Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Hlutur kvenna á vínnumarkaðnum eftir Bolla Þór Bollason 1. Inngangur Það er ekki ofmælt, að einhver mesta þjóðfélagsbreyting, sem orð- ið hefur, jafnt hér á landi sem annars staðar, undanfarna áratugi, er gífurlega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Þessi breyting — sem með nokkrum sanni má kalla byltingu — hefur óumdeilanlega haft mikil áhrif á efnahagsþróun víða um lönd og um leið á lífskjör almennt. Um- Qöllun um þessi mál hefur kannski öðru fremur snúist um tvennt. Ann- ars vegar um orsakir og afleiðingar ört vaxandi þátttöku kvenna í at- vinnulífinu. Hins vegar um jafnrétti karla og kvenna á vinnumarkaðn- um. Hér er komið að afar mikilvæg- um og oft viðkvæmum þáttum í samfélaginu. Það er því ekki undarlegt, þótt ýmsar spurningar vakni í tengslum við þessa þróun. Þessar spurningar snúa fyrst og fremst að tveimur eða þremur atriðum. I fyrsta lagi, hvaða ástæður liggja að baki þessari þró- un? í öðru lagi, hvað hefur áunnist, eða með öðrum orðum: Ríkir jöfnuð- ur í launamálum? Og í þriðja lagi — af því að svarið við annarri spurn- ingu er neikvætt. Hvers vegna er munur á launakjörum karla og kvenna á vinnumarkaðnum? í þessu stutta spjalli ætla ég aðallega að fjalla um fyrstu tvær spurningarnar og leita svara við þeim. Ég læt að mestu öðrum eftir að svara þriðju spurningunni, þótt það fljóti kannski einhveijar vísbendingar um þetta atriði með. Talnaefnið er aðallega tekið úr sér- stakri samanburðarkönnun Þjóð- hagsstofnunar á launum karla og kvenna, sem við munum ljúka á næstunni. I þeirri könnun er fyrst og fremst leitast við að nota skatt- framtöl til að bregða ljósi á það, hver launakjör karla og kvenna eru og hvemig þau hafa breyst á und- anfömum ámm. Þessar heimildir skýra hins vegar ekki að fullu ástæður þess launamunar, sem kemur í Ijós, þótt þær gefi ákveðn- ar vísbendingar. Til þess þarf að grípa til sérstakrar úrtaksathugun- ar, sem gæfi möguleika á að kanna meðal annars, hvort að baki kunni að liggja félagslegar ástæður. En víkjum þá að þróun atvinnuþátttöku kvenna hér á landi síðustu ár og áratugi. 2. Aukin atvinnuþátt- taka kvenna Hvað liggur að baki þeirri þróun, að konur hafa í síauknum mæli leit- að út á vinnumarkaðinn undanfarna áratugi? Það á við hér líkt og oftar áður, að þegar stórt er spurt verður gjarnan fátt um svör eða — sem er kannski réttara — svörin verða of mörg og erfitt að gera upp á milli þeirra. Lítum aðeins út fyrir landsteinana og hugum að því, hvaða tilgátur erlendir fræðimenn á þessu sviði hafa sett fram. Fyrir nokkmm ámm var haldin ráðstefna í Bretlandi, þar sem sérstaklega var fjallað um vaxandi atvinnuþátttöku kvenna á undanfömum ámm, helstu ástæður hennar og áhrif á launakjör karla og kvenna. Án þess að fara alltof nákvæmlega út í nið- urstöður þessarar ráðstefnu, held ég þó, að þar sé ýmsa fróðleiks- mola að fínna, sem eiga erindi til okkar. Fyrst er rétt að nefna þann rétt, sem er sameiginlegur í flestum löndum, en það er að aukna at- vinnuþátttöku kvenna má aðallega rekja til ört vaxandi þátttöku giftra kvenna í atvinnulífinu. Þetta er í rauninni sjálfsagður hlutur, því að einhleypar konur hafa jú alla tíð þurft að afla sér tekna utan heimil- is. Hér á landi er talið, að atvinnu- þátttaka giftra kvenna hafi meira en fjórfaldast síðasta aldarfjórðung, eða frá því