Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 33 Halldór H, Kristinsson í Hraukbæ: Útlitfyrir 10—20% aukningu svínakjöts Útlit fyrir offramboð og verðlækkun eftir næstu áramót ÚTLIT er fyrir að um næstu áramót verði mikil aukning í framleiðslu svínakjöts. Halldór H. Kristinsson, svínabóndi í Hraukbæ í Kræklingahlíð og formaður Svínaræktarfélags ís- lands, segir að ýmislegt bendi til að aukningin komi öll fram á svipuðum tíma og að hún leiði til offramboðs og verðlækkunar á svínakjöti strax eftir næstu áramót. Halldór sagði að markaðurinn væri í jafnvægi um þessar mundir. Fyrir jólin hefði frekar vantað svínakjöt en hitt og framleiðendur því slátrað grísunum yngri en ella. Það hefði bjargað því að ekki væri birgðasöfnun núna. En þrátt fyrir stöðuga neysluaukningu væri jafn- vægi markaðarins fljótt að fara ef mikil framleiðsluaukning yrði á stuttum tíma. Óttaðist hann að það væri nú að gerast. Margir svínabændur væru búnir að leggja drög að aukningu, líklega upp á 300—400 gyltur alls. Væri það 10—20% framleiðsluaukn- ing og kæmi hún öll á svipuðum tíma, um næstu áramót. Taldi Halldór að vegna þessa gæti orðið offramleiðsla eftir áramótin vegna þess að yfirleitt væri léleg sala fyrstu mánuði ársins. 7% aukning á innvigtun mjólkur hjá KEA: Helmiiigiir fullvirð- isréttarins búinn KÚABÆNDUR á svæði Mjólkur- samlags KEA eru búnir að framleiða mjólk upp í rúmlega helming fullvirðisréttar svæðis- ins á verðlagsárinu. í lok febrú- ar, þegar verðlagsárið var hálfnað, nam aukningin um 7% frá fyrra ári og var innvegin mjólk hjá samlaginu alveg um helmingur af þeim 20,7 milljón- um litra sem framleiðsluréttur þeirra er á árinu. Þó er síðari helmingur verðlagsársins mun betri framleiðslutími undir venjulegum kringumstæðum. Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- Sjónvarp Akureyri FOSTUDAGUR 20. mars §18.00 Ást í smáauglýsingum (Class- ified Love) Ný mynd frá CBS-sjónvarpsstöð- inni. Með aðalhlutverk fara Michael McKean, Stephanie Faracy og Dinah Manoff. Leikstjóri myndarinn- ar er Don Taylor. 19.40 Spæjarinn. Teiknimynd. 20.05 Opin lína. Á milli kl. 20.00 og 20.15 gefst áhorfendum Stöðvar 2 kostur á að hringja i sfma 673888 og bera upp spurningar. Stjórnandi og einn gestur fjalla um ágreinings- eða hitamál líðandi stundar. I þess- um þætti svarar Svei ir Hermanns- son spurningum um frumvarp til laga um framhaldsskóla. §20.26 Geimálfurinn. Það er líf og fjör á heimili Tabber-fjölskyldunnar eftir að geimveran Alf bættist (hóp- inn. §20.55 Heimilishjálpin (Summer Girl). Bandarísk sjónvarpmynd með Barry Bostwick, Kim Darby og Martha Scott í aðalhlutverkum. Myndin fjall- ar um ung hjón sem ráða til sín sakleysislega unglingsstúlku til hjálpar á heimilinu; Hún dregur heimilisföðurinn á tálar, eitrar fyrir húsmóðurinni, rænir börnunum og er viöriöin dauða nokkurra manna. §22.35 Benny Hill. Breskur gaman- þáttur. §23.00 Maðurinn með örið (Scarface). Bandarísk kvikmynd með Al Pacino í aðalhlutverki. Innflytjanda langar til að verða rikur og umsvifamikill. í von um skjótfenginn gróða gerist hann eiturlyfjasali. Leikstjóri er Brian de Palma. Mynd þessi erstranglega bönnuð börnum. samlagsstjóri sagði um ástæður aukningarinnar, að vegna fram- leiðslutakmarkana í fyrra hefðu sumir bændur reynt að fresta burði kúa og stillt hann inn á nýtt fram- leiðsluár. Bændur ættu gott fóður eftir síðastliðið sumar, þó hey væru almennt ekki mikil. Einnig hefðu menn orðið við tilmælum um að minnka framleiðsluna á sumrin og auka yfir vetrartímann þegar betra verð fengist fyrir innleggið. Þórarinn sagði að útlit væri fyrir að framleiðslan færi eitthvað fram- yfír fullvirðisrétt svæðisins. En menn gerðu sér grein fyrir að þeir fengju ekkert fyrir umframfram- leiðsluna og væru margir að gera ráðstafanir til að halda henni í skefjum. Margir ætluðu að taka kjarnfóðrið af kúnum og gefá kálf- um mjólk í stað mjólkurdufts. Einnig slátruðu menn kúm fyrr sem þeir sæju fram á að þurfa að lóga af einhvetjum ástæðum. Friðjón Jónsson, fyrirliði KA, hampar nýja bjkarnum sem Akur- eyrarbær gaf. Friðjón hampar nýja bikarnum KA VARÐ í fyrrakvöld Akur- eyrarmeistari í handbolta í meistaraflokki karla. Liðið sigraði þá Þór 19:15 en fyrri leikinn vann KA einnig, 25:22. Það voru þó Þórsarar sem byij- uðu betur, greinilega staðráðnir að standa sig, og komust þeir yfír 7:1 og 8:2 en síðan breyttu KA-menn stöðunni í 10:8 sér í hag og þannig stóð í leikhléi. Miklar sveiflur þar! Friðjón