Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Minning: * Einar Isfeld Kristfánsson Fæddur 25. júlí 1946 Dáinn 12. mars 1987 I dag, föstudaginn 20. mars, er kvaddur hinstu kveðju samstarfs- maður okkar, Einar ísfeld Krist- jánsson skrifstofustjóri, sem lést hinn 12. þessa mánaðar eftir erfiða sjúkdómslegu, aðeins 40 ára að aldri. Einar ísfeld Kristjánsson fæddist 25. júlí 1946 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf ísfeld og Kristján Benediktsson. Að lokinni skólagöngu í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar fór Einar til Svíþjóðar og var þar við nám í þijú ár. Þegar heim kom hóf hann störf hjá Tryggingastofnun ríkisins, en þar starfaði hann að málefnum lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins. Á miðju ári 1986 lét Einar af störfum hjá Tryggingastofnun ríkisins og tók við starfi skrifstofustjóra hjá Landmælingum íslands. í starfi sem opinber starfsmaður í um 20 ár hafði hann fengið mikla reynslu og þekkingu á hinum margvíslega rekstri ríkisins og á þeim starfsregl- um sem þar gilda. Voru það því ófáir sem leituðu til hans og hann leiðbeindi, sérstaklega er varðaði hin flóknu lífeyrissjóðsmál ríkis- starfsmanna. Einar hafði mjög sterka réttlætiskennd, það gladdi hann því þegar hann gat orðið þeim að liði sem misrétti voru beittir og jafnframt gagnrýndi hann harðlega þegar hann taldi rétti manna mis- munað. Einar fylgdist vel með réttinda- málum opinberra starfsmanna og gegndi í nokkur ár trúnaðarstörfum í samtökum þeirra, sat þá meðal annars í stjóm Starfsmannafélags ríkisstofnana. íþróttir voru eitt af áhugamálum Einars og um skeið æfði hann og keppti í knattspymu með Knatt- spymufélagi Reykjavíkur. Þeirra ára fannst honum gaman að minnast og fór ekki leynt með að hann væri KR-ingur. F'yrir um ári síðan fór Einar að kenna þess sjúkdóms sem að lokum bar hann ofurliði. Hann mætti hon- um með þeirri bjartsýni og hógværð sem honum var eiginleg. Ahugi hans á starfínu hélst til hins síðasta og vildi hann fremur ræða þá hluti en um sjálfan sig. Þó sá tími hafi verið stuttur, sem hann starfaði hjá Landmælingum íslands, hafði kunningsskapur við suma starfsmenn myndast löngu áður. í huganum minnumst við glaðværðar áhugasams starfsfé- laga, sem gott var að starfa með, og mikill söknuður er að. Við starfs- menn Landmælinga íslands kveðj- um Einar ísfeld Kristjánsson með minningu um góðan dreng. Vottum við Írisi, bömunum, foreldrum og öðrum vandamönnum innilega sam- úð og biðjurn þeim Guðs blessunar. Agúst Guðmundsson í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Einars ísfeld Kristjáns- sonar, Bleikjukvísl 3, Reykjavík, en hann lést hinn 12. mars síðastliðinn í Landspítalanum eftir stutta en stranga. sjúkdómslegu. Einar Isfeld Kristjánsson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1946, elsta bama hjónanna Ölafar ísfeld og Kristjáns Benediktssonar, raf- virkjameistara. Ólst Einar upp á góðu og ástríku heimili foreldra sinna ásamt tveimur yngri systkin- um, Rafni og Margréti, en eldri hálfsystur átti hann sammæðra, Ósk að nafni. Einar varð snemma hraustur og tápmikill drengur, stundaði knattspymu og aðrar íþróttir og keppti meðal annars á erlendri grund. Þá átti Einar einnig margar ánægjustundir í uppvexti sínum, er hann dvaldist á sumrum hjá föðurforeldrum