Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 41

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. MARZ 41 Markaðurinn Hveijir eru hugsan- W legir viðskiptavinir? I- eftirSigurð Sigurðarson „Munurinn á sölustjóra fyrir- tækis og markaðsstjóra er sá, að maður græðir á þeim fyrmefnda, en tapar á hinum,“ sagði vonsvik- inn framkvæmdastjóri fram- leiðslufyrirtækisins, „og svo veit maður ekkert hvað þessir mark- aðsfræðingar eru að gera.“ Þetta er í aðalatriðum rökrétt fullyrðing. Lífakkeri fyrirtækis er góðir sölumenn, en markaðsdeild- in er þung í skauti og dýr. Hins vegar verður að gera skýran greinarmun á verkefnum þeirra sem starfa við sölu og hinna sem starfa við markaðsfærslu. Fyrirtæki sem þekkir sína við- skiptavini veit hvað þeir vilja og er tilbúið að breyta tilboðum sínum óski þeir eftir er vel á vegi statt. Spurningin er hins vegar þessi: „Hvemig er hægt að vita vilja hugsanlegra kaupenda? Það er hægt að renna blint í sjóinn og vera heppinn. Það er alkunna að slíkar veiðiferðir em ekki væn- legar til frambúðar og vissara að stefna á þekkt mið eða þá að gefa sér tíma til að fínna ný. Sama á við í viðskiptum á fíjálsum markaði. Sölumaðurinn þekkir nokkuð vel sína kúnna, veit oft hvemig landið liggur og þess vegna er hann mikilvæg heimild þeim sem að markaðsmálum starfa. í stuttu máli má segja, að markaðsdeild fyrirtækisins skapi söludeildinni lífsskilyrði. Starf markaðsdeildar eða markaðsfræðings er að auðvelda söluna, fínna vænleg mið. Verkef- nið hefst í mörgum tilfellum áður en framleiðslan eða innflutningur- inn bytjar. Hann spyr og leitar svara: Hver er varan, hvernig lítur hún út, hveijir em hugsanlegir kaupendur, hvað má varan kosta? Þegar slíkum sem þvílíkum spum- ingum hefur verið svarað þá er oft eftirleikur sölumannanna auð- veldur. Það eru til margvísleg ráð til að þekkja markaðinn, komast að óskum neytenda. Markaðsrann- sóknir em víða mikilvægur þáttur í fyrirtækjarekstri og í raun sjálf- stæð grein innan markaðsfræð- innar. Það er ekki aðeins íslenskur plagsiður að leggja í framleiðslu, án þess að þekkja markaðinn, slíkt þekkist um allan heim. Munurinn er hins vegar sá, að þar sem fijáls markaður fær að njóta sín verður að gæta að vilja kaupendanna, hvort heldur þeir em fáir en stór- ir eða margir og litlir. Dýr fyrir- tæki eins og Steinullarverskmiðj- an, Þömngavinnslan, Saltverksmiðjan, graskögglaverk- smiðjur o.s.frv. ættu að vera okkur víti til varnaðar. Smærri fyrirtæki hafa ratað í miklar ógöngur vegna þess að ráðist var í lítt undirbúnar framkvæmdir, nefna má veitingahús, hótel, tíma- ritaútgáfur, kvikmyndafyrirtæki, verslanir, innflutningsfyrirtæki, útflutningsfyrirtæki, framleiðslu- fyrirtæki o.s.frv. Markaðsgreining („eSgmenter- ing“ á erlendum málum) er áhrifaríkasta meðalið. Með því að kanna markaðinn er hægt að komast að því hvort og hverjir séu hugsanlegir kaupendur. I stað þess að eyða kröftum og fé í að bjóða öllum landsmönnum til- tekna þjónustu er hægt að þrengja markaðinn og fínna á nokkuð ein- faldan hátt hveijir séu hugsanleg- ir kaupendur. En kálið er ekki sopið þó í aus- una sé komið. Neytendur em ákaflega mismunandi og þeir leggja mismikið vægi á verð, gæði, endingu og notagildi vöm. Allir þurfa birtu í híbýlum sínum, en fæstum er alveg sama hvemig ljósgjafínn lítur út. Að því gefnu að flestir vilji birtu fengna með rafmagni, þá er vandi lampaversl- unarinnar að vita, hvemig lampa eigi að bjóða upp á. Einfaldast Sigurður Sigurðarson „Munurinn er hins vegar sá, að þar sem frjáls markaður fær að njóta sín verður að gæta að vilja kaupend- anna, hvort heldur þeir eru fáir en stórir eða margir og litlir.