Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 61 Heimsmeistarakeppnin í rallakstri: Lancia með afgerandi forystu LANCIA-verksmiðjuliðið hefur náð afgerandi forystu í heimsmeistara- keppninni i rallakstri. Lancia-ökumenn skipa þrjú efstu sætin í keppni ökumanna og í keppni framleiðenda hefur ftalska liðið 23 stiga for- skot á Mazda. Finninn Marrku Alén tryggði þessa stöðu með sigri í portúgalska rallinu, sem fram fór 14. til 18. mars. Frakkinn Jean Rag- notti, á Renault 11 turbo, náði 2. sæti á undan Kenneth Eriksson á VW Golf. Finninn Juha Kankkunen er efst- ur í keppni ökumanna með 57 stig, en landi hans Alén hefur 20 stig. Þeir slógust grimmilega um titilinn í fyrra, sem féll i skaut Kankkunen. Þeir aka báðir um 250 hestafla Lancia Delta 4x4 og sömuleiðis Italinn Miki Biasion, sem er þriðji til heimsmeistara. Það gekk allt á afturfótunum hjá honum í Portú- gal. Bilaðir demparar hrjáðu bíl hans fyrst, síðan þurfti hann að ýta bílnum tvo kílómetra þegar bensíndæla bilaði. Einn daginn af fjórum þurfti hann að aka í öðrum gír, þegar gírkassinn bilaði, en hélt þó áfram. Kankkunen lenti einnig í demparavandræðum. Þyrla sem flutti þeim félögum dempara brotlenti á einu viðgerð- arsvæðinu og sagaði vörubílspall í sundur með afturspöðunum, en engin slys urðu á mönnum. Alén slapp við svona vandræði að mestu en kvartaði sáran yfir hestaflaleysi, en hann ók 4—600 hestafla bíl í fyrra, sem ásamt mörgum öðrum var bannaður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Juha Konkkunen varð heims- meistari í fyrra á Peugeot og leiðir nú stigakeppnina á Lancia. Ragnotti á Renault náði forystu á fyrstu leiðunum í Portúgal og barð- ist við Alén um forystuna. Alén • Renault hefur náð óvæntum árangri í ár. Ragnotti á Renault II turbo varð 2. í Portúgal og 7. í Monte Carlo. Ljósmynd/Martin Holmes • Finninn Marrku Alén á leið til sigurs í portúgalska rallinu ásamt llkka Kivimaki. Þeir eru í 2. sæti f heimsmeistarakeppninni í rallakstri. seig þó framúr, en demparavand- ræði í seinni hluta keppninnar gerðu honum erfitt um vik. Munaði stundum aðeins 5—10 sekúndum á fyrstu bílunum tveimur. Alén varð þó, eftir 2.080 km akstur, rúmri mínútu á undan Ragnotti, sem ók framdrifnum bíl. Það gerði líka Svíinn Kenneth Eriksson á VW Golf og varð hann þriöji, á undan heimsmeistaranum Kankkunen. Erik hefur sýnt frábæran akstur á árinu og er einn efnilegasti öku- maðurinn í heimsmeistarakeppn- inni, þó farkosturinn sé ekki sá best útbúni. Næsta keppni er um páskana í Afríku, en þá fer fram hið illræmda Safari-rall. Keppnis- liðin munu eyða 2—3 vikum í undirbrning og æfingar. Úrslit í portúgalska rallinu Refsing klukkustundir 1. Marrku Alén/lllka Kivimaki, Lancia Delta HF 4xD 7:09,39 2. Jean Ragnotti/Pierre Thimoni, Renault II turbo 7:12,32 3. Kenneth Eriksson/Pieter Diek- man, VW Golf Gti 16V 7:14;37 4. Juha Kankkunen/Juha Piironen, Lancia Delta HF 4xD 7:20,46 5. Francois Chatriot/Michel Perin, Renault II turbo 7:25,14 6. Georg Fischer/Thomas Zeltner, Audi Cupe Quattro 7:29,07 Alls hófu 94 keppni en 36 kom- ust í mark. Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna: Juha Kankkunen, Lancia 37 stig Marrku Alén, Lancia 28 stig Miki Biasion, Lancia 23 stig Kenneth Eriksson, VW 21 stig Timo Salonen, Mazda 20 stig Keppni framleiðenda: Lancia, 57 stig Mazda, 34 Audi, 28 VW, 26 Renault, 23 Ford, 22 1. deild kvenna: Framsigur á Val Erla skoraði 17 mörk á móti Ármanni ÞRÍR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handbolta um helgina. Stjarnan burstaði Ármann í Laug- ardalshöll og Fram sigraði Val á sama stað. Báðir leikirnir fóru fram á sunnudagskvöld. Þá spil- uðu FH og KR í Hafnarfirði og lauk leiknum með sigri FH. Stjarnan vann stórsigur á botn- liði Ármanns. Leikurinn endaði 41—13 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 20—5. Stjörnuliðið átti í heild góðan dag, en þó stóðu upp úr þær Erla Rafnsdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir. Mörk Ármanns: Margrét Hafsteinsdóttir 8, Elísabet Albertsdóttir 3, Ellen Einarsdóttir og Halla Grótarsdóttir eitt mark hvor. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 17, Guðný Gunnsteinsdóttir 10, Hrund Grétars- dóttir 6, Margrót Theodorsdóttir 4, Drífa Gunnarsdóttir 2, Brynhildur Magnúsdóttir og Ingibjörg Andrósdóttir eitt mark hvor. Valur— Fram 19—21 Leikurinn var mjög jafn framan af og var mikið um ótímabær skot hjá báðum liðum, enda bar marka- talan í leikhléi því vitni, en hún var 8—7 fyrir Val. í síðari hálfleik byrjuðu Fram- stúlkur af krafti. Þær náðu góðum hraðaupphlaupum og breyttu stöðunni í 10—8 sér í hag. Þessi munur hélst síðan út leikinn og endaði hann 21—19 fyrir Fram. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 5, Ásta Sveinsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir 4 mörk hvor, Katrín Friðriksen 3, Guðný Guöjóns- dóttir, Harpa Siguröardóttir og Rósbjörg Jónsdóttir eitt mark hver. Mörk Fram: Guöríöur Guöjónsdóttir 11, Arna Steinsen 5, Margrót Blöndal 3 og Jó- hanna Halldórsdóttir 2 mörk. FH — KR 23—16 í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og var staðan í leikhléi jöfn 10—10. í byrjun seinni hálf- leiks náði FH nokkrum hraðaupp- hlaupum og eftir það var engin spurning um hvorum megin sigur- inn lenti. Leiknum lauk með öruggum sigri FH 23—16. Mörk FH: Maria Siguröardóttir 9, Berglind Hreinsdóttir 4, Rut Baldursdóttir 3, Inga Ein- arsdóttir 3, Kristín Pótursdóttir 2, Heiöa Einarsdóttir og Ósk Sigurgunnarsdóttir eitt mark hvor. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 7, Karó- lína Jónsdóttir 3, Snjólaug Benjaminsdóttir 2, Bryndís Haröardóttir, Olga Garöarsdóttir, Arna Garðarsdóttir og Valgeröur Skúladóttir eitt mark hver. Staðan Fram 20 18 0 2 478- -324 36 FH 20 15 1 4 433- -304 31 Stjarnan 19 13 0 6 460- -333 26 Víkingur 9 10 1 8 377- -327 21 KR 20 7 3 10 351- -390 17 Valur 18 7 2 9 384- -328 16 ÍBV 16 1 1 14 236- -392 3 Ármann 19 0 1 18 253- -574 1 Markahæstar: Erla Rafnsdóttir 167 Guðríður Guðjónsdóttir 143 Sigurbjörg Sigþórsdóttir 118 Margrét Theódórsdóttir 107 RutBaldursdóttir 97 KF og ÁS • Erla Ransdóttir, Stjörnunni, er markahæst i 1. deild kvenna. Hún hefur gert 167 mörk. Guðríður Guðjónsdóttir kemur nsst með 143 mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.