sínum í Sveins- húsum í Vatnsfjarðarsveit, en við þann stað hélt hann tryggð alla ævi og vitjaði hans ár hvert. Einar ísfeld lauk lokaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar vorið 1963, en hélt síðan til Svíþjóðar til náms í verslunarfræðum veturinn 1963—’64. Að því loknu hóf hann störf við Tryggingastofnun ríkisins, fyrst í bókhaldi, en síðar sem full- trúi og loks sem deildarstjóri iðgjaldamálefna lífeyrissjóða til árs- ins 1986, er hann réðst sem skrif- stofustjóri til Landmælinga íslands. I öllum þessum störfum hlaut Einar vinsældir viðskiptavina og sam- starfsmanna vegna lipurðar sinnar og kurteisi. Hann vildi hvers manns vanda leysa og lagði sig allan fram um lausn mála. Félagslyndur var Einar og hafði yndi af því að blanda geði við hið ólíkasta fólk, hann átti sæti í stjóm Starfsmannafélags ríkisstofnana árin 1976-1978, var virkur félagi í Starfsmannafélagi Tryggingastofnunar ríkisins og for- göngumaður að Deildarstjórafélagi stofnunarinnar og fyrsti formaður þess. í öllu þessu félagsstarfi reynd- ist Einar ötull og áhugasamur þátttakandi og félögum sínum trúr. Hinn 31. október 1976 gekk Ein- ar að eiga unnustu sína, Hrafnhildi Hauksdóttur úr Reykjavík og eign- uðust þau tvö efnileg böm, Ólöfu Sigríði, f. 27. júlí 1976, og Kristján Hauk, f. 11. júlí 1981. Þau Einar og Hrafnhildur slitu samvistir árið 1983 og fylgdi þá Ólöf föður sínum en Kristján móður. En þó að hjóna- band þeirra Einars og Hrafnhildar yrði skammvinnt, skildu þau í vin- semd og er mér fullkunnugt um það, að Einar lét sig hag og heill þeirra mæðgina miklu skipta, og var ávallt boðinn og búinn þeim til aðstoðar. Nokkru eftir skilnað þeirra Hrafnhildar hóf Einar sam- búð að nýju með írisi Arthursdóttur og átti með henni hamingjuríkan tíma, þó að skjótt drægi ský fyrir sól, er heilsa hans bilaði skyndi- lega. Skulu írisi hér færðar hugheilar þakkir vina og velunnara Einars fyrir ástríki það og um- hyggju, er hún lét honum í té í þungbærum veikindum. Hún færði birtu og yl inn í líf hans þegar mest lá við og verður slíkt aldrei fullþakkað. Eg undirritaður átti því láni að fagna að vera náinn samstarfsmað- ur og vinur Einars nærri tvo tugi ára. Við áttum saman ótal stundir í starfi og utan þess og reyndi ég hann aldrei að öðru en drengskap og heilindum. En alveg sérstaklega er Einar mér þó minnisstæður í sinni hinstu sjúkdómslegu. Kjarkur hans og lífsvilji á banasænginni gleymist seint. Með óbugaðri bjart- sýni og karlmennsku tókst hann á við þá huldu hönd er beið hans í seilingarfjarlægð — og hrífur okkur öll til sín að lokum. Hann vildi lifa, þráði það, en hlaut að lúta í lægra haldi. í ósigri sínum vann hann eft- irminnilegan sigur. Við leiðarlok skulu Einari ísfeld færðar þakkir og aðstandendum hans einlægar samúðarkveðjur. Það er hryggileg staðreynd að Einar skuli hafa verið kvaddur á brott, þegar hamingjusól hans var tekin að hækka á ný í sambúð við ind- æla stúlku og í nýju starfi, er tók hug hans fanginn. Það er einnig harmsefni, að hann skuli nú horfinn ungum bömum sínum, sem svo mjög þurftu á föðurlegri aiúð hans að halda, og rosknum foreldrum sem hann reyndist stoð og stytta. En enginn fær áfrýjað sínum ör- lagadómi. Hitt skal heldur ekki dregið í efa, að sé líf að loknu þessu, á Einar ísfeld Kristjánsson góða