Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Indríði, það borgar sig Til Indriða H. Þorlákssonar for- manns samninganefndar ríkisins eftir Inga Boga Bogason Um þessar mundir er erfitt að vera Indriði. Kennarar og hjúkrunarfræðingar eru komnir í verkfall og fjöldi ann- arra langskólamenntaðra stétta hjá ríkinu annaðhvort búinn að segja upp eða á leiðinni í verkfall. Starf Indriða felst í því að setja sig inn í málefni hvers og eins, skilja og skilgreina kröfur, setja fram mót- kröfur, þæfa og þrefa og leggja síðan fram tilboð sem felur í sér engin aukin útgjöld fyrir ríkið. Þetta hefúr gerst áður og mun lík- lega gerast aftur. Samt er þessi stutta grein skrifuð í þeirri von að Indriði hafi ríkulegra innsæi en hann vill vera láta og sé þess vegna tilbúinn að losa sig úr viðjum van- ans og semja við starfsmenn rannsóknastofnana, sjúkrahúsa, uppeldisstofnana og skóla eftir öðru verðmætamati en gengur og gerist. Indriði, slepptu tölvunni í þetta sinn, það borgar sig! Komdu með mér á staðinn í smáímyndunarleik, — húsbyggingarleik. Það er flókin athöfn að byggja hús og krefst ár- vekni á öllum stigum ef hagkvæmni ska! sitja í fyrirrúmi. Það þarf að teikna, reikna út rúm og burðar- þol, kaupa steypu, múra, leggja raflagnir o.s.frv. o.s.frv. Það er vandasamt að byggja gott hús, kannski eins vandasamt og byggja góðan einstakling. Það er nefnilega margt líkt með húsbyggingu og manneldi nema hvað viðhorfm til einstakra þátta í manneldinu eru í skötulíki miðað við húsbygginguna. Lítum nánar á. Að grafa grunn: Við stærum okkur af því að taka vel á móti nýjum þegnum hér á landi. Fæðing- ardeildir og sjúkrahús eru góðum tækjum búin og þar vinnur vel menntað og ábyrgðarfullt fólk. Sumir fá laun í samræmi við mennt- un og ábyrgð en ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru því miður ekki í þeirra hópi. Að steypa grunn: Barnaheimil- in státa sig nú af sérmenntuðu fólki sem er reiðubúið að annast uppeldi yngstu þegnanna gegn sanngjamri þóknun. Miklu máli skiptir að hér takist vel til því lengi býr að fyrstu gerð. Að byggja kjallara: Grunnskól- inn hefur í æ ríkara mæli tekið við hlutverki uppeldis. Miklu máli skipt- ir að í störf grunnskólakennara veljist góðir mannþekkjarar, vel menntað og hæft fólk, — og hljóti þá laun í samræmi við sérhæfingu og ábyrgð. Að byggja hæð: Framhaldsskól- inn á beinan þátt í þróun atvinnulífs á íslandi. Héðan útskrifast fólk með margvíslega menntun sem nýtist því strax í starfi. Sömuleiðis skal framhaldsskólinn veita almenna og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta -<u.:»ii.i.i.n.i.i..unrT.FnfTFT SIMINN ER 691140 691141 menntun sem gerir nemendum kleift að nýta sem best hæfileika sína í störfum lýðræðisþjóðfélags. Miklu máli skiptir að framhalds- skólakennarar hafi góða faglega menntun og næga víðsýni til að rækja skyldur sínar — og hljóti laun í samræmi við hlutverk vinnunnar. Indriði! Það borgar sig að koma til móts við sanngjamar kröfur þeirra starfsstétta sem annast and- legan og líkamlegan þroska og velferð fólks. Það er fjárfesting til framtíðar. Því margt af því sem um þessar mundir er nefnt „spam- aður í opinbemm rekstri" verður skoðað í öðm ljósi síðar og líklega snúið upp í andhverfu sína og gefið heitið „sóun á mannlegum verðleik- um“. Bætt kjör umræddra stétta munu ömgglega leiða til bættrar þjónustu við þá sem hennar eiga að njóta. Þar sem undirritaður er kennari vill hann minna á nokkur atriði varðandi starfsgrein sína. Það em einföld sannindi að eftir því sem störf em betur launuð þeim mun hæfara starfsfólk sækir í þau. Þannig stuðlar vel launaður kenn- ari að betri skóla og eftir því sem skólamir batna verða til fleiri víð- sýnir, þroskaðir og hamingjusamir einstaklingar sem skilja betur hlut- verk sitt I lífinu. Með betri skólum em meiri líkur til að menningarleg ördeyða víki fyrir uppbyggingu á öllum sviðum. Með betri skólum fækkar félagslegum vandamálum og einstaklingamir finna sig frekar heima í fjölbreytilegu og kröfuhörðu nútímaþjóðfélagi. Indriði! Það borgar sig ekki að vera kaþólskari en páfinn. Þú veist vel að það er samhljóma álit margra ólíkra aðila að það beri að stórbæta Tekst kröt- um að hækka bílverðið? Ingi Bogi Bogason „Miklu máli skiptir að f ramhaldsskólakennar- ar hafi góða faglega menntun og næga víð- sýni til að rækja skyld- ur sínar — og hljóti laun í samræmi við hlutverk vinnunnar.