Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ t Eiginmaður minn og faöir okkar, SIGURÐUR BETÚELSSON, lést í Landakotsspítala þriðjudaginn 24. mars. Guðrún Auðunnsdóttir, Andrés B. Sigurðsson, Svandís Siguröardóttir, Marta Sigurðardóttir, Auðunn Svavar Sigurðsson, Anna Marfa Slgurðardóttlr, Ester Sigurðardóttir, Elías Sigurðsson, Elfsa Sigurðardóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR S. KRISTJÁNSSON, frá Nesi f Grunnavfk, til heimilis f Hvassaleiti 1SS R., lést í hjartadeild Landspítalans mánudaginn 23. mars. Jaröarförin auglýst síðar. Anna Ólafsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Einar Ólafsson, Solveig Vignisdóttir, Tryggvi Ólafsson. t Eiginkona mín, GRÉTA RASMUSSEN KRISTJÁNSDÓTTIR, Suðurvangi 4, Hafnarfiröi, lést á heimili sínu aðfaranótt 24. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Garðar Finnbogason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og bróðir, GÍSLI ODDSSON, Ljósheimum 20, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum 23. mars. Lára Sæmundsdóttir, börn, tengdabörn og systur. t Maöurinn minn, SIGURÐUR SVEINSSON, Sleggjulæk, lést í Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 23. mars sl. Halldóra Gísladóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA LÁRUSDÓTTIR, Dalbraut 25, veröur jarðsungin frá Kirkju Hvítasunnusafnaðarins í Hátúni 2, fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á trúboðs- sjóð Hvítasunnumanna. Þórarinn Árnason, fró Stóra Hrauni, Kristfn Þórarinsdóttir, Einar Nikulásson, Lára Þórarinsdóttir, Halldór Beck, Elfsabet Þórarinsdóttir, Stefán Gfslason, Elfn Þórarinsdóttir, Hans Gústafsson, Inga Þórarinsdóttír, Ólafur G. Eyjólfsson, Gyða Þórarinsdóttir, Hafliði Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINA SVEINSDÓTTIR, sem lést 21. mars veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudag- inn 26. mars kl. 13.30. Sveinn Björnsson, Sólrún Björnsdóttir, Arnheiður Borg, Birna Björnsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Steindór Hálfdánarson, Kjartan Borg, Viðar Ólafsson og barnabörn. Gunnar Jóns- son — Minning Fæddur 19. maí 1918 Dáinn 17. mars 1987 í dag kveðjum við hinstu kveðju Gunnar Jónsson sem andaðist þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Hugleiðingar sækja að mér þegar ég sest niður til að rita nokkur minningarorð um tengdafoður minn. í blóma lífsins veiktist hann nokkuð alvarlega og gekk aldrei heill til skógar upp frá því. Gunnar fæddist í Reykjavík 19. maí 1918, frostaveturinn mikla. Foreldrar hans voru Jón Bjömsson kaup- maður, sonur Bjöms Kristjánssonar kaupmanns og alþingismanns í Reykjavík, og Sigþrúður Guð- mundsdóttir. Móðir hans var Jakobína Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Jónssonar hreppstjóra frá Grjótnesi á Melrakkasléttu og konu hans Jóhönnu Bjömsdóttur. Gunnar ólst upp í stómm systk- inahópi. Tveir af bræðrum hans em látnir, en þeir vom Bjöm kaup- maður og Úlfar læknir. Þau sem eftir lifa em Guðmundur stýrimað- ur, Hörður efnafræðingur og Sigþrúður rannsóknarmaður Haf- rannsóknastofnunar. Einnig átti hann eina fóstursystur, Nönnu Ágústsdóttur. Strax á unga aldri byijaði Gunn- ar að vinna við verslun föður síns, Verslun Bjöms Kristjánssonar, VBK, Vesturgötu 4, sem þá var með virtustu verslunum í Reykjavík. Starfaði hann þar allt til ársins 1973, er verslunin var seld. Síðustu 10 árin vann hann ýmis störf hjá Reykjavíkurborg. Gunnar unni fagurri tónlist. Hann lærði ungur að leika á píanó og spilaði mikið. Ég hef heyrt að þegar hann var í foreldrahúsum, hafi hann að loknum hádegisverði ætíð sest við píanóið og spilað eitt- hvað fallegt verk. Gunnar var fæddur og uppalinn + Jaröarför mannsins míns, PÁLS STEFÁNSSONAR, Iðufelli 12, er lést 16. þessa mánaöar, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 26. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Einara Ingimundardóttir. t Ástkær dóttir okkar og systir, MÁLFRÍÐUR HULD GÍSLADÓTTIR, Háteigsvegi 20, verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, fimmtudag 26. mars, kl. 15.00. Gfsli Jensson, Elfsabet Stefánsdóttir, Anna María Gfsladóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, HELGU GÍSLADÓTTUR, Vfðivöllum 2, Selfossi. Erlendur Sigurjónsson, Gísli Erlendsson, Jónfna Hjartardóttir, Jóhannes Erlendsson, Auðbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR. ÁrniÖssur Árnason, Rut Árnadóttir, Ása Árnadóttir, Guöný Árnadóttir, Haraldur Árnason, Árni Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Gylfi Kjartansson, Guðleifur Guðmundsson, Valgerður Bjarnadóttir og barnabörn. Birting a fmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Híns vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. í Grófínni 1, þannig að stutt var niður að höfn. Hann hafði það sem fasta venju þegar hann starfaði við verslunina, að gefa sér ávallt tíma til að ganga niður að höfn á hveijum degi til að fylgjast með skipaferðum og njóta útsýnisins yfir flóann. Árið 1942 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Guðrúnu Rögnu Valdimarsdóttur (Stellu). Varð þeim þriggja bama auðið. Björn elstur, síðan Ásta og Valdi- mar yngstur, sem lést aðeins 18 ára gamall. Varð það þeim mjög þung raun. Bamabörn þeirra em fimm. Gunnar og Stella byijuðu búskap sinn á Leifsgötu 11. I sama húsi bjuggu foreldrar Stellu, þau Valdi- mar Stefánsson bifreiðastjóri og kona hans Ásta Eiríksdóttir. Bróðir Stellu, Birgir, bjó einnig í húsinu ásamt konu sinni, Svövu. Ætíð var gestkvæmt á Leifsgötu 11 og sterk fjölskyldutengsl mynd- uðust. Staðurinn var sannkallað fjölskylduhús og á öllum stórhátíð- um var húsið yfirfullt af vinum og ættingjum. Gunnar var mikið fyrir útivem, sérstaklega vom gönguferðir og náttúmskoðun honum mikilvægar. Fjölskylda Gunnars átti sameigin- legan sumarbústað á Þingvöllum, en sá staður var honum einstaklega hjartfólginn. Á þeim ámm, þegar börnin vom lítil, fluttist fjölskyldan austur í sumarbústaðinn í byijun júní ár hvert og bjuggu þar fram á haust. Minningar Gunnars um sumar- bústaðinn kviknuðu á hveiju vori, eftir að sumarbústaðurinn var seld- ur, og var það venja að keyra til Þingvalla um helgar. Arið 1964, er ég giftist Bimi syni hans, hófust kynni mín af Gunnari. Með okkur myndaðist góð vinátta sem stóð alla tíð. Mér em minnisstæð mín fyrstu hjúskaparár, en maðurinn minn vann þá oft á kvöldin. Var ég því mikið ein með litlu dóttur okkar. Ég held að Gunnar hafi ekki gert sér ljóst hvað það var mér mikils virði, þegar hann fékk sér göngutúr frá Leifsgötunni upp í Úthlíð til mín. Heimsóknir hans vom mér sérstaklega ánægjulegar, þá sagði hann mér margt frá gömlu dögunum og ýmislegt annað, því hann var mjög víðlesinn og frístund- um sínum eyddi hann mikið við lestur bóka. Gunnar var að eðlisfari sérstak- lega hlédrægur maður, hann hafði fastmótaðar og ákveðnar skoðanir um menn og málefni. Áreiðanleiki var kjörorð hans. Hann var glaður á góðri stund og spaugsamur. Síðustu árin hefur hann átt við mikla vanheilsu að stríða. Og eins og spámaðurinn Gibran segir: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ Nú þegar hann er kominn til æðri heima þangað sem leiðir okkar allra liggja, vil ég þakka ljúf og góð kynni. Innilegustu samúðarkveðju sendi ég Stellu og böraum þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. _ (V.Briem) Arndís Ármann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.