Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 40
40______________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Verkfall HÍK
eftir Þorstein
Alexandersson
Hluti af kennurum landsins er
nú í verkfalli til þess að betjast
fyrir bættum kjörum. Nú eru
breyttir tímar frá því að kennara-
starfið var virt starf og metið að
verðleikum. Ekki eru mörg ár síðan
alþingismenn miðuðu laun sín við
framhaldsskólakennara og þótti
sómi að. í dag eru laun alþingis-
manna rúmlega tvöfalt hærri og
þó er árlegur starfstími þingsins
allnokkru styttri en skólanna. Nú
vil ég ekki fara lengra út í saman-
burð á þingmannslaunum og
kennaralaunum en ég tel að flestir
séu sammála um að þingmenn eigi
að vera vel launaðir, til þess að
tryggja mannval á þingi. Hið sama
á að gilda um skólana.
í starfi mínu sem kennari undan-
farin ár hef ég fundið fyrir miklum
áhuga flestra foreldra fyrir mennt-
un barna sinna, þe. að hún verði
sem best. Þeir hafa um leið lýst
áhyggjum sínum hvert stefni með
launakjör kennara. Sem foreldri
segi ég að ég vil eins og flestir að
menntun minna bama verði sem
best og að þau verði af skólans
hálfu vel undir lífið búin.
Að mínu mati er besta leiðin til
þess sú að laun kennara séu það
há að þau verði eftirsóknarverð af
vel menntuðu hæfileikafólki.
Margt hefur verið sagt um laun
kennara undanfarið og hafa margar
tölur um laun komið kennumm á
óvart. Kennarar í HÍK hafa misjöfn
laun eftir því hvort þeir kenna við
gmnnskóla eða framhaldsskóla.
Þeir sem kenna við gmnnskóla hafa
fyrir fullt starf rétt rúmlega 33.000
kr. sem byrjunarlaun og eftir 18
ára starf fá þeir kr. 45.320 í mánað-
arlaun. Það er alltaf erfítt að
verðleggja menntun, en til að fá
þessi laun verða menn að hafa 3ja
ára háskólanám til mega kenna í
grunnskóla.
Lágmarksmenntun til þess að
mega kenna í framhaldsskóla er
BA- eða BS-próf sem er 3ja til 4ra
ára háskólanám. Margir kennarar
hafa þar fyrir utan magister-próf.
Þótt ávallt sé matsatriði hvað hver
stétt þjóðfélagsins á að fá fyrir
vinnu sína held ég að flestir sann-
gjamir menn sjái nauðsyn þess að
bæta kjör kennara landsins. Þó
ekki sé nema vegna þess að við
verðum að byggja alla okkar fram-
tíð á velmenntuðu fólki. Ef stéttin
má horfa á eftir stómm hópum
hæfileikafólks til betur launaðra
starfa er menntun og menning þjóð-
arinnar í hættu.
Því hefur verið haldið á lofti
undanfarið af samninganefnd ríkis-
ins að meðallaun framhaldsskóla-
kennara séu um 70 þúsund kr. á
mánuði. Til þess að fá þessa tölu
er reiknuð öll yfirvinna allra kenn-
ara, en margir kennarar vinna
mikla yfirvinnu m.a. í öldunadeild-
um (kvöldvinna). Auk þess em lögð
við þetta öll laun skólameistara og
skólastjóra en þessir hópar hafa
hærri laun en almennir kennarar.
Nokkurs ókunnugleika hefur gætt
meðal fólks þegar rætt er um vinnu-
tíma kennara og er þar að nokkm
leyti við okkur kennara sjálfa að
sakast, við höfum ekki útskýrt nógu
vel hvað í starfinu felst annað en
bein kennsla. Kennsluskylda kenn-
ara er 26 til 30 (18 til 24 stundir
á Norðurlöndum) stundir á viku,
en kennslan sjálf er aðeins um
helmingur af þeirri vinnu sem kenn-
arar vinna. Annað sem í starfinu
felst er undirbúningur undir kennsl-
una, úrvinnsla og yfirferð verkefna,
kennarafundir, viðtöl við foreldra
og oft samning námsefnis sem
stundum er ekki fyrir hendi. Undir-
búningur fyrir kennslu er alltaf í
endurskoðun vegna þess að sama
námsefni og námshraði henta ekki
öllum.
