Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Oflugra atvinnulíf eftirJóhann J. * Olafsson Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild setningarræðu Jóhanns J. Ólafssonar formanns Verzlun- arráðs íslands á Viðskiptaþingi fyrir skömmu. „Verzlunarráð íslands helgar einkavæðingunni sjöunda Við- skiptaþing sitt. Þeir, sem talað hafa fyrir frjálsu viðskiptalífí, hafa ávallt lagt áherslu á að atvinnurekstur ætti að vera í höndum einkaaðila. Hvað veldur því að nú þarf sérstak- lega að leggja áherslu á þetta viðfangsefni? Einkavæðing er yfirfærsla opin- bers atvinnurekstrar til einkaaðila. Einkavæðingin hefur á síðustu árum fengið aukna athygli hjá þjóð- um, sem ætla sér að byggja markvisst upp öflugra efnahagslíf. Markviss uppbygging atvinnu- lífsins er okkur mikilvæg til þess að við getum notið hér sambæri- legra lífskjara og í grannlöndum okkar. í því samhengi er óhag- kvæmur rekstur atvinnufyrirtækja lúxus sem við getum ekki leyft okkur. Við þurfum markvissar en áður að auka hagkvæmni í meðferð fjármuna og megúm ekki sóa góð- um starfskröftum, sem iðulega fylgir einokunarfyrirkomulagi opin- beira fyrirtækja. Á Vesturlöndum er það orðin nokkuð viðurkennd regla, að hið opinbera hefur lítið að gera í fyrir- tækjarekstur. Reynslan hefur sýnt okkur, að slíkur rekstur er ekki hagkvæmur. Hér áður fyrr töldu menn að ríkisrekstur gæti leitt til lægra vöruverðs, m.a. vegna hag- kvæmni stærðar. Aukinn jöfnuður hefur og verið rök fyrir ríkis- rekstri. Eftir þá reynslu sem er af allsheijar ríkisrekstri á þessari öld, líkt og í Sovétríkjunum og Kína, eru menn þó orðnir nokkuð sam- mála um, að þetta er ekki hag- kvæmasta rekstrarformið. Ekki er því þar með neitað að til séu dæmi um að opinber fyrirtæki séu vel rekin. Þó tel ég óhætt að fullyrða að reynslan hafi sýnt okkur að hug- myndir Adams Smith eiga við enn í dag. Forsagnir hans um mannlega hegðun í viðskiptum hafa sannað gildi sitt. Einkarekstur er það rekstrarform sem líklegast er til að skila árangri. Um þetta er vart deilt lengur. Samt er það svo, að opinber rekstur er til staðar á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Ástæður þess eru bæði sögulegar og stjómmála- legar. Sögulegar ástæður liggja fyrir opinberum rekstri heilbrigðis- og menntaþjónustu. Stjómmálaleg- ar ástæður em fyrir rekstri ýmissa framleiðslufyrirtækja. Stjómmála- menn hafa barist fyrir þvf að ijármagni úr opinbemm sjóðum væri beint í heimahémð þeirra. Fyrirtæki með vafasama afkomu- möguleika hafa verið stofnuð og fé sett í ómarkvissar framkvæmdir. Alþjóðleg samkeppni og einkavæðing Við Islendingar búum á eyju fjarri öðmm þjóðum. í alþjóðavið- skiptum er hinsvegar ekki lengur um að ræða nein eylönd. Viðskipti milli landa aukast stöðugt. Landa- mæri hverfa. Þeir, sem veita bestu þjónustuna eða framleiða bestu vör- umar, selja þær á alþjóðamarkaði, en skila arðinum til heimalands síns. Með aukinni alþjóðlegri samkeppni hafa kostir öflugs efnahagslífs orð- ið öllum þorra almennings ljósari. Ef innlend atvinnustarfsemi stend- ur sig ekki í samkeppni við erlenda aðila ríður yfir tvenns konar ólán. Heimamarkaður mettast af erlend- um vömm ásamt því að erlendir markaðir tapast. Áfleiðingin fyrir þjóð sem lendir í slíku í einhverjum mæli er atvinnuleysi og lífskjara- rýmun. Innflutningshöft og opinber stuðningur fyrir fyrirtæki undir slíkum kringumstæðum em einung- is gervilausnir sem fresta vandan- um og magna hann. Óheillaþróun af þessu tagi er ekki afstæðar vangaveltur hag- fræðinga. Þær fréttir sem við höfum verið að fá að undanfömu í kringum kosningar á írlandi