Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 29 Morgunblaðið/Ól. K. M. ksins i Alþingishúsinu í gær, þeg- ím fréttamanna vegna skattrann- nar iðnaðarráðherra. Albert Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið: „Þorsteiiin Pálsson hefur ekki óskað eftir afsögn mimii“ „ÉG HEF ekki haft afskipti af rekstri Heildverzlunar Alberts Guð- mundssonar í 13-14 ár eða frá því eftir að ég tók sæti á Alþingi,“ sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra m.a. þegar Morgun- blaðið hafði í gær samband við hann, þar sem hann var staddur í Kaupmannahöfn á fundi iðnaðarráðherra Norðurlanda. Morgun- blaðið leitaði umsagnar ráðherra um skattarannsókn þá, sem skýrt var frá í gær, að hefði beinzt að greiðslum til hans frá Hafskip hf. Eins og fram kemur í öðrum fréttum Morgunblaðsins í dag er um að ræða tvær greiðslur, að upphæð kr. 117 þúsund krónur og 130 þúsund krónur, frá árunum 1984 og 1985, en þá gegndi Albert embætti fjármálaráðherra. I samtalinu í gær sagði Albert Guðmundsson jafnframt: „Ingi Björn, sonur minn, hefur séð um rekstur heildverzlunarinnar. Hann hafði óskað eftir því við Hafskip að fá fylgiskjöl vegna þessara tveggja greiðslna, en tókst ekki. Þess vegna voru þær ekki færðar í bókhaldi heildverzlunarinnar. Á hverju ári eru gerðar athugasemdir við skattframtöl fjölmargra aðiia, ^firmanns ilega meiri“ aðild að ríkisstjórn. Þetta áhrifavald gerir það að verkum að ég vil ekki svara spumingum um það hvað ég hefði gert, ef ég hefði verið í þess- um spomm. Ég verð að svara út frá þeirri stöðu sem ég gegni." Þorsteinn sagðist hafa gert Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra grein fyrir efnisatriðum málsins, en forsætisráðherra hefði ekki látið neina skoðun í ljós á því. Þorsteinn sagðist hafa tekið þá afstöðu og það væri samdóma álit þingflokksins að þeir verðu þá sem væm þeirra fulltrúar á Alþingi fyr- ir sögusögnum, „en komi við rannsókn mála í ljós, að mönnum hafi orðið á í messunni verðum við að bregðast við. Þessar greiðslur komu upp við rannsókn Hafskips- málsins. Þegar þær vom ræddar hér í þingflokknum hafði ekkert komió fram frá rannsóknaraðilum, sem færði sönnur á að hér væri um misferli að ræða, eða meðferð á þessum greiðslum, sem ekki væri í samræmi við lög. Nú hefur það komið fram að þessar greiðslur fóm ekki inn í bókhald Heildverslunar Alberts Guðmundssonar. Það tel ég vera alvarlegt, auk þess, sem ég sagði áðan, að þessar greiðslur áttu sér stað í fjármálaráðherratíð Al- berts Guðmundssonar. Þó að svona mál séu yfírleitt afgreidd í kyrrþey, þá hvílir óneitanlega meiri pólitísk skylda og meiri pólitísk ábyrgð á þeim sem er yfirmaður skattamála og skattrannsókna í landinu,“ sagði Þorsteinn. Albert ráðgerir að koma til lands- ins í dag, en þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær- kveldi, var ekki endanlega frágeng- ið hvenær hann kemur heim. Búist er við að Þorsteinn muni hitta Al- bert að máli, um leið og hann er kominn til landsins. