Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 31 Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings: Mörg- mikilvæg' mál hlot- ið þinglega afgreiðslu Ný þingskaparlög, umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun til Alþingis - Samkeppni um nýbyggingu - Tölvutækni innleidd í þingið - 1000 ára afmæli kristnitöku - Fimmtungur þingmanna léitar ekki endurkjörs Hér fer á eftir meginhluti ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánsson- ar, forseta Sameinaðs þings, við þinglausnir í gær: Þing þetta hefir verið sérstætt fyrir það hve stutt það hefir staðið. Samt sem áður er fjöldi mála mik- ill á þessu þingi. Mörg mikilvæg mál hafa verið til meðferðar og hlo- tið afgreiðslu. Þótt menn hafi greint á um ýmis- legt sem gert hefir verið sameinast allir alþingismenn í þeirri ósk, að störf þessa þings megi verða til heilla landi og lýð. Þessu þingi er slitið snemma árs vegna alþingiskosninganna, sem ákveðnar hafa verið 25. apríl nk. Með þinglausnum nú er kjörtíma- bili að ljúka. Síðustu fjögur ár hafa verið viðburðarík í stjórnmálum landsins. Sitthvað hefir einnig skeð markvert á þessu kjörtímabili, sem varðar störf og stöðu Alþingis sér- staklega. Er það fyrst til að nefna að Al- þingi voru sett ný þingskaparlög árið 1985. Þá var liðin hálf öld frá því að heildarendurskoðun hafði farið fram á þingsköpum. Víðtækar breytingar voru gerðar á þingsköp- unum sem hér þarf ekki að tíunda. Nokkur reynsla hefír nú fengizt á þeim tveim þingum, sem hinum nýju þingsköpum hefir verið beitt. I sumum veigamiklum atriðum hafa þingstörf gjörbreyzt til batnaðar. Má þar sérstaklega nefna meðferð fyrirspuma og þingsályktunartil- lag^na og framkvæmd umræðna utan dagskrár. I öðmm efnum hef- ir breytingin orðið minni en til var stofnað. En það stendur til bóta með ráðstöfunum sem gerðar hafa verið og eiga eftir að koma í gag- nið síðar. Hér er meðal annars átt við þá gmndvallarbreytingu sem varð þegar Ríkisendurskoðun var tekin frá framkvæmdavaldinu og færð til Alþingis nú í ársbyrjun. Nú er Ríkis- endurskoðun ætlað meðal annars að vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni. Er þá gert ráð fyrir að Ríkisendur- skoðun leggi þingnefndum til sérhæfða starfskrafta sem geti starfað að margháttuðum umsögn- um og upplýsingaöflun er varða málefni ríkisins. Og er þá ótalið það gmndvallaratriði að Ríkisendur- skoðuninni er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Með þessum hætti er Alþingi gert kleift bæði að veita framkvæmdavaldinu meira aðhald og bæta eigin vinnu- brögð í löggjafarstarfínu. En ekki er nóg með þetta heldur hefír Alþingi nú fyrir nokkmm dög- um samþykkt lög um umboðsmann Alþingis, sem koma til fram- kvæmda um næstu áramót. Það er hlutverk umboðsmannsins að vera til varnar borgumnum ef þeir verða fyrir mistökum eða vanrækslu stjórnvalda. Þannig er umboðs- manni Alþingis ætlað að hafa eftirlit með stjómsýslu ríkisins og stuðla að auknu réttaröryggi borg- aranna. MMM Með breytingum sem nú hafa verið gerðar á Ríkisendurskoðun- inni og með tilkomu umboðsmanns Alþingis hefir verið efld staða og starf Alþingis til mikilla muna svo að þáttaskilum mun valda. Þá hefur, á þessu kjörtímabili, sem nú er að ljúka, tölvutæknin verið tekin í þjónustu Alþingis. Ákveðið var að gera það í tveim áföngum. í fýrri áfanga var gert ráð fyrir ritvinnslu með tölvum og skrár yrðu tölvuunnar, þannig að aukin yrðu afköst við vélritun og leiðréttingar og meiri sveigjanleiki yrði í útgáfu þingskjala, Þingtíðinda og spjaldskrárvinnslu. Þessi áfangi hefír komið til