Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Verkf öll og uppsagnir hjúkrunar- fræðinga til umræðu á Alþingi: Lausn kjaradeilunn- ar verður að vera á grundvelli laga - sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra - Neyðarástand skapast á spítulum ef upp- sagnir taka gildi, sagði Guðrún Agnarsdóttir Vigdís Finnbogadóttir slitur Alþingi síðdegis í gser. Morgunbiaðið/óiafurK. Magnússon Þinglausnir í gær: Oska þess að engin orð, sem yðrast þarf, verði látin falla sagði forseti fslands við þingslit GUÐRÍJN Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær og gerði að umtalsefni verkföll og upp- sagnir háskólamenntaðra hjúk- runarfræðinga. Hún Iagði áherslu á, að þessar aðgerðir væru bundn- ar við ríkisspitalana, þar sem laun væru lægri en í boði væru annars staðar. Þingmaðurinn sagði, að neyðar- ástand myndaðist á spítulum um allt land þegar uppsagnimar tækju gildi um næstu mánaðarmót, þar sem margvísleg heilbrigðisþjónusta væri eingöngu í boði á ríkisspítulun- um. í því sambandi nefndi hún móttöku oggreiningu blóðgjafa, sem væri forsenda uppskurða á sjúkling- um. Guðrún sagði, að þann vanda, sem skapaðist við uppsagnimar, væri ekki hægt að Ieysa með því að ráða íhlaupafólk til starfa. Hún beindi þeirri fyrirspum til fjármálaráð- herra, hvort ekkert ætti að aðhafast í málinu. Þá spurði hún heilbrigðis- ráðherra, hvaða áhrif ráðherra teldi að það hefði á heilbrigðiskerfið, ef ekki væri hægt að halda fólki þar í starfi vegna slæmra kjara. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, sagði, að ný löggjöf um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfsmanna hefði verið sett á Al- þingi í vetur. Þessi löggjöf veitti einstökum stéttarfélögum verkfalls- rétt og þar með sömu aðstöðu og stéttarfélög hefðu á almennum vinnumarkaði. Það væri á gnind- velli þessarar löggjafar, sem samn- ingar færu fram af hálfu fjármála- ráðuneytisins. Hann kvað ráðuneytið kappkosta um, að leiða ágreininginn við háskólamenntaða hjúkruna- rfræðinga til lykta. A það bæri hins vegar að líta, að á almennum vinnu- markaði hefðu verið gerðir kjara- samningar sem byggðir væru á ákveðnum efnahagslegum forsend- um. Ríkið væri aðili að þessum samningum og hefði skuldbundið til að virða grundvöll þeirra. Það sem þegar hefði verið boðið væri sam- bærilegt við þessa samninga og þegar hefði náðst samkomulag um kjaramál á þeim grundvelli við nokkra hópa opinberra starfsmanna. Það væri öllum ljóst, að þó fylgja yrði meginlínum almennu samning- anna væru aðstæður breytilegar hjá einstökum félögum og taka yrði til- lit til þess. Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, sagði, að svarið við fyrirspurn Guðrúnar Agnars- dóttur væri augljóst. Heilbrigði- skerfíð gæti ekki gengið nema það væri í höndum hæfra starfsmanna. Því skipti það geysilega miklu máli að leysa kjaradeiluna og búa þeim viðunandi kjör. Ráðherra sagði, að það væri staðreynd að mikill launa- munur væri milli heilbrigðisstétta innbyrðis og þau mál yrði að taka til athugunar á næstunni. En mestu skipti, að kjör heilbrigðisstétta væru með þeim hætti að þau löðuðu fólk til starfa, og í sjálfii sér væri hér um að ræða heillandi og gefandi störf, þótt erfið væru. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.) sagði, að málið snerist annars vegar um yfirvofandi verkföll og hins vegar uppsagnir sem tækju gildi 1. apríl n.k. Horfur væru á því að Ijöldi hæfra starfsmanna hyrfi á brott endanlega og mikilvægt væri að gera sér grein fyrir því hvílíkt tjón það yrði ef sú yrði reyndin. Menntað fólk með langa starfsþjálf- un yrði ekki leyst af hólmi með íhlaupafólki. Þingmaðurinn taldi við- brögð ríkisvaldsins einkennast af miklu andvaraleysi. Gerbreyta þyrfti um stefnu í launamálum heilbrigðis- stétta, ella kæmi að því að heilbrigð- isþjónustan stæðist ekki þær gæðakröfur sem gerðar væru og gera bæri til hennar. Jón Baldvin Hannibalsson (A.