“ kjör kennara. Ég minni á OECD- skýrsluna, skýrslu um endurmat á kennarastarfinu, áskomn ýmissa foreldrafélaga, ályktun frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og umsögn núverandi menntamálaráð- herra þess efnis að það þurfi að gera kennarastarfið aðlaðandi aft- ur. Indriði! Húsið er ekki fullklárað. Það er búið að halda reisugillið en hins vegar skortir fjármagn fyrir þakpappa og bámjámi. Það er leitt að sjá stórt, fallegt og nytsamt hús grotna niður vegna tímabundins skilningsleysis og vanhirðu. Indriði! vertu með! Það borgar sig! Höfundur er kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. eftirSigríði Arnbjarnardóttur Kratar ætla að hækka verð á bifreiðum ef þeir komast í valdaað- stöðu til þess eftir kosningar. Það kemur fram í grein um skattamál, sem Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, skrifaði í Morgunblaðið á dögunum. Þar segir fjármálaráðherraefni Al- þýðuflokksins að honum fínnist verð á bifreiðum og bensíni óeðli- lega lágt og leggur til að það verði hækkað aftur upp í það sem honum fínnst eðlilegt, en orðrétt segir í greininni: „Bifreiðaskattar, bæði af kaupum og notkun bifreiða (þ.e. aðflutningsgjöld, bensíngjald o.s.frv.), verði teknir til endurskoð- unar með það fyrir augum að einfalda þessa skattheimtu og tryggja eðlilegar tekjur (letur- breyting mín) af þessum mikilvæga þætti í einkaneyslunni." Ein vinsælasta ráðstöfun þessar- ar ríkisstjómar var þegar Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, stóð fyr- ir tollalækkun á bifreiðum. En verð á bifreiðum hafði verið hér með þvj hæsta sem gerist í heiminum. I vestrænum ríkjum þekktist hvergi eins hátt verð á bifreiðum, nema þar sem kratar hafa lengst af ráðið ríkjum, sbr. í Danmörku og Nor- egi. Kerfískratinn Jón Sigurðsson hefur fundið peningalyktina þaðan. Það er rétt hjá Jóni að þetta er mikilvægur þáttur einkaneyslunn- ar, en í hans huga er aðalatriðið það sem á kerfískratamáli er kallað eðlilegar tekjur fyrir ríkissjóð, en þýðir í reynd himinhátt bílverð fyr- ir almenning. Nú hefði mátt halda að reyndir menn hefðu vit á að leyna þeim áformum sínum að hækka aftur verð á bifreiðum rétt fyrir kosning- ar. En ákafínn er svo mikill að seilast ofan í vasa almennings að þeir sjást ekki fyrir. Enda telja þeir sig náttúrlega vita betur en þú hvemig þínum peningum er best varið. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kratar hafa nú um hríð verið í kosningaham og biðlað í all- ar áttir í von um að geta komið Alþýðuflokknum upp fyrir eðlilega stærð. Ekki síst hafa þeir gert hos- ur sínar grænar fyrir sjálfstæðis- mönnum og reynt að telja fólki trú um að með því að greiða þeim at- kvæði aukist líkur á myndun nýrrar Viðreisnar, en eins og dæmin sanna gæti atkvæði greitt Alþýðuflokkn- um alveg eins verið ávísun á vinstri stjóm. Greinilegt er að hinn fjölmiðla- glaði Jón Baldvin hefur gefíð út tilskipun þess efnis að nú skuli allir tiltækir kratar raða sér á síður Morgunblaðsins og DV fram að kosningum. Kennir þar margra grasa en oft gægjast kerfískrata- hárin fram undan kosningagær- unni, eins og sjá má í grein Jóns Sigurðssonar, ijármálaráðherraefn- is krata. Lækkun sú sem orðið hefur á bensínverði síðustu misseri hefur verið mörgum dijúg búbót. En einn- ig þar sjá kratar gullið tækifæri. Þeir em aldrei ánægðir nema sem drýgstur hluti hverrar krónu sem aflað er renni í ríkiskassann. Það sem almenningur lítur á sem FURÐULEG DEILA eftir Víking Guðmundsson Upp er komin ein furðulegasta deila sem um getur í íslenskri verka- lýðssögu. Vinnuveitendasamband Islands krefst þess að Landssam- band vömbifreiðastjóra semji um lögvemdaðan rétt vömbifreiða- stjóra til leiguaksturs. Ennfremur að þeir afsali sér stjómarskrár- vemduðum rétti sínum til að bjóðast til að vinna ákveðið verk fyrir fast verð. Forsaga þessa máls