Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Ríkissjónvarpið og blaðamannafundur Þorsteins: Fréttastofan vildi opna á fimmtudegi -en ráðamennirnir töldu til- efnið ekki vera nægilegt „Já, það er rétt. Fréttastofan lagði það til við framkvæmda- stjóra sjónvarps og útvarps- stjóra, að blaðamannafundur Þorsteins Pálssonar yrði sýndur í sjónvarpinu í gærkvöld ásamt öðrum fréttum, sem við vorum að vinna að, viðtali við forsætis- ráðherra og ummælum Alberts frá okkar manni í Kaupmanna- höfn. Þessu var þó alfarið hafnað,“ sagði Ingvi Hrafn Jóns- son, fréttastjóri sjónvarps í viðtali við Morgunblaðið. Borgarstarfs- menn: 900 greiddu atkvæði í gær „Við mátum það þannig, að hér væri um að ræða stórpólitíska frétt en framkvæmdastjórinn og út- varpsstjóri höfnuðu því á þeirri forsendu, að hún væri ekki nægi- lega stór til að réttlæta opnun á fímmtudegi," sagði Ingvi Hrafn. Ingvi sagði, að allur mannskap- urinn hefði verið til og unnt að gera þetta á einfaldan máta en því miður hefði ekki af því orðið. Hefði fréttastofan eindregið mótmælt þessari ákvörðun en hafa bæri þó í huga, að útvarpsstjóri og fram- kvæmdastjórinn væru þeir menn, senm daglega þyrftu að glíma við erfíð ijármál stofnunarinnar. Sagði Ingvi að lokum, að það væri hart að sitja uppi með, að ekki mætti segja fréttir á fímmtudögum, sjón- varpslaust kvöld á sama tíma og sjónvarpað væri á fullu á annarri stöð. Morgunblaðið/Olafur K. Magnusson TÓLF ÞINGMENN HÆTTA Tólf alþingismenn gefa ekki kost á sér til end- urkjörs í þingkosningunum 25. apríl n.k. Þeir sátu síðasta þingfund sinn í gær og að loknum þinglausnum var þessi mynd tekin af þeim fyrir framan Alþingishúsið. Þeir eru f.v. Helgi Seljan (Abl.-Al.), Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.-Rvk.), Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.), Þórar- inn Siguijónsson (F.-Sl.), Ellert B. Schram (S.-Rvk.), Kolbrún Jónsdóttir (A.-Ne.), Kristin S. Kvaran (S.-Rn.), Garðar Sigurðsson (Abl.- Sl.), Stefán Benediktsson (A.-Rvk.), Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (KI.-Rvk.), Ingvar Gíslason (F.-Ne.) og Pétur Sigurðsson (S.-Rvk.). Sjá frásögn af síðasta degi þingsins á bls. 30 og 31. Ný lög um orlof: Orlof fer ekki um Póstgíróstofuna Greitt launþegum beint við upphaf sumarleyfis Atkvæðagreiðsl- unni lýkur í kvöld RÉTT rúmlega 900 borgarstarfs- menn greiddu atkvæði um nýju kjarasamningana i gær, en síðari dagur atkvæðagreiðslunnar er i dag og iýkur henni klukkan 21. Haraldur Hannesson formaður starfsmannafélagsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að þriðjungsþátttaka fyrri daginn væri í minna lagi miðað við það sem menn hefðu átt von á, en atkvæðis- rétt hafa um 2700 borgarstarfs- menn. Atkvæðagreiðslan fer fram í skrifstofu starfsmannafélagsins, Grettisgötu 89, og stendur frá klukkan 10 til klukkan 21 í kvöld. ALÞINGI samþykkti í gær ný lög um orlof, sem meðal annars kveða svo á, að orlofsfé fari ekki lengur i gegn um Póstgíróstof- una heldur skuli vinnuveitendur greiða út orlofsféð til starfs- manna næst síðasta virkan dag áður en orlof er tekið. Ennfrem- ur verður heimilt að vinnuveit- andi leggi orlofsféð reglulega inn á reikning á nafni viðkom- andi launþega í banka eða sparisjóði og verði féð laust til útborgunar i upphafi orlofstíma- bils. Þá verður heimilt að greiða mánaðarkaupsfólki orlofslaun éc sama tíma og reglubundnar launagreiðslur fara fram. Fyrrgreind atriði eru helztu breytingar frá eldri lögum um orlof. í nýju lögunum reiknast orlofs- dagafjöldi þannig að launþegi ávinnur sér tvo daga fyrir hvem mánuð, sem hann vinnur. Megin- reglan er sú, að orlofíð verði veitt í einu lagi á tímabilinu 2. maí til 15. september, en frávik frá því eru heimil af ýmsum ástæðum. Lögin rýra ekki víðtækari eða hagkvæm- ari orlofsrétt samkvæmt öðrum lögum