Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Fædd 19. janúar 1935 Dáin 14. mars 1987 Það var laugardaginn 14. mars að Katrín Kristjánsdóttir kvaddi okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að einhver, sem maður unni og þótti vænt um, sé fallinn frá. Kata, eins og hún var kölluð, var vel liðin hjá öllum. Hún átti enga óvini því hún vildi ekki eiga þá. Hún matreiddi fyrir kennara í Gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit og þeim líkaði mjög vel við hana. Og þegar ég kom upp á kennara- stofuna fagnaði hún mér alltaf. En núna fínnst mér að mikið vanti á kennarastofuna, það er alltaf svo tómlegt. Mér var hún mjög góð. Ég gat komið til hennar á nóttu sem degi. Ef hún vissi að ég var ein heima hringdi hún og spurði hvort allt væri ekki í lagi. Hún hugsaði vel um íjölskyldu sína. Það var alltaf svo hreint og fínt hjá henni. Henni leið illa ef eitthvað var í ólagi. Hún hélt sér vel við,' var alltaf vel klædd og snyrtileg til fara. Manni hennar, Arna Guðmunds- syni, ber ég samúðarkveðju mína og jafnframt bömum hennar. Og ég vona að allt eigi eftir að ganga vel hjá þeim. „Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig aftur í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson) Bryndís Hrund Högnadóttir En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman í húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt sefur hin í rúmi þínu. (Kahlil Gibran.) Ég hélt upp á afmæli mitt sjö- unda mars sl. og til mín komu nokkrir minna nánustu, þar á með- al Kata frænka mín og Ámi maðurinn hennar, áttum við saman góða stund. Kvöldið eftir veikist hún skyndi- lega og var flutt í sjúkrahús. En þrátt fyrir góðan vilja og kunnáttu lækna var ekkert hægt að gera annað en bíða, þann fjórtánda mars var biðin á enda. Katrín Kristjánsdóttir hét hún fullu nafni og var móðursystir mín, raunar var hún mér sem besta syst- ir. Til hennar leitaði ég frá fyrstu tíð, allt frá því ég var litil stelpa á Felli. Ég get ekki með nokkm móti trúað eða sætt mig við þær stað- reyndir að aldrei geti ég framar farið á hennar fund, leitað félags- skapar hennar eða leiðsagnar. Allt frá því að Kata og Ámi Guðmundsson hófu búskap hefur heimili þeirra staðið mér opið. Fyrir rétt tæpum tíu ámm fluttu þau hjón að Barrholti 10 í Mosfells- sveit, þar bjuggu þau bömum sínum fímm gott og tryggt athvarf, það heimili sýnir glöggt hve mikil hús- móðir Kata var, heimilið var hennar vettvangur. Kötu veittist létt að vinna enda geymdi hún ekki til morguns það sem hún gat gert í dag. Lund hennar var einnig létt, hún sló oft á létta strengi í amstri hvers- dagsins, að ég taii nú ekki um á góðra vina fundum. Hér í Mosfells- sveit eignaðist hún marga vini, það batt hana sterkari böndum við sveit- ina. Undanfarin ár vann hún utan heimilis, fyrst á Reykjalundi, síðar í gagnfræðaskólanum, sá hún þar um matseld fyrir kennara og líkaði henni þar vel. Kær vinkona og frænka er látin, fyrir mig er dýrmætast að eiga góðar minningar, þær veita mér styrk. Katrín Kristjáns- dóttir - Minning tungum 19. janúar 1935. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Greips- dóttur og Kristjáns Loftssonar og var næstyngst tíu systkina. Var oft mikið að starfa á stóm heimili, en ávallt glatt á hjalla. Katrín fór á Héraðskólann á Laugarvatni og síðar á Húsmæðraskólann á Löngu- mýri í Skagafírði. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hún settist að til frambúðar. Árið 1963 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Árna Guð- mundssyni málarameistara. Eign- uðust þau fimm böm; Hjalta (fæddan 1963), Þórhall (fæddan 1965), tvíburana Sigurbjörgu og Guðbjart (fædda 1967) og Kristján (fæddan 1972). Það var mikil reisn yfir Katrínu hvar sem hún fór. í góðra vina hópi var hún glaðlynd og orðhepp- in. Hún bar einstaka umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og heimili. Katrín og Árni vom ákaflega samrýnd hjón, sem bám djúpa virð- ingu hvort fyrir öðm. Þau bjuggu sér fallegt heimili, sem geislaði af hlýju og gestrisni. Það var sama hvort maður kom sem bam í litlu risíbúðina á Óðinsgötunni, eða fal- lega húsið í Mosfellssveit, hjartan- legar móttökur hvemig sem á stóð. * Amma, móðir Katrínar, dvaldi hjá þeim síðustu æviárin og var hugsað um hana af éinstakri natni. Þetta stóra heimili var þá miðpunktur stóríjölskyldunnar. Sem bam dvaldi ég oft á þessu heimili, sem ég get seint fullþakkað. Það var alltaf tími fyrir okkur krakkana. Mjólkin og kökurnar brögðuðust hvemig betur ‘ en hjá henni Kötu frænku. Minningamar em margar, en allar jafn kærar og mun ég ætíð minnast Kötu með þökk og hlýju. „Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir." (E.Ben.) Elsku Ámi og böm, ég bið Guð að styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Þóra B. Hafsteinsdóttir Schiphol flugvöllur í Amsterdam er heimavöllur KLM, Konunglega hollenska flugfélagsins. KLM flýgur til 127 borga í 76 löndum. har sem Schiphol er miðsvæðis og þaðan eru tíð flug tili 60 borga í Evrópu er engin furða þótt hann sé vin- sælasti tengivöllur álfunnar. Arnarflug flýgur nú fimm daga í viku til Amsterdam og lendir þar á hádegi svo þú hefur úr mörgum tengiflugum KI.M að velja á endanlegan ákvörðunarstað. Vegna þess að á Schiphol er öll þjónusta undir einu þaki er einstaklega þægilegt að ná framhaldsfluginu. Gefðu þér samt tíma til að heimsækja hina gríðarstóru fríhöfn, sem býð- ur upp á yfir 50.000 vörutegundir. hetta er stærsta og ódýrasta fríliöfn í Evrópu. Næst þegar þú þarft að fara til Evrópu fljúgðu þá með Arnarflugi um Schiphol. Þú færð þægilegt tengiflug með KLM og getur gert góð kaup í fríhöfninni. Ég bið góðan Guð að styrkja Árna og bömin hans. Engum er ljóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í fórina fyrir það jafnt fusir sem nauðugir bræður. Og hægt hún fer, en hún færist um set þessi fylgd yfir veginn auðan. Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson Guðbjörg Ester Einarsdóttir Mig setti hljóða, þegar ég heyrði að Kata frænka væri dáin. Svo skyndilega var hún frá okkur tekin. Katrín fæddist á Felli, Biskups- Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá ferðaskrifstofunum. Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför Lending Brottför Lending Keflavík Amsterdam Amsterdam Keflavík Mánudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Þriöjudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Finimtudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Föstudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Laugardaga 08:00 12:05 18:00 20:15 rp kia Hh •••• Royal Dutch Aírlines UHIí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.