er sú að VSI hefur tekið inn í sín samtök Verk- takasamband íslands sem er milli- liður á milli verkkaupa og verkalýðs að amerískri fyrirmynd. Amerískir verkkaupar semja ekki við verka- lýðsfélög. Þeir láta verktaka um að lemja á (þeim) lýðnum. Þetta hefur gengið nokkuð vel með aðra aðila en vömbílstjóra. Þeir hafa reynst nokkuð fastir fyrir í baráttunni. Ekki kannski gagnvart kaupinu, en frekar gagnvart almennum mann- réttindum. Ráðamenn þessarar þjóðar komu eitt sinn auga á að nauðsynlegt. mundi vera að hafa vömbfla vítt og breitt um landið til almennra nota. Þeir settu því lög um réttindi og skyldur vömbflstjóra. Vömbílstjórar em skilgreindir sem faglegir verkamenn sem megi reka og eiga einn vömbíl hver og hafa að aðalatvinnu að aka honum sjálfír. Þeir geta því aldrei talist atvinnurekendur, því að þeir hafa engan mann í vinnu og taka öll sín laun í vinnu hjá öðmm. Þeim er og skylt að hafa opna afgreiðslustöð og vera jafnan til taks ef eftir er leitað. Þá hafa vinnuveitendur hlut- ast til um að ákveða fjölda bíla á hverri stöð með tilliti til þarfa á hveijum stað. í lögum þessum sem em nr. 36/1970, segir m.a. í 5. grein: „í þeim kaupstöðum og á þeim sýslusvæðum, þar sem viður- kennd vömbifreiðastöð er starfandi, er öllum óheimilt að stunda leigu- akstur á vömbifreið utan stöðvar eða frá stöð, sem eigi er viður- kennd. Leiguakstur telst það, þegar vömbifreið er seld á leigu ásamt ökumanni til flutninga á vömm fyr- ir tiltekið gjald, þar sem ökumaður eða eigandi bifreiðarinnar er hvorki eigandi, seljandi né kaupandi vör- unnar sem flutt er.“ Nú hafa vinnuveitendur séð þann kost vænstan að bjóða vömbílstjór- um inngöngu í Vinnuveitendasam- band íslands. Þetta þýðir að nú á endanlega að ganga frá þeirri þjón- ustu sem vömbílar geta veitt og þurfa að veita hinum dreifðu byggð- um landsins. Vömbílstjórar hafa ekki gert neinar kröfur á hendur vinnuveit- endum, hvorki um launahækkanir umfram almennar verðhækkanir né aukin réttindi. En Vinnuveitenda- samband Islands hefur krafíst þess að vömbílstjórar afsali sér þeim lögbundnu réttindum sem tilvera þeirra byggist á. Þá hafa þeir vinnu- veitendur krafíst þess að vörubíl- stjórar afsali sér mannréttindum sem hver einasti íslendingur hefur, en það er rétturinn til að bjóðast til að vinna ákveðið verk fyrir fast gjald. Þetta hlýtur að flokkast und- ir einokunarbrölt, mnnið undan rifjum Verktakasambands Islands. Verktakasamband íslands gerir út á sömu mið og vömbflstjórar. Þeir stefna að því að ná allri vinnu á vegum hins opinbera, bæði vega- vinnu og hafnargerð, hvar sem er á landinu. En þetta er einmitt sú vinna sem gert hefur mögulegt að reka vömbfla til þjónustu við al- menning og fyrirtæki út um landið. Takist þeim þetta em þeir einir á markaðnum og það er markmiðið. Skammsýnir pólitíkusar hafa ginið við gylliboðum Verktakasam- bandsins, en það er sú stefna sem fljótast brýtur niður efnahag lands- byggðarinnar og hefur hingað til verið nefnd nýlendustefna. Þ.e. skattur er heimtur af landsbyggð- inni í formi þungaskatts og bensín- gjalds og svo fá menn sendan vegarspotta einhvemtíma seinna. Það var þessi stefna sem Mahatma Ghandi barðist gegn á Indlandi þegar hann setti upp vefstól heima og fór að vefa sjálfur, vafði dúknum um sig en gekk að öðm leyti nak- inn til að mótmæla nýlendustefnu Breta og innflutningi þeirra á vefn- aðarvöm til Indlands. Þegar farið var að láta bensín- gjald og þungaskatt standa undir vegaframkvæmdum á íslandi var byijað á að leggja vegi út frá Reykjavík. Heita má að allir vegir þar í kring hafí verið komnir með bundið slitlag þegar byijað var að byggja upp vegi norðanlands og Víkingur Guðmundsson En Vinnuveitendasam- band íslands hefur kraf ist þess að vörubíl- stjórar afsali sér þeim lögbundnu réttindum sem tilvera þeirra byggistá. austan. Þegar svo að okkur kemur, eigum við aðeins að fá að horfa á aðra vinna þetta verk og standa atvinnulausir og fylgjast með. Höfundur er formaður stjórnar vörubílstjórafélagsins ValsáAk- ureyri ogritari stjórnar Lands- sambands vörubifreiðarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.