Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Tveggja daga ráðstefna um íslenskukennslu FÖSTUDAGINN 20. mars hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Samtaka móðurmálskennara um íslenskukennslu í síðustu bekkjum grunnskóla og fyrstu áföngum framhaldsskóla. í frétt frá Samtökum móður- málskennara segir m.a.: „Á undanfömum misserum hefur staða íslenskunnar verið mjög til umræðu, bæði meðal almennings og á opinberum vettvangi. Þar hefur athyglin mjög beinst að skól- unum og þeirri íslenskukennslu sem þar fer fram. Þær raddir hafa heyrst að fólk útskrifist eftir langa skólagöngu óhæft til að koma hugsunum sínum á framfæri við annað fólk og sagt er að unga fólkið noti vont mál og þekki lítið til menning- ararfsins. Það hafa því eðlilega vaknað spumingar um hvort íslenskukennslan sé á villigötum og hvort þar sé einkum lögð áhersla á fánýta hluti; óskiljanlega málfræði eða dægurflugur bók- menntanna. Móðurmálskennarar hafa tekið þessa umræðu upp í sínum röðum; ráðherraskipuð nefnd hefur nýlega skilað af sér ítarlegri skýrslu um framburðarmál og möguleika á kennslu í framsögn, og nú er unn- ið að endurskoðun námskrár fyrir öll skólastig. Mörg vandamál krefjast úrlausnar: Á að leggja niður hefðbundna málfræði- kennslu í grunnskólum? Hvemig og hvenær er hægt að kenna staf- setningu? Hvemig eiga skólastigin að skipta með sér verkum? Heftir gleymst að kenna fólki að tala skýrt og skipulega? Þarf að kenna bókmenntir? hvaða íslensku- menntun kemur að gagni í daglegu lífí? Þessar og fleiri spumingar verða til umræðu á ráðstefnu móðurmálskennara í gömlu rúg- brauðsgerðinni við Borgartún nk. föstudag og laugardag og hafa fjölmargir kennarar þegar látið skrá sig. Þrátt fyrir verkfall í Hinu íslenska kennarafélagi mun það ekki aftra kennurum frá að sinna faglegum málum sem tengjast skólastarfínu." Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: Föstudagur 20. mars: 9.00 Innritun 9.30 Setning, ávarp mennta- málaráðherra, Sverris Hermannssonar. 9.45 Höskuldur Þráinsson, pró- fessor; um framburðar- skýrslu ráðherranefndar. 10.15 Andmælendur: Margrét Pálsdóttir, Leiklistarskóla íslands, Erlingur Sigurðar- son, MA. 10.30 Guðni Olgeirsson, náms- stjóri; Um nýju námskrám- ar fyrir gmnn- og framhaldsskóla. 11.00 Andmælendur: Eiríkur Páll Eiríksson, Fjölbrautaskól- anum við Ármúla, Anna Skarphéðinsdóttir, Bolung- arvík. 11.15 Ragnhildur Skjaldardóttir, Akureyri; Frá ráðstefnu á Akureyri um samvinnu skólastiga. 11.45 Matarhlé. 12.45 Fjögur tíu mínútna erindi flytja Sigurgeir Jónsson, Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum; Valdim- ar Gunnarsson, MA.; Þórdís Mósesdóttir, Víðistaða- skóla, Hafnarfírði; Ema Árnadóttir, Æfíngaskóla KHÍ; Hvemig viljum við að skólastigin skipti með sér verkum? 13.30 Ásmundur Sverrir Pálsson, Fjölbrautaskóla Suður- lands; Framhaldsskólinn og seinfærir nemendur. 14.00 Andmælendur: Gunnlaugur Snævarr, Hagaskóla og Hjálmar Amason, Fjöl- brautaskóla Suðumesja. 14.15 Páll Ólafsson, Æfíngaskóla KHÍ; Að kenna unglingum bókmenntir. 14.45 Andmælendur: Harpa Hreinsdóttir, Fjölbrauta- skóla Vesturlands og Jósef- ína Friðriksdóttir, Öldusels- skóla. 15.00 Kaffíhlé. 