að vera nálægt 20% árið 1960 í um og yfir 80% árið 1985. Atvinnuþátttaka einhleypra kvenna jókst einnig, en mun minna, eða úr 60% í 78% á sama tíma. Þetta sýnir meðal annars þá athygl- isverðu staðreynd, að atvinnuþátt- taka giftra kvenna er orðin jafnvel meiri en hjá einhleypum. Ef litið er á allar konur á vinnumarkaðnum hér á landi, kemur í ljós, að atvinnu- þátttakan hefur aukist úr um það bil þriðjungi árið 1960 í rúmlega 80% árið 1985. Til samanburðar má nefna, að atvinnuþátttaka karla í heild var rúmlega 90% árið 1985 og hefur farið heldur lækkandi upp á síðkastið, jafnt hjá kvæntum sem einhleypum. Þessar tölur gefa til kynna svip- aða þróun og í öðrum löndum á sama tímabili, en líkt og á öðrum sviðum eru breytingarnar sneggri hér en annars staðar. Þannig voru giftar konur á Isiandi ekki hálf- drættingar á við sænskar konur í þessum efnum árið 1960, en nú, aldarfjórðungi síðqr, er atvinnu- þátttaka giftra kvenna hér á landi svipuð og í Svíþjóð. Þetta kemur raunar víða fram, og sést best á því, að þjóðir, sem fyrir 25 árum Bolli Þór Bollason stóðu okkur fetinu framar að þessu leyti, hafa dregist langt aftur úr. Enda er nú svo komið, að atvinnu- þátttaka kvenna er óvíða meiri en hér á landi, ef Sovétríkin eru undan- skilin. En hvað hefur valdið aukinni atvinnuþátttöku kvenna? í þeim erindum, sem flutt voru á fyrr- nefndri ráðstefnu, voru skýringarn- ar almennt taldar vera tvær. Annars vegar vaxandi kaupmáttur launa og hins vegar aukin og al- mennari menntun í þjóðfélaginu. Áhrif þessara tveggja þátta voru þó talin vega misjafnlega þungt eftir löndum og sums staðar var alls ekki talið víst, að þau skýrðu með öllu aukna atvinnuþátttöku kvenna. Hér á landi sýnist alveg eins mega greina samhengi milli kaupmáttarþróunar og atvinnuþátt- töku giftra kvenna, sem gengur í gagnstæða átt, þ.e. að atvinnuþátt- takan aukist, þegar harðnar á dalnum, og gangi jafnvel að ein- hverju leyti til baka, þegar rofar til. Onnur atriði, sem fram komu á ráðstefnunni, voru meðal annars, að samhliða aukinni atvinnuþátt- töku kvenna undanfarna áratugi hefur fæðingum fækkað og skilnuð- um Qölgað. Þessir þættir voru taldir greinar af sama meiði og virtist sú skoðun almenn, að þetta mætti rekja til vaxandi velmegunar víða um heim. Ennfremur var vakin at- hygli á áhrifum aukinnar sóknar fólks til þéttbýlisstaða. Öll þessi atriði voru með einum eða öðrum hætti talin hafa greitt fyrir aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum. Á hinn bóginn kom líka fram, að heimilisstörf virð- ast áfram hvíla þyngra á konum en körlum eins og sést meðal ann- ars á því, að hlutastörf eru miklu algengari hjá konum. í Svíþjóð er næstum helmingur kvenna á vinnu- markaðnum í hlutastarfi og aukin atvinnuþátttaka kvenna undan- fama áratugi stafar fyrst og fremst af auknum hlutastörfum kvenna. Sömu þróunar hefur gætt víða ann- ars staðar, til dæmis í Bretlandi, þar sem hlutfall kvenna í fullu starfi af heildarfjölda kvenna á starfsaldri hefur verið stöðugt síðastliðin fjörutíu ár, eða nálægt 30%. Hlutastörf hafa hins vegar aukist úr 5% 1950 í næstum 25% 1980. Hér á landi em tölur heldur fá- tæklegar um þetta efni fram undir 1980, en upplýsingar um þróunina síðar benda til þess, að meirihluti útivinnandi kvenna sé enn í hluta- starfi. Á hinn bóginn kemur glöggt fram, að konum í fullu starfí hefur fjölgað að