eða venjum. Orlofslaun verða 10,17% af öllum launum viðkomandi, fái hann ekki Iaunað sumarlejrfi, en annars reikn- ast orlofslaun aðeins af jrfírvinnu. Orlofslaunin skal reikna við hveija launagreiðslu þannig, að af heildar- launum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi stafsmanns, að lág- marki 10,17% miðað við lágmarks- orlof. Reiknuð orlofslaun fyrir hvert launatímabil skulu kauptryggð. Orlofslaun fyrir hvert launatímabil reiknast í dagvinnutímum og skulu þau skráð sérstaklega á launaseðil við hveija launagreiðslu, bæði sam- tala áunninna orlofslauna frá upphafi orlofsárs og orlofslaun vegna þess greiðslutímabils. Orlofs- launin skal miða við dagvinnutíma- kaup starfsmannsins eins og það er fyrsta dag orlofsins. V erzlunarskólinn: Kennarar höfnuðu til- Halldór Kristinsson sýslumaður, Sigurður Briem dómarafulltrúi og Hafsteinn Hafsteinsson hæstaréttarlögmaður. Þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar: Kröfur upp á 293 milljónir króna Brunabótamat eigna 185 milljónir króna boði skólanefndar Húsavík. SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar var haldinn I gær á Húsavík af skiptaráðanda Halldóri Kristins- syni sýslumanni. Skiptastjóri Hafsteinn Hafsteinsson hæsta- réttarlögmaður lagði fram viðbótarkröfuskrá í sambandi við gerðir síðasta skiptafundar og gerði grein fyrir henni. Lögmenn gerðu sínar athuga- semdir og verða umdeildar kröfur teknar til úrskurðar á næsta skipta- fundi hinn 13. maí nk. Lýstar kröfur í þrotabúið eru 293 milljónir króna frá 583 kröfuhöfum en samkvæmt upplýsingum skiptarstjóra eru fast- eignir búsins ásamt vélum kartöflu- verksmiðjunnar að brunabótamati 185 milljónir. Skiptastjóri hefur leitað tilboða í fasteignir búsins á fijálsum mark- aði og fengið nokkur en eignimar hafa jafnframt verið auglýstar til nauðungaruppboðs sem þingfesta á hinn 14. apríl nk. KENNARAR við Verzlunarskóla íslands höfnuðu launatilboði skólanefndar í almennri at- kvæðagreiðslu i gær. Tuttugu og sjö sögðu nei, fimmtán já við áframhaldandi samningaviðræð- um á þeim grunni sem tilboðið hyggðist á. Kirsten Friðriksdóttir formaður Kennarafélags VÍ sagði að tilboð skólanefndar um laun á bilinu 51 til 73 þúsund krónur hefði eftir nánari athugun reynst fela í sér greiðslur sem áður vom greiddar sérstaklega. Það er persónuuppbót, hluti af greiðslum til deildarstjóra, bekkjarálag og greiðslur fyrir heimaverkefni. „Við komumst að því að all margir félagsmenn hefðu lækkað í launum við þetta tilboð. Það sem í því fólst var 6% launa- hækkun sem hefði jafnast út á kennarana," sagði Kirsten. Þá var gert ráð fyrir lækkun á yfírvinnu- stuðli úr 1,4% í 0,96%. Að sögn Þorvarðar Elíassonar skólastjóra gerir hann ráð fyrir að samninganefnd kennara komi á hans fund ogtilkynni hvaða ákvörð- un kennarar hafí tekið í kjölfar BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gærkvöldi nýgerðan kjarasamning við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar með níu atkvæðum meirihlutans gegn þremur. Þrír sátu hjá. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að borgin hefði teygt sig eins langt og helst var kostur í þessum samn- ingum án þess að bijóta þá kjara- tilboðsins. „Ég bíð eftir að heyra hvemig kennarar vilja að þessi mál þróist áfram og verður engin ákvörðun tekin um næsta skref fyrr en við vitum það,“ sagði Þor- stefnu sem þjóðin virtist almennt sammála um. Ef samningamir yrðu felldir af starfsmannafélaginu sagði Davíð ekki nokkum vafa leika á því að deilan færi til ríkissáttasemjara og verkfall skylli á. Það væri líka ljóst að ekki yrði samið aftur af hálfu borgarinnar fyrr en ríkið hefði sam- ið við sína starfsmenn og hægt væri að fara eftir þeim samningum. varður. Borgarstjórn: Samningiirinn samþykktur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.