Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 27

Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Við styðjum kennara og stöndum með þeim, sögðu Sigurlaug Sigur- jónsdóttir Margrét Helga Hjartardóttir sem báðar eru í MH. Morgunbiaðið/RAX Framhaldsskólanemendur þeyttu bílflautur í Reykjavík í gær i mótmlaskyni, svo ákaft að mörgum þótti nóg um. nú ríkti sagði hún að óánægja með laun virtist hafa verið að smá hlaða utan á sig lengi og staðan nú væri ekki endilega þessari ríkisstjórn að kenna. „Ég heyrði það í útvarpinu áðan að það væri varla óhætt að fá botnlangabólgu því innan skamms væri ekki hægt að taka á móti blóðgjöfum. Það er eins og þetta sé allt skyndilega að springa," sagði Sigurlaug. „Ef þetta verður mikið lengur fell ég í meirihlutanum af fögunum, ef það verða þá einhver próf, sagði Kári Valur Sigurðsson nemandi á fyrsta ári í Flensborgarskóla. Kári sagðist samt standa með kennurn- unum í baráttunni. „Þeirra barátta Framhaldsskólanemendur létu fara vel um sig í andyri og stigum í fjármálaráðuneytinu í gær.og sumir þeirra dvöldu þar í nótt. er sanngjöm því kennarastéttin er undirstaða þjóðfélagsins,“ sagði Kári. Þorsteinn Pálsson ijármáraráð- herra ávarpaði nemendurna skömmu eftir hádegið og sagði meðal annars að samninganefnd ríkisins hefði fyrir sitt leyti reynt að vinna að þessu máli á þann veg að það fengist sem skjótast lausn. Búið væri að gera samninga við ýmis félög sem væru flestir á þeim grundvelli sem almennt hefði verið lagður í þjóðfélaginu og ríkið vildi auðvitað gera samninga við kenn- ara á þeim grundvelli. „ÞÓ höfum við gert nokkuð betur því það er samkomulag í þeim viðræðum um að endurskoða launakerfi kennara og vonast er til að hægt verði að fúllvinna nýtt launakerfi og byrja að nota það næsta haust. En við vonum öll að þessi deila leysist sem fyrst því eldurinn brennur fyrst og fremst á ykkur og það eru ykkar hagsmunir sem eru í húfi,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn bauð síðan sendinefnd nemendanna að hitta samninga- nefnd ríkisins að máli til að samninganefndin gæti skýrt fyrir nemendunum einstök atriði þeirra tilboða sem gengið hafa á milli ríkis og kennara. Hluti nemendanna var enn í fjár- málaráðuneytinu þegar húsinu var lokað í gær. Að sögn starfsmanns þar voru tekin niður nöfn og síma- númer þeirra sem ætluðu að dvelja í anddyri hússins í nótt til að láta aðstandendur þeirra vita. Fell í meirihlutanum af fögunum ef þetta gengur svona lengur, sagði Kári Valur Sigurðsson nemandi í Flensborgarskóla. Árbók kirkj- unnar1986 ÁRBÓK kirkjunnar er komin út öðru sinni. Það er og 4. hefti Kirkjuritsins. Árbókin safnar saman upplýsingum og heimildum sem að gagni koma í starfsemi kirkjunnar frá ári til árs. Biskup ísalands, herra Pétur Sigurgeirsson, fylgirÁrbók kirkj- unnar 1986 úr hlaði og segir þar m.a. að þegar þess sé gætt að Kirkjuritið hafí um hálfrar aldar skeið verið það tímarit sem öðrum ritum fremur hafi gegnt hlutverki árbókar, fari vel á því að útgáfan sé í tengslum yið þetta málgagn Prestafélags íslands sem hóf göngu sína 1935. 1 ritinu er m.a. birt ræða bisk- ups við setningu Prestastefnu 1986 og íjallað um Prestastefn- una, Kirkjuþing 1986. Þá er í Árbókinni að finna leiðbeiningar fyrir leikmenn í safnaðarstarfi og skrá yfír allar 284 sóknar- nefndir landsins og sóknarnefnd- armennina sem eru 1236 talsins.. Árbók kirkjunnar er gefin út af Biskupsstofu og ritstjóri henn- ar er sr. Bemharður Guðmunds- son, fréttafulltrúi. Mclsölublað á hverjum degi! T7T?TSrTSrCrr 'RTT T ZVTVJ PU J-/YPÍ með lánslgaravísitölu úr Byggingarsjóði ríkisins? Efsvoer: FÉKKSTU ÞAÐ FYRIR 1. SEPTEMBER 1983? Efsvoer: GREIDDIRÐU LÁNIÐ UPP EÐA SELDIRÐU EIGNINA Á TÍMABILINU FRA 1. SEPTEMBER 1983 TIL 1. FEBRÚAR 1987? Ef svoer: PA ATT SJ’’ 0f€ : ■m Frá og með 1. febrúar 1987 voru grunnvísitölur þessara lána hækkaðar með staðlinum 1,0288, þannig að eftirstöðvar lánanna með verðbótum lækka um 2,8%. Svarir þú öllum þremur spurningunum hér að ofan jatandi, þá skaltu senda sölusamning eða greiðsluseðil, sem sýnir aðjánið hafi verið greitt upp, til Veðdeildar Landsbanka íslands, Laugavegi 77 fyrir 1, apríl nk. ^Húsnæðisstofiiun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.