Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Bretland: Er Kinnock að gefa eftir í varnarmálum? London, Reuter. NEIL Kinnock, forystumaður stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, hyggst segja Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að stjórn Verkamannaflokks- ins myndi leyfa Bandaríkjamönnum að halda stýriflaugum sinum á breskri grundu meðan stórveldin væru að semja um takmörkun vígbú- anaðar, að því er haft var eftir heimildarmönnum innan flokksins á miðvikudag. Embættismenn flokksins neituðu að þetta væri meiriháttar breyting á hinni umdeildu stefnu Verkamanna- flokksins í afvopnunarmálum. Flokkurinn hefur ítrekað lýst yfir því að allar kjamorkuflaugar í Bretlandi yrðu teknar niður ef flokkurinn kæm- ist til valda og sögðu embættismenn- imir að við það sæti. Aðrir sögðu aftur á móti að hér væri um miklar tilslakanir að ræða. Stefna flokksins í næstu kosning- um verður að taka niður allar breskar kjamorkuflaugar og loka kjamorku- stöðvum Bandaríkjamanna. Heimildarmennimir í Verka- mannaflokknum sögðu að Kinnock mjmdi segja Reagan þegar hann fer til Bandaríkjanna í næstu viku að Verkamannaflokkurinn myndi ekki vilja gera neitt, sem spillt gæti fyrir Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum Evrópu. Gull lækkaði lítUlega í verði. Sterlingspundið lækkaði í 1,60 dollara en á miðvikudag kostaði það 1,6010 dollara og er það hæsta verð í fjögur ár. Gengi dollarans var annars þannig að fyrir hann fengust: 1,8330 (1,8390). vestur-þýsk mörk, 1,5340 svissneskir frankar, (1,5390). 6,0995 (6,1105). franskir frankar, 2,0715 hollensk gyllini, (2,0770). 1.304,50 (1.305,75). ítalskar lírur, 1,3149 kanadískir dollarar, (1,3135). 151,88 japönsk jen, (óbreytt). í London kostaði gullúnsan 403,90 dollara (405). V-Þýskaland: Tveir fóruster þyrla hrapaði Söst, Vestur-Þýskalandi. Reuter. TVEIR breskir hermenn fórust og þrír slösuðust, þegar þyrla þeirra hrapaði í nágrenni bæjarins Söst, austur af Dortmund, á mið- vikudag. Talsmaður breska hersins í Vestur-Þýskalandi sagði, að þyrlan hefði verið á venjulegu eftirlitsflugi, þegar hún hrap- aði niður í húsagarð. Karpov tók sér frídag Linares, Spáni. Reuter. ANATOLY Karpov, fyrrum heimsmeistari í skák, tók sér frí í gær í einvíginu, sem hann heyir um þessar mund- ir við landa sinn, Sovét- manninn Andrei Sokolov.í bænum Linares á Spáni. Karpov hefur forystu í ein- víginu með 5,5 vinninga á móti 3,5 og hann þarf aðeins fjögur jafntefli úr þeim fimm skákum, sem eftir eru af ein- víginu, til að fá tækifæri til að vinna aftur titilinn af Gary Kasparov heimsmeistara. samningaviðræðum um takmörkun vígbúnaðar. Sögðu þeir að hann ætl- aði að greina forsetanum frá því að flaugarnar gætu verið á Bretlandi meðan á viðræðum stórveldanna stæði. Aftur á móti myndi Verkamanna- flokkurinn ekki eiga annars kost, ef slitnaði upp úr viðræðunum, en að segja Bandaríkjamönnum að fjar- lægja flaugamar. Líklegt er að þessi tíðindi um tilsl- ökun valdi áhyggjum meðal vinstri manna í flokknum af að Kinnock sé að reyna að taka broddinn úr stefnu Verkamannaflokksins í vamarmál- um, en hún hefur ekki átti hylii iq'ósenda í skoðanakönnunum. En Verkamannaflokkurinn vonast til að þetta muni draga slagkraftinn úr ásökunum stjómar íhaldsfiokks- ins um að stefnan í vamarmálum grafi undan viðræðum Bandaríkja- manna og Sovétmanna um að fjar- lægja allar meðaldrægar flaugar í Evrópu. Súkkulaðiplötur Reuter Peter Lardong, sem búsettur er í Vestur-Berlín, hámar í sig hljómplötur með bestu lyst. Lardong starfar sem vörubílstjóri en nýtir hverja frístund sem gefst til að búa tU hljómplötur úr súkkulaði. Þótt það sé lyginni líkast er unnt að spila plöturnar nokkrum sinnum áður en „hljómgæðin" glatast að eilífu. Þegar svo er komið er ekki um annað að ræða en leggja skífurnar sér til munns. Noregur: NATO-sveit- ir við æfingar Osló, Reuter UM 12.000 hermenn Atlantshafs- bandalagsins eru komnir til Lofoften í Norður-Noregi til vetraræfinga. 