heimvon í landi eilífðarinnar. Og vissulega lifir hann áfram okkar á meðal í bömum sínum. Hvíli kær vinur í friði. Guðjón Albertsson Einar ísfeld Kristjánsson, skrif- stofustjóri Landmælinga Islands, lést í Landspítalanum þann 12. mars sl. og er til moldar borinn í dag. Hann var fæddur í Reykjavík 25. júlí 1946, sonur hjónanna Kristjáns Benediktssonar, rafvirkjameistara, og konu hans, Ólafar Isfeld. Eru þau hjón kunn að dugnaði og mynd- arskap. Einar nam við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk þaðan gagn- fræðaprófi. Þá fór hann utan og stundaði nám við sænskan verslun- arskóla í 1 ár. Einar hóf störf við Trygginga- stofnun ríkisins 1964, 18 ára að aldri. Hann starfaði einkum að verkefnum varðandi lífeyrissjóði þá er Tryggingastofnunin rekur fyrir ýmsa aðila, þ.m.t. Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Deildarstjóri lífeyrissjóðadeildar varð hann seinna. Einar var vinsæll í starfi, lipur- menni bæði gagnvart viðskipta- mönnum og samstarfsmönnum. Eftir 20 ára starf hjá Trygginga- stofnuninni kaus Einar að breyta til og var hann ráðinn skrjfstofu- stjóri Landmælinga íslands. Landmælingar Islands er stofnun sem vinnur þjóðþrifastarf án hávaða. Tókst mjög gott samstarf með þeim Einari og hinum rögg- sama forstjóra landmælinganna, Ágústi Guðmundssyni. Höfðu þeir í huga, að auka mjög kortasölu, en kort stofnunarinnar hafa vakið at- hygli víða um heim fyrir vandað handbragð. Átti ég þess kost fyrir skömmu, að kynna mér Landmælingar ís- lands undir leiðsögn Einars og Ágústs. Hefur stofnunin þróast mjög frá því ég mundi hana, en ég var aðstoðarmaður við landmæling- ar sumarið 1959. Örlög sín viti engi fyrir þeim er sorgalausastur sefi. Hávamál Einar var meðalmaður á hæð og snöggur í öllum hreyfingum. Iþróttamaður var hann góður og keppti hann m.a um margra ára skeið í knattspyrnu meistaraflokks. Félag hans var KR. Hann var manna glaðastur og er margra skemmtilegra stunda að minnast ásamt honum og Héðni Finnbogasyni, hdl., er starfaði lengi við Tryggingastofnunina og lést árið 1985. Voru þeir félagar með skemmtilegustu mönnum, þegar því var að skipta. Höfðu þeir greinilega í heiðri hina fornu speki Hávamála. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. Fyrir nokkrum árum tók Einar sjúkdóm þann, sem nú hefur lagt hann að velli. Einar mætti veikind- um sínum og ýmsu mótlæti af fádæma karlmennsku. Kom þar greinilega fram hve hugaður hann var. Einar kvæntist Hrafnhildi Hauksdóttur og eignaðist hann 2 böm með henni, dreng og stúlku. Þau slitu samvistir. Síðar stofnaði Einar til sambúðar með ágætri konu, írisi Arthúrs- dóttur. Hún reyndist honum frábærlega í hinum erfiðu veikind- um hans. Ég vil fyrir mína hönd og konu minnar þakka hinum látna góð kynni og vináttu. Ennfremur vil ég færa bömum hans, foreldrum, sam- búðarkonu og skylduliði öllu okkar einlægustu samúðarkveðjur. Sé ég rof á svörtu skýi og stjömu staka standa í rofi, eins og dag eilífðar sjái glugga gegnum grafar skína. (Bjami Thorarensen.) Starfsfólk lífeyrisdeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins þakkar ánægjulegt samstarf, sem aldrei bar skugga á. Hilmar Björgvinsson í dag kveðjum við vin okkar, Einar ísfeld Kristjánsson, sem lést eftir stutta sjúkralegu af sjúkdómi sem hefur svo marga fellt. Við