Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Skrítinn fugl Jóhanna eftir Guðmund G. Þórarinsson Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður tók sig til og svaraði grein minni um „Húsnæðismálin og upp- hlaup Alþýðuflokksins". Svar frúarinnar er dapurlegt dæmi um útúrsnúningalist sumra alþingismanna. Greinin verður því mjög ruglingsleg og það raunalega er, að Jóhanna villist síðan sjálf í eigin rugli, líkt og sjómaður í þoku á hafí úti. Líklega hefur Jóhanna lagt af stað í þessu máli með góðan vilja um að bæta kerflð, en auk þess ætlað að næla í nokkur atkvæði í leiðinni. Seinna atriðið hefur síðan orðið þyngra á metunum og í öldu- rótinu hefur hún misst sjónar af því fyrra. Árangurinn er síðan sá, að hún hefur skaðað þá, sem síst skyldi, nefnilega þá, sem þurfa að afla sér húsnæðis. Tjónið í grein minni leiddi ég að því rök, að Alþýðuflokkurinn hefði skaðað þá, sem nú þurfa að afla sér húsnæðis. Því miður er það að verða ljóst, að málflutningur Alþýðuflokksins, svo óábyrgur sem hann er, miðast við stundarhagsmuni flokksins en lætur hagsmuni húsbyggjenda og íbúðakaupenda lönd og leið. 1. Hræðsluáróður og upphlaup Al- þýðuflokksins um að húsnæðiskerf ið sé hrunið hafa skapað ótta og óöryggi hjá þeim, sem treysta þurfa á kerfíð. Flokkurinn hefur þannig magnað upp vanlíðan og áhyggjur hjá fjölda ijölskyldna, algjörlega að ástæðu- lausu, en eingöngu til að skara eld að eigin köku í komandi kosningum. 2. Til þess að magna þennan ótta og reyna að valda sem mestu öng- þveiti hefur flokkurinn birt og auglýst upp fráleita útreikninga sína um ijárskort og biðtíma. Við þessa útreikninga er reynt að taka sem minnst tillit til heil- brigðrar skynsemi og eðli þeirra talna, sem um er að ræða. Tiigang- urinn helgar meðalið. 3. Síðan krefst Alþýðuflokkurinn þess, sem bjargvættur fólksins, að þegar í stað verði veitt 1,7 milljörð- um króna til Byggingarsjóðs ríkis- ins í viðbót við þá 4,5 milljarða, sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar, án nokkurs tillits til þess, hvaða afleið- ingar þetta kynni að hafa. Jafnframt krefst flokkurinn 8 milljarða í sjóðinn á næsta ári. Líklega gerir frú Jóhanna sér enga grein fyrir hvað hún er að tala um. Eftirspurnaraldan, sem af þessu hlytist, mundi skaða Guðrún Þorsteinsdóttir, söng- kona, hafði samband við mig og benti mér á, að Ámi Kristjánsson en ekki Gerald Moore hefði annast undirleik er Dietrich Fischer-Diesk- au söng Vetrarferðina eftir Schu- bert í Reykjavík árið 1953. Satt bezt að segja hafði ég ekki sjálfur tekið eftir villunni fyrr, en hefði þó átt að vita betur, þar eð myndin af Áma Kristjánssyni og Dietrich Fischer-Dieskau á sviðinu í Austurbæjarbíói varð ljóslifandi í huga mér um leið og Guðrún benti mér á hið rétta í málinu. Rangminni mitt má eflaust rekja til þess, að ég heyrði Dietrich Fisch- er-Dieskau alloft syngja Vetrar- ferðina á erlendri gmnd og þá nær undantekningarlaust við undirleik Geralds Moore. Ég tel víst, að það sé það, sem hefur villt mér sýn, enda var lítill tími til stefnu, þegar ég tók að mér að skrifa grein um fólkið og þjóðfélagið gífurlega. En málflutningurinn kann að afla Alþýðuflokknum einhvers fylgis í næstkomandi kosningum og líklega er það hér aðalatriðið. 