Morgunblaðið - 25.03.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 25.03.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 37 Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Dag: Þau lesa dagblöðin nyrðra I Sjónvarp Akureyri MIÐVIKUDAGUR 25. mars § 18.00 Morgunverðarklúbburinn {The Breakfast Club). Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Judd Nelson, Emilio Estevez, Molly Ringwald, Anthony Michael Hall, Ally Sheedy og Paul Gleason í aðalhlutverkum. Fimm ólíkirtán- ingar eru settir i stofufangelsi í skólanum sinum. Þau kynnast vel og komast að því að þau eiga fleira sameiginlegt en bara prakk- araskapinn. 19.40 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 20.05 Bjargvætturin (Equalizer). §21.00 Húsiðokkar(OurHouse). §21.55 §22.30 Ástarþjófurinn (Thief of He- arts). Bandarisk kvikmynd frá 1984. Dagbók ungrar konu er stolið. Þjófurinn les dagbókina og langar til að kynnast höfundinum nánar. Mynd þessi er ekki við hæfi barna. Aöalhlutverk eru leikin af Barbara Williams, Steven Bauer ogJohnGets. 00.15 Dagskrárlok. „Frægu stólarnir fyrir VMA: Ekki smíðaðir hjá Kótó NÚ ER ljóst að Kótó sf. mun ekki framleiða stóla fyrir Verk- menntaskólann á Akureyri. Hér er um að ræða „fræga" stóla — mikið var rætt um þá á sínum tíma þegar jafnvel stóð til að kaupa þá erlendis frá. Núverandi eigendur Kótó sf. eru að hætta starfsemi og óskaði fyrir- tækið því eftir að losna frá samningi um smíðina. Árni Árnason, hönnuð- ur stólsins, hefur áhuga á að Trésmiðjan Þór taki að sér verkefn- ið. Það er Form hf. sem gerir frum- eintak stólsins og verður það tilbúið til styrkleikaprófunar 1. maí. Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur lagt til að þegar styrkleika- prófun stólsins liggur fyrir verði gengið til samninga við Þór hf. um mögulega smíði stólsins. Starf smannaf é- lagið samþykkir samningana: 1 lh til 16% hækkun FÉLAGAR í STAK, Starfs- mannafélagi Akureyrarbæjar, samþykktu fyrir helgi nýgerðan kjarasamning við bæinn. 154 greiddu samningnum atkvæði sitt, 117 voru á móti og 11 seðlar voru auðir. 615 voru á kjörskrá en 282 greiddu atkvæði. Samningurinn felur í sér tals- verða tilfærslu á milli launaflokka; segja má að hann feli í sér tveggja launaflokka hækkun. Þeir lægst launuðu hækka mest en hækkanir eru allt frá V/t% upp í 16%. Samn- ingurinn gildir frá síðustu áramót- um og er til tveggja ára, til ársloka 1989. Samningnrinn gerir ráð fyrir 2% hækkun 1. mars síðastliðinn, 1,5% hækkun 1. júní og 1,5% hækk- un 1. október í haust. Starfsvika ogskóla- skemmtun í Glerárskóla STARFSVIKA var haldin í Glerárskóla í síðustu viku. Þetta er orðinn árlegur viðburður — nem- endur taka sér frí frá venjulegu námi um tíma og huga að öðru. Nú var til dæmis rekin út- varpsstöð, gefið út blað og sitthvað fleira. í lok þessarar starfsviku var síðan haldin skóla- skemmtun, og var hún í tvo daga. Guðmundur Svansson mætti á skólaskemmtunina og tók meðfylgjandi myndir fyrir Morgunblaðið og segja þær vonandi meira en mörg orð um þessa skemmtun krakkanna. Dagur og Morgunblað- ið útbreiddustu dag- blöðin á Norðurlandi FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands gerði nýlega könnun á útbreiðslu dagblaða á Norðurlandi fyrir Dag á Akur- eyri. Samkvæmt henni er Dagur útbreiddasta dagblaðið á Norð- urlandi eystra og Morgunblaðið á Norðurlandi vestra. 50,7% Norðlendinga, á aldrinum 18—75 ára, sjá Dag daglega, 38,4% Morgunblaðið, 33,2% DV, 13,6% Timann, 7,7% Þjóðviljann og 2,4% Alþýðublaðið. Niðurstöður könnunarinnar fyrir Norðurland eystra eru þessar: Dag sjá 60,5% daglega, 22,3% nokkrum sinnum í viku og 17,2% sjaldnar. 39,9% fólks sér Morgunblaðið dag- lega, 22,3% nokkrum sinnum í viku og 37,8% sjaldnar. DV sjá 33,2% daglega, 30,6% nokkrum sinnum í viku og 36,2% sjaldnar. Tímann sjá 12,9% daglega, 13,4% nokkrum sinnum í viku og 73,3% sjaldnar. 8,2% sáu Þjóðviljann daglega, 8,2% nokkrum sinnum og 83,2% sjaldn- 2,4% 7,7% Hlutfall íbúa, 18 til 75 ára, sem sjá dagblöðin á hverjum degi í Norðurlandskjördæmun, 13 6% eystra og vestra. 33,2% 38,4% ar. Alþýðublaðið sér 2,6% daglega, lega, nokkrum sinnum í viku eða 1,7% nokkrum sinnum í viku og sjaldnar? 95,2% sjaldnar. Á Norðurlandi vestra sjá 34,8% fólks Morgunblaðið daglega, 21,1% nokkrum sinnum í viku og 43,7% sjaldnar. DV sjá 33,3% daglega, 24,8% nokkrum sinnum í viku og 41,9% sjaldnar. 27,1% sjá Dag dag- lega, 30,9% nokkrum sinnum í viku og 41,3% sjaldnar. Tímann sjá 15,2% daglega, 15,2% nokkrum sinnum í viku og 68,1% sjaldnar. 6,7% sjá Þjóðviljann daglega, 11,9% nokkrum sinnum í viku og 79,6% sjaldnar. 1,9% aðspurðra á Norður- landi vestra sjá Alþýðublaðið daglega, 1,9% nokkrum sinnum í viku og 93,7% sjaldnar. Könnunin náði til 650 manns á Norðurlandi, á aldrinum 18 til 75 ára. 77,5% aðspurða svöruðu. Spurt var: Ég les nöfn dagblaðanna í staf- rófsröð og langar að spyija þig hvort þú sjáir hvert dagblað dag- þJÓÐVILJINN llminn DAGUR i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.