Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 21 glöggva okkur á nokkrum heildar- stærðum í þessu sambandi og sjá, hvort hlutur kvenna í heildarlaunum hefur eitthvað breyst síðasta aldar- fjórðunginn. Við upphaf sjöunda áratugarins er talið, að laun kvenna hafi numið tæplega einum sjöunda hluta heildarlauna í landinu, þ.e. um 14%. Árið 1985, réttum aldar- fjórðungi síðar, er talið, að þetta hlutfall hafi verið um 30%. Með öðrum orðum, launahlutfallið hefur meira en tvöfaldast. Eitt og sér gefur þetta litla vísbendingu um það, hvort launamunur kynjanna hafi eitthvað breyst á þessu árabili, því að einnig verður að taka tillit til þess, að útivinnandi konum hefur fjölgað verulega. Jafnvel þótt þetta tvennt sé skoðað í samhengi, þá segir það ekki alla söguna um launamun kynjanna, því eins og ég nefndi áðan vinnur meira en helm- ingur kvenna einungis hluta úr starfi utan heimilis. Frá og með árinu 1980 liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um launakjör karla og kvenna, sem fengnar eru úr skattframtölum. Þótt þessar tölur svari langt frá því öllum spumingum, er engu að síður hægt að vinna úr þeim mjög áhuga- verðar upplýsingar um launakjör o.fl., sem ekki hafa legið á lausu áður. Lítum fyrst á heildartölur. Þannig fæst, að meðallaun karla séu um það bil helmingi hærri en meðallaun kvenna árið 1985. Hver er skýringin? Líklega vegur þyngst, að konur eru í miklu ríkari mæli í hlutastörfum en karlar. Með því að takmarka samanburðinn við karla og konur í fullu starfí dregur tals- vert úr launamuninum, en laun karla eru þó enn rúmlega 63% hærri árið 1985. Launamunurinn hafði minnkað frá árinu 1980, en þá voru laun karla um 72% hærri — fyrst og fremst af því, að laun giftra kvenna hækkuðu umfram önnur laun á þessu tímabili. Aftur á móti má heita, að laun einhleypra kvenna hafi haldist nær óbreytt í hlutfalli við laun einhleypra karla. Þetta segir þó heldur ekki alla sög- una, því að launamunurinn er enn talsvert meiri milli giftra kvenna og karla en milli einhleypra, þótt bilið hafí heldur minnkað frá árinu 1980. Þannig voru laun kvæntra karla um 80% hærri en laun giftra kvenna árið 1985, en laun ein- hleypra karla aðeins 30% hærri en laun einhleypra kvenna. Það fer ekki á milli mála, að þær tölur, sem ég hef nefnt hér, leiða í ljós talsverðan mun á launum karla og kvenna, jafnvel þótt miðað sé við fullvinnandi fólk. Hvað veld- ur? Skattframtöl gefa ekki full- nægjandi svör við þessu og því þarf að leita víðar fanga. Lítum fyrst á launakönnun Kjararannsóknar- nefndar frá síðasta sumri. Sam- kvæmt henni var mjög lítill munur á dagvinnulaunum verkamanna og verkakvenna, eða rétt um 3% að jafnaði. Talsvert meiri munur reyndist á dagvinnulaunum karla og kvenna í afgreiðslu- og skrif- stofustörfum, eða allt að þriðjungi. Séu þessar tvær starfsstéttir teknar saman, reyndust laun kvenna vera um 90% af dagvinnulaunum karla, þ.e. karlar höfðu 11% hærri dag- vinnulaun en konur. Aftur á móti riðlast þetta, þegar heildarlaun karla og kvenna í sömu stéttum eru borin saman. Þá lækkar launahlut- fallið niður í 66% — eða með öðrum orðum — árið 1986 voru heildarlaun karla um 50% hærri