Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 15 á 2—5 dögum og vinna það hratt og vel eins og í vel smurðri verk- smiðju. Þeir sérfræðingar sem starfa við þetta eiga ekki að sitja á skrifstof- um í Reykjavík. Þeir sem munu hafa með að gera nytjaskóg í Borgafirði eiga að sitja í Borgar- firði. Þeir eiga að fara meðal bænda og kenna þeim og einnig stunda skógræktarkennslu við Bændaskól- ann. Sérfræðingamir eiga að fara sem mest um byggðir landsins, en ekki að sitja á skrifstofum í höfuð- borginni." „Fjárveitingar úr ríkissjóði...“ Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði eftirfarandi: „Já, ég tel að stuðla eigi með öllum ráðum að aukinni skógrækt. Vil og í því sambandi nefna eftirfarandi: 1) Auka þarf almenna fræðslu og kynningarstarfsemi sem hefði það markmið að auka skógrækt á veg- um almennings. 2) Fjárveitingar úr ríkissjóði til þess að standa und- ir ofangreindri starfsemi. 3) Auka fjárstuðning við bændur og aðra sem vilja rækta nytjaskóg. Það verði gert af því fjármagni sem ætlað er til búháttarbreytinga og nýsköpunar í landbúnaði. „Gleggri skil...“ Næst var rætt við Vilhjálm Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins. Hann er einnig formaður starfshóps sem gert hefur framtíðarspá um nýtingu lands og landkosta á íslandi og starfaði á vegum framtíðarkönnun- ar for’sætisráðherra. Vilhjálmur sagði m.a.: „Ég er því fylgjandi að setja umta'.svert fé í skógrækt. Hins vegar vil ig gera ríkan greinarmun á því fé sem varið er til ræktunar nytjaskógs annars vegar og því sem varið er til útivistar- og yndisskóga sem og landgræðsluskóga hins veg- ar. Þarna verða að vera gleggri skil á milli en nú er í framkvæmd Skógræktarinnar. Mín hugmynd er sú að það sé eðlilegt að setja af | stað myndarlegt átak til að rækta nytjaskóg á því svæði sem nú ligg- ur fyrir að sé best hæft til þess, þ.e.a.s. þar sem bestu hugsanlegu skilyrðin eru fyrir hendi, bæði frá ræktunarsjónarmiði og með tilliti til markaða í framtíðinni. Þessu á hins vegar ekki dreifa um allt land í smáskikum. Slíkir skógar verða aldrei til nytja í þessum skilningi bæði vegna þess að jaðaráhrif veðra eyðileggja viðargæðin og ekki er hægt að koma við nútímatækni við plöntun, umhirðu og vinnslu. Hvað útivistar- og yndisskóga og landgræðsluskóga varðar held ég að það þurfi að koma til enn stærra átak. Þar þurfa hins vegar einstaklingar og félög beri hitann og þungann af með stuðningi hins opinbera að því er varðar ráðgjöf og leiðbeiningar. Skógar af þessu tagi eru allt öðru vísi í eðli sínu en nytjaskógar og því er varðar val tegunda og plöntunaraðferðir. Svona skógum má koma upp miklu víðar, en þessum mismunandi teg- undum skógræktar á ekki að blanda saman í einn graut í umræðunni um skógrækt eins og oftast er gert. Hugsum okkur að það eigi að gera átak þar sem reiknað væri með 100 milljónum kr. á ári frá ríkinu. Þá gætu kannski 60 milljón- ir kr. farið í nytjaskóg á vegum hins opinbera, kannski 25 milljónir kr. í rannsóknir og þróunarstarf- semi sem tengist skógrækt. 15 milljónir kr. í stuðning og ráðgjöf og leiðbeiningar við starfsemi ein- staklinga og félaga sem að öðru leyti væri kostuð af þeim sjálfum. Ræktun nytjaskógar á takmörk- uðu svæði, eins og til dæmis í uppsveitum Árnessýslu, gæti verið þáttur í því að breyta um búskapar- hætti, draga úr hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu og breyta landnýtingarháttum á svæði þar sem einmitt þarf sárlega að draga úr saufjárbeit. Opinber stuðningur getur að þessu leyti dregið mikið úr heildarþörf á stuðningi við hefð- bundnar búgreinar í landinu og aflétt álagi af mjög viðkvæmu landi. Það hlýtur að hvíla á herðum ein- staklinga og félagasamtaka að standa undir því stórátaki sem þarf til að breyta ásjónu landsins, bæta gróðurlendið og milda nánasta um- hverfi og bústaði með ræktun útivistar- og yndisskóga. Hvað vil ég gera? Eg vil leggja persónulega af mörkum t.d. að efla rannsóknir og þróunarstörf og skipuleggja vinnu milli stofnana í þágu skógræktar og reyni að gera það nú þegar. Loks má geta þess að ég er sjálfur ásamt fjölskyldu minni með framkvæmdir í tijárækt á 16 hekturum lands við fremur erfið jarðvegs- og veðurskilyrði í nágrenni Reykjavíkur." Þing’ið Skógræktarþingið hefst á