Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Skipstjórafélagið semur við vinnuveitendur: Allir skipstjórar greiða nú í Lífeyrissjóð sjómanna Samningnrinn til þriggja ára KJARASAMNINGUR Skip- stjórafélags íslands og- vinnu- veitenda, sem undirritaður var aðfaranótt fimmtudags felur meðal annars í sér að skipstjór- ar hjá Eimskip og skipadeild Sambandsins geta hér eftir greitt í Lífeyrissjóð sjómanna og öðlast þá fyrr réttindi til eftirlauna. Nýju samningarnir eru til þriggja ára en hægt er að segja þeim upp með sex mánaða fyrirvara. Að sögn Höskuldar Skarphéð- inssonar formanns Skipstjórafé- lagsins var samið um launaliðina á sömu nótum og í samningum Sjómannafélags Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Höskuldur sagði að skipstjórar væru ánægðastir með að lífeyrissjóðsmál félagsins væru komin í höfn en það hefði verið baráttumál frá 1984 að allir fé- lagsmenn fengju að greiða í Lífeyrissjóð sjómanna. Áður hafa skipstjórar á skipum Eimskips og Sambandsins greitt í aðildarsjóði þeirra félaga og hafa orðið að vinna lengur til að fá eftirlauna- rétt en félagar í Lífeyrissjóði sjómanna. Eins og áður sagði gildir samn- ingurinn til þriggja ára. Skipuð verður nefnd tveggja fulltrúa skipstjóra, tveggja fulltrúa vinnu- veitenda og eins frá Hagsýslu- stofnun sem metur á hveijum tíma hvort frekari launahækkana sé þörf en samningurinn segir til um. Höskuldur sagðist ekki geta á þessari stundu metið hvað þessi kjarasamningur gæfi skipstjórum mikla launahækkun. Uppbygg- ingu launakerfís yfírmanna á kaupskipum var breytt talsvert í kjarasamningum þeirra og sagði Höskuldur að ekki væri hægt að reikna hvað út úr samningunum kæmi fyrr en farið væri að vinna samkvæmt þeim. Starfandi skipstjórar í Skip- stjórafélaginu eru nú 68 að sögn Höskuldar. Búist er við að at- kvæðagreiðslu um samninginn ljúki eftir um það bil sex vikur. Skipstjórafélagið hafði boðað verkfall sem átti að taka gildi á miðnætti aðfaranótt föstudags. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt fyrir vestan land er heldur vax- andi 1011 millibara djúp lægð sem þokast suðaustur. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, allhvasst á Vestfjörðum en hæg- ari annars staðar. É! á norðanverðu landinu og einnig á austur- og suðausturlandi en þurrt í öðrum landshlutum. Frost á bilinu 4 til 12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Norðaustanátt og áfram frost um allt land. Él um norðaustanvert landið en víða léttskýjað á suð- vesturlandi. TÁKN: *(^^)« Heiðskírt Léttskýjað A Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * # * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíuo V Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CX) Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma AJcureyri hltl -11 veóur skýjað Reykjavík -7 skýjað Bergen 2 úrkomalgr. Helsinki -2 heiðskfrt Jan Mayen -14 skafrenningur Kaupmannah. 2 snjóél Narssarssuaq -7 léttskýjað Nuuk —0 léttskýjað Osló 1 skýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Þórshöfn 0 snjókoma Algarve 18 1 f o Amsterdam 4 skýjað Aþena 14 skýjað Barcelona 15 mistur Berlln 6 léttskýjaö Chicago 4 alskýjað Qlaagow Feneyjar 7 vantar þokumóða Frankfurt 2 slydduál Hamborg 4 slcýjaö Las Palmas 20 skýjað London 6 skýjað Los Angeles 11 skýjað Lúxemborg -1 skúr Madrld 13 mistur Malaga 19 mlstur Maliorca 14 alskýjað Mlami 23 skýjað Montreal -6 láttskýjað NewYork 2 láttskýjað París 6 slydduál Róm 14 þokumóða Vln 4 skýjað Washlngton Winnipeg 3 vantar skýjað Morgunblaðið/Sævar Af framhaldsstofnfundi Baráttusamtaka gegn kynferðislegum af- brotum í Hlaðvarpanum. Baráttusamtök gegn