Jónsson fyrirliði KA varð markahæstur í liði sínu með 6 mörk, Axel Bjömsson og Pétur Bjamason gerðu 4 hvor, Jón Kristjánsson og Eggert Tryggva- son 2 hvor og Jóhannes Bjamason 1. Ólafur Hilmarsson og Erlendur Hermannsson skomðu 3 mörk hvor fyrir Þór, Gunnar Gunnars- son, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson og Jóhann Samúelsson gerðu 2 hver og Ingólfur Samúelsson, Hörður Harðarson og Aðalbjöm Svanlaugsson skomðu 1 mark hver. Þess má geta að Þór varð Akur- eyrarmeistari í 1. flokki — liðið sigraði KA 17:16 í forleik að við- ureign meistaraflokkanna. Mjólkursamlag KEA: Ab-mjólk — ný súrmjólkurteg- und á markaðinn Mjólkursamlag KEA er byrjað að framleiða nýja tegund súr- mjólkur, svokallaða ab-mjólk, og hefst sala hennar I næstu viku. Þessi mjólkurafurð er þekkt er- lendis (t.d. Kultura eða ab-mjólk) og verður hún framleidd þjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, auk Mjólkursamlags KEA. Ab-mjólkin dregur nafn sitt af tveimur gerlum, sem í hana em sett- ir, Lactobacillus acidophilus (a) og Bifidobacterium bifídum (b). Þessir gerlar em ólíkir öðmm mjólkursým- gerlum að því leyti að þeir lifa af ganginn í gegnum meltingarveginn og halda starfsemi sinni áfram í þörmum, svo óæskilegir gerlar eiga þar erfítt uppdráttar. Þórarinn E. Sveinsson mjólkursam- lagsstjóri sagði að rann- sóknir bentu til að starf- semi ab-gerla í meltingar- veginum gæti aukið mót- stöðuafl líkamans og komið í veg fyrir aukn- ingu kólest: róls í blóði. í líkama heil- brigðs fólks em þessir gerlar í jafn- vægi, en margt getur orðið til að raska því, eins og til dæmis veik- indi, lyfjameðferð, streita eða snöggar breytingar á mataræði. Mjólkursamlagsmenn segja að ab- mjólkin komi hér til hjálpar við að endurreisa heilbrigt jafnvægi þarma- flórunnar. .i/uriiKjíiíuvii; i nuaojJgvM Bændabókhaldið ryður sér til rúms: Búnaðarsambandið með bókhald fyrir 50 bændur Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur lagt mikla áherslu á bókhalds- þjónustu við bændur, sem kallað hefur verið bændabókhald, að sögn Hauks Halldórssonar í Sveinbjarnargerði, formanns Búnaðarsam- bandsins. Unnið hefur verið að þróun bókhaldskerfis í nokkur ár og er þeirri vinnu nú lokið. Um 50 bændur við Eyjafjörð nýta sér þessa þjónustu. Ab-mjólkurferna. Haukur sagði að bændabókhaldið kæmi að notum við leiðbeininga- þjónustuna, auk þess sem bændur sjálfir hefðu margvísleg not af því, til dæmis við að halda utan um virð- isaukaskattinn, þegar hann yrði settur á. Þá væri hægt að vinna búreikninga upp úr bændabókhald- inu, en búreikningar væm nauðsyn- legir til að hafa handbærar tölur um stöðu stéttarinnar og grandvöll- ur kjarabaráttunnar. Haukur sagði að leiðbeininga- þjónustan væri farin að byggjast á ' bændabókhaldinu og myndi gera það ennþá meira í framtíðinni. „Meðaltalsleiðbeiningar duga ekki lengur, aðstæður manna em svo misjafnar. Leiðbeiningamar verða því að miðast við þarfir hvers og eins bónda,“ sagði Haukur. Sem dæmi um þetta nefndi hann að hámarksafurðastefnan gæti átt við í sumum tilvikum, svo sem hjá mönnum sem nýlega hefðu fjárfest í jörðum eða útihúsum, og yrði reksturinn að standa undir fjár- magnskostnaði. Á hinn bóginn gæti heimaaflastefnan hentað betur hjá fólki á grónum búum, sem skuldaði lítið en ætti mikið ræktað land. Hugsanlega gæti verið skynsam- legra hjá því að vera með fleiri gripi og nota eingöngu heimafengið fóður, þannig að afurðimar yrðu minni á hvem grip. Ævarr Hjartarson ráðunautur hjá BSE sagði að bændabókhaldið væri tölvuunnið hjá Búnaðarsam- bandinu. Bændumir sendu inn sjóðblöð yfír peningaviðskiptin ásamt yfírliti yfír viðskiptareikning- inn hjá KEA. Bændumir sundurlið- uðu sjálfír kostnaðinn með því að merkja þessi skjöl. Sagði Ævarr að mennimir sendu gögnin mánaðarlega eða sjaldnar og fengju niðurstöðumar úr færsl- unni mánaðarlega, eða jafnoft og þeir sendu gögnin inn. Einnig fengju þeir stöðuna ársfjórðungs- lega. Eftir áramótin er bókhaldið gert upp, meðal annars gert land- búnaðarframtal og einnig skatt- framtal fyrir þá sem það vilja, að sögn Ævarrs. Ævarr sagði að auðveldara væri að koma á bændabókhaldi í Eyja- fírði en víða annars staðar, vegna þess hvað stór hluti viðskipta bænda væri við eitt fyrirtæki, Kaupfélag Eyfírðinga. Búnaðarsambandið hefði gert samkomulag við KEA um að fá viðskiptareikninga við- komandi bænda í tölvutæku formi og sparaðist mikil vinna við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.