em ekki glæsilegar. Skuldir írska þjóð- arbúsins nema tæplega 150% af þjóðarframleiðslu og allar telcjur ríkisins af tekjuskatti þarf til að greiða afborganir og vexti af þeim. Skattbyrði er mjög þung, svo að nemur 61% af þjóðarframleiðslu, en 40% írskra skattgreiðenda lenda í skattaþrepi sem aðeins hátekju- fólk annars staðar lendir í. Atvinnu- leysi er um 20%. Á írlandi er landflótti hafinn. Slíkt ástand gæti skapast hér á landi, ef ekki er hald- ið rétt á málum. Við íslendingar höfum aldrei getað útilokað okkur frá alþjóðlegri samkeppni. Markviss uppbygging okkar á erlendum fískmörkuðum og síbætt vinnsla sjávarafla hefur átt dijúgan þátt í að skapa hér nútímaþjóðfélag. Sjávarafurðir í háum gæðaflokki hafa gert okkur samkeppnisfæra á alþjóðavettvangi og skapað okkur ríkuleg verðmæti. A ýmsum öðmm sviðum atvinnu- lífsins hefur hinsvegar liðist minni framleiðni og óhagkvæmni í skjóli opinbers rekstrar, eða opinberra aðgerða líkt og innflutningsbanna. Landsmönnum hefur orðið æ ljósara gildi útflutnings, ekki aðeins á sviði sjávarútvegs, heldur á öllum sviðum þar sem við höfum forskot vegna góðra hráefna, hugvits, eða sérstæðrar þjónustu. Við höfum hér allt að vinna. Með samningum um lækkun tolla í ut- anríkisviðskiptum okkar höfum við fengið tollfijálsan aðgang að mark- aði milljóna manna, en látið í staðinn aðgang að okkar litla mark- aði, sem telur 240 þúsund manns. Útflutningsátak verður ekki tek- ið úr samhengi _ annarra þátta efnahagslífsins. Útflutningur er ekki einangrað fyrirbæri. Allt efna- hagslíf þjóðarinnar stendur á bak við útflutning okkar og leggur sitt af mörkum. Óhagkvæmur opinber rekstur íþyngir þannig beint og óbeint samkeppnisstöðu okkar, og að lokum endar allur kostnaður á útflutningsafurðum okkar. At- vinnu- og tækniþróun þarf því að eflast á öllum sviðum. Því fjár- magni sem nú fer í að leysa út gjaldþrota ríkisrekstur þarf að beina yfir í uppbyggingu arðbærrar atvinnustarfsemi. Það er hér sem einkavæðingin er mikilvæg. Ekki spurning um hægri — vinstri Umræða um einkavæðingu hefur tíðum verið tengd hægri og vinstri sjónarmiðum í stjómmálum. Hægri- menn eru taldir hliðhollir einka- rekstri en vinstra fólk alfarið á móti og jafnvel hlynnt sem allra- mestum ríkisrekstri. Við þær nýju aðstæður sem ég hef hér lýst er þetta þó að breytast. Hugarfars- breyting er að eiga sér stað sem ekki er bundin við flokkslínur. Ég rakst t.d. á eftirfarandi fyrir nokkru í blaðagrein eftir Harald Ólafsson þingmann Framsóknar- flokksins, en Haraldur hefur oft verið kenndur við vinstristefnu inn- an þess flokks. Haraldur segir: „Ég er andvígur því, að óheft starfsemi fái þrifist í skjóli ríkisvaldsins, til skaða og skammar fyrir þjóðina alla. Það er rangt að gera það að venju, að ríkissjóður sé notaður til þess að beinlínis styðja að aðgerð- um, sem frá þjóðhagslegu sjónar- miði eru ekki nauðsynlegar, og jafnvel gerðar til þess eins að þjóna hagsmunum fárra." Þessi orð eru ekki mælt af ástæðulausu. Það er varla svo að maður lesi dagblað eða hlusti á fréttir að ekki sé skýrt frá slíkum dæmum. Hér skal nægja að nefna tvö nýleg. Ríkisrekinn taprekstur Steinullarverksmiðja var reist á Sauðárkróki þrátt fyrir viðvaranir, m.a. Verzlunarráðsins. Verksmiðj- an var rekin í fyrra, á öðru starfsári sínu, með ótrúlega miklu tapi. Kaupendur steinullar eru sammála um að framleiðsla verksmiðjunnar sé góð og ódýr. Hinsvegar er það einföld staðreynd að verksmiðja af þessu tagi hefur ekki rekstrar- grundvöll. Tapið nam nær 50 milljónum, en heildarvelta verk- smiðjunnar var aðeins um 100 milljónir. Nýjustu fréttir frá