- Rvk.) sagði, að menn stæðu ekki aðeins frammi fyrir því að 140 há- skólamenntaðir hjúkrunarfræðingar væru að hætta störfum, heldur einn- ig 200 sjúkraliðar. Verkfall kennara lamaði skólastarf þriðja árið í röð og allt hefði þetta mikil áhrif á opin- bera þjónustu. Hann taldi það þversögn, að á sama tíma og ríkið væri stærsti vinnuveitandinn væri það versti vinnuveitandinn. Þá væri það þversögn að góðæri ríkti en samt væri gífurlegur halli á ríkis- búskapnum. Taka yrði allan ríkis- reksturinn til endurskoðunar og þingmenn yrðu að gera upp hug sinn um það, hvaða verkefni ríkið ætti að annast og hver ekki. Hann taldi, að það væri ekki verk ríkisins að greiða niður hallarekstur opinberra fyrirtækja eða sjá um rekstur þjón- ustufyrirtækja atvinnuveganna. Það ætti þess í stað að einbeita sér að því að treysta undirstöður velferð- arríkisins. Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) taldi svör Qármálaráðherra ófull- nægjandi. Hún sagði, að hann virtist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvemig mál væru vaxin. Það væru ekki aðeins verkföll, sem ástæða væri til að hafa áhyggjur af, heldur uppsagnir, sem legið hefðu fyrir 1. október 1986, áður en hin nýju lög um opinbera starfsmenn voru sam- þykkt. Þingmaðurinn taldi, að koma þyrfti fram, hvað fjármálaráðherra ætlaði að gera þegar uppsagnimir tækju gildi. Hvemig ætti þá að standa að þjónustu við sjúkt fólk á spítulunum? Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, ítrekaði fyrri ummæli sín, þess efnis að öll afskipti flármála- ráðuneytisins af kjaramálum opin- berra starfsmanna færu fram á grundvelli laga frá Alþingi. Það hefði verið mikil réttarbót, þegar hin nýju lög um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfsmanna tóku gildi og þá hefðu þeir öðlast sama rétt og verkafólk á almennum vinnumark- aði. Þegar það gerðist, að opinberar starfsmenn reyndu að knýja á um lausn kjaramála með uppsögnum hefði Qármálaráðuneytið ekki með það að gera. Fjármálaráðherra sagði að lokum, að hann myndi beita sér fyrir lausn kjaradeilunnar án þess að brotið yrði gegn hinni almennu stefnu í launamálum. FIMM frumvörp urðu að lögum á fundi neðri deildar Alþingis síðdegis í gær. Þetta var síðasti fundur deildarinnar fyrir kosn- ingar. Frumvörpin, sem hér um ræðir, eru um Vísinda- og rannsoknaráð, póst og símamál, eftirlit með skip- um, framleiðslu og sölu á búvörum og fólksflutninga með langferðabif- reiðum. Á fundi sameinaðs þings í gær voru samþykktar tvær þingsálykt- Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, sleit 109. Iöggjafar- þingi íslendinga, siðasta þingi kjörtimabilsins, i gær. Hún lét þá ósk i ljós í þingslitaávarpi, að á komandi vikurn kosningabar- áttu yrðu engin orð látin falla, sem yðrast þurfi. Við verðum að virða skoðanir hvers annars, sagði forsetinn, til þess að geta lifað saman í sátt og samlyndi og varðveitt hið dýrmæta lýð- ræði. Ný umferðarlög og ný orlofslög vóru samþykktí efri deild Alþingis í gær. Breytingartillaga við um- ferðarlögin, þessefnis, að taka aftur inn í frumvarpið ákvæði um nýtt skráningar- og númerakerfi (sem neðri deild felldi út úr þvi) var tekin aftur, til að tefla ekki afgreiðslu málsins i tvisýnu á síðasta starfsdegi þingsins, að sögn flutningsmanns. Efri deildarþingmenn létu hins- vegar þung orð falla í garð sam- þingmanna sinna í neðri deild - og hétu því að taka málið upp að hausti á nýju þingi, enda ráðrúm til, þar eð gildistaka laganna væri ekki fyrr en á árinu 1988. Neðri deildarmenn fluttu um 40 breytingartillögur við stjómarfrum- varp til umferðarlaga, eftir að efri unartillögur. Önnur er um lífeyris- réttindi þeirra sem sinna heimilis- og umönnunarstörfum og hin varð- ar fræðslu um kynferðismál. Fyrri tillagan, sem samþykkt var, var breytingartillaga félagsmálanefnd- ar við tillögu frá Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Kolbrúnu Jónsdóttur um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks. Mælti Gunnar G. Schram (S.