Þegar þetta allt saman er ljóst
kemur í ljós að vinnutími kennara
er mun meiri en 50 klukkustundir
miðað við fullt starf. Kennarar fá
ekki greitt nema fyrir lítið brot af
þeirri heimavinnu sem þeir vinna
en líta má á að hluti þessarar vinnu
sé í raun greiddur að sumri, þegar
skólar starfa ekki. Hinu má ekki
Þorsteinn Alexandersson
gleyma að kennarar eiga lögbundið
sumarfrí eins og aðrir, en með hlið-
sjón af framansögðu mætti velta
því fyrir sér hversu óeðlilegt vinnu-
álag er á kennurum meðan á
skólatíma stendur. Stærstur hluti
kennara notar sumarið til þess að
fara á endurmenntunarnámskeið
sem og til þess að undirbúa kennslu
næsta skóiaárs. Einn mikill kostur
við kennarastarfið er að mínu mati
sá að kennarar geta hagrætt vinnu-
tíma sínum þannig að þeir taka
vinnu sína með sér heim að lokinni
kennslu og viðveru í skólanum dag
hvem. Þegar heim er komið tekur
við 2ja til 4ja klukkustunda vinna
við undirbúning og yfirferð verk-
efna. Fijálsræðið sem felst í því að
kennarar geti unnið undirbúnings-
vinnu og farið yfir verkefni hvenær
sem er sólarhrings tel ég mikils
virði. Nefna má í þessu sambandi
að þetta fyrirkomulag sparar ríkinu
stórar upphæðir, sem færu í það
að koma upp vinnuaðstöðu, en eins
og menn vita komast ekki einu sinni
allir nemendur sumra skólanna fyr-
ir samtímis í skólanum.
Það starf, sem fer fram fer í
skólunum, er mjög viðkvæmt og
þess vegna eru verkföll neyðarúr-
ræði, eina leiðin til þess að koma í
veg fyrir þau er að hækka laun
kennara myndarlega þannig að
kennarar geti einbeitt sér að sínu
mikilvæga starfí um ókomin ár.
Fleiri en einn kennari hefur sagt
við mig að ef kjörin batni ekki veru-
lega muni þeir snúa til betur
launaðrar vinnu. Þetta er sérstak-
lega hættulegt þar sem töluverð
þensla ríkir nú á vinnumarkaði og
eftirspum eftir vel menntuðu fólki
er meiri en framboð.
Að lokum vil ég láta í ljós þá von
að mennta- og fjármálaráðherra
beiti sér af öllum mætti í anda sam-
þykktar um skólamál sem gerð var
á nýafstöðnum landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins.
Allar stéttir verða að gæta þess
að framtíð þjóðarinnar er falin í
góðu menntakerfi. Gott mennta-
kerfí verður ekki byggt upp nema
að allir standi saman að uppbygg-
ingu þess og beijist undir kjörorðinu
stétt með stétt.
Höfundur er kennari í Reykjavík.
Foreldrar - greiðum vel-
ferð bama okkar atkvæði
0 ••
eftir Jenny Onnu
Baldursdóttur
Nú dregur að kjördegi. Við kjós-
endur gerum upp hug okkar á
þessum síðustu vikum og nú ríður
á að vanda valið. Mikið er rætt
þessa dagana um verðbólgu, við-
skiptahalla, erlendar lántökur og
því um líkt. Hinn félagslegi, mann-
legi þáttur er samt sá málaflokkur
sem snertir okkur mest og því ekki
síður mikilvægur þar sem andleg
og líkamleg vellíðan okkar stendur
og fellur með því að þau mái séu
í góðum höndum. Hvernig er nú
ástand þessara mála nú á útmánuð-
um árið 1987? Það er ekki úr vegi
að íhuga það vel áður en gengið
er inn í kjörklefann og jafnframt
velta fyrir sér horfunum að kosn-
ingum loknum. Kjósum við með
velferð okkar sjálfra og barn-
anna okkar að leiðarljósi?
Hvað líður ástandi eftirtalinna
mála í dag, svona rétt fyrir kosning-
ar?