framkvæmda til mik- ils hagræðis við alla vinnu og fyrir starfsfólk Alþingis. Síðari áfanginn varðar hagnýt- ingu tölvutækninnar fyrir þing- menn sjálfa við vinnu þeirra. Hefír verið fengin sérfræðileg aðstoð er- lendis frá við skipulagningu og útfærslu slíks tölvukerfis fyrir Al- þingi og hefir verið leitað til aðila sem veitt hafa þjóðþingum annars staðar slíka ráðgjafarþjónustu. Enn er að geta þess sem gerst hefir á þessu kjörtímabili og varðar húsakost Alþingis. Efnt var til sam- keppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þings- ins að fyrirmælum þingsályktunar um framtíðarhúsakost Alþingis. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir fjárveitingu fyrir hönnunar- kostnaði. Hafið er nú verk við hönnun nýbyggingar eftir teikningu þeirri sem fyrstu verðlaun hlaut í samkeppninni. Auk verðlaunahaf- ans hefir húsameistari ríkisins yfírstjórn verksins með höndum með aðstoð forstöðumanns Borgar- skipulags. Verkið er unnið í samráði við formenn þingflokka. Á síðasta þingi samþykkti Al- þingi ályktun um þúsund ára afmæli kristnitökunnar. Með þess- ari þingsályktun var forsetum Alþingis falið að vinna að athugun á því með hvaða hætti verði af hálfu Alþingis minnst þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Hafa for- setar Alþingis haft sameiginlega viðræðufundi með kristnitökunefnd þjóðkirkjunnar um mál þetta. Kirkja landsins mun minnast kristnitök- unnar á sinn hátt og Alþingi fyrir sitt leyti. Forsetar Alþingis hafa sérstaklega tekið til meðferðar hver hlutur Alþingis ætti að vera. Hefir þá verið talað um að Al- þingi, í tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar, efni til ráðstafana og framkvæmda, sem efla mættu tengsl þess við hinn foma þingstað. Kemur þá til athugunar hugmyndin um að reist verði á Þingvöllum hús Alþingis, en þá hugmynd hefí ég áður reifað hér á Alþingi. Tími ákvarðana er enn ekki kominn. Sameiginlega hljóta Alþingi og þjóðkiijan að standa að þeirri þjóð- hátíð sem haldinn verður árið 2000 og þeirri þjóðarvakningu sem þeim atburði á að fylgja. Það er hlutverk forseta Alþingis að vinna að athug- un þessa mikla máls svo sem þingsályktunin felur þeim. Hér hefir verið vikið að nokkrum þeim megin málum, sem fengist hefír verið við á kjörtímabilinu og varða störf og stöðu Alþingis. Með okkur forsetum hefir verið mikil samstaða og samvinna svo sem bezt verður á kosið og höfum við notið góðs atfylgis varaforseta í hvívetna. Hinar stóru ákvarðanir hafa verið teknar í samráði við for- menn þingflokkanna og notið stuðnings stjómar og stjómarand- stöðu. Við lok þessa kjörtímabils er þess að minnast að mannaskipti hafa orðið í hópi þingmanna. Hafa fjórir þingmenn, sem kjörnir voru við upphaf þessa kjörtímabils, horfið úr hópnum, en þeir eru þessir: Vil- mundur Gylfason, 8. þm. Reykjv., lést 19. júní 1983. Sæti hans á Alþingi tók Stefán Benediktsson arkitekt. Ólafur Jóhannesson, 9. þm. Reykv., lést 20. maí 1984. Sæti hans á Alþingi tók Haraldur Ólafsson dósent. Lárus Jónsson, 2. þm. Norðurl. é., afsalaði sér þing- mennsku 1. sept. 1984. Sæti hans á Alþingi tók Bjöm Dagbjartsson matvælaverkfræðingur. Tómas Ámason, 4. þm. Austfirðinga, af- salaði sér þingmennsku 27. des. 1984. Sæti hans á Alþingi tók Jón Kristjánsson félagsmálafulltrúi. Nú liggur ljóst fyrir að fímmt- ungur þingmanna hyggur ekki á framboð við þær alþingiskosningar sem nú fara í hönd. í þeim hópi eru hvort tveggja langreyndir þing- menn og aðrir sem átt hafa hér skemmri setu. Ég hlýt nú að færa þeim öllum sérstakar þakkir og nefni ég fyrst þrjá þeirra, sem