“ er að bjóða upp á eina gerð af lampa, en það gengi varla til lengdar, þar sem aðrar lampabúð- ir bjóða upp á fleiri tegundir. Eigandi lampabúðarinnar getur þó fljótlega ftindið út hvaða teg- undir lampa seljast best og lagt áherslu á að hafa sölubestu teg- undirnar á boðstólum. Að auki bætir hann við fleiri tegundum, til að fullnægja sem flestum ósk- um viðskiptavina sinna. Slíkt er ein tegund markaðskönnunar, sem litlum, sérhæfðum fyrirtækj- um hefur gengið vel að tileinka sér. í stuttu máli, að fylgjast með eigin sölu og hveijar þarfír mark- aðarins em og þá em heimildir innan fyrirtækisins gagnlegastar. Málin verða þó ívið flóknari þegar um er að ræða stór fyrir- tæki, framleiðslufyrirtæki eða þjónustufyrirtæki. Framleiðslan kostar margfalt meira og því er mikið í húfi að varan eða vömrn- ar seljist. Eins er nauðsynlegt að fylgjast með hugsanlegum breyt- ingum á óskum neytenda, því ekki er allt sem sýnist, þó vel gangi í augnablikinu. - Þjónusta er í sjálfu sér „vara“ eða ígildi vöm, en krefst annars konar meðhöndlunar. Nefna má hótel sem dæmi. í flestum tilvik- um er ígildi vömnnar gistingin, eina nótt eða fleiri. í mörgum til- fellum skipta aðrir þættir jafnvel enn meira máli, eins og þegar Hótel Stykkishólmur býður upp á ferðir um Breiðafjarðareyjar, eða Hótel ísafjörður býður upp á skíðaferðir. Þá er ferðalagið eða skíðaferðin sem slík orðin aðalat- riðið. í öllum tilvikum er vandi fyrir- tækisins hinn sami, það verður að höfða til markaðarins, standast samkeppni og ekki síst standa undir nafni. Það sem skilur á milli er þá aðferðir, hvemig þau „sækja sjóinn". Höfundur er fyrrverandi blaða- maður. Hana stundar nú nám í markaðsfræðum. Til hvers eru flokksstjómir? eftir Halldór Kristj- ánsson „Kjósendur velji ekki flokksstjóm- ir“ heitir ritgerð sem Morgunblaðið birti 19. mars og er eftir Jón Magnús- son. Fyrirsögnina mun eiga að lesa: Kjósendur velji — ekki flokksstjómir. Hér er ekki verið að mæla með því að einhveijir aðrir en kjósendur velji flokksstjórnimar. Efni greinarinnar er mótmæli gegn því að flokksstjómir geti bannað mönnum að merkja framboðslista stöfum flokka. Það fínnst Jóni Magn- ússyni ofríki og ranglæti. Hér er ég á öðru máli og því eru þessi orð skrifuð. Stjómmálaflokkur er samtök manna um þjóðmálastefnu. Samkvæmt því hafa samtökin skipu- lag, flokksþing, landsfund eða einhveijar samkomur þar sem stefnu- skrá er samþykkt og ákveðin. Þar er líka ákveðið hvemig flokki skal stjóma. Nú er enginn skyldugur til að vera í flokki. Menn una þar glaðir meðan þeim er stefna og annað að skapi og er þá að vonum að þeir vilji vera virk- ir flokksmenn til að efla þá hreyfmgu sem færir þjóðfélagið í það horf sem þeim er geðfellt. Jafn eðlilegt er það að menn yfírgefí flokk sem þeim finnst vera á villigötum. Nú hafa flokkar reglur um fram- boðsmál og skipun þeirra. Þess eru að vísu dæmi að það hafl þótt snjall- ræði og gott lýðræði að bjóða andstæðinga velkomna til að ákveða framboð einstakra flokka, en af því er nú fengin sú reynsla að þarflaust mun vera að ræða þá tilhögun. Trú- lega er hún öll að baki. Mér skilst að Jón Magnússon vilji að menn, sem flokkar vilja ekki skipa á lista sinn í svo gott og virðulegt sæti sem þeim líkar, séu þá ftjálsir að því að bjóða sig fram í nafni flokksins. Halldór Kristjánsson Þá væri listi þeirra BB og DDD o.s.frv. eftir þörftim. í þvi tilefni verður mér að spyija. Hvað er stjómmálaflokkur? Hver tek- ur ákvarðanir fyrir flokkinn? Samkvæmt kenningu Jóns geta menn boðið sig fram í flokksnafni þó þeir séu á móti ölium helstu stefnumálum hans að mati flokksstjómar og meiri- hiuta flokksmanna. Kjósendur ættu að geta treyst ein- hveiju í _ sambandi við flokka og stefnur. Ég sé ekki að það væri lýð- ræðinu neitt til bóta að opna leiðir til þess að hver sem vill geti tekið sér vald til að kenna sig við flokk sem ekki vill við hann kannast eða fram- boð hans. Stefhur skyldu vera skýrar. Ágreining á ekki að fela. Reglur eiga að auðvelda kjósendum valið en ekki torvelda. Höfundur er fyrrverandi blaða- maður, en nú starfsmaðurAJ- þingis. ísvélar 127.000 kr. G. HEMREKSSON HF. Skúlagötu 32. Sími 24033, 24433.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.