Skóla-, dagvistunarmál og rétt-
indamál bama, umhverfísvernd-
unarmál, öryggismál.
Skóla- og dagvistunarmál á ís-
landi eru, því miður, í fremur
bágbomu standi. Skólarnir tví- og
þrísetnir, skólamáltíðir eitthvað
sem maður lætur sig dreyma um
og engin viðvera skólabarna er fyr-
FRÆÐSLUFUNDIR um frá-
veitu- og vatnsiagnakerfi i
húsum var haldinn föstudaginn
13. mars sl. í húsakynnum Bygg-
ingaþjónustunnar að Hallveig-
arstíg 1 í Reykjavík. Annar
fræðslufundur um sama efni
verður haldinn föstudaginn 27.
mars nk. á sama stað.
Fundurinn 13. mars sl. var á
ir hendi eftir skóla, með ábyrgum
aðila. Þetta viðgengst þrátt fyrir
að meirihluti foreldra vinni úti allan
daginn. Dagvistunarmálin eru í
svipuðu horfi og það í þjóðfélagi
sem sökum láglaunastefnu neyðir
báða foreldra út á vinnumarkaðinn.
Það ættu að vera sjálfsögð rétt-
indi allra foreldra, bæði heima-
og útivinnandi, að eiga þess kost
að koma bömum sínum á dag-
heimili til að börnin geti í hópi
jafnaldra notið samvista undir
handleiðslu faglærðs fólks. Oft
heyrir maður talað um dag- og leik-
skólavistun eins og eitthvað neyðar-
úrræði „stofnanir þar sem börnum
er hent inn á til geymslu". Þetta
er löngu úrelt sjónarmið, sem er
vatn á myllu íhaldsaflanna sem vilja
konuna inn að eldhúsvaski um leið
og þörfin eftir vinnukrafti úti í þjóð-
félaginu minnkar.
Velmegunarþjóðfélagið sýnir
síðan skilning sinn á nauðsyn
skóla og dagvistunarheimila með
því að borga kennurum og fóstr-
um slík smánarlaun að hvergi í
Evrópu finnst nokkur hliðstæða.
Islenskt þjóðfélag er fjand-
samlegt börnum. Því miður þá
er það staðreynd að öll mál sem
tengjast börnum og þeirra rétt-
indamálum eru i molum. Þessi
afskipti hópur, sem á að taka við
landinu innan fárra ára, á sér
ansi fáa málsvara og börnin
vegum Endurmenntunarnefndar
Háskóla Islands og var haldinn með
stuðningi Staðaldeildar Iðntækni-
stofnunar og Lagnafélags íslands.
Mörg erindi voru flutt á fundinum.
Jóhannes Þorsteinsson, deildarstjóri
Iðntæknistofnun, flutti erindi Sig-
urðar P. Kristjánssonar, tæknifræð-
ings, í forfölium hans um
lagnastaðla ÍST 67 og 68. Þráinn
sjaldan eða aldrei höfð með í
ráðum þegar um þeirra mál er
fjallað. Þetta er vert íhugunar-
efni, hvað verður um börnin eftir
kosningar? Það er undir okkur
sjálfum komið. Umhverfísverndun
er stór málaflokkur þar sem um-
ferðaröryggi bama er einn liðurinn.
Þar ríkir sama vanþróunin og í
skóla- og dagvistunarmálum. Það
er búið í haginn fyrir blikkbeljumar
enda eni þær okkar heilögu kýr en
umferðaröryggi gangandi vegfar-
enda, sem að stærstum hluta eru
börn, er lítið sinnt. Ein er sú stað-
reynd, sem lítið hefur verið haldið
á loft, og hún er sú að tíðni um-
ferðarslysa er sú langhæsta á
íslandi miðað við alla Evrópu. Held-
ur nöturlegur sannleikur, ekki satt?