15.30 Hópastarf um einstök er- indi eða önnur mál. 17.30 Starfí lýkur þann daginn. Laugardagur 21. mars: 9.00 Kaffí. 9.30 Sigurður Svavarsson, MH. og Máli og menningu; Um samvinnu, samkeppni og skipulag í útgáfumálum. 10.00 Andmælendur; Ámi Áma- son, Námsgagnastofnun. 10.15 Guðmundur B. Krist- mundsson, Æfíngaskóla KHÍ; Um ritun. 10.45 Andmælendur; Baldur Sig- urðsson, KHÍ og Guðrún Egilsson, Lækjarskóla, Hafnarfírði. 11.00 Hópastarf um einstök er- indi og önnur mál. 12.30 Matarhlé. 13.30 Opnar umræður og álykt- anir. 15.00 Ráðstefnu slitið. 15.05 Settur aðalfundur Samtaka móðurmálskennara. 16.00 Fundi slitið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson VmnufyUingin er komin út að þriðja stöpli og á eftir að breikka mikið. Brúargólfið verður 4 metrum ofan við fyll- inguna. Sveinbjörn Runólfsson jarð- Ellert Tryggvason ýtustjóri í vinnuverktaki við endann á annarri efnisnámunni. fyllingunni. 20 metra breitt vinnu- • • plan út í miðja Olfusá Brúin yfir Olfusárósa verður byggð á þurru Selfossi. FRAMKVÆMDIR eru þessa dag- ana í fullum gangi við brúargerð yfir Ölfusárósa. Unnið er að því að gera vinnuplan út í miðja á og verður það 20 metra breitt. Fyrirhugað er að byggja brú- arstöplana á þurru og verður grafið fyrir þeim ofan í fylling- una. Á þessu ári er ætlunin að steyp fímm stöpla og gólf ofan á þá. Steypuframkvæmdir munu heíjast 10. apríl. Þegar stöplamir hafa verið steyptir verður efnið í vinnu- planinu flutt til og notað í fyllingu við brúarendann að austanverðu og áin látin renna milli stöplanna næsta vetur. Gólf brúarinnar verður 4 metrum ofan við vinnufyllinguna. Það eru SH, verktakar í Hafnar- fírði, sem eru aðalverktakar við brúargerðina. Eigendur era Sturla Haraldsson og Jón Ingi Gíslason. Undirverktaki við jarðvinnu er Sveinbjöm Runólfsson, Reykjavík, ættaður frá Ölvesholti í Flóa. Efni í fyllingar er tekið á tveimur stöðum ofan við Eyrarbakka þar sem jarðvegi er ýtt ofan af hraun- inu. Gert er ráð fyrir að 70 þúsund rúmmetra af fyllingarefni og gijóti þurfí við brúargerðina. Þar af 40 þúsund rúmmetra í vinnufyllingar. — Sig. Jóns. Neyðarhnappuriim bjargaði lífi mínu - sagði Björgvin Friðriksson bakarameistari „Neyðarhnappurinn bjargaði lífi minu um daginn,“ sagði Björgvin Friðriksson fyrrum bakarameist- ari, en hann er einn þeirra sem hefur haft neyðarhnappinn við hendina í rúma tvo mánuði. Björgvin er 86 ára og býr einn, en dvelur í Múlabæ, dagvistar- stofnun fyrir aldraða á daginn. „Hann Guðjón í Múlabæ útvegaði mér hnappinn og kann ég honum miklar þakkir fyrir," sagði Björg- vin. „Ég var búinn að hafa hann i um tvær vikur þegar hann bjargaði lífí mínu og mæli ég með honum fyrir þá sem era einbúar. Sem bet- ur fer var ég með hann við hendina þama um nóttina þegar ég vaknaði og fann til ónota." Björgvin sagði að Securitas mennimir hefðu verið komnir nær samstundis og biðu þeir með honum þar til læknavaktin kom. „Ég var strax sendur á spítala og lenti umsvifalaust á skurðar- borðinu. Það mátti víst ekki tæpara standa en ófeigum verður ekki í hel komið. Þetta er í þriðja sinn sem dauðinn sækir að mér,“ sagði Björg- vin. Morgunblaðið/Bjami Björgfvin Friðriksson bakara- meistari