Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Gaman að leika og leika sér Leiklist Jóhann Hjálmarsson Gaman Leikhúsið: BRAUÐSTEIKIN OG TERTAN eftir Hugh Chestermann Leikstjóri: Magnús Geir Þórð- arson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnars- son. Leikmynd: Sviðsmyndir hf. Gaman Leikhúsið er barna- og unglingaleikhús þar sem leikgleð- in ræður ríkjum, gleðin að leika og gleðin að leika sér. Fyrri hluti sýningarinnar er leikþáttur eftir Hugh Chesterman: Brauðsteikin og tertan. Hann fjallar um það hvemig klókir betl- arar verða sér úti um góða máltíð með því að leika á konu bakara. Prakkaraskapur og græskulaust gaman setur svip sinn á þennan þátt sem ekki getur talist sérstak- lega markverður, en hentar vel ungum áhugaleikurum. Þættinum leikstýrir Magnús Geir Þórðarson sem einnig leikur Pierre. Jean, félaga hans, leikur Tryggvi Bjöm Davíðsson. Bakar- inn er leikinn af Hallgrími Sveini Sævarssyni og konu hans leikur Inga Freyja Amardóttir. Einnig kemur fram fólk á götu. Magnús Geir er röggsamur áhugaleikstjóri og leikur sjálfur án hiks. Leikritið gerir ekki mikl- ar kröfur til leikaranna. Framsögn krakkanna er yfirleitt góð. Mestu skiptir að leikaramir ungu skemmta sér prýðilega sjálf- ir, ekki síst eftir hlé þegar brugðið er á leik með aðstoð áhorfenda. Gaman var að fylgjast með fólki sem drifið var upp á svið og stóð sig þar ágætlega við hlið krakk- anna, m.a. í spumingakeppni af vinsælli gerð. Gaman Leikhúsið er af því tagi sem óhætt er að mæla með fyrir krakka og fullorðna, vel fer á því að foreldrar fari þangað með bömum sínum til að njóta leiklist- ar og leikja. Þeir sem að Gaman Leikhúsinu standa hafa líka metnað til að bera sem lýsir sér ekki síst í því að þekkt tónskáld hefur gengið til liðs við þá, Hjálmar H. Ragn- arsson. Hinn mikli leiklistaráhugi ís- lendinga kemur fram í því að nú stofna böm leikhús og vilja láta taka eftir sér og freista þess að gera vel og það af sönnum áhuga. Frá sýningu Gaman Leikhússins. Mynd, bók- stafírogsagan Myndiist Bragi Ásgeirsson Auglýsingahönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Guðbergur Auðunsson sýnir þessa dagana og fram til sunnudagsins 22. marz 15 myndverk í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg. Þetta er fimmta einkasýning Guðbergs og í þetta sinn er megin- uppistaðan á sýningunni eins konar stef við íslendingasögum- ar. Guðbergur hefur þó annan háttinn á en margur gæti búist við, því hér er ekki um neinar beinar myndlýsingar að ræða né skírskotun til sagnanna sjálfra eða innihalds þeirra. Myndferlið er að Guðbergur tengir myndflöt, bókstafi og nöfn nokkurra íslend- ingasagna sjónrænni heild. Hér er það myndflöturinn sem er látinn segja sögu á mjög ein- faldan og skýrt afmarkaðn hátt og hér er vísast skírskotað til hins knappa en áhrifamikla máls sagn- anna. Þetta er allt útfært á nútímavísu í hugmyndafræðileg- um og strangflatarlegum búningi. Stafír í sjálfu sér eru t.d. ævafom listgrein, sem þróaðist úr frum- stæðu táknmáli, og sækir nútíma- listin t.d. mikið til kallígrafíunnar, en hagnýtir sér iðulega einnig önnur stafaform og tákn. Guð- bergur hefur verið fjögfur ár að vinna að þessum myndum, enda mætir hann nú endumýjaður til leiks og mjög ólíkur því, sem við þekktum til hans áður og þó að- eins í vissum skilningi, auk þess sem ýmis tilbrigði fyrri stflbragða fá að fljóta með. Vinnubrögðin eru mjög vönduð og yfirveguð, en satt að segja þykir mér auglýsingahönnuðurinn eiga of mikið í þeim, því myndim- ar bera full mikinn keim af auglýsingaspjöldum af stærri gerðinni. Það ætti þó ekki að koma svo mikið á óvart, svo mjög sem Guðbergur hefur sótt hug- myndir í það listform á undan- gengnum árum, þó á allt annan hátt væri og bæri meiri svip af veggspjaldasnifsum (plakötum). _ Annars var það myndin „I minningu Jacqueline" (Picasso), sem vakti einna mesta athygli mína á sýningunni, en hún blasir við skoðandanum um leið og hann kemur inn í húsakynnin. Það er sterk mynd og vinnubrögðin mun hlýlegri en í öðrum myndum af líkri gerð og þó loðir við hana fyrmefnt svipmót auglýsinga- spjalda. Sýningarskrá