-Rn.) fyrir tillögunni og lýsti ánægju með að samstaða hefði te- kist um málið. Áþekk tillaga hans Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, gat þess að alls hefðu 213 fundir verið haldn- ir á þessu þingi, sem staðið hefði frá 10. október tii 20. desember 1986 og frá 13. janúar til 19. marz 1987, alls 138 daga, mánuði skem- ur en síðast þing þar á undan. 91 stjómarfrumvarp og 64 þing- mannafrumvörp vóru lögð fram. 71 stjómarfrumvarp og 7 þingmanna- frumvörp vóru afgreidd sem lög. Eitt frumvarp var dregið til baka, deild hafði afgreitt málið frá sér. Af þeim sökum gekk það aftur til efri deildar í gær, á síðasta starfs- degi þingsins. Karl Steinar Guðnason (A-Rn.) lagði fram breytingartillögu, þess- efnis, að taka aftur inn í frumvarpið ákvæði um nýtt skráningar- og núm- erakerfí bifreiða, þ.e. að hverfa frá svæðisbundinni skráningu og að landið allt yrði eitt skráningarsvæði. Hann tók hinsvegar breytingartillög- una síðan til baka. Þingmenn efri deildar, sem til máls tóku, vóm sammála um, að breytingar neðri deildar á frum- varpinu (að ákvæðum um notkun bílljósa allan sólarhringinn uandan- skildum) væra til hins verra, ekki sízt sú að halda fast við gamla bílnúmerakerfið. var því ekki tekin á dagskrá. Ályktunin um kynferðismál hljóðar svo eftir breytingu sem sam- staða var um að gera á henni: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðis- ráðherra að efla verulega fræðslu um kynferðismál meðal almennings með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir ótímabærar þung- anir og hindra útbreiðslu sjúkdóma. Sérstök áhersla skal lögð á að upp- lýsa fólk á aldrinum 15-19 ára um kynlíf og getnaðarvamir." einu vísað til ríkisstjómar, eitt af- greitt með rökstuddri dagskrá. 74 fumvörpu urðu ekki útrædd. Af 113 tillögum til þingsályktun- ar vóm 28 afgreiddar sem ályktanir Alþingis, 4 vísað til ríkisstjómar, 81 hlutu ekki afgreiðslu. Fyrirspumir til ráðherra urðu 143. Allar vóm þær ræddar eða svarað skriflega nema 7. Mál til meðferðar í þinginu vóm 435, þar af 248 afgreidd. Tala prentaðra þingskjala var 1096. Jón Kristjánsson (F.Al.) taldi fastheldni neðri deildar við gamla númerakerfíð hégómamál, sem yki almenningi fyrirhöfn og kostnað og viðhéldi biðröðum inn við Ártúns- höfða (Bifreiðaeftirlit ríkisins). Hann vitnaði til söngs Jóns og Jónasar Ámasonar Múla: „Viljir þú ná í heiminum hátt/ hafa þú verður númer lágt/ opnar þá standa upp á gátt/ auðnunnar dyr í hveri átt,/ veraldargengið vax- andi fer/ því nær sem núllinu númer þitt er“. Helgi Seljan(Abl.-AL), Eiður Guðnason (A.-Vl.), Karl Steinar Guðnason (Á.-Rn.) og Salome Þor- kelsdóttir (S.-Rn) tóku í sarria streng. Hagkvænis- og skynsemisstjónarmið hafi ráðið afstöðu efri deildar, hé- gómaskapurinn fastheldni þeirrar neðri á dýrt og úrelt númerakerfi. Salome sagði megintilgang nýrra umferðarlaga eiga að vera að auka umferðaröryggi og efla fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn umferðarslysum, sem væm allt of mörg. Hún fagnaði breyttingu neðri deildar, þessefnis, að bílljós skuli loga meðam bíll er í notkun, en taldi flestar aðrar breyt- ingar þingdeildarinnar til hins verra. Sá rauði þráður var í máli allra ræðumanna að fmmvarpið væri gall- að, eins og það kæmi nú frá neðri deild. Breytingartillögur, á síðasta starfsdegi þings, gætu hinsvegar teflt framgangi frumvarpsins í tvísýnu. Ráðrúm væri til að taka málið upp að hausti og koma fram leiðréttingum áður en kæmi til gildi- stöku laganna 1988. Þessvegna væri kyrtt látið liggja nú. „Sá vægir sem vitið hefur meira", sagði Salome. Framvarpið eins og það kom frá neðri deild var síðan samþykkt með 18 samhjóða atkvæðum. Alþingi: Fimm lög í neðri deild Ályktun um aukna kynferðisfræðslu samþykkt Umferðarlög og Orlofslög: „ Viljir þú ná 1 heiminum hátt, hafa þú verður númer lágt“ Deilur milli þingdeilda um númerakerfi bifreiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.