staðið hafa að stjóm þingsins á þessu kjörtímabili. Forseti neðri deildar, Ingvar Gísla- son, 1. þm. Norðurl. e., sem fyrst tók sæti á Alþingi 1961, hverfur nú af þingi. Samstarf okkar hefir verið mjög náið og einkar gott um allt er veit að stjóm þingsins. Helgi Seljan, 2. þm. Austfírðinga, fyrri varaforseti sameinaðs þings, lætur nú af þingmennsku, en hann var fyrst kjörinn til Alþingis 1971. Hann hefur verið mér til trausts og halds og mikil hjálparhella hér í þessum stóli. Þórarinn Siguijóns- son, 2. þm. Sunnlendinga, skrifari minn hér í sameinuðu þingi, hættir nú á þingi, en hann var kjörinn til þings 1974. Hann hefír lagt mikla alúð við störf sín hér. Aðrir þingmenn sem nú láta af þingmennsku eru: Pétur Sigurðs- son, 12. þm. Reykvíkinga. Hann var fyrst kjörinn á þing haustið 1959 og er því einn þeirra núverandi þingmanna sem lengst hafa setið og sett svip sinn á þingið. Garðar Sigurðsson, 4. þm. Sunnlendinga, var fyrst kjörinn til þingmennsku 1971. Ellert B. Schram, 6. þm. Reykv. Hann var fyrst kjörinn á þing 1971. Guðmundur J. Guð- mundsson, 7. þm. Reykvíkinga, sem hefur átt sæti hér síðan 1979. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 11. þm. Reykvíkinga, Kolbrún Jóns- dóttir, 8. landskj. þm., og Kristín S. Kvaran, 1. landskj. þm., sem allar voru kjörnar við síðustu al- þingiskosningar, og Stefán Bene- diktsson, 8. þm. Reykvíkinga og Haraldur Ólafsson, 9. þm. Reyk- víkinga, sem tekið hafa sæti á þessu kjörtímabili. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra sem enn hyggjast halda áfram þingmennsku er ég óska hinum, sem nú draga sig í hlé, alls góðs í framtíðinni og votta þeim þakkir fyrir þeirra mikilvægu störf hér á Alþingi í þágu lands og lýðs. Nú við þinglausnir vil ég þakka öllum háttvirtum alþingismönnum fyrir ágætt og ánægjulegt samstarf á þessu þingi og öllu kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Skrifstofustjóra og öllu starfsfólki þakka ég fyrir mikið og gott starf og fyrir ánægju- lega samvinnu í hvívetna. Framundan er kosningabaráttan. Ég óska öllum þingmönnum, sem nú bjóða sig fram, sæmdar í þeim leik, en auðna mun ráða hveijir okkar eiga hingað afturkvæmt. Og nú, þegar leiðir skilja, óska ég öllum utanbæjarmönnum góðrar heimferðar og ánægjulegrar heim- komu og öllum háttvirtum alþingis- mönnum heilla og hamingju hvar Sem leiðir liggja. Fyrir hönd Alþingis bið ég öllum íslendingum árs og friðar. GENGIS- SKRANING Nr. 54 - 19. mars 1987 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 39,080 39,200 39,290 Stpund 62,704 62,8% 60,135 Kan.dollari 29,7365 29,827 29,478 DSnskkr. 5,6652 5,6826 5,7128 Norskkr. 5,6445 5,6619 5,6431 Sænskkr. 6,1034 6,1221 6,0929 Fi.mark 8,6999 8,7266 8,7021 Fr.franki 6,4045 6,4241 6,4675 Belg.franki 1,0277 1,0309 1,0400 Sv.franki 25,4676 25,5458 25,5911 HoU. gyllini 18,8592 18,9171 19,0617 V-þ. mark 21,3138 21,3793 21,5294 ÍLlira 0,02999 0,03008 0,03028 Austurr.sch. 3,0345 3,0438 3,0612 Portescudo 0,2764 0,2772 0,2783 Sp.peseti 0,3045 0,3054 0,3056 Jap.yen 0,25753 0,25832 0,25613 Irskt pund 57,082 57,257 57,422 SDR (Sérst) 49,5895 49,7418 49,7206 ECU, Evrópum.44,2894 44,4254 44,5313 Jeppadekkin sem duga. HIFGoodrích Bjóðum áfram þessi frábæru kjör: MAKÍst Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188. A Útborgun 15% B Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum 0 C Fyrsta afborgun í MAI LT235/75R15 31xl0.50R15LT 35x12.50R15LT LT255/85R16 32xll.50Rl5LT 31x10 50R16.5LT 30x9.50R15LT 33xl2.50Rl5LT 33xl2.50R16,5LT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.