4. Alþýðuflokkurinn hefur með málflutningi sínum auglýst upp verðsprengingu á fasteignamark- aði. Allur málflutningur flokksins ýtir undir verðhækkanir. Þeir, sem hafa að undanfömu orðið fómarlömb slíkra verðhækkana, geta þakkað Alþýðuflokknum að vemlegu leyti. Verst er, að þessar hækkanir hafa auðvitað bitnað mest á þeim, sem síst skyldi. En það skiptir Alþýðuflokkinn ekki máli, ef atkvæðin skila sér. Það er raunalegt fyrir Jóhönnu að leika svona stórt hlutverk í þess- um ljóta leik. Með þessu er Alþýðuflokkurinn að breyta ágætu starfl verkalýðs- samtakanna til tjóns fyrir þá, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Af hverju þessi gagnrýni nú? Af þessu upphlaupi Alþýðu- flokksins gætu menn ráðið, að ekkert hafi verið gert í húsnæðis- málum og því sé allt í þroti. En lítum á málið. Auðveldast er að rekja þróunina ár fýrir ár, í tíð núverandi húsnæðis- málaráðherra. Árið 1983 Árið 1983 tók núverandi ríkis- stjóm við völdum. 1) í september 1983 ákvað ríkis- stjómin að hækka lán Byggingar- sjóðs ríkisins um 50% frá 1. jan. 1984. Lánshlutfallið hækkaði úr 19,4% upp í 29,1% af kostnaðar- verði staðalíbúðar. Menn mega ekki gleyma því, að þegar Alexander Stefánsson tók við stafl félagsmálaráðherra, námu lánin aðeins 19,4% af kostnaðar- verði staðalíbúðar. 2) Viðbótarlán. Jafnframt var samþykkt afturvirk hækkun 50% allra lána frá árinu 1981. Samtals vom veitt 4.884 slík við- bótarlán. Árið 1984 1) í maí 1984 vom samþykkt ný lög um Húsnæðisstofnun ríkisins, þar sem lánstími lána til byggingar á nýjum íbúðum var lengdur úr 26 ámm í 31 ár og lánstími lána til kaupa á eldra húsnæði úr 16 ámm í 21 ár. Jafnframt var tekið upp það ný- mæli að lánin yrðu afborganalaus í 2 ár og gjalddagar 4 á ári. Vetrarferð Schuberts, sem birtist í Morgunblaðinu 13. mars síðastlið- inn. En mér þykir fyrir því að hafa farið með rangt mál og enn meira fyrir hinu, að málið snertir vin minn og velgjörðarmann, Áma Kristjáns- son. Vil ég því biðja hann velvirð- ingar á mistökunum. Ámi Kristjánsson hefur sennilega mótað tónlistarsmekk minn og afstöðu til tónlistarinnar meira en nokkur ann- ar íslenzkur tónlistarmaður að öllum ólöstuðum. Fyrir það er ég honum eilíflega þakklátur og fyrir það er hann síðasti maður, sem ég vildi kasta rýrð á. Og samvinna hans við Fischer-Dieskau var eftir- minnilegur listviðburður. Og Guðrúnu Þorsteinsdóttur vil ég þakka fyrir að benda mér á mistökin og gefa mér þar með tæki- færi til leiðréttingar. Halldór Hansen Bundið var í Iög, að framlag ríkis- ins til Byggingarsjóðs ríkisins skuli vera 40% af áætluðu útlánafé. 2) Lög voru sett, er heimiluðu nið- urfellingu stimpilgjalda af skuld- breytingalánum. 3) Húsnæðismálastofnun jók heild- arútlán sín um 46% að raungildi miðað við árið 1983. Árið 1985 1) Greiðsluerfiðleikalán. Sér- stakur lánaflokkur var stofnaður vegna greiðsluerflðleika. Veitt voru 1.897 lán vegna greiðsluerfíðleika. Hér er auðvitað um að ræða greiðsluerflðleika vegna misgengis lánskjaravísitölu og kaupgjalds. Reyndar átti Alþýðuflokkurinn fyrstur hugmynd að slíku misvægi með frumvarpi, er gerði ráð fyrir fullri verðtryggingu flárskuldbind- inga, en kaupgjald fylgdi aðeins að hluta. 