hjón- in kynntumst Einari fyrir þremur ámm þegar leiðir hans og sambýlis- konu hans, írisar, systur minnar, lágu saman. Eftir þessi stuttu kynni okkar við Einar minnumst við hans með söknuði. Aðdáunarverð var hetjuleg bar- átta hans við sjúkdóminn og aldrei missti hann trúna á bata. Sámst er nú sorg barna hans, Ólafar 10 ára og Kristjáns 5 ára, sem missa föður sinn langt fyrir aldur fram. Systur minni, foreldmm og systkin- um vottum við okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja þau á þessari stundu og um ókomin ár. Jóna og Ragnar. Faliinn er frá um aldur fram Einar ísfeld Kristjánsson. Við kynntumst Einari lítilsháttar er hann kynnti sér starfsemi fyrir- tækja þeirra er við störfuðum hjá, vorið 1986. Athygli vakti hversu athugull og nærgætinn Einar var í öllum samskiptum við starfsfólkið. Lagði Einar sig fram um að gera sér grein fyrir framtíðarmöguleik- um og áframhaldandi uppbyggingu nefndra fyrirtækja. Verður að segj- ast eins og er, að á þessum stUu.s, tíma er kynni undirritaðra stóð yfir við Einar ísfeld tókst mikil vinátta er staðið hefur órofin. Er ljóst að vorið 1986 var Einar þegar alisjúk- ur maður, en þrátt fyrir það hélt hann ótrauður áfram trúr lífsstefnu sinni allt til loka. Við starfsmenn lögmannsstofu Sveins Skúlasonar, Fasteignamið- stöðvarinnar og Hagþings hf. þökkum Einari Ísfeld ánægjuleg og góð kynni. Magnús Leopoldsson, Sveinn Skúlason, Björk Valsdóttir, Erna Valsdóttir, Kolbeinn Bjarnason, Sjöfn Ólafsdóttir, Inga Baldursdóttir, Sigurður Þóroddsson. Nú þegar við kveðjum Einar leita ótal spurningar fram í hugann eins og hvers vegna hann sem barðist svo hetjulega, hvers vegna hann sem hafði svo mikið að lifa fyrir? Við þessu og fleiru fáum við víst aldrei svör. Hans tími hefur verið kominn. Guð ætlaði honum annað hlutverk. Einar ólst upp hér í Reykjavík hjá foreldrum sínum, þeim Olöfu ísfeld og Kristjáni Benediktssyni, ásamt systkinum sínum, Rafni og Margréti. Við kynntumst Einari fyrir 13 árum þegar hann kom í heimsókn með dóttur okkar, Hrafn- hildi. Þau gengu í hjónaband 1976 og eignuðust 2 böm, Ólöfu Sigríði, sem er 10 ára, og Kristján Hauk, 5 ára. Hrafnhildur og Einar slitu samvistir fyrir 3 árum. Hann hafði Ólöfu Sigríði með séren hún soninn. Einar var bömum sínum einstak- ur faðir og vitdi þeirra hag sem bestan. Einar var okkur eins og besti sonur og það breyttist ekki. Hann var einstaklega hjálpsamur og þægilegur maður hver sem átti í hlut. Fyrir rúmu ári flutti Einar með unnustu sinni, íris Arthúrsdóttur, í nýtt hús, sem hann var að byggja í Bleikjukvísl 3. Framtíðin virtist svo björt, en þá bilaði heilsan. Hann vann í húsinu í öllum frístundum meðan stætt var þó hann væri bú- inn að vera meira og minna sjúkur í marga mánuði, en bjartsýnin og kjarkurinn svo mikill að við vonuð- um stundum að hann kæmist yfir þetta, en sú von brást. Einar stóð ekki einn í baráttunni. íris studdi hann vel svo og foreldrar, systkini og annað venslafólk. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð svo og elsku bömunum. Þau eiga minn- ingar um ástríkan föður. Við hin um góðan dreng. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Sigríður og Haukur Guðjónsson. Kynni mín af Einari Kr. ísfeld voru ekki löng í árum talið, en vin- áttan og kunningsskapurinn stóðu þrátt fyrir það traustum fótum. Fundum okkar bar fyrst saman er við störfuðum báðir í þágu starfs- manna ríkisins, hann sem deildar- stjóri Lífeyrissjóðs ríkisstarfs- manna, en ég sem starfsmaður hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Einar var Reykvíkingur, fæddur þar hinn 25. júlí 1946. Föðurætt Einars er rakin til Vestfjarða, nánar tiltekið til Ísafjarðardjúpsins, en faðir hans ólst upp í Sveinshúsum við Vatnsfjörð. Móðurætt sína á Einar að rekja til ísfeld-ættarinnar frá Hesteyri við Mjóafjörð. Þannig átti Einar ættir að rekja bæði til austurs og vesturs, en af kynnum mínum aí Einari er ljóst að hann hefur erft þá bestu eiginleika er hvor ætt hefur til að bera. Einar er alinn upp m.a. í Vestur- bænum og gekk í Gaggó Vest, bjó lengi á Sólvallagötunni og ólst þar upp með mmörgum þekktum per- sónum. Að loknu gagnfræðaprófi fór Einar til Svíþjóðar og stundaði nám við Vestkysten ungdoms skole. Er heim kom hóf Einar störf hjá Tryggingastofnun ríkisins, en þar starfaði hann samfleytt frá 1965 og til vorsins 1986, seinni árin sem deildarstjóri Lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna. Síðan starfaði Einar sem skrifstofustjóri Landmælinga íslands allt til dauðadags. Einar lét til sín taka í félagsmál- um og störfum og sat m.a. um tíma í stjóm Starfsmannafélags ríkis- stofnana. í íþróttum lét Einar ekki hlut sinn eftir liggja. Hann stund- aði um margra ára skeið knatt- spyrnu með Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Með félagi sínu varð hann Reykjavíkurmeistari svo og íslandsmeistari. Knattspyrna átti hug Einars allan á ungdómsámnum og vann hann m.a. afreksbikar KR. Einar var m.a. sendur til þjálfunar til Coventry í Englandi og var þar um þriggja mánaða skeið. Einar vann sér það til afreks í knattspyrn- unni í leik KR við Þrótt á þessum árum, að skora þijú mörk á aðeins 5 mínútum. Er ekki líklegt að met þetta verði slegið í bráð. Foreldrar Einars eru þau Kristján Benediktsson húsasmíðameistari og Ólöf ísfeld. Fyrri eiginkona Einars var Hrafnhildur Hauksdóttir en þau giftust 31. október 1976. Þau eign- uðust saman bömin Ólöfu Sigríði ísfeld, fædda 27. júlí 1976, og Kristján Hauk ísfeld, fæddan 11. júlí 1981. Hrafnhildur og Einar slitu samvistir árið 1984, en sambýlis- kona Einars frá 1986 var íris Arthursdóttir. Einar var mjög framkvæmda- samur og duglegur, m.a. byggði Einar nánast með eigin höndum tvö stór einbýlishús. Hið fyrra byggði hann í Garðabæ og hið síðara á Ártúnsholti. Vann Einar öllum frístundum að byggingu þessara húsa, en bygging húsanna var mik- ið áhugamál hans. Jafnframt stundaði Einar störf sín af kost- gæfni, en hver meðalmaður mætti vera fullsæmdur af því er Einar framkvæmdi á ekki lengri starfs- ævi. Einn af áberandi eiginleikum Einars var ósérhlífni og að vera stöðugt að leiðbeina öðrum og mega hvergi aumt líta án þess að gera eitthvað til aðstoðar. Má vera að þessi eignleiki Einars hafi þroskast við störf hans þjá Lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna, en stór hluti starfa hans var leiðbeiningar við þá er minna mega sín og leita þurftu til Lífeyrissjóðsins með bótaþarfir, en ljóst er að það eru mestmegnis aldr- aðir og þeir sem orðið hafa fyrir skakkaföllum í lífinu. Einar hafði öðlast mikla almenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.