Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 25 Aquino viijar særðra Corazon Aquinio (til hægri), for- seti Filippseyja, vitjaði í gær hermanna og óbreyttra borgara sem særðust er sprengja sprakk í skóla hersins í Baguio skammt norður af höfuðborginni. Hugs- anlegt er talið að hermenn hafi komið sprengjunni fyrir. Jesus de la Cruz hershöfðingi, sem rannskar sprengjutilræðið, sagði að enginn vafi léki á því að fag- menn hefðu verið þar að verki. Ráðgert hafði verið að forsetinn flytti ræðu í skólanum á sunnu- dag. Alnæmisrannsóknir í Kína: Forn læknislist kemur að notum - segir virtur sérfræðingur Reuter Peking, Reuter. VIRTUR kínverskur læknir telur að beita megi fornum lækninga- aðferðum svo sem nálastungum til að vinna bug á sjúkdómnum alnæmi. Prófessor Chen Shaowu sagði á Umhverfisár Evrópu: Ólík mengnnarákvæði skapa viðskiptahömlur ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UMHVERFISÁR Evrópu, sem efni þess. Evrópubandalagið (EB) og Fri- verslunarsamtök Evrópu (EFTA) standa að, hófst í gær. Takmark þess er að auka skiln- ing fólks á nauðsynlegum aðgerðum til að vernda um- hverfið og fella umhverfisstefnu Evrópulanda að efnahags-, iðn- aðar-, landbúnaðar- og félags- málastefnu þeirra. EB á hugmyndina að árinu. Umhverf- ismálaráðherrar bandalagsins fóru í gönguferð í skógi fyrir utan Brussel f gær til að vekja athygli á upphafi ársins og voru viðstaddir formlega athöfn í til- Evrópulöndin munu hvert um sig sjá um framkvæmd umhverfisárs- ins. Wolfgang F. Locker, umhverf- ismálasérfræðingur EFTA í Genf, sagði, að aðildarlönd samtakanna hygðust nota árið á mismunandi hátt, Finnland hefði til dæmis ákveðið dagskrá þar sem athygli verður vakin á ýmsum þáttum umhverfísvemdar út allt árið, Sviss hefði sett á fót sérstaka nefnd til að sjá um framkvæmd þess og svo fram eftir götunum. Hann sagðist enn ekki hafa fengið neinar upplýs- ingar um hvemig íslendingar hygðust nýta umhverfisárið. „íbúar aðildarlanda EFTA em þegar meðvitaðir um umhverfið og nauðsyn þess að vemda það svo að umhverfisárið er ekki eins mikil- vægt fyrir EFTA-þjóðimar og það er fyrir sum aðildarlönd EB. Um- hverfismál hafa ekki verið eins mikið rædd í suðurhluta bandalags- ins og í norðurhluta þess og þar er nauðsynlegt að gera átak til að auka skilning fólks á mengunar- vandamálum." Samstarf aðildarlanda EB og EFTA er sífellt að aukast og fær- ast yfir á ný svið. Locker sagði að umhverfísmál væm eitt af þessum nýju sviðum. „EFTA er samtök um fríverslun og berst fyrir takmörkun viðskiptahindrana. Það hefur kom- ið í ljós að mengunarákvæði hinna ýmsu landa geta spillt fyrir milliríkjaviðskiptum og því er sam- vinna á þessu sviði mjög mikilvæg. Það má nefna ákvæði um „katalís- ator“ í bifreiðum sem einfalt dæmi. Slíkur búnaður dregur úr loftmeng- un en krefst þess að notað sé blýlaust bensín. Búnaðurinn er dýr og dregur úr vélarafli. Evrópulönd- in hafa ekki samræmt stefnumótun sína hvað þetta varðar og það flæk- ir bifreiðaviðskipti milli landanna." fréttamannafundi í gær að 13 kínverskir sérfræðingar hefðu unn- ið að rannsóknum á alnæmi frá því á síðasta ári. Kvað hann vísinda- mennina hafa reynt hefðbundnar vestrænar aðferðir auk sem þeir hefðu kannað hvort fom kínversk læknislist gæti komið að notum. „Alnæmi leggst á ónæmiskerfi líka- mans. Með nálastungum og fornri læknislist er unnt að hafa áhrif bæði á tauga- og ónæmiskerfi líka- mans,“ sagði hann. Kínverjar hafa beitt nálastungum og jurtalækningum í þúsundir ára og eru þær enn notaðar samhliða öðrum og nútímalegri aðferðum. Lyf eru búin til úr jurtum, ánamöðk- um og gallblöðrum úr slöngum svo dæmi séu tekin. Kínverskir vísinda- menn segjast hafa náð góðum árangri í krabbameinslækningum með þessum hætti. Samkvæmt opinberum tölum hafa fjórir Kínveijar sýkst af al- næmi með blóðgjöfum erlendis frá. Ifyrr í þessum mánuði lést afrískur stjórnarerindreki af völdum sjúk- dómsins og bandarískur ferðamað- ur lést af sömu sökum í Peking árið 1985. ERLENT MtÐWNU • (A<3| • Hvort sem er Blús, Jass, Rokk, Fönk eða Pönk. Þetta og mikið meira á Bylgjunni allan sólarhringinn allan ársins hring. BYL GJAN •T Wy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.