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Krefst ekki af- sagnar Alberts“ — segir málið alfarið í höndum formanns Sjálfstæðisflokksins Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist ekki krefjast afsagnar Alberts Guð- mundssonar iðnaðarráðherra, eftir að hafa fengið í hendur upplýsingar um rannsókn skatt- rannsóknarstjóra á skattamálum Alberts. Þetta kom fram í sam- tali sem Morgunblaðið átti í gærkveldi við forsætisráðherra simleiðis til Vopnafjarðar, þar sem hann hélt opinn stjórnmála- fund. „Ég sagði strax, þegar ég hafði kynnt mér málin vel, að sem forsæt- isráðherra teldi ég ekki rétt að ég bæði um lausn fyrir einhvem ráð- herrann, í þessu tilviki Albert, fyrr en opinber ákæra væri komin fram,“ sagði Steingrímur. „Slík ákæra er ekki komin fram í þessu máli og því er mín afstaða óbreytt. Ég lít því svo á, að mál þetta sé alfarið í höndum formanns Sjálf- stæðisflokksins, og ég mun ekki krefjast afsagnar Alberts Guð- mundssonar," sagði forsætisráð- herra. bæði fyrirtækja og einstaklinga. Framtölin eru leiðrétt og stundum fá menn sektir, en slík mál eru ekki ákæruatriði á nokkurn hátt. Helgi V. Jónsson, lögfræðingur og endurskoðandi, talaði við skatt- stjóra, sem sagði, að farið yrði með þetta eins og hvert annað mál af þessu tagi, framtalið yrði leiðrétt." — Ávísun sú, sem hér um ræðir, var stíluð á þitt nafn og þú fram- seldir hana sjálfur og lagðir inn á reikning þinn í banka. „Heildverzlunin ber mitt nafn og þess vegna em greiðslur öðm hvom stílaðar á mig, sem ég verð að fram- selja,“ sagði Albert Guðmundsson. — Þótt sonur þinn reki heild- verzlunina ert þú lögformlegur eigandi hennar og þar með ábyrgur fyrir rekstri hennar. „Það er rétt en ástæðan fyrir því, að heildverzlunin hefur ekki fyrir löngu verið færð yfír á nafn Inga Bjöms er einfaldlega sú, að ég hef ekki viljað gera upp á milli bama minna með þeim hætti," sagði iðnaðarráðherra. — Finnst þér ekki skjóta skökku við, að fjármálaráðherra, sem er Albert Guðmundsson yfirmaður skattamála í landinu, skuli lenda í þvi, að telja ekki rétt fram til skatts? „Það er ekki hægt að útiloka mann, sem staðið hefur í atvinnu- rekstri frá þátttöku í stjómmálum og það er aldrei hægt að útiloka það með öllu, að mistök af þessu tagi geti komið fyrir í rekstri fyrir- tækis," sagði Albert Guðmundsson. — Hefur Þorsteinn Pálsson ósk- að eftir því, að þú látir af ráðherraembætti vegna þessa máls? „Nei, Þorsteinn Pálsson hefur ekki óskað eftir því, að ég fari úr ríkisstjórninni." — Munt þú sjálfur taka ákvörð- un um að fara úr ríkisstjórninni af þessum sökum? „Nei.“ Ingi Björn Albertssonar, forstjóri Heild- verslunar Alberts Guðmundssonar: „Þetta voru greiðslur til fyrirtækisins“ — segir öll mistök hvað varðar framtal skrifast á sig INGI Björn Albertsson, forstjóri Heildverslunar Alberts Guð- mundssonar, segir að greiðslur Hafskips til Alberts Guðmunds- sonar, sem skattrannsóknarstjóri rannsakar nú, hafi verið til fyrir- tækisins, en ekki Alberts Guðmundssonar og að þau mis- tök sem hafi átt sér stað, hvað varðar framtalningu þessara greiðslna, skrifist alfarið á sinn reikning, enda hafi hann einn rekið fyrirtækið frá því að faðir hans tók sæti á Alþingi. „Þessar greiðslur voru til Heild- verslunar Alberts Guðmundssonar og skýringin á því að Albert fær þær til sín er einfaldlega sú að Al- bert og fyrirtækið bera sama nafnnúmerið og því hefur þessu verið ruglað sarnan," sagði Ingi Bjöm. „Þau mistök sem urðu, hvað varðar framtal á þessum greiðslum, skrifast alfarið á mig, enda hef ég rekið þetta fyrirtæki