kynferðislegum afbrot- um opna skrifstofu Framhaldsstofnfundur Bar- áttusamtaka gegn kynferðisleg- um afbrotum var haldinn í Hlaðvarpanum á fimmtudags- kvöld. Þar voru myndaðir starfshópar sem vinna munu að málefnum samtakanna og kosið í stjórn þeirra. Samtökin ætla að opna skrifstofu í næstu viku og hafa þeim verið gefin hús- gögn, sími og símsvari til hennar. Diana Sigurðardóttir nýkjörinn formaður samtakanna sagði að þrír hópar hefðu verið stofnaðir á fundinum. Þrýstihópur hefur það hlutverk að fylgja eftir málefnum fómarlamba kynferðisglæpa- manna í dómskerfinu og mun stuðla að því að þeir hljóti með- ferð jafnframt refsingu. Fræðslu- hópi er ætlað að breiða út þekkingu um þennan málaflokk og stuðningshópur samtakanna verður myndaður af þeim sem geta miðlað af þekkingu eða eigin reynslu um þessi mál til þeirra sem eftir því leita. Eitt af fyrstu verkefnum félags- ins verður útgáfa tímarits sem borið verður inn á öll heimili lands- ins í næsta mánuði. Þar verður starfsemi þess kynnt og birtar greinar og viðtöl um kynferðis- glæpi. Diana sagði að félagið hefði þegar hlotið mikinn stuðning fyrir- tækja og einstaklinga sem vilja greiða götu þess og útgáfu blaðs- ins. Hún sagði að á fyrsta stjómar- fundi félagsins yrði tekin ákvörðun um ráðningu starfsmanns á skrif- stofuna og önnur skipulagsatriði. „Við stefnum að því að geta kom- ist í húsnæði þar sem verður góð aðstaða til þess að halda fundi stuðningshópa og taka á móti þeim sem þurfa á aðstoð að halda,“ sagði Díana. Hún sagði að innan stjórnarinnar og í stuðningshópn- um sem myndaður hefði verið væri fólk sem hefði sérfræðiþekk- ingu á sviði sálfræði og einstakl- ingar sem hafa lent í höndum kynferðisglæpamanna eða eiga ættingja sem svo er ástatt um. Skarðsvík SH seldi í Hull TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi á miðvikudag. Þau fengu bæði þokkalegt verð fyrir aflann. Verð fyrir gámafisk á mörkuð- um þessara landa er einnig þokkalegt. Skafti SK seldi 153 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 8 milljónir króna, meðalverð 52,07. Þá höfðu borizt upplýsingar um sölu úr fímm gámum í Þýzka- landi á þriðjudag. Meðalverð fyrir fískinn úr þeim, aðallega karfa, var 50,60 krónur. Skarðsvík SH seldi 93 lestir, mest netaþorsk í Hull. Heildarverð var 5,7 milljónir króna, meðalverð 61,53. Meðalverð fyrir físk úr gám- um er um þessar mundir rúmar 60 krónur fyrir þorsk og litlu hærra fyrir kola og ýsu. Seltjarnarneskaupstaður: Samningar samþykktir STARFSMENN Selljamarnes- kaupsstaðar samþykktu nýjan kjarasamning til næstu þriggja ára á almennum félagsfundi í fyrrakvöld. í Starfsmannafélag- Egilsstaðir: Nafn manns- ins sem lést Egilsatöðum GUÐNI Kristjánsson hét maður- inn, sem lést í umferðarslysi á Egilsstöðum aðfaranótt síðastlið- ins miðvikudag. Guðni var 29 ára og bjó á Stóra Sandfelli í Skriðdal. Hann var ein- hleypur. inu em rúmlega 80 manns. 39 greiddu samningnum atkvæði, 14 vom á móti og 4 skiluðu auðu. Samningurinn er að uppistöðu til rammasamningur sá sem gerður var milli Launanefndar sveitarfé- laga og starfsmannafélaga á Akureyri fyrir tæpum tveimur mán- uðum síðan. Auk þess eru ákvæði um að starfsmat skuli fara fram og mun það taka gildi frá og með 1. maí. Laun hækka á bilinu 7-20% vegna samningsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar í ár og er með uppsagnarákvæðum fjórum sinnum á næsta og þamæsta ári, með 15 daga fyrirvara. Sigurlaug Bjarnadóttir, formað- ur Starfsmannafélagsins, sagði að við samningagerðina hefði sam- vinna við Launanefnd sveitarfélaga og bæjarfélagið verið mjög góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.