undanförnu, eða úr tæp- lega 37% starfandi kvenna árið 1980 í rúmlega 41% árið 1985. Jafnframt hefur atvinnuþátttaka í heild aukist nokkuð, eða úr 77% árið 1980 í 80% árið 1985. Atvinnuþátttaka giftra kvenna hefur vaxið enn hraðar, eða úr 76% árið 1980 í 82% 1985, á sama tíma og atvinnuþátttaka einhleypra kvenna hefur staðið í stað, í rúm- lega 78%. Með öðmm orðum hefur það gerst í fýrsta sinn hér á landi, að hlutfall giftra kvenna á vinnu- markaði er orðið hærra en hjá einhleypum konum. Mest hefur aukningin orðið hjá konum á aldrin- um 30—40 ára, þar sem meira en 90% vinnufærra kvenna starfaði utan heimilis árið 1985, samanborið við 84—85% árið 1980. Það sem er kannski enn athyglisverðara er, að lítið sem ekkert virðist draga úr atvinnuþátttöku á bameignar- aldrinum, heldur er hún tiltölulega stöðug um og yfir 90%. Raunar fer hlutfallið ekki að lækka að ráði fyrr en komið er yfír á sjötugsaldur- inn. Breytingin á atvinnuþátttöku kvenna er enn meira sláandi, þegar litið er yfir lengra tímabil eins og kemur fram á línuritunum, sem ég hef dreift. Sérstaklega er athyglis- vert, hversu almenn og jöfn at- vinnuþátttakan er orðin í nær öllum aldursflokkum. En þá er komið að þeirri spurn- ingu, sem ég vænti, að þið hafið meiri áhuga á að fá svör við. Hver er munurinn á launakjörum karla og kvenna? Hefur hann tekið jafn- miklum breytingum á undanfömum ámm og áratugum? 3. Launakjör karla og kvenna Fyrst skulum við reyna að Mynd 1 Atvlnnuþátttaka kvenna á fslandi 1960-1985 % «f vfnnu1®rum konum 90 1960 65 70 75 80 85 □ Alla' Konur B þara! aiftar Opið bréf til landbúnaðarráðherra: Hinstu orð hins dæmda eftirMagnús Kristjánsson Hraunsmúla, 15.3. 1987. Herra ráðherra landbúnaðar-, dóms- og kirkjumála, Jón Helgason, heill og sæll. Mig langar, auman landseta þinn, að segja þér sitt af hveiju, meðan lífsvon er. Og máski síðustu forvöð eða hvað? Nýju lögin um nauðungamppboðin, eða með- ferð þeirra, ja heyr, nú verður jarðarför okkar þessara skuldugu bóndaræfla ekki auglýst síðar, nú á að jarða í kyrrþey, nú á almúginn ekkert að fá að vita. Þá emð þið lausir við þá umræðu. Vom þessi lög sett okkur til handa, ég held ekki. Yfirborðið er fallegt, erfiðleik- ar okkar hinir sömu. Herra ráðherra, ég bý hér á rík- isjörðinni Hraunsmúla í Kolbeins- staðahreppi, fékk hér ábúð 14. maí 1984. Sá sem gekk frá samningum af ykkar hálfu, Tryggvi Gunnars- son, þá starfsmaður í landbúnaðar- ráðuneytinu, taldi mig vel settan, jörðin hefði 440 ærgilda búmark. Hér em 440 kinda fjárhús og til- heyrandi fiatgryfjur, byggt 1982 og 1983, samkvæmt ströngustu „Hvert á ég að senda reikningana sem ég get ekki borgað? Getur ver- ið að framleiðsluráð geti útdeilt þeim til ann- arra, eins og rétti mínum til að lifa mann- sæmandi lífi.“ kröfum þess tíma og fullkomnum leyfum. Og auðvitað með lánum úr Stofnlánadeild. Hér er einnig góð vélageymsla og íbúðarhús, einnig á Stofnlánadeild veð í þeim. Hér em einnig 56 hektarar túns. Fullvirðis- réttur minn nú segir mér að nota bara helming þess túns eða 28 hekt- ara. En hvað! Ég verð að halda öllum túnum í rækt, vegna leigu minnar hér. Við það að verða að kaupa hér allar fasteignir og girðingar gat ég ekki, Qárhagsins vegna, keypt nægilega mikinn bústofn haustið 1984. Þess verð ég nú að gjalda, vegna þess að Alþingi íslendinga samþykkti ný lög á vordögum 1985, þá kom fram í dagsljósið orðið full- virðisréttur. Og þar með vom orð lögfræðings ykkar að engu orðin. 