7.000 hermenn frá Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum og 5.000 frá Noregi munu taka þátt í æfingunum sem miða að því að æfa varnir flugstöðva við Bardufoss á óvissu- eða átakatímum. Æfingam- ar, sem munu standa yfir í viku og ganga þær undir nafninu „Fimbul- vetur“ (Cold Winter), eru hinar umfangsmestu sem fram fara í vet- ur í Noregi. Með þeim mun her- stjórn Atlantshafsbandalagsins einnig gefast tækifæri til að reyna menn og tækjabúnað við óblíð veð- urskilyrði. 16 norskir hermenn fórust er vetraræfingar fóru fram í Narvík í fyrra. Embættismenn segja það landsvæði sem valið var til æfinga í ár ekki jafn viðsjárvert og Narvík og nágrenni. Jafnaðarmenn í Vestur-Þýskalandi: Deilt á Brandt fyrir að ráða blaðafulltrúa Bonn, AP. WILLY Brandt, formaður vestur-þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD), var í eldlinunni hjá flokki sínum á miðvikudag vegna þess að hann hefur skipað grískan borgara til að gegna starfi blaðafulltrúa. „Það var alfarið röng ákvörðun að ráða Margaritu Mathiopoulos," sagði Hans-Jurgen Wischnewski, áhrifamikill jafnaðarmaður. Mathi- opoulos fæddist í Vestur-Þýska- landi, en hún hefur grískan ríkisborgararétt og er ekki flokks- bundin í SPD. Wischnewski sagði í viðtali við Kölnarblaðið Express að ráðning Mathiopoulos kæmi eins og „köld vatnsgusa framan í marga þá blaðamenn, sem eru í SPD“. Wischnewski sagði að neyðar- ástand ríkti í forystu helsta stjóm- arandstöðuflokks í Vestur-Þýska- landi. Flokkurinn hefur mátt þola kosningatap undanfarið ár og deil- ur hafa ríkt um stefnu og einstakl- inga. Willy Brandt er 73 ára. Hann er fyrrum kanslari og hefur verið formaður SPD síðan 1964. Ýmsir flokksmenn telja að hann beri ábyrgð á því hvemig flokknum hefur gengið í kosningum, nú síðast þegar kosið var til þings 25. janúar. Brandt hefur lýst yfir því að hann ætli að draga sig í hlé á næsta ári, en ýmsir fréttaskýrend- ur segja að þá ákvörðun hefði hann átt að taka fyrir löngu. Mathiopoulos, sem lagði stund á stjómmálafræði við Harvard- háskóla og Sorbonne í París, var ráðin fyrir tilstilli Brandts þrátt fyrir andstöðu innan landsstjómar flokksins. Á blaðamannafundi, sem haldinn var eftir að ráðning hennar var tilkynnt á þriðjudag, viður- kenndi Mathiopoulos að hún þekkti hvorki flokksskipulagið í smáatrið- um, né þau vandamál, sem flokkur- inn ætti við að stríða. Brandt brást við gagnrýni vegna ákvörðunnar sinnár í viðtali við dagblaðið General-Anzeigerí Bonn á miðvikudag: „Þetta eru óþarflega mikil læti og hávaði út af engu. Mathiopoulos er óvenju hæfíleika- mikil ung kona og þegar menn kynnast henni munu þeir segja: það var rétt að ráða hana í starfið.“ Mathiopoulos er dóttir grísks blaðamanns og bíður hún enn eftir svari við umsókn sinni um þýskan ríkisborgararétt. Hún tekur við af Gúnter Verheugen, sem settur var í starf blaðafulltrúa SPD þegar Wolfgang Clement sagði af sér í nóvember vegna innanflokks- deilna. Þetta mal hefur vakið umræður um forystu flokksins: „Við þurfum á starfhæfri forystu að halda á nýjan leik og taka þarf ákvörðun [um eftirmann Brandts] sem fyrst,“ sagði Karl-Heinz Hirse- mann, formaður flokksins í Bæjaralandi. Nígería: Stofnuð sam- tök til lausnar milliríkjadeilna Lagos, Reuter. FULLTRÚAR 16 ríkja hafa af- ráðið að stofna formleg samtök sem munu Ieitast við að stuðla að lausn deilumála ríkja í millum. Ákveðið hefur verið að samtökin