Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 félk f fréttum Reyklausir bekkir Reykingar fslendinga hafa minnkað mikið að undanf- ömu og má vafalaust þakka það mörgu, en mestu munar líklega hversu vel fólk er upplýst um hættuna sem af tóbaki stafar. Sérstaklega hafa reykingar ungl- inga minnkað, enda áróðursstarf- ið sjálfsagt mest og markvissast í skólum landsins. Meðfylgjandi mynd var tekin við Menntaskólann í Reykjavík sl. föstudag, en á henni eru tveir bekkir, 4. T og 4. Y, ásamt um- sjónarkennurum sínum. Þeir hafa sér það til ágætis unnið að vera „reyklausir" — m.ö.o. reykir eng- inn í þeim og er þess að óska að fleiri færu að þeirra dæmi. Pam og Bobby: Rannsóknarverkefni í Cambridge. IBSfa'; Doktor í Dallas Sápurópemr eru orðnar að há- vísindalegu rannsóknarefni a.m.k. við aðra af virðulegustu menntastofnun Bretlands, Cam- bridge. Þar á bæ hafa menn sett sápu- óperukannanir inn í bókmennta- kúrsa og hafa stúdentar gert rannsóknir á sápum eins og Dallas, Brookside og EastEnders eftir því sem Dr Peter Holland prófessor við Trinity Hall segir en hann er hvata- maðurinn að sápurannsóknunum. Hann var hissa á því hversu margir stúdentar horfðu reglulega á sápur en þegar hann var spurður að því hvað væri þess virði að rann- saka í Dallas sagði hann: „Þetta er draumaheimur ríka fólksins en segir í leiðinni margt um óskir og þrár ameríkana. Hann sýnir angist persónanna vegna peninga og ber þann siðgæðisboðskap að peningar veiti ekki hamingju." Dr Holland segir að kollegar hans hafi ekki tekið sérstakiega vel í sápukúrsa hans en hann segir þetta hinar alvarlegustu rannsóknir og mun alvarlegri en margt af því sem kollegar hans eru að fást við. Verkefni 1: J. R. þjáist af Ödipus- arkomplex. Ræðið og útskýrið. COSPER Þu mátt borda ávexti, en ekki undir neinum kringumstæðum kjöt. Sem sjá má voru tilþrifin á tónleikunum mikil. Tinu Turner vel tekið í Míinchen Mllnchen, frá Bergljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Ameríska rokkdrottningin Tina Tumer hóf hljómleika- ferðalag sitt um heiminn með eftirminnilegum og vel heppnuð- um hljómleikum í Olympíuhöllinni hér í Múnchen 4. mars sl. Ellefu þúsund aðdáendur rokkstjömunn- ar kunnu greinilega vel að meta hljómleikana og ætlaði fagnaðarl- átunum aldrei að linna eftir að síðasta lagið hafði verið tekið. Tina sýndi að venju mikil til- þrif á sviðinu og líkt og ævinlega vakti klæðaburðurinn mikla at- hygli. Kom hún ýmist fram í eldrauðum örstuttum leðurkjól eða svörtu mini-pilsi og þeyttist um sviðið af svo miklum krafti að menn áttu bágt með að trúa því að kynbomban með appelsínu- gulu hárkolluna væri virkilega orðin 47 ára gömul! Verðskuldaða athygli vakti tilkomumikill sviðs- búnaður hljómsveitarinnar og mun hann vera sá fullkomnasti sem nokkru sinni hefur verið sett- ur upp í hinni þekktu tónleikahöll, Ólympíuhöllinni. Á sviðinu gaf að líta 40 hátalara sem magnaðir voru með 70 þúsund vöttum, um 400 ljóskastarar voru notaðir til að lýsa upp sviðið og á þremur risastórum skermum sem komið hafði verið fyrir í salnum voru hljómleikamir sýndir samtímis. Sem sagt ekkert til sparað og kostaði útbúnaðurinn um það bil tíu milljónir vestur-þýskra marka. Sem fyrr segir vakti athygli úthald Tinu á sviðinu og var engu minni kraftur í síðasta laginu en því fyrsta. Kunnur þýsku frétta- maður innti Tinu eftir því í útvarpsviðtali á dögunum hvemig henni tækist að halda sér í svo góðu líkamlegu ásigkomulagi. Svaraði hún því þá til að hún stundaði engar íþróttir en tileink- aði sér hollt og gott lífemi. Kvaðst hún aðeins borða hollan og nær- ingarríkan mat og 25 matreiðslu- menn í hennar þjónustu sjá um að uppfylla kröfur rokkstjömunn- ar. Á hljómleikaferðalagi sínu heldur Tina Tumer alls 32 hljóm- leika hér í Þýskalandi. í júní- mánuði verður hún aftur í Múnchen og kemur þá fram á útihljómleikum ásamt Stevie Wonder og Joe Cocker. Þess má geta í lokin að mikið verður um að vera í tónlistarlífínu í Múnchen á næstu mánuðum. Meðal þeirra sem halda hér hljóm- leika má nefna Lionel Richie, The Pretenders, Fats Domino, Simply Red, Meat Loaf, Spandau Ballet, Santana, Duran Duran, Neil Yo- ung, Peter Gabriel og Level 42. Sem sagt af nógu að taka fyrir tónlistarunnendur. Tinu mátti m.a. sjá á risaxöxnum sjónvarpsskjá fyrir ofan sviðið. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.