for- ráðamönnum Steinullarverksmiðj- unnar eru óskir um, að tollar á samkeppnisvörum verksmiðjunnar verði stórhækkaðir. Húsbyggjendur færu þá að axla tapreksturinn. Seint á síðasta ári kom í ljós að nýleg graskögglaverksmiðja, Vall- hólmar í Skagafirði, var komin að gjaldþroti. Það var varla að furða. Heildarframleiðsla graskögglaverk- smiðja í eigu ríkisins var í fyrra ekki nema þriðjungur af afkasta- getu þeirra. Vallhólmaverksmiðjan var byggð þótt fyrir væri offram- leiðsla á þessari afurð. Tilkoma Vallhólma árið 1983 leiddi til þess að enn meiri umframbirgðir mynd- uðust hjá verksmiðjunum í landinu. Iðulega stofnar hið opinbera þannig til rekstrar sem fáir aðrir vilja hætta á. Fyrirtækjum, sem eiga augljóslega eftir að skila mikl- um hagnaði, þarf hið opinbera ekki að koma nálægt. Ríkinu er hins vegar ætlað að koma inn þar sem einkaaðilar vilja ekki hætta fé sínu. Pólitískur þrýstingur frá einstaka byggðarlögum hefur á tíðum orðið til þess að lagt er út í ævintýra- mennsku af þessu tagi. Hér hefur ríkið misskilið hlutverk sitt. Eftir nokkurra ára taprekstur er fyrir- tækinu lokað, skuldimar lenda á opinberum sjóðum, og byggðarlagið stendur ekkert betur. Alain Madelin iðnaðarráðherra Frakka orðaði þetta vel er hann sagði: „Framleiðendur koma til hins opinbera til að sækja fé sem fjár- magnseigendur og neytendur hafa neitað þeim um vegna lélegrar frammistöðu." Opinber rekstur sem slíkur er ekki endilega vandamálið. Gagnrýni okkar beinist ekki gegn því ágæta fólki sem þar vinnur. Vandinn er sú einokun, sem fylgir slíkum rekstri. Skortur á samkeppni slævir allan vilja til átaka í rekstri enda komast menn upp með miðlungs- frammistöðu. Aðilar í einkarekstri myndu haga sér eins við sömu að- stæður. Gagnrýni á fyrirtæki í einokunaraðstöðu getur veitt að- hald. Það aðhald verður þó aldrei eins kröftugt og aðhald markaðar- ins, og heilbrigð samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Takmörkuð einkavæðing Einkavæðingin hefur haldið inn- reið sína víða erlendis. Athyglin hefur aðallega beinst að kaupum einkaaðila á stórfyrirtækjum í Bret- landi og Frakklandi. Sú þróun er þó líklega enn róttækari að einka- framtakið er nú að fara inn á ýmis svið, sem hið opinbera sá um áður. Má þar nefna Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Japan. Opinberar framkvæmdir og þjón- usta eru af mismunandi tagi. Til einföldunar er hægt að líta á tvennt í þessu samhengi: Þann sem útveg- ar fé til framkvæmdanna og þann sem sér um sjálfa framkvæmdina. í hefðbundnum opinberum rekstri sameinast þetta tvennt. Þjónustan er fjármögnuð með sköttum og framkvæmd af opin- berum aðilum. Skagaströnd: Fryst rækja keypt til endurvinnslu SKAGSTRENDINGAR hafa fyr- ir nokkru lokið rækjukvóta sínum í Húnaflóa, enda kom nú um fimm sinnum minna i þeirra hlut og annarra við flóann vegna aflabrests. Á svipaðan hátt er komið fyrir öðrum stöðum við flóann, sem stundað hafa veiðar og vinnslu á rækju. Því hefur verið gripið til þess ráðs að flytja frysta rækju á staðinn með tals- verðum tilkostnaði. Einnig hefur verið gengið frá samningi við skip til djúprækjuveiða. Heimir Fjelsted, framkvæmda- stjóri rækjuvinnslu Hólaness á Skagaströnd, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í hlut Skagstrend- inga hefðu nú komið 123 lestir af rækju upp úr sjó, en 638 í fyrra. Þetta hefði valdið verulegum erfið- leikum í vinnslunni og hún stöðvazt í febrúar. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að halda fræðslunámskeið fyrir starfsfólkið, sem gengið hefðu vel. Heimir sagði, að rækjuvinnsla hefði að nýju hafizt í lok síðustu viku. Þá hefði verið byijað á endur- vinnslu sjófrystrar rækju af skipun- um Þóri SF, Hafnarey SF og Jóni Kjartanssyni SU. Rækjan væri flutt með Ríkisskipum frá Homafirði og Eskifirði með talsverðum tilkostn- aði, en í einstaka tilfellum væri þessi rækja veidd á Húnaflóa eða í nálægð hans. Síðan hefði Hólma- drangur komið inn I upphafi þessarar viku með 80 tonn af frystri rækju. í lok loðnuvertíðar kæmi Guðrún Þorkelsdóttir svo til veiða á djúprækju fyrir fyrirtækið og upp úr því færi viðskiptabátum að fjölga. Heimir sagði, að með þessu móti yrði hráefnið til vinnslunnar auðvit- að dýrara en ella og nýting ekki eins góð, þar sem rækjan, sem keypt væri, væri mjög smá enda búið að selja stærri flokkana utan. Menn þættust því góðir að sleppa taplausir frá þessari vinnslu, en hún væri nauðsynleg til að geta staðið við gerða sölusamninga og halda mörkuðum. Þá ylli það nokkrum erfiðleikum að starfsfólk væri kom- ið með langan uppsagnarfrest og stangaðist rækjuveiðistopp þrívegis á árinu, í 10 daga hvert, á við fast- ráðninguna. Að öllu þessu athuguðu væri það rækjuverksmiðjum nauð- synlegj, að eiga uppþíðingarvél til að endurvinna frysta rækju, þegar fersk rækja fengist ekki. Jóhann J. Ólafsson „Opinber rekstur sem slíkur er ekki endilega vandamálið. Gagnrýni okkar beinist ekki gegn því ágæta fólki sem þar vinnur. Vandinn er sú einokun, sem fylgir slíkum rekstri. Skortur á samkeppni slævir all- an vilja til átaka í rekstri enda komast menn upp með miðl- ungsframmistöðu.“ Þáler hægt að tala um þá starf- semi þar sem opinberir starfsmenn sjá uiji framkvæmdir, en fé er greitt beint af notendunum sjálfum. Símaþjónusta er dæmi um þetta. Hinn möguleikinn er einnig til að opinberar framkvæmdir eða þjónusta sé fjármögnuð af hinu opinbera með skattheimtu, en fram- kvæmdin sé í höndum einkaaðila. Útboð í verklegar framkvæmdir, t.d. á vegum Hitaveitu Reykjavikur eða Vegagerðarinnar, er dæmi um þetta. Erlendis hefur sú þróun einmitt átt sér stað að framkvæmd ólík- legustu verkefna er að hverfa úr höndum opinberra aðila yfir til einkaaðila. Hið opinbera sér þó áfram um skilgreiningu verkefnis- ins og fjármögnun framkvæmda. Þannig er hugmyndum um jöfnuð og velferð haldið án þess að hið opinbera annist sjálft viðkomandi þjónustu. Reynslan erlendis Erlendis hefur viðamikill at- vinnurekstur verið að hverfa úr höndum hins opinbera yfir til einka- aðila. Þannig hefur losnað um fjármagn sem ríkisstjómir þessara landa geta sett í annað. í Bretlandi og Frakklandi hefur stefnan verið sú að færa eignarhald atvinnufyrirtækja yfir til fólksins og til eins margra og mögulegt er. Árangurinn hefur orðið sá að við- horfsbreyting hefur átt sér stað. í þessum löndum er ekki lengur litið á hlutafjáreign sem einkamál hinna ríku, heldur sem spamaðarform og ijárfestingarmöguleika fyrir fólk úr öllum stéttum. Þar á meðal er sér- staklega hugsað fyrir því að starfs- fólk hinna einkavæddu fyrirtækja eigi þess kost að geta keypt hluta- bréf í þeim. Einkavæðingin hefur reynst auð- veld þó svartsýnismenn hafi sagt að ýmis opinber fyrirtæki væru ill- seljanleg. Þrátt fyrir svartsýnisspár ýmissa aðila, sem sögðu að kaup- endur fyrirfyndust einfaldlega ekki, hefur reynslan orðið önnur. í Frakklandi var t.d. ekki reiknað með að bréf í einum stærsta banka landsins, Cie. Financiere Paribas, seldust vel. Þegar hlutabréf bank- ans voru hins vegar boðin út komu fram óskir um kaup á fjörutíu sinn- um fleiri bréfum, en til sölu voru. í Bretlandi eru í gangi sérstak- lega róttækar breytingar því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.