Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 27 Abbas hótar hryðjuverkum - í viðtali við ítalskt tímarit Páfagarði, Reuter. PALESTINSKI skœruliðaforing- inn Abu Abbas sagði í blaðavið- tali fyrr í vikunni að útsendarar sínir væru nú að skipuleggja ýmis hryðjuverk og hefðu aukið ítök sín í Issrael. „A næstu mánuðum munum við grípa til ýmissa mikilvægra hem- aðaraðgerða. Síðan Achille Lauro var rænt höfum við skipulagt nýjar aðgerðir," sagði Abbas í viðtali við ítalska tímaritið Europeo. Réttur á Ítalíu dæmdi Abbas til lífstíðarfangelsis að honum fjarver- andi fyrir að skipuleggja ránið á farþegaskipinu Achille Lauro undan ströndum Egyptalands árið 1985. Sjóræningjamir myrtu einn far- þega, bandaríska gyðinginn Leon Klinghoffer.' Ekki var greint frá því hvar við- taiið hefði verið tekið. Abbas, sem er eftirlýstur í fjölda landa, sagði að ekki hefði átt að ræna Achille Lauro. Skæruliðamir hefðu ætlað með skipinu til ísraels, en á leiðinni hefði komist upp um þá og vopn þeirra fundist. Abbas kvað menn sína oft hafa notað skip- ið til að komast til ísraels. Abbas sagði í viðtalinu að hann gæti ekki ferðast jafn mikið eftir sjóránið og áður. Aftur á móti væri hann frjáls ferða sinna innan nokk- urra arabalanda. Eftir að sjóráninu lauk neyddu Bandaríkjamenn flugvél með sjó- ræningjana innan borðs til lending- ar á bandaríska herflugvellinum á Sikiley. Flugvélin var á leið með hryðjuverkamennina á vit frelsis í Túnis. Abbas var um borð í flugvél- inni og leyfðu ítalar honum að fara þar sem þeir höfðu ekki sannanir á hendur honum. Síðar kom í ljós að Abbas stóð að baki sjóráninu. \T/ ERLEN1V Líbanon: * Oþekktir mannræn- ingjar sleppa gísli Beirút, Kairó, Reuter. MANNRÆNINGJAR í Líbanon slepptu á miðvikudag saudi- arabiskum sendiráðsstarfs- manni, sem haldið hafði verið í gíslingu í Vestur-Beirút í tvo mánuði. Nabih Berri, leiðtogi sveita amal-shíta, sagði á frétta- mannafundi að manninum hefði verið sleppt vegna tilmæla sinna og Sýrlendinga. Bakr Damanhuri var rænt 12. janúar og kvaðst hann ekki hafa séð nokkum lifandi mann í þá 66 daga sem honum var haldið í gíslingu. Ekki er vitað hvaða sam- tök stóðu að baki ráninu og Nabih Berri vildi ekki láta það uppi af ótta við að það myndi stoftia lífi gísla í Líbanon í hættu. Berri kvaðst vinna að því að fá fleiri gísla leysta úr haldi. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvar Terry Waite, sendi- maður ensku biskupakirlqunnar, væri niðurkominn og lét að því liggja að óábyrgar yfirlýsingar hefðu spillt fyrir farsælli lausn þess máls. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, sem nú er staddur ( Egyptalandi, kvaðst í gær ætla að ræða mál erlendra gísla í Líbanon er hann heldur til Sýrlands um næstu helgi. Aðspurður kvaðst Carter ætla að ræða við sýrlenska aðila sem stæðu í sambandi við mannræningjana. 25 erlendra manna er saknað í Líbanon þar af átta Bandaríkjamanna. Sprengjutilræði í kaffihúsi í Djibouti Djibouti, AP, Reuter. ELLEFU manns, þar á meðal fjórir Frakkar og þrír Vestur- Þjóðveijar, létu lífið þegar sprengja sprakk í þéttsetnu kaffihúsi í Djibouti á miðviku- dagskvöld. Að sögn yfirvalda slösuðust að minnsta kosti 26 menn í sprengingunni. Hassan Gouled Aptidon, forseti Djibouti, sagði í útvarpi að rann- sókn málsins hefði enn ekki leitrt í ljós hveijir hefðu staðið að baki sprengingunni. Hann sagði að sprengjan hefði verið sprengd „til að koma á ringulreið í þjóðfélagi okkar og láta hrikta í homsteinum þess". Að sögn franska sendiráðsins í Djibouti særðust 45 menn í spreng- ingunni. Talsmaður franska vamar- málaráðuneytisins í París sagði að þrír franskir hermenn hefðu látið lífíð og 25 særst í spmgingunni. Franska fréttastofan Agence France-Presse sagði að einn fransk- ur borgari, þrír Vestur-Þjóðveijar, þrír íbúar Djibouti og einn maður af ókunnum uppruna, hefði látið lífíð í sprengingunni. Að sögn lögreglu komu pólitískir öfgamenn, sem tengjast Aden Robleh, fyrrum ferða- og flutninga- málaráðherra, sprengjunni fyrir til að mótmæla franska setuliðinu í Djibouti. Talsmaður franska sendiráðsins sagði að sprengiefninu hefði verið komið fyrir við súlu í Cafe Historil, sem er vinsælt meðal franskra her- manna og útlendinga í höfuðborg- inni Djibouti við Rauða hafíð. Djibouti er fyrrum frönsk nýlenda og liggur milli Eþíópíu og Sómalíu. Haft var eftir Youssouf Ali Chir- don, innanríkisráðherra Djibouti, að glæpamenn stæðu sennilega að baki sprengingunni. Tæplega fjögur þúsund franskir hermenn em í Djibouti og hafa Frakkar haft þar flotastöð sam- kvæmt vamarsamningi frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1977. Reuter Endur- fundir Sovéski andófs- maðurinn Sergei Khord- orovich kom til Moskvu á mið- vikudag eftir að hafa dvalist í vinnubúðum í Síberíu. Eigin- kona hans, Tatyana, og sonur þeirra hjóna, Igor, tóku á móti honum á Vnukovo-flug- velli í Moskvu. ASEA Cylinda þvottavélar ★sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3a /FQniX HATUNI 6A SlMI (91)24420 verð*. Kiktu! Bankastræti Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. mars verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson formaður bygg- inganefndar Reykjavíkur og í stjórn Verkamannabústaða, Sólveig Pétursdóttir formaður barnaverndarnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.