2) Ráðgjafarstöð var sett á fót við Húsnæðisstofnun. 3) Greiðslujöfnun. Lög voru sam- þykkt, er hindra aukna greiðslu- byrði vegna lána, ef misgengi verður milli launa og lánskjaravísi- tölu. 4) Lög voru sett um skattafslátt vegna húsnæðisspamaðarreikn- inga. 5) Utlán jukust um 3,4% að raun- gildi frá 1984. Árið 1986 1) Nýtt húsnæðislánakerfl tók gildi með samræmdri þátttöku lífeyris- sjóða. Lánstími bæði vegna nýbygginga og kaupa á eldri íbúðum var lengd- ur í 40 ár. Lán nema nú allt að 70% af bygg- ingarkostnaði eða kaupverði íbúðar. Lán eru því allt að þrefalt hærri en áður. Hrein bylting varð í framhaldi af samþykktum ríkisstjómar vegna kjarasamninganna í febrúar. * Utlán Byggingar- sjóðs ríkisins Rétt er að líta aðeins á útlánatöl- ur sjóðsins yfir nokkurt tímabil. Millj. kr. % af þjóðarf ramleiðslu 1980 216 1,6 1981 287 1,4 1982 393 1,3 1983 692 1,3 1984 1552 2,3 1985 2462 2,8 1986 2844 2.1 1987 4482 2,9 áætlað Fjöldi umsókna Fjöldi lána veitt vegna nýbygg- inga og kaupa á eldra húsnæði hefur verið sem hér segir: 1980 3709 1981 3255 1982 3314 1983 2982 1984 3594 1985 3360 Síðustu 4 mánuði 1986 vom umsóknir hins vegar 4.260. Það er því stökkbreyting í fjölda lánsum- sókna við gildistöku nýju laganna. Eðli umsóknanna Hver skyldi nú vera skýringin á þessum mikla §ölda umsókna? Jú, breyting hefur orðið á því, hvenær menn sækja um lán. a) Samkvæmt gömlu lögunum gátu menn ekki sótt um lán til nýbyggingar fyrr en þeir höfðu fengið lóð og látið teikna og ekki sótt um lán til kaupa á eldra hús- næði fyrr en kaupsamningur lá fyrir. b) Nú sækja menn um án þess að hafa lóð eða kaupsamning. Nú fá menn lánsloforð, þótt hvorki lóð eða kaupsamningur liggi fyrir. Augljóst er því, að nú verður að ggja allt annan skilning í orðin msókn" og „biðtími". Aðeins 40% þessara 4.260 um- sókna, sem bárust á tímabilinu sept.—des. 1986, hafa lóð eða kaupsamning. 60% hafa hvorugt. Guðmundur G. Þórarinsson „Þau eru súr, sagði ref- urinn um vínberin, sem hann náði ekki. Svipað virðist vera um Al- þýðuflokkinn. Þegar litið er á þá byltingu, sem núverandi ríkis- stjórn hefur gert í húsnæðismálum með samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, er tæpast nema ein skýr- ing á upphlaupi Al- þýðuflokksins. Þessi flokkur átti lítinn þátt í þessum úrbótum.“ Þau eru súr Þau eru súr, sagði refurinn um vínberin, sem hann náði ekki. Svip- að virðist vera um Alþýðuflokkinn. Þegar litið er á þá byltingu, sem núverandi ríkisstjóm hefur gert í húsnæðismálum með samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, er tæpast nema ein skýring á upphlaupi Al- þýðuflokksins. Þessi flokkur átti lítinn þátt í þessum úrbótum. Hann getur ekki hælt sér af þessum fram- förum. Honum fer því sem refnum, sem sagði: „Þau eru súr.