en laun kvenna í þessum tveimur starfsstéttum. Þessar hlutfallstölur koma vel heim og saman við tölur Þjóðhagsstofn- unar um heildarlaun, sem eru fengnar upp úr skattframtölum fyr- ir árið 1985. Tölur fyrir opinbera starfsmenn gefa um margt svipaða niðurstöðu. Þannig eru dagvinnulaun kvenna í opinberri þjónustu að jafnaði um 92% af launum karla samkvæmt athugun fjármálaráðuneytisins um mitt síðasta ár. Launahlutfallið er heldur hærra innan BSRB, um 93%, en rétt undir 90% innan BHMR. Þegar litið er á heildarlaun karla og kvenna kemur svipuð þróun í ljós og hjá ASÍ, nefnilega að þá eykst launamunurinn talsvert, en þó minna en hjá ASÍ. Þannig voru meðallaun karla í opinberri þjónustu 30% hærri en laun kvenna á síðasta ári. Niðurstaðan af þessum athugun- um er því sú, að launamunurinn sé mun minni, þegar eingöngu er litið á dagvinnulaun, en þá er launahlut- fallið um og yfír 90%. Samanburður á heildarlaunum leiðir hins vegar í ljós miklu meiri mun, því að við það hrapar launahlutfallið niður í 70%, þ.e. heildarlaun karla eru rúmlega 40% hærri en laun kvenna. Hver er skýringin á þessu? Að einhveiju leyti stafar þetta af því, að konur vinna síður eftirvinnu en karlar, þ.e. vinnutími kvenna utan heimilis er styttri. Jafnframt má ætla að starfsaldur kvenna sé almennt styttri, en það veldur því, að konur lenda í lægri launaflokkum en ella. En ýmislegt fleira kemur líka við sögu. Þannig vaknar meðal annars sú spuming, hvort þennan mun megi að einhveiju leyti rekja til þess, að konum séu greidd lægri laun en körlum fyrir sömu vinnu eða hvort konur starfi fremur en karlar í atvinnugreinum, sem al- mennt greiða lág laun. Við nánari skoðun á flokkun karla og kvenna eftir starfsstéttum og atvinnugrein- um kemur í ljós, að atvinnuskipting- in er reyndar mjög ólík milli kynjanna. Þannig eru konur fjöl- mennar í ýmsum verslunar- og þjónustugreinum, en launamunur- inn er einmitt mestur í þjónustu- störfum hvers konar, þar sem konur em ekki nema rétt hálfdrættingar á við karla í launum, sé miðað við fólk í fullu starfi. Hver er skýringin á þessu? Ef til vill má fínna ein- hveija vísbendingu um það með því að skoða starfsstéttaflokkunina. Hún sýnir, að langstærsti hluti kvenna í fullu starfi er ýmist verka- fólk eða afgreiðslu- og skrifstofu- fólk. Hins vegar em tiltölulega fáar konur í stjórnunarstörfum. Þetta dregur óneitanlega niður meðallaun kvenna í samanburði við laun karla. 4. Niðurstöður Ef ég ætti í fáum orðum að draga saman helstu niðurstöður og álykt- anir af þessu spjalli, yrðu þær þessar: í fyrsta lagi: Atvinnuþátttaka kvenna hefur stórlega aukist síðasta aldarfjórðunginn. Árið 1958 störfuðu fjórar af hveijum fímm vinnufæmm konum utan heimilis samanborið við eina af hvetjum þremur árið 1960. I öðm lagi: Það em einkum gift- ar konur, sem í vaxandi mæli hafa farið út á vinnumarkaðinn. Meira en helmingur kvenna er enn í hluta- störfum, en á allra síðustu ámm hefur þó konum í fullu starfí fjölgað vemlega. í þriðja lagi: Þótt munurinn á launum karla og kvenna hafí ótví- rætt minnkað undanfarin ár, em konur enn ekki nema rétt hálf- drættingar á við karla. Þetta stafar að einhveiju leyti