morg- un klukkan 10.00. Hulda Valtýs- dóttir, formaður Skógræktarfélags Islands, setur þingið að viðstöddum forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur. Blásarakvintett skemmtir viðstöddum. Klukkan 10.15 flytur sænskur prófessor, Morten Bendz að nafni, erindi sem ber heitið „ís- land — vanþróað skógræktarland". Klukkan 11.00 er kaffíhlé. Klukkan 11.15 heldur svo þingið áfram og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri flytur erindið „Möguleikar og mark- mið skógræktar á Islandi". Klukkan 12.00 nærast menn, en taka aftur upp þráðinn klukkan 13.30 með erindi Magnúsar Péturssonar hag- sýslustjóra, „Skógræktin og þjóðar- hagur“. Klukkan 14.30 verður sýnd sænsk kvikmynd um skógrækt og klukkan 15.00 er kaffidrykkja. Klukkan 15.30 stjórnar Árni Gunn- arsson ritstjóri hringborðsumræð- um og þingsályktun verður borin upp. Klukkan 17.00 tekur Matthías Johannessen við og flytur ávarp. Stundarfjórðungi síðar, eða klukk- an 17.15, verða þingslit og klukkan 19.00 verður botninn sleginn með kvöldverðarhófi á Hótel Sögu. styrks og dagpeninga sameigin- lega munu nema nokkurn veginn sömu fjárhæð og fæðingarorlof nú. Gert er ráð fyrir að fæðingar- dagpeningar nemi tvöföldum sjúkradagpeningum eins og þeir eru á hveijum tíma, nú samtals kr. 18.430. Kona í fullu starfí fengi því 15.000 króna fæðingarstyrk og 18.504 króna fæðingardag- peninga, samtals 33.504 krónur, en fær samkvæmt núverandi kerfi 32.313 kr. Kona í hálfu starfi utan heimilis fengi 24.252 kr. en hún fær nú 21.542 kr. Heimavinnandi kona fær 15.000 króna fæðingar- styrk samkvæmt nýju lögunum en fær nú rúmar 10.000 krónur. Lára V. Júlíusdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægð með að fá fæðingar- orlof lengt í sex mánuði. „Hinsveg- ar er ég mjög óhress með það að ekki hafi tekist að samræma regl- ur um fæðingarorlof fyrir allar konur í landinu. Við búum enn við það að konur, sem eru opinberir starfsmenn eða bankastarfsmenn, halda fullum launum í þijá mán- uði á meðan á fæðingarorlofí stendur en aðrar konur í landinu fá fæðingarstyrk og fæðingardag- peninga sem er ákveðin upphæð og breytist í hlutfalli við vinnu- framlag síðustu 12 mánuði. Heilbrigðisráðherra sagði að hvergi væri búið eins vel að heima- vinnandi konum og á íslandi og tók Lára í sama streng hvað það varðaði. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Útsýn heimsæk- ir lands- byggðina Ferðaskrifstofan Útsýn mun standa fyrir ferðakynning- um út á landsbyggðinni í mars og apríl. Kynningar þessar verða með fjölbreyttum hætti og skipulagðar af markaðs- deild Útsýnar og í samvinnu við umboðsmenn um land allt. Sölufólk og farárstjórar heimsækja hin ýmsu fyrir- tæki og veita fólki upplýs- ingar um ferðanýjungar og sívinsæla sumarleyfisstaði Útsýnar 1987. Ýmist er boðið upp á Útsýnar- kvöld með glæsilegu sniði þar sem hress ferðastemmning ræð- ur ríkjum eða opið hús þar sem komið er saman yfir kaffibolla, ferðaúrvalið kynnt í máli og myndum. Allir sem taka þátt í þessum kynningum fá ókeypis happ- drættismiða frá Útsýn, en hver sá heppni verður ræðst þann 15. maí er dregið verður um glæsi- legan vinning að verðmæti 70.000 kr. sem er ferð fyrir tvo með leiguflugi Útsýnar. (Fréttatilkynning) Helreiðin steypt í brons Stytta Ásmundar Sveinssonar „Helreiðin" hefur verið steypt í brons og komið fyrir til bráða- birgða við Ásmundarsafn við Sigtún. Að söng Gunnars Kvar- an forstöðumanns safnsins var frummyndin gerði árið 1944. Hún var stækkuð á sjöunda ára- tugnum og þá í steinsteypu, sem var farin að gefa sig. Þetta mun vera stærsta stytta sem steypt hefur verið í brons fyrir safnið til þessa en styttan er 5 metrar á hæð og vegur 6 tonn. S-sssSSStóh' Morgunblaðið/Þorkell Einhverjum kalt. . . Hinir landskunnu hitablásarar frá Hitablásarar: Thermozone: Geislaofnar: Kambofnar: Viftur: — til notkunar: iðn.húsnœöi, nýbyggingum, skipum. — — lúguop, hurðarop, o.fl. — — svölum, garðhúsum, lagerhúsnœði. — — skipum, útihúsum, rökum stöðum. — — skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús- 2kw. lfasa- 3 _4.5íov.l/«sa- Stærðir: 2-23 kw. 1 fasa og 3 fasa. Talið við okkur. — Við vitum allt um hitablásara. jf"RÖNNING Sundaborg, sími 84000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.