“ Garður: Garði. LITLA leikfélag^ið frumsýnir í kvöld í Samkomuhúsinu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnars- son. Leikrit þetta er ærslaleikur og að sögn leikhúsmanna ágæt skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Leikritið er í fjórum þáttum og er Hulda Ólafsdóttir leikhús- fræðingur leikstjóri sýningarinn- ar. Leikarar í þessu verki eru 11 og með helstu hlutverk fara Þómý Jóhannsdóttir, Ingimundur Magn- llmmæli í umræðum í útvarpi sagði Sig- urður Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, eitt- hvað á þá leið, að nú væri húsnæðislánakerfið orðið sam- bærilegt við það besta í nálægum ríkjum. Sigurður er fyrrverandi borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins og verður ekki sakaður um að segja þetta til varnar ríkisstjóminni eða Fram- sóknarflokknum. í umræðum á Alþingi sagði Guðm. J. Guðmundsson, þingmaður Alþýðubandalagsins og forystu- maður í verkalýðshreyfíngunni: „Ég held að það hafi verið allt of mikið af gífuryrðum og fullyrð- ingum um að allt sé hrunið, allt sé ónýtt og allt sé í ólestri. Það er mörgu áfátt ennþá, en það hefur þó aldrei staðið betur en í dag. í sömu umræðu sagði Guðmund- ur J.: „Húsnæðisstofnun hefur aldrei haft meira fé handa á milli en hún hefur nú. Ekki verður Guðmundur J. sak- aður um að segja þetta til að verja ríkisstjómina eða Framsóknar- flokkinn. Niðurstaðan Auðvitað er það rétt, sem Guð- mundur J. segir: „Mörgu er áfátt um þá.“ Þar þarf um að bæta. Alexander Stefánsson hefur þegar unnið að ýmsum endurbótum og því starfi verður að halda áfram. Menn töldu, að með þessari bylt- ingu hjá Byggingarsjóði ríkisins, yrði minni þörf fyrir félagslegu byggingamar. Ef það reynist ekki vera, þarf næsta stórátak að vera á því sviði. En niðurstaðan af upphlaupi Al- þýðuflokksins verður í fáum orðum þessi: 1. Alþýðuflokkurinn hefur með upphlaupi sínu magnað verðspreng- ingu á fasteignamarkaði, þ.e. aukið verðhækkanir umfram það, sem ella hefði orðið. Með þessu hefur hann skaðað launafólk og mest þá, er síst skyldi. Hér er um að ræða alvarlegt dæmi um ábyrgðarlausan málflutn- ing. Illa held ég að Alþýðuflokkurinn verði borgunarmaður til að bæta þessu fólki tjónið. 2. Þversagnir, rangar forsendur og þar af leiðandi rangir útreikningar flokksins munu sjálfsagt gleymast, þegar frá líður, eða einungis verða minnst sem eins af mörgum ábyrgð- arlausum upphlaupum þessa flokks. 3. Atkvæðaávinningur flokksins af þessum fráleitu atkvæðaveiðum verður sjálfsagt lítill, ef fólk kynnir sér málin og vonandi neikvæður, ef eitthvað er til í þeim málshætti að svo uppskeri menn sem þeir sái. Höfundur er verkfræðingur og skipar 1. sæti lista Framsóknar- flokksins í Reykja vík. ússon og Anna María Guðmunds- dóttir. Búninga hafa Sigríður Halldórsdóttir, Anna María Guð- mundsdottir og Guðný Helga Jóhannsdóttir hannað en leikmynd er gerð í hópvinnu leikfélagsmanna. Æfíngar á Blessuðu bamaláni hófust um mánaðamótin janúar/ febrúar. Ekki verður farið með sýninguna út fyrir byggðarlagið. Leikritið er 18. verkefni Litla leikfélagsins frá upphafí. - Amór Vetrarferðin Blessað barna- lán á fjalimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.