er vel hönnuð og til fyrirmyndar á þessum stað. Málaragleði Daði Guðbjömsson ásamt einu verka sinna. Það er mikil málunar- og sýn- ingargleði í ungu kynslóðinni í dag. Árlegar sýningar á höfuð- borgarsvæðinu ásamt þátttöku í hinum ýmsu samsýningum er ekki óalgengt fyrirbæri. Þetta stafar öðru fremur af því, hve lífsbarátt- an er hörð og möguleikarnir fáir. Eiginlega er Reykjavík eini sýn- ingarstaðurinn, þar sem hægt er að búast við einhveijum árangri. í útlandinu er mögulegt að senda sömu sýninguna á milli margra borga eða halda sjálf- stæðar sýningar á mörgum stöðum í einu, og þannig er ekki óalgengt, að listamenn haldi 4—5 sýningar á ári til að tiyggja af- komu sína og að geta alfarið einbeitt sér að listsköpun. Daði Guðbjörnsson, er einn þeirra ungu manna, sem ekki víla fyrir sér mikla athafnasemi á sýn- ingarvettvangi, enda virðist hann staðráðinn í því að hasla sér völl í myndlistinni. Það eru 35 myndir eftir hann, sem fram til 31. mars hanga uppi í húsakynnum Gallerís Borgar og er þetta önnur sýning hans þar. Langmest eru þetta olíumálverk, en einnig bregður Daði fyrir sig ýmissi annarri tækni. Daði er skilgetið afkvæmi hug- myndafræðilegu listarinnar, sem tók fljótlega upp pentskúfinn er nýbylgjan reið yfir. En í stað þess að mála hinar dökku hliðar og einmanaleika lífsins, fírringu stór- borgarinnar og hömluleysi kynlífsins, er hann glaður málari, uppfullur af ærslum og kímni. Myndir Daða eru litríkar og skrautlegar, ásamt því að í þeim er sitthvað frá austurlenzkri skreytilist með dálitlu af súrre- alískum formerkjum í bland. Myndir Daða minna um sumt á hina lífsglaðari í Cobra-hópnuin, og hann notar svipuð tákn, frum- formin, andlit, fiska, kynjaverur ýmsar, er í höndum hans geta jafnvel minnt á Prúðuleikarana. Þá koma fram ýmis krulluform, sem eru einkennandi fyrir lista- manninn ásamt formum, er minna á pappírsvafninga, sívala eða samanbrotna á hinn margvísleg- asta hátt. Og svo má ekki gleyma saklausu meyjunum, er bregður fyrir í myndum hans og virðast ekkert óhreint hafa á samviskunni svona á yfirborðinu séð, — sak- Ieysið má síst án vera — en . . . Þetta er hressileg sýning frá hendi Daða, og fólk þarf sannar- lega ekki að setja sig í gáfulegar stéllingar og rýna í myndimar með böl alls heimsins á herðunum. Og þannig á það einnig að vera... Söngtón- leikar á Kjarvals- stöðum _____Tónlist Jón Ásgeirsson Robert W. Becker og David Knowles héldu tónleika á Kjarvals- stöðum við opnun málverkasýning- ar Guðrúnar Tryggvadóttur fyrr í mánuðinum, eða 14. mars sl., og um síðustu helgi endurtóku þeir tónleikana. Undirritaður gat ekki komið á opnunartónleikana, svo að þessi nýbreytni, að endurtaka tón- leika viku síðar, kom sér vel í þetta sinn. Á efnisskránni var lagaflokk- urinn Ástir skáldsins eftir Schu- mann og tvær aríur eftir Wagner. Robert W. Becker er góður söngv- ari og söng margt fallega í laga- flokk Schumanns, bæði á fíngerðari nótunum og í kraftmiklum söng. Túlkun ljóða tengist mjög framsetn- ingu textans svo að stemmning laganna tengist ekki síst framsetn- ingu hans, en því miður var framburðurinn ekki sem bestur, sem ætti að vera óþarfi hjá svo góðum söngvara og ekki síst þegar verkefnið er Ijóð eftir Heine og tón- list eftir Schumann. Síðari hluti tónleikanna var helgaður Wagner og verkefnin tvö. Fyrri arían var Söngurinn til kvöldstjömunnar, sem Becker söng mjög vel og sú síðari, Kveðja Wotans úr Valkyijunum, sem er stórbrotin aría og þar fór Becker á kostum. Trúlega á Wagn- er mjög vel við rödd hans og túlkun og það sem vantaði á var hljóm- sveitin. David Knowles er ágætur undirleikari og naut sín sérstaklega í lagaflokki Schumanns, en bæði undirleikurinn, og þó sérstaklega eftirspilin, eru, oft nærri því að vera sjálfstæð píanóverk. Erindi um and- svar kirkjunn- ar við nýrri öld MÁLSTOFA heimspekideildar gengst fyrir erindi fimmtudag- inn 26. mars kl. 16.15 í stofu 301 i Árnagarði. Jónas Gíslason dósent flytur er- indi sem nefnist „Andsvar kirkjunn- ar við nýrri öld“. Að loknu erindi verða umræður. Öllum er heimill aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.