Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 21 ...og Ali aðstoðaði listmálarafrúna við eggjasteikingu. skref. Heidi er á þeirri skoðun, að mikið starf sé enn óunnið í Wahiba og vonast til, að gefið verði grænt ljós á meiri og ítarlegri rannsóknir. Meðal annars aldursgreiningu. Því að sandurinn er misjafnlega gam- all. Aldrei hafði ég náttúrlega hugsað út í það. Þau sögðu mér frá söndunum og ég varð satt að segja ákaflega áfjáð í að að komast þangað. Og ég er heppin eins og fyrri daginn. Heidi hringdi kvöldið eftir og sagði mér, að nú bæri vel í veiði. Þau hjón hefðu verið beðin að leiðbeina list- málaranum, sem áður er vikið að, út á sandana. Bílstjórinn hans treysti sér ekki til að finna réttu leiðina inn í auðnina. Vildi ég kannski slást í forina? Hvort ég treysti mér til að sofa undir berum himni. Heidi sagðist skyldi lána mér svefnpoka_ og þau ætluðu að sjá um vistir. Eg trúði varla mínum eigin eyrum. Og í býtið um morguninn höfðum við lagt af stað. Keyrt í áttina til Sur en beygt svo inn í landið. Enn einn hafði slegizt í för með okkur. Það var Tim Breti, sem er eins og Chris sérfræðingur í eyðimerkurleiðunum í Wahiba. En þeir Chris og Tim eru ekki aðeins klókir að finna leiðir, sem blessaður Ali hefði aldrei rambað á. Þeir keyrðu upp háar öldur og niður í gryfjur og botna, kannski ekki alveg eins og þeir ækju á slétt- um vegi, en af þvílíkri útsjónarsemi, að maður hlaut að dást að. Sumar gryfjurnar voru of djúpar, þá var að snúa við á réttum stað. Stundum endaði leiðin skyndilega og stór gígur blasti við. Heidi sagði, að sér fyndist að sandurinn væri eins og hafið. Á sífelldri hreyfingu. Þau koma héma alltaf öðru hveiju og það hafa allt- af orðið einhveijar breytingar.Alltaf er eitthvað sem kemur á óvart. Að minnsta kosti ef maður nýtur þess að kynnast eyðimörk. Ég sat þarna á teppinu hjá Ali bílstjóra og var einmitt að hugsa um þessa samlíkingu við hafið.Og þá er eins og hendi sé veifað. Storm- urinn skall á, fyrirvaralaust. Þetta er bara smágustur, hugs- aði ég með mér og tregðaðist við um stund að fara til þeirra hinna, hvar þau höfðu hreiðrað um sig í eins konar sandskurði. En svo herti vindinn. 0g allt í einu varð myrk- ur. Ég lokaði augunum, klemmdi aftur munninn. En allt kom fyrir ekki. Augun fylltust af sandi, ég bruddi sand með beztu lyst í næstu þijá daga. Hausinn á mér þyng- dist, því að sandurinn hlóðst ofan á höfuðið, því að ég hafði ekki haft vit á að vera með neitt á höfðinu. Chris brauzt út í landróverana og náði í nokkrar bjórdósir. Við gátum ekki komið bjómum niður, því að dósimar fylltust af sandi um leið og þær voru opnaðar. Það leið og beið. Myrkrið varð enn svartara og stormurinn æstist. Ég sat þarna í hnipri, eins og hin. Þá finn ég að einhver hnippir í mig. Mér tókst með erfíðismunum að opna augun. Ali sat við hliðina á mér. „Gaman núna, ha?“ sagði hann og uppfull af íslenzkri þvermóðsku kinkaði ég söndugum kolli. Stormurinn stóð í klukkutíma. Stirð nokkuð, en kát og hress ák- váðum við að koma vistunum fyrir í djúpri sandgryfju skammt frá. Það var ótrúlegt átak að rogast með allt hafurtaskið þangað. En þegar eldurinn hafði verið kveiktur, við sátum skítug og þreytt við mjúka logana og steiktum kjötsneiðar og drukkum hvítvín úr pappaglösum, Ali var búinn að finna nýjan stað fyrir sig og teppið. Þá var ekki nokkur spuming; ég hefði ekki skipt á fimm stjörnu hóteli þótt það hefði verið í boði. En svo var eftir að komast í svefnpokana. Ali ráðlagði okkur að sofa ekki niðri í sandgryfjunni, þar yrði of rakt um morguninn. Þar sem við höfðum séð að það var full ástæða til að leggja við hlustir, þegar Ali tjáði sig, ákváðum við að sofa á barminum. Við skriðum, södd og sæl upp háar öldurnar og með stjömur einar til að lýsa leið, þreif- aði ég mig að pokanum mínum. Svo man ég að ég horfði upp í stjömu- bjartan himin og leitaði að gömlum kunningjum þar. Hugsaði með mér, að svona dýrð sæi maður bara á íslandi og svo á söndum Wahiba. Texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir. ÞÚRATAR A HANA ÞESSA enda er Létt og laggott sér á parti! Nú er tækifærið til að íaga línurnar - grenna sig en smyrja brauðið samt. Létt og laggott er nýtt viðbit og helmingi fituminna en allt borð- smjörlíki, taktu eftir því. Létt og laggott er eingöngu ætlað ofan á brauð en hentar ekki til steikingar. Létt og laggott er framleitt úr mjólkurpróteinum, sojaolíu og smjöri. Það hefur smjörbragð og er símjúkt. Komdu þér á kreik og haltu ummálinu í skefjum - Létt og laggott léttir undir með þér. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.