Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 33

Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ óó Albert Guðmundsson: „Besti leikurinn ekki alitaf að kjafts- höggva til baka“ Albert getur ekki orðið ráðherra segir Þorsteinn Þorsteinn Pálsson er ekki ein- ráður, segir Albert Þorsteinn Pálsson sagöi í við- talsþættinum í eldlínunni á Stöð 2 í gærkvöldi að það lægi í augum uppi að Albert Guð- mundsson gæti ekki orðið ráðherra á ný. Þessi ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins voru borin undir Albert í við- tali við sjónvarp ríkisins. Fara ummæli Þorsteins annars veg- ar og Alberts hins vegar orðrétt hér á eftir. Þorsteinn Pálsson í Eldlínunni Páll Magnússon: Kemur til greina að Albert verði aftur ráðherra? Þorsteinn Pálsson: Það segir sig nú sjálft eftir atburði dagsins í dag. Ég veit að ég þarf ekki að svara þeirri spumingu. Páll Magnússon: Felst neitun í þessu? Þorsteinn Pálsson: Það liggur í augum uppi að það getur ekki orðið. Ólafur Friðriksson: Er það rétt skilið að þetta sé nei? Þorsteinn Pálsson: Ég svara því á þann veg. Það þarf ekki að fara fleiri orðum um það á þessum degi. Albert í viðtali við ríkissjónvarpið Ingvi Hrafn Jónsson: Þorsteinn sagði í viðtali á Stöð 2, Albert verður ekki ráðherra aftur í Sjálf- stæðisflokknum. Breytir þetta einhverju? Hvernig getur einn formaður núna tekið ákvörðun langt fram í tímann? Hvemig í ósköpunum er það hægt? Þama talar Þor- steinn óvarlega vegna þess að — hann er jú ungur formaður og allt það — hann er ekkert einráð- ur og aðstæður geta breyst. Það er svo margt, sem getur komið fyrir. Það geta verið allt aðrir menn en hann, sem ráða ráð- herralista. Við megum ekki gera ráð fyrir því að allt sé óbreytan- legt. Það má ekki gera ráð fyrir því. í pólitík er allt breytilegt frá degi til dags, frá einum degi til annars. Þú getur haft þessa skoð- un núna, svo hittir þú einhvem andstæðing og hann talar við þig í tvær, þijár mínútur og þá ert þú kominn með allt aðra skoðun. Þetta er svo breytilegt. Hallur Hallsson: Ertu þá ekki að einangrast í flokknum? Albert Guðmundsson: Það ein- angrar mig enginn í flokknum. Hvemig í ósköpunum ætla þeir að einangra mig? Það hefur ekki verið reynt. Hallur Hallsson: En samkvæmt þessum orðum Þorsteins: hann verður ekki ráðherra í Sjálfstæðis- flokknum? Albert Guðmundsson: Hann getur ekki sagt svona. Hann veit það sjálfur ef hann hugsar málið. Það getur enginn sagt hvað verð- ur. Enginn maður, sem ég þekki, getur sagt hvað á eftir að koma fyrir. Eins og ég er settur út í dag, þá getur verið að þeir þurfí á mér að halda næst. en hins vegar möguleikinn á því að það verði friður og ólguna lægi kannski eitthvað," sagði ‘ Albert þegar Morgunblaðið spurði hvers vegna hann hefði ákveðið að undirrita lausnar- beiðni sína á þingflokksfundinum í gær. „Ef ég verð neyddur til þess að fara út í sérframboð, þá getur Sjálfstæðisflokkurinn særst þannig sárum, að þau grói ekki í langan tíma,“ sagði Albert. „Ef ég get, með því að fóma ein- hveiju af sjálfum mér, komið í veg fyrir það, þá vil ég reyna það áður en farið er út í stríð, ef það kemur í veg fyrir styrjaldar- ástand." Albert var þá spurður hvort hann teldi, miðað við þann ham sem stuðningsmenn hans væm í nú, að hann gæti sannfært þá um að sérframboð væri ekki rétt- ur leikur: „Ég stórefast um að ég geti sannfært þá, en á löngum starfsferli, hvort sem það er í íþróttum eða pólitík, þá er það ekki alltaf besti leikurinn að kjaftshöggva til baka,“ sagði Al-. bert Guðmundsson. Jón Baldvin