einn undanfar- in 12-13 ár,“ sagði Ingi Bjöm. Aðspurður um ástæður þess að þessar greiðslur vom ekki taldar fram af hálfu fyrirtækisins, sagði Ingi Bjöm: „Upphaflega vantaði fylgiskjöl með þessum greiðslum, Ingi Björn Albertsson sem ekki bárust, þrátt fyrir beiðni þar að lútandi. Þessar greiðslur duttu því einfaldlega úr umferð og hreinlega gleymdust." Ingi Bjöm var spurður hver hans samskipti hefðu verið við skattyfír- völd vegna þessa máls: „Ég hef svarað skattyfírvöldum ítarlega, hvað varðar báðar þessar greiðslur, og persónulega tel ég að þau svör svari fullkomlega þeirra fyrirspum- um.“ Rækjuveið- umíArnar- firði lokið Bfldudal RÆKJUVEIÐUM í Arnarfirði er lokið. Heildarveiðikvóti sem veiða mátti í firðinum var 400 tonn. Síðan var veitt viðbót upp á 60 tonn og var því aflamarki náð 10. mars. Afli hefur verið mjög góður í vetur allt til síðasta veiðidags. Tog- arinn okkar Sölvi Bjamason hefur aflað mjög vel. Afli hans frá 19. janúar til 10. mars var 740 tonn. Hann er nú í slipp en mun væntan- lega hefja veiðar um miðja næstu viku. Hraðfrystihúsið hefur einnig afla frá einum netabát, Stakkanesi frá Isafirði. Landaði hann hér síðast í gær 20 tonnum af físki. Einn bátur mun heíja línuveiðar einhveija næstu daga. Þær hafa ekki verið stundaðar héðan undan- farin ár. Þannig að næg vinna hefur verið og er í fiystihúsinu. Tíðarfar hefur verið mjög gott í vetur en aðeins grátt ofan í byggð. Heilsufar er gott og við bíðum spennt eftir að fá þingmennina í heimsókn eftir að þingi lýkur. H.F. Loðnuveiði við Jökul FRÁ upphafi loðnuvertíðar til fimmtudags hafa tæplega 1.020.000 lestir borizt á land. Hrognatöku og frystingu er að n.estu lokið og þvf rólegra yfir veiðunum en að undanförnu. Á fimmtudag veiddist loðnan við Jökul og er þar ganga að vestan á ferðinni. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á miðvikudag: Víkingur AK 600, Dag- fari ÞH 500, Bjami Ólafsson AK 500, Keflvíkingur KE 350 og Magn- ús NK 350 lestir. Síðdegis á fímmtu- dag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Sigurður RE 1.400, Huginn VE 600 og Gullberg VE 600 lestir. Ríkisjón- varpið auglýsir Halldór ísafirði I GÆR boðaði Framsóknarflokk- urinn til almenns stjórnmálafund- ar á ísafirði og átti Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra að vera frummælandi á fundinum. Til f undarins kom þó ekki þar sem sjávarútvegsráðherra var veður- tepptur í Reykjavík. Það hefur vakið athygli ísfírðinga að í Vestfírska fréttablaðinu sem kom út í gær, er sérstök tilkynning frá Ólafí Sigurðsyni fréttamanni ríkissjónvarpsins um að sjónvarpið verði á staðnum til að fylgjast með umræðum. í lok tilkynningar frétta- mannsins segir að oft hafi slflrir fundir verið afar fjörugir og að þessi fundur verði eflaust ekki síðri. Nú hafa bæði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins verið á fsafirði nýlega með almenna stjómmálafundi án þess að sjónvarpið sæi sérstakt til- efni til að auglýsa þá. Velta menn þvf nú fyrir sér hvort sjónvarpið sé að fara inn á áður ótroðnar slóðir í fréttaflutningi, en hingað til hefur ekki verið venja að birta efni frá almennum fundum stjórmálaflok- kanna I sjónvarpinu að minnsta kosti ekki héðan frá ísafirði. Úlfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.