af því, að miklu fleiri konur en karlar em í hluta- störfum. í fjórða lagi: Það munar miklu minna á dagvinnulaunum karla og kvenna en heildarlaunum, sem að hluta stafar af styttri vinnutíma kvenna utan heimilis. Á hinn bóginn má einnig álykta, að þennan launa- mun megi að nokkm rekja til hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna. Vegna heimilisstarfa gegna konur í ríkum mæli hluta- störfum, sem aftur leiðir til þess að heildarlaun kvenna verða lægri en karla. Það er engan veginn víst, að þessar aðstæður skýri til fulls þann launamun milli kynjanna, sem ótví- rætt er til staðar í dag. Að minnsta kosti treysti ég mér ekki til þess að slá því föstu. Þó er gmnur minn sá, að þegar öllum efnisatriðum hefur verið til skila haldið muni enn skorta nokkuð á, að launamunurinn hafi verið skýrður að fullu. Höfundur er forstöðumaður hag- rannsókna og þjóðhagsspár við Þjóðhagsstofnun. — Greinin erað mestu samhljóða erindi sem flutt vará ráðstefnu ASÍogBSRB um launamun og fjölskyldumál. Þjóðleikhúsið: Islenski dansflokkurinn frumsýnir „Ég dansa við þig“ ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýnir i kvöld ballettinn „Ég dansa við þig,“ eftir Jochen Ulrich. Sýningin samanstendur af 22 mismunandi dansatriðum við tónlist sem byggir á 46 vin- sælum dægurlögum í nýrri útsetningu. Höfundur tónlistar er Samuelina Tahija. Egill Ól- afsson leikur á píanó, syngur og talar og ásamt honum syng- ur Jóhanna Linnet. Annar hljóðfæraleikur er fluttur af segulbandi frá upprunalegu sýningunni í Þýskalandi. Stjómandi sýningarinnar er Sveinbjörg 'Alexanders, en hú vann að Blindisleik, ásamt Jochen Ulrich, með dansflokknum árið 1980. Tveir gestadansarar dansa með flokknum að þessu sinni, frakkinn Philip Talard og Nýsjá- lendingurinn Athol Farmer. Listdansstjórinn Jochen Ulrich er höfundur dansa, leikmyndar og (Morgunblaðið/Þorkell) búninga, en Ásmundur Karlsson lýsir sýninguna. Auk gestadansaranna koma fram í sýningunni þau Ásgeir Bragason, Birgitte Heide, Björg- vin Friðriksson, Ellert A Ingi- mundarson, Friðrik Thorarensen, Guðrún Pálsdóttir, Guðmunda Jó- hannesdóttir, Helena Jóhanns- dóttir, Helga Bemhard, Ingibjörg Pálsdóttir, Katrín Hall, Lára Stef- ánsdóttir, Ólafía Bjamleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Örn Guðmundsson og Örn Valdimarsson. Atriði úr „Ég dansa við þig..“ Guðrún Pálsdóttir og Athol Farmer sunnudaginn 29. mars. Húsið opnað kl.19.00. Gestum sem koma fyrir kl.20.00 boðið upp á lystauka. r— FinnFEROIR------------------ = SOLRRFLUG Vesturgötu kynna ferðir til Mallorca, Benidorm og Costa del Sol. Kynntir verða nýir hótelmögu- leikar á öllum stöðunum. Söngdúettinn vinsæli The Blue Diamonds flytja mörg af sínum þekktustu lögum Ómar Ragnarsson skemmtir ásamt undirleikara sínum Hauki Heiðar. Glæsilegt ferðabingó Veislustjóri og stjórnandi bingósins: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Matseðill: Eldsteiktar grísasneiðar „Bordulaise“\ sherry-rjómarönd. Tryggið ykkur borð tímanlega. Borðapantanir hjá veitinga- stjórum í símum 23333 og 23335. Ferðahátíð í Þórskaffi — Forskot á sumarsæluna!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.