Við foreldrar verðum að treysta á
guð og gæfuna á meðan bömin
okkar koma sér úr og í skóla. Mér
dettur helst í hug línudansari án
öryggisnets. Það eina sem hægt er
að gera honum til hjálpar er að
halda niðri í sér andanum og vona
það besta. Umhverfísvemdun al-
mennt er málaflokkur sem fólk
tengir ekki íslandi. Þó koma þau
okkur ekki síður við en öðrum þjóð-
um þar sem mengun og úrgangur
virða ekki nein landamæri. Allar
þjóðir eru jafn berskjaldaðar fyrir
mengun og hvor annarri háðar um
hvemig til tekst. Okkur ber því að
axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna á
Karlsson, verkfræðingur, flutti er-
indi um hönnun fráveitulagna og
um notkun IST 68 og Guðmundur
Gunnarsson, verkfræðingur, um
brunaþol lagna og um brunaþolnar
þéttingar meðfram þeim. Einar B.
Pálsson, prófessor, ræddi um störf
orðanefndar byggingaverkfræðinga
og Pétur Sigurðsson, efnafræðing-
ur, um efnisval í vatns- og fráveitu-
Jenny Anna Baldursdóttir
„íslenskt þjóðfélag
er fjandsamlegt börn-
um. Því miður er það
staðreynd að öll mál
sem tengjast börnum
og- þeirra réttindamál-
um eru í molum.“
þessum vettvangi og láta okkur
annt um umgengnina í okkar eigin
landi. Með kjarnorkuvá tengjast nú
öryggis- og friðarmál umhverfis-
verndun. Við eigum að taka afstöðu
sem er okkur samboðin sem sjálf-
stæðri þjóð. Það skiptir ekki máli
hvers lensk sprengjan er þegar hún
springur og því ber okkur skilyrðis-
laust að taka afstöðu á móti allri
vopnaframleiðslu hvar sem er og í
lagnir. Að lokum flutti Steindór
Guðmundsson, verkfræðingur, er-
indi um hávaða og hávaðavarnir í
lagnakerfum.
A dagskrá fundarins var einnig
erindi Gunnars Kristinssonar, verk-
fræðings, um hönnun vatnslagna-
kerfa í húsum, en það féll niður
vegna veikinda höfundar.
Þátttakendur, fyrir utan fyrirles-
ara, voru 26 og komu þeir víðsvegar
að af landinu. Fundarstjóri var
Hilmar Sigurðssona, verkfræðing-
ur.
hvaða formi sem er og án allrar
aðstoðar frá stórveldunum sem
gjarnan „leggja línuna" fyrir smá-
þjóðir og stuðla þannig að innbyrðis
klofningi. Það er ekki traustvekj-
andi að skipa sér í flokk með þjóð
sem notar orðið „friðarsinni" sem
skammaryrði.
Astandið í þessum málum er
vissulega bágborið. Ekki má
gleyma að við sitjum uppi með er-
lendan her á friðartímum og fólk
farið að líta á veru hans hér eins
og eitthvert náttúrulögmál. Þett
sinnuleysi þarf að uppræta. Við
megfum aldrei gleyma því að vera
hersins hér er óæskileg og á ekki
að vera til frambúðar.
Eg hef fyrir Iöngu gert upp hug
minn varðandi atkvæði mitt þ. 25.
apríl nk. Það val byggði ég á þeirri
einföldu staðreynd að Alþýðu-
bandalagið er eini stjórnmálaflokk-
urinn sem hefur raunhæfar lausnir
á þeim málum sem ég hef komið
hér inn á. Þessi mál eru mín for-
gangsmál. Eru þaj ekki forgangs-
mál okkar allra?
Höfundur er læknafulltrúi og
skipar20. sæti lista AJþýðubanda-
lagsins íReykjavík.
Búnaðarsamband
Suðurlands:
Fræðslufund-
ir um heima-
öflun fóðurs
Selfossi.
Búnaðarsamband Suðurlands
hélt þrjá fundi dagana 12. og 13.
mars um heimaöflun fóðurforð-
ans. Fundirnir voru haldnir á
Selfossi, Tunguseli í Skaftártungu
og á Hvolsvelli.
Framsögumenn á fundunum voru
Þórarinn Lárusson tilraunastjóri á
Skriðuklaustri og Kristján B. Jónsson
ráðunautur á Selfossi. A fundunum
var lögð áhersla á mikilvægi þess að
standa vel að öflun fóðurs. Bændur
sóttu fundina nokkuð vel og lögðu
fyrirspurnir fyrir frummælendur.
Sig. Jóns.
Fræðslufundir um vatnslagnir