi hennar fyrir lögreglu, her og óopin- bemm dauðasveitum. Ef til vill veldur fáfræði undarleg- um málflutningi Morgunblaðsins varðandi E1 Salvador. En mér er þó hulið hvað blaðinu gengur til með þeim rökum að vinstri sósíalistar ráði E1 Salvador-nefndinni og meðal heimilda nefndarinnar sé tímarit sem trotskíistar gefa út (reyndar mjög vandað tímarit). Frelsishreyfingin í E1 Salvador er hvorki betri né verri þótt hún njóti stuðnings vinstri sósí- alista á sama hátt og samúð Morgunblaðsins með andófsmönnum í Sovétríkjunum breytir engu um ágæti þeirra. Þar sem Morgunblaðið virðist hafa fengið áhuga á heimildum um E1 Salvador vil ég geta helstu heimilda að baki þessari grein: Robert Am- strong og Janet Shenk: E1 Salvador: The Face of Revolution, Pluto Press, London 1982. Marvin E. Gettleman o.fl (ritstj.): E1 Salvador: Central America in the new Cold War, Grove Press, N.Y. 1981 (í þessu riti eru 54 ritgerðir eftir ýmsa fræði- menn og stjómmálamenn). NACLA Report on the Americas nr. 1 1986, þijár greinar um Duarte eftir Ignacio Ellacuría, rektor Miðameríkuháskól- ans í E1 Salvador og rannsóknarhóp við háskólann. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.