Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Undir stiömum á tf Wahibasöndum Morguninn eftir komu litlir bedúínakrakkar i heimsókn Heidi mallaði pylsur VIÐ Heidi komum dasaðar niður að „búðunum" eftir göngu og klifur um sandöldur, upp og nið- ur sandhóla og sandgryfjur. Stundum settumst við niður og blésum mæðinni og hún benti mér á hríslur eða plöntuanga, sem lágu, að því er virtust dauð- ar ofan á sandinum. Hún sýndi mér, að rætumar lægju niður i sandinn og öll þessi tré, sem virt- ust dáin, væru lifandi. Þau liggja þarna og láta lítið fara fyrir sér, en næturrakanum, kannski bara örfáum dropum.safna þau niður til sín og halda þannig i sér lifinu. Klók tré þar. Hvarvetna í þessari mörk var líf, það var bara að vita og kunna að finna það. Ali bflstjóri hafði breitt úr tepp- inu sínu. Sat þar hreyfingarlaus, eins og guru. Ég lýsti hrifningu minni mörgum orðum, Heidi skim- aði í kringum sig til að vita hvort sæist til Chris eða Tim, sem voru að leita að nýjum leiðum lengra, inn á sandana. Uppi á efstu sandöl- dunni grillti í hirðmálara súltansins Chester Williams og konuna hans. „Er þetta ekki bara dægilegt" sagði ég uppnumin við Ali og fékk náðar- samlegast að tylia mér á teppið. Hann horfði á mig, svipbrigðalaus. „Líttu á himininn. Bráðum stormur. Verður þá gaman, ha?“ Sólin virtist enn hátt á lofti, ég horfði á skýin Alis og fannst þau sakleysisleg. Það var langt í myrkur enn. Ég ákvað að láta tal Alis sem vind um eyru þjóta og mændi niður í bedúína- byggðina langt fyrir neðan. Gaman væri að bregða sér þangað á morg- un. Eða kannski núna meðan sólin væri enn á lofti. En svo fóru hinir félagamir að tínast niður og það var ákveðið að fara að undirbúa langþráðan máls- verð, meðan birtu nyti. Tim og Chris fóru að hlaða bálköst. Við kvenfólkið drösluðum kæliboxunum út úr jeppunum.Mikið hlökkuðum við til að snæða þama í hlýjum sandinum, eftir langar göngur um erfiðar sandöldur. Wahibasandauðnin í Óman er vísindamönnum mikið rannsóknar- efni. Meðal annars vegna þess hver stærð hennar er, eða öllu heldur smæð. Hún er að flatarmáli um fímmtán þúsund ferkílómetrar, álíka að stærð og Quatar. Eða Wales. Lífríki sandsins verður því auðveldara að rannsaka en í eyði- mörkum, sem eiga sér nánast hvorgi endi né upphaf. Undanfarið hafa vísindamenn frá mörgum löndum unnið í Wahiba og þeir hafa meðal annars komizt að þeirri niðurstöðu, að hvorki meira né minna en hundrað og þrjátíu plöntutegundir lifa í sandinum. Mér skilst, það sé um það bil íjórum sinnum meira en þeir höfðu reiknað með, þegar rannsóknimar hófust. Flestar þessara jurta hegða sér eins og líflausu trén, sem Heidi hafði bent mér á. Og það er með ólíkind- um, hversu Iítinn raka eyðimerkur- gróðurinn þarf til að þrífast. En það eru ekki bara plöntur og skorkvikindi, pöddur og sporðdrek- ar, sem búa í sandinum. Þar hafast við refír með sérstæð lafandi eyru, stöku sinnum sjást úlfar á kreiki, sjaldgæfar móngúsir með hvíta rófu og fjöldinn allur af gazellum er á söndunum.Þótt við sæjum ekki eina einustu. Fýrir utan það sér mörkin um fímmtán þúsund geitum fyrir fæðu og fímmtán hundruð úlföld- um. í jöðrum Wahiba eru bedúína- byggðir.Wahibabedúínamir munu vera um þijú þúsund talsins. Þeir hafa hafzt þama við kynslóð fram af kynslóð. Færa sig til, þegar fer að grænka á heimaslóð eða eftir rigningu. Til að landið nái að jafna sig. Því að bedúínar flakka ekki um, bara út í biáinn. Allar þeirra ferðir eru skipulagðar og ákveðnar eftir vissum reglum. Eða lífsmynstri. Ég hafði hitt þau Heidi og Chris Bael nokkmm kvöldum áður, þegar okkur var nokkrum boðið á ómanskt heimili, eftir að ég hafði skemmt mér við að fara á málverkasýningu með nokkrum ómönskum kunningj- um. Heidi er einn af sérfræðingun- um um lífríki Wahiba og þau, ásamt fleirum vinna nú að undirbúningí alþjóðlegrar ráðstefnu um Wahiba, sem verður í Múskat í næsta mán- uði.Þangað koma allir þessir vísindamenn, sem hafa verið áður við vinnu á söndunum og hafa upp á síðkastið verið að gera sínar loka- skýrslur. Eftir ráðstefnuna verður svo ákveðið, hver verða næstu Af sandinum t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.