440 ærgilda búmark varð að full- virðisrétti með 294,7 ærgildi fyrir Hraunsmúla. Herra ráðherra dómsmála, nú bíða mín grimm örlög kerfisins. Lánin í Stofnlánadeild sigla í strand. Eðlilega verð ég settur undir smá- sjá hjá Kaupfélaginu mínu í Borgarnesi vegna úthlutunarinnar á fullvirðisréttinum, sem nægir eng- an veginn til lífsviðurværis hvað þá til þess að greiða niður lánin. Hvert á ég að senda reikningana sem ég get ekki borgað? Getur verið að framleiðsluráð geti útdeilt þeim til annarra, eins og rétti mínum til þess að lifa mannsæmandi lífi. Nei, þetta gengur ekki upp svona. Ekki ætla ég að nefna neitt í sambandi við úthlutun á öðmm lífsins gæðum. Nei, dæmdur til þess að geta ekki staðið í skilum. Er ekki betra, þeg- ar lög em sett, að sjá fram úr því hvemig framkvæmd þeirra verður, og síðan hvaða afleiðingar þau hafa. Ég er með því að landinu sé stjóm- að af festu og öryggi, sem í meginmáli ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hefur gert. En svona skyndiárásir á okkur bænd- ur, sem ætlaðar em til þess að bijóta sem flesta á bak aftur eða koma þeim á hnén, og helst að halda þeim þar, sæmir ekki í lýð- ræðisríki. Þið, hæstvirtu ráðamenn, verðið að gefa okkur lengri aðlög- unartíma. Ég er ekki einn um að hafa mitt lifibrauð eingöngu af sauðfé og með nýuppbyggt. Hvað er til ráða. Hvernig væri nú að fara aftur í gegnum úthlutun fullvirðis- réttar. Þá á ég við það, hvaða tekjur bændur hafa aðrar, úthluta síðan öllum lífsviðurværi, þá verður fullvirðisréttur í afgang, bæði í mjólk og kjöti. Þeim afgangi mætti síðan úthluta Stofnlánadeild land- búnaðarins, auðvitað undir eftirliti framleiðsluráðs. Síðan yrði útdeilt til þeirra sem verst standa fjár- hagslega. Þannig vinnst margt í einu, Stofnlánadeild fengi sína ár- legu greiðslu og við sæjum kannski fram úr erfíðleikum okkar. Byggðin í landinu raskaðist síður. Nú gæti svo farið að eftir þessa athugun yrði enn afgangur af fullvirðisrétti, mætti þá bakfæra hann aftur á þá sem mest var af tekið. Þetta mætti reyna í 3—5 ár. Sem dæmi gæti ég lagt inn á reikning Stofnlána- deildar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Leggi ég inn fýrir meiru en nemur ársgreiðslu minni millifærist það inn á minn reikning í kaupfélaginu, og fari ég að samanlögðu innleggi fram úr áætluðum fullvirðisrétti kæmi aðeins skerðing á minn reikn- ing en ekki Stofnlánadeildar. Svo mörg voru þau orð. Ég vildi nú heldur geta séð fyrir mér og mínum sjálfur. Hitt væri svo sem ágætt að fá ríkisstyrk fyrir að passa eigur ríkisins hér. Hér er gott að komast að heimilinu og frá, vegna tilkomu nýju brúarinnar, sem kom hér á Kaldá í haust er leið, nokkrir tugir þúsunda þar. Kannski verður hún bara minnismerki um stjórnun þessa lands. Við skulum vona að svo sé ekki. Við umsóknum mínum um aukinn fullvirðisrétt hef ég eng- in svör fengið. Vinsamlegast láttu athuga þessi mál okkar, þessara verst settu bænda, og fyrirgef oss vorar skuldir. Svo óska ég þér og þínum alls hins besta og bið um að þið hafið nóg að bíta og brenna. Ég ætla að biðja Morgunblaðið að birta þetta bréf mitt til þín. Þú fýrirgefur fram- hleypnina. Með bestu kveðju. Höfundurerbóndi í Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfells- nesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.