skuli kallast „Lagos-samtökin“ og hafa fulltrúar Alsír, Egyptalands, Senegal, Zimbabwe, Nígeríu, Ind- lands, Malasíu, Austurríkis, Svíþjóðar, Sviss, Júgóslavíu, Arg- entínu, Brasilíu, Venesúela og Mexíkó setið á fundum til að ræða stofnun þeirra. Á miðvikudags- kvöldið var síðan gert heyrinkunn- ugt að samtökin hefðu formlega verið stofnuð. Bolaji Akinyemi, utanríkisráð- herra Nígeríu, átti hugmyndina að stofnun samtakanna og sagði til- gang þeirra m.a. vera þann að brúa bilið milli Samtaka óháðra ríkja og stórveldanna. Tékkóslóvakía: Husak heitir umbótum og opinskárri umræðu Prag, AP, Reuter. GUSTAV Husak, leiðtogi tékk- neska kommúnistaflokksins, hefur heitið umbótum í stjórn- kerfinu og opinskárri umræðu í anda Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga. Husak lýsti þessu yfir er hann ávarpaði miðstjórn tékkneska kommúni- staflokksins í fyrrakvöld. Almennt er litið svo á að Husak hafi látið undan þrýstingi end- urbótasinna innan flokksins. Husak sagði að til greina kæmi að taka upp leynilegar kosningar til hárra embætta innan flokksins en Gorbachev hefur einmitt boðað sams kon- ar breytingar. Þá sagði hann einn- ig nauðsynlegt að miðla upplýs- ingum til al- mennings. „Við viljum að almenningur viti hvað er að ger- ast í þjóðfélaginu, hvaða ákvarð- anir eru teknar og hvemig," sagði hann. Kvað hann embættismenn skylduga til að stuðla að skoðana- Gustav Hus- ak, leiðtogi tékkneska kommúni- staflokks- ins. skiptum til þess að landsmenn gætu betur gert sér grein fyrir vanda samfélagsins og hvernig bæri að sigrast á honum. Husak boðaði róttækustu breytingar á stjórn efnahagslífs- ins frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar þegar öll helstu fram- leiðslufyrirtæki voru þjóðnýtt. Sagði hann að sérstök löggjöf um þetta atriði yrði lögð fram fyrir 15. júní. Meðal annars væri gert ráð fyrir að yfirmenn fyrirtækja yrðu ekki lengur skipaðir af ríkis- valdinu heldur myndu verkamenn tilnefna þá. í janúarmánuði birti stjómin áætlun um endurskipu- lagningu efnahagslífsins og er samkvæmt henni stefnt að au- kinni sjálfsstjóm fyrirtækja undir ströngu eftirliti ríkisins. Athygli vekur að Husak skyldi nota orðið „umbætur" en ráða- mönnum í Tékkóslóvakíu hefur þótt það minna óþægilega á um- bótaviðleitnina árið 1968 sem Sovétstjómin barði niður í krafti hervalds. Þá sjaldan valdhafar hafa minnst á umbætur hefur orðið „endurskipulagning" verið það djarfasta sem þeir hafa árætt að taka sér í munn. Husak tók skýrt fram að Sovétmenn hefðu ekki þröngvað tékkneskum kom- múnistum til fylgis við umbóta- stefnu Gorbachevs. „Í gegnum tíðina höfum við fært okkur í nyt reynslu sovéskra kommúnista og við munum gera það í enn ríkari mæli en hingað til,“ sagði hann. Hann vísaði á bug fullyrðingum vestrænna fjölmiðla um ágreining innan tékkneska kommúnista- flokksins varðandi umbótastefnu Gorbachevs Sovétleiðtoga. Yfir- lýsingar tékkneskra embættis- manna varðandi breytingarnar í Sovétríkjunum hafa verið ósam- hljóma og fréttir herma að hart hafi verið deilt um hvort fylgja beri fordæmi Gorbachevs. Lubom- ir Strougal forsætisráðherra hefur verið í fylkingarbrjósti umbóta- sinna en Vasil Bilak, helsti hugmyndafræðingur flokksins, Husak sjálfur og aðrir harðlínu- menn hafa hvatt til varfærni. Virðist svo sem Husak, sem er 74 ára gamall, hafí látið undan þrýstingi yngri og fijálslyndari manna. Flokksmönnum hefur vafalaust þótt áríðandi að skýra sjónarmið flokksins gagnvart þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Sovétríkjunum þar eð Mik- hail S. Gorbachev er væntanlegur í opinbera heimsókn til Tékkósló- vakíu eftir þijár vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.