með neyðarhnappinn sem bjargað hefur lífi hans. Reykajvíkurborg kaupir neyðarhnappa FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykajvík- urborgar hefur greitt 25% hlut í 50 neyðarhnöppum fyrir aldr- aða, en Tryggingastofnunar ríkisins greiddi 75%. Að sögn Árna Sigfússonar formanns fé- lagsmálaráðs Reykajvíkurborg- ar er þessi tilraun gerð til að kanna hvort ekki megi auka ör- yggi aldraða á heimilum sínum, sem að öðrum kosti neyddust til að dvelja á stofnunum. Neyða- hnapparnir eru tengdir við stjórnstöðvar Securitas eða Vara og kviknar ljós í mælaborðinu hjá þeim þegar þrýst er á hnapp- inn. Um leið er vaktmaður í stjórnstöð í beinu sambandi við sjúklinginn í gegnum hátalara- kerfi. „Þegar ljósið kviknar í stjórn- stöðinni er haft samband við bif- reiðastjóri í bifreið á vegum fyrirtækjanna sem eru á ferð um hverfíð og heldur hann þegar á vettvang," sagði Árni. „Annar mað- ur með lykil að íbúðinni fer frá stjómstöðinni en ef mikið liggur við og ekkert svar berst frá sjúklingn- um þá er hurðin jafnvel brotin upp.“ Tryggingaráð ákveður hveijir skuli hljóta stuðning til kaupa á neyðarhnappinum og hefur Trygg- ingastofnun ríkisins til skamms tíma greitt 75% af kaupverði tækis- ins á móti sveitarfélagi eða einstakl- ingi. „Þessum reglum hefur nú verið breytt og greiðir Tryggingastofnun- in 90% en um leið eru hert á reglum um hveijir fá aðstoð við kaup á tækjum," sagði Ámi. „Reglumar era enn í athugun og vil ég leggja áherslu á að sjúklingar jafnt sem aldraðir geta útvegað sér neyðar- hnapp á eigin kostnað." Kosningavaka fatlaðra 1987: Hver kýs hvað? LANDSSAMTÖKIN Þroska- hjálp og Öryrkjabandalag íslands gangast á sunnudaginn, þann 22. mars, fyrir kosninga- vöku í Súlnasal Hótel Sögu. Fulltrúar þeirra stjómmála- flokka sem sæti eiga á Alþingi munu taka þátt i pallborðsum- ræðum, svara fyrirspumum og gera grein fyrir stefnu flokka sinna í málefnum faltaðra. Kosningavaka fatlaðra er beint framhald af Skammdegisvökunni sem haldin var að Hótel Borg í desember síðast liðnum og segir í frétt frá samtökunum að mark- miðið með vökunni sé að halda á lofti markvissum áróðri fram að kosningum, fyrir stórátaki í mál- efnum fatlaðra. Þar beri hæst kröfuna um að staðið verði við lögbundið framlag í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. í tilefni af Kosningavökunni hefur verið unnið upp hefti sem ber sama heiti og yfirskrift vö- kunnar „Hver kýs hvað“ og hefur heftinu verið dreift til frambjóð- enda á landinu öllu. í inngangi þess segir m.a. að íslenskt sam- félag eigi enn langt í land með að tryggja fötluðum fullkomna þátttöku ogjafnrétti í raun, enda þótt allmikið hafi áunnist f mál- efnum þeirra á undanfömum áram. í bæklingnum, sem tekinn var saman af Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi íslands, er tæpt á þeim málum sem samtökin leggja meginá- herslu á um þessar mundir. Kosningavakan á Hótel Sögu hefst með söng og síðan verða fluttar svipmyndir úr lífi fatlaðra undir stjóm Þórhildar Þorleifs- dóttur. Fundarstjóri verður Magnús Bjamfreðsson. Húsið verður opnað kl.14.15, en dag- skráin stendur frá kl. 15.00-17. 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.