Hannibalsson: Ekki eitt einasta orð JÓN Baldvin Hannibalsson vildi ekkert segja um afsögn Alberts Guðmundssonar, þegar Morgun- blaðið sneri sér til hans í gær. „Ég vil ekki láta hafa eftir mér eitt einasta orð,“ sagði formaður Alþýðuflokksins. Morgunblaðið/Einar Falur ð í tæpa tvo tima í gær, en Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- íar þegar 40 mínútur voru liðnar af fundinum. Starfsmenn iðnaðarráðuneytisins honum samstarfið. nokkuð tekið mark á því,“ sagði Albert. Albert var spurður hvort hann hefði staðið frammi fyrir tveimur kostum, þ.e. að biðjast lausnar eða vera látinn víkja: „Ég stóð frammi fyrir tveimur kostum,“ sagði Al- bert, „og ég stend frammi fyrir tveimur kostum og alla mína ævi hef ég staðið frammi fyrir því að velja og hafna.“ Albert var spurður hvort hann liti þannig á að pólitískum ferli hans væri nú að ljúka: „Hann er rétt að byija,“ sagði Albert. Albert var spurður hvort stuðn- ingsmenn hans hefðu sótt um listabókstafínn S í gær: „Þú ert að segja mér fréttir," sagði Albert og bætti við: „Það kemur mér ekkert á óvart ef þeir hafa sótt um lista- bókstaf, því það brennur eldur í æðum þeirra um þessar mundir. Spurningin er hvort hann verður til þess að skaða eða ekki.“ Albert var spurður hvort hann teldi að stuðningsmenn hans myndu leggja hart að honum að hafna því að skipa fyrsta sætið í Reykjavík, og fara fram í sérframboði: „Á þess- ari stundu veit ég ekkert hveiju ég á von á,“ sagði Albert, „en þessar Morgunblaðið/Ámi Sæberg héldu Albert Guðmundssyni lítið kaffihóf síðdegis í gær og þökkuðu raddir hef ég heyrt hvaðanæva af landinu, frá mjög mörgum." Hann kvaðst á þessari stundu ekki vera reiðubúinn að svara því hvort hann yrði við þessum tilmælum stuðn- ingsmanna sinna. ALBERT Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði ekki ákveðið fyrr en hann var kominn inn á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins kl. 16 í gær að undirrita lausnar- beiðni þá sem hann hann lagði fram á fundinum. „Ég undirritaði lausnarbeiðnina hér í þingflokksherberginu," sagði Albert. „Mér finnst ég standa á ör- lagaríkum vegamótum, þar sem annars vegar blasir við eldur og ólga. Fólk er æst og það eru margir særðir fyrir mína hönd, Sveinn H. Skúlason, formaður fulltrúaráðsins: „Búið að ákveða framboðslistann og honum verður ekki breytt“ „ÞAÐ ER búið að ákveða fram- boðslistann og honum verður ekki breytt. Það verður því ekki kallaður saman fundur fulltrúa- ráðsins á nýjan leik,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í samtali við Morgun- blaðið, þegar stjórnarfundi full- trúaráðsins lauk í gærkveldi. Sveinn sagði að hreinskiptnar umræður hefðu farið fram á fundin- um, en niðurstaðan hefði verið einróma. „Ég held að frambjóðend- ur í Reykjavík séu sammála því að fylgja þeim ákvörðunum sem hér voru teknar," sagði Sveinn. „Hér var raunar ekki tekin ákvörðun um neitt annað en það, að það sem búið er að gera standi,“ sagði Sveinn. Sveinn vildi ekki upplýsa á hvaða hátt skoðanir hefðu verið skiptar, en ítrekaði að niðurstaðan hefði verið með þeim hætti að allir fund- armanna stæðu að henni. „Ég leyfi mér að fullyrða að það er skoðun þeirra sem sátu þennan fund,. að þetta er héppilegasta niðurstaðan. Það er hins vegar jafnljóst að það var næstum sama hvaða ákvörðun yrði tekin - hún myndi skapa ein- hver særindi hjá einhveijum. Við munum bara, eins og áður hjá þess- um flokki, láta þau sár gróa,“